Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 12
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Í maílok var gerður opinber árs-
hlutareikningur N1 fyrir 1. janúar til
31. mars á þessu ári. Þar kemur
fram að félagið
hafi selt fasteign-
ina við Ægisíðu
102, sem er við
gatnamót Ægi-
síðu og Hofs-
vallagötu, en þar
hefur félagið rek-
ið bensínstöð í
áratugi.
Í skýringum
með árshluta-
reikningi N1 um
atburði eftir reikningsskiladag segir
orðrétt: „Í maí tók félagið kaup-
tilboði í fasteignina að Ægisíðu 102
og er áætlaður söluhagnaður að lág-
marki 260 m.kr.
Áætlað er að starfsemi að Ægisíðu
verði hætt á haustmánuðum þegar
gengið hefur verið frá kaupsamningi
en ekki er talið að lokunin muni hafa
veruleg áhrif á EBITDA félagsins.“
Morgunblaðið leitaði eftir því hjá
Eggert Benedikt Guðmundssyni,
forstjóra N1, hver hefði keypt fast-
eignina og lóðina við Ægisíðu 102, en
hann sagði ekki hægt að upplýsa það
að svo stöddu, þar sem ekki væri bú-
ið að ganga frá kaupsamningi. Í maí-
lok sagði Eggert Benedikt að verk-
stæði fyrirtækisins við Ægisíðu yrði
sameinað verkstæði N1 í Fellsmúla.
Ægisíða ehf. keypti lóðina
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins keypti félagið Ægisíða ehf.
fasteignina og lóðina af N1. Hjá Rík-
isskattstjóra er félagið gefið upp
með heimilisfang að Laugarársvegi
69 og í atvinnugreinaflokkun er fé-
lagið sagt byggja íbúðar- og atvinnu-
húsnæði. Félagið var stofnað þann
15. apríl síðastliðinn. Þegar Morgun-
blaðið náði í gær í einn af forsvars-
mönnum Ægisíðu ehf. sagði hann að
áform um uppbyggingu á lóðinni
væru ekki komin vel á veg, enda yrði
ekkert ákveðið nema í samráði og
samstarfi við ríki og borg.
„Það hefur verið stefnan í aðal-
skipulagi borgarinnar að fækka
bensínstöðvum og þarna er visst
tækifæri til þess, enda bensínstöð á
þessum frábæra stað barn síns tíma.
Hugmyndir okkar í Ægisíðu ehf.
ganga út á það að breyta þessari lóð í
íbúðalóð eða íbúðalóðir,“ sagði heim-
ildarmaður Morgunblaðsins og benti
á að bensínstöð og dekkjaverkstæði
væru ekki endilega heppilegustu ná-
grannar við leikskóla og íbúðabyggð.
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir því að eigendur Ægisíðu ehf.
hyggist byggja lágreista blokk eða
blokkir á lóðinni við Ægisíðu 102,
ekki hærri en tveggja hæða.
Mér þykja þetta
frábærar fréttir
Hjálmar Sveinsson, varaformaður
skipulagsnefndar Reykjavíkur
kvaðst í samtali við Morgunblaðið í
gær, fagna því ef bensínstöðin við
Ægisíðu væri að fara. Hún væri á
frábærum stað undir íbúðabyggð og
tæki fáránlega mikið pláss.
„Við í skipulagsnefnd höfum ekki
fengið erindi um þetta inn á borð til
okkar. Ef ég man rétt þá var það Júl-
íus Vífill sem kom fram með þá til-
lögu í borgarstjórn á síðasta kjör-
tímabili að fækka bensínstöðvum í
borginni.
Við fögnum því ef þarna verður
byggt íbúðarhúsnæði. Auðvitað þarf
það að vera í samræmi við næstliggj-
andi umhverfi,“ sagði Hjálmar.
Hann kvaðst telja upplagt að
þarna risu tvílyft raðhús, svokölluð
„townhouses“ sem hann kvaðst telja
að myndu falla vel að umhverfinu.
„Við fögnum þessu. Mér þykja
þetta frábærar fréttir,“ sagði Hjálm-
ar og bætti við að þegar skipulags-
nefnd fengi erindið inn á borð til sín,
yrði tekin afstaða til þess hversu
mikið byggingarmagn yrði leyft á
lóðinni og hversu há hús. „Þá ætlum
við vitanlega að taka mið af okkar
eigin samþykktum um verndun
byggðamynsturs í miðborginni og
jaðri hennar,“ sagði Hjálmar Sveins-
son, varaformaður skipulagsnefndar
Reykjavíkur, að lokum.
Hyggjast reisa blokk við Ægisíðu
Ægisíða ehf. keypti lóðina við Ægisíðu 102 af N1 Áformin gera ráð fyrir lágreistri byggð á reitn-
um „Mér þykja þetta frábærar fréttir,“ segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsnefndar
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Undanfarið hafa rottur verið töluvert
í fréttum, til dæmis varð vart við
rottu í Vesturbæjarlaug á sunnudag-
inn. Þá var telpa bitin af rottu í Hlíð-
unum síðar sama dag.
Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi
hjá Meindýravörnum Reykjavíkur-
borgar, vill þó ekki kannast við að
rottum hafi fjölgað í borginni. „Þetta
eru bara einstök tilfelli,“ segir Ómar.
„Í nær öllum tilfellum er um að ræða
bilanir í lögnum. Stundum er um að
ræða byggingaraðila sem skilja
skólplagnir eftir opnar. Í slíkum til-
fellum förum við á staðinn og krefj-
umst úrbóta.“
Ómar segir starf Meindýravarna
Reykjavíkurborgar snúast að mestu
um fyrirbyggjandi aðgerðir.„Við
reynum eftir bestu getu að herja á
þær ofan í holræsabrunnunum og
starfrækjum hópa yfir sumartímann
sem sjá um að dreifa eitri í holræsin.“
Steinar Smári Guðbergsson mein-
dýraeyðir í Reykjavík segir tilfellum
ekki fara fjölgandi. „Mín tilfinning er
að tilfellum fari í raun örlítið fækk-
andi. Oft er þetta tengt framkvæmd-
um þar sem lagnir eru opnar.“
Axel Valgeirsson meindýraeyðir á
Akureyri segir það undantekningu
að eiga þurfi við rottur á Akureyri.
„Við erum bara í músum hérna,“ seg-
ir Axel kíminn. sh@mbl.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Óvelkominn borgarbúi Rottur eru ekki velkomnar á götum borgarinnar.
Rottum ekki fjölg-
að í höfuðborginni
Eitri dreift í holræsi borgarinnar
Eins og fram kemur í árshluta-
reikningnum fyrir 1. janúar sl. til
31. mars sl. voru hluthafar N1 í
lok mars á þessu ári 3.751 en
þeir voru 5.164 í upphafi árs og
hafði þeim því fækkað um 1431
frá áramótum.. Tíu stærstu hlut-
hafarnir eru: FSÍ (Framtaks-
sjóður Íslands) með 20,9% hlut,
Lífeyrissjóður verslunarmanna
með 10% hlut, Stafir lífeyris-
sjóður með 6% hlut, Almenni líf-
eyrissjóðurinn með 5% hlut, Ís-
landsbanki með 4,4% hlut,
Sameinaði lífeyrissjóðurinn með
4,3% hlut, Helgafell með 4,2%
hlut, Gildi - lífeyrissjóður með
4% hlut, Júpíter - innlend hluta-
bréf með 2,8% hlut og Stapi líf-
eyrissjóður með 2,5% hlut.
FSÍ er lang-
stærstur
TÍU STÆRSTU HLUTHAFAR Í
N1 EIGA SAMTALS 64,1%
Morgunblaðið/Þórður
Ægisíða 102 Bensínstöð N1 er á „frábærum stað undir íbúðabyggð og tekur fáránlega mikið pláss,“ segir Hjálmar
Sveinsson, varaformaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. Hann fagnar áformum um íbúðabyggð á reitnum.
Hjálmar
Sveinsson
Ægisíða 102
Loftmyndir ehf.
Lóðarmörk
Ho
fsv
alla
gat
a
Æ
gisíða
Sörlaskjól
Einimelur
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Lauf
Fjölnota skeljastóll
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði LAUF