Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Nýr meirihluti í bæjarstjórn Akur-
eyrar var kynntur til leiks í fyrra-
dag, við menningarhúsið Hof. Drep-
ið var á málið í frétt í blaði gær-
dagsins. L-listinn, Framsóknar-
flokkurinn og Samfylkingin fengu öll
tvö menn kjörna í bæjarstjórn og
mynda meirihlutann.
Matthías Rögnvaldsson frá L-
lista verður forseti bæjarstjórnar og
formaður nýs atvinnu- og nýsköp-
unarráðs, en hann lagði mikla
áherslu á þá málaflokka í aðdrag-
anda kosninga. Guðmundur Baldvin
Guðmundsson, oddviti Framsóknar,
verður formaður bæjarráðs og Logi
Már Einarsson, oddviti Samfylk-
ingar, formaður Akureyrarstofu
sem fær víðtækara hlutverk en til
þessa.
Hóparnir þrír ákváðu strax á
kosninganótt að freista þess að ná
meirihluta og talaði Logi þá um
„draumaliðið“ í samtali við ofanrit-
aðan. Sú nafnbót virðist hafa fest við
meirihlutann og fróðlegt að sjá hvort
hann stendur undir nafni.
Brýnasta málið sem bíður nýs
meirihluta er að koma heilsugæslu-
málum í viðunandi horf. Um það
ræddu allir fyrir kosningar. Akur-
eyringar hafa lengi þurft að bíða
óratíma, allt að þremur vikum, eftir
tíma hjá heimilislækni sé allt að
þremur vikum og fullyrða bæjaryfir-
völd að fjármagn frá ríkinu sé mun
minna en samningur segi til um. Því
þurfi að kippa snarlega í liðinn svo
ekki hafi verið hægt að fjölga starfs-
fólki undanfarin misseri.
Akureyrarbær hefur í nokkur
ár rekið heilsugæslustöðina skv.
þjónustusamningi, fyrst sem
reynslusveitarfélag. Allar leiðir
verða skoðaðar til að breyta ástand-
inu til batnaðar, en fulltrúar meiri-
hlutans nýja sögðu þó að það yrði al-
gert neyðarúrræði að segja upp
samningnum við ríkisvaldið.
Logi Már og samherjar hans í
meirihlutanum lögðu áherslu á það
að ekki hefði verið barist um titla í
viðræðum að þessu sinni, heldur leit-
ast við að finna sem hæfastan mann í
hvert hlutverk. Þess vegna væri
hægt að tala um draumalið. „Ég
held að okkur hafi tekist það,“ sagði
Logi.
Einhverjir hafa velt vöngum yfir
og gagnrýnt hvers vegna sjálfstæð-
ismönnum, helstu sigurvegurum
kosninganna, var ekki verið boðið til
viðræðna um meirihluta, og að L-
listinn sem tapaði miklu fylgi skuli í
raun leiða „draumaliðið“ til valda.
Logi Már, oddviti Samfylkingar-
innar, afgreiddi slíkt tal á snöggu
augabragði sunnanundir Hofi. „Slík-
ar vangaveltur eru til einskis. Það
sem skiptir máli er hverjir treysta
sér til að vinna með hverjum. Ég
minni á að þrátt fyrir allt er L-
listinn næststærsta stjórnmálaaflið í
bæjarstjórn.“
Logi Már nefndi að sá hugsanlegi
meirihluti sem sjálfstæðismenn
hefðu helst rætt um á kosninganótt:
samstarf við Framsóknarflokk og
Bjarta framtíð, hefði ekki haft meiri-
hluta atkvæða en það hefði flokk-
arnir þrír hins vegar, sem nú hefðu
tekið saman höndum um stjórn bæj-
arins næstu fjögur árin.
Eiríkur Björn Björgvinsson
verður áfram bæjarstjóri á Akureyri
og lýstu oddvitar meirihlutaflokk-
anna yfir að hann yrði sterkari tals-
maður bæjarins út á við en hingað
til. Það hefði þegar verið ákveðið en
sjálfstæðismenn gagnrýndu það ein-
mitt í aðdraganda kosninga að „rödd
Akureyrar“ þyrfti að heyrast betur.
Í yfirlýsingu frá framboðunum
þremur segir meðal annars, og vek-
ur nokkra athygli í ljósi umræðu hér
á landi að undanförnu: „Við leggjum
áherslu á félagslegt réttlæti og vilj-
um berjast fyrir því allir njóti mann-
réttinda án tillits til kynferðis, trúar-
bragða, skoðana, þjóðernisuppruna,
kynþáttar, litarháttar, efnahags,
ætternis og stöðu að öðru leyti.
Þetta ætlum við að hafa að leiðar-
ljósi í öllum okkar störfum.“ Túlki
þetta hver sem vill …
Hljómsveitin Dimma heldur út-
gáfutónleika á Græna hattinum á
morgun, föstudagskvöld. Sveitin
hefur nýverið gefið út plötina Vélráð
sem afar gott orð fer af.
Leið 2 hjá Strætisvögnum Akur-
eyrar verður ekki ekin í sumar. Sá
vagn hefur farið úr miðbænum upp á
brekku, þaðan út í þorp og aftur inn í
miðbæ. Meginástæðan fyrir því að
gripið er til þessara aðgerða er að
ekki hefur fengist nægur mann-
skapur í sumarafleysingar hjá SVA.
Eitt af því sem fulltrúar Sam-
fylkingarinnar ræddu í aðdraganda
sveitarstjórnarkosninganna voru
bættar almenningssamgöngur, m.a.
að strætó gengi örar en áður. Fróð-
legt verður að sjá hvort sú hugmynd
verður að veruleika.
Sumarsýning Listasafnsins var
opnuð um síðustu helgi: Íslensk
samtíðarportrett – mannlýsingar á
21. öld. Þar úir og grúir af alls kyns
list, en sannarlega áhugaverð sýn-
ing. Ástæða til að hvetja fólk til að
kíkja við á safninu enda ókeypis inn.
Starfsmenn Akureyrarbæjar
hafa í vikunni sett upp tré við Gler-
árgötu, á milli akreina þjóðvegar 1,
sem ekki hefur verið gert áður. Þar
er um að ræða súlublæösp sem sögð
er hentugt tré í minni garða, a.m.k.
hentugra en hin plássfreka frænka
hennar, alaskaöspin. Súlublæöspin
er grannvaxin með súlulaga trjá-
krónu sem ekki verður breiðari en
einn metri en getur orðið 10–15
metrar á hæð.
Nýtt kaffihús verður opnað fljót-
lega í göngugötunni, þar sem Póstur
og sími voru til húsa árum saman en
tískuvöruverslun síðustu ár. Nýi
staðurinn veðrur kallaður Símstöðin
café; nema hvað. Áhersla mun verða
lögð á heilsurétti.
Í hinum enda hússins er bar,
Pósthúsbarinn. Því má segja með
góðri samvisku að Póstur og sími
hafi báðir snúið aftur …
Í miðbænum var nýlega opnuð
lítil verslun þar sem seldar eru alls
kyns nauðsynjar og heitir Alaska,
eins og ein matvöruverslana KEA í
nágranni miðbæjarins á árum áður.
Þetta er eina verslunin af þessu tagi
í grenndinni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Draumaliðið“ Sigríður Huld Jónsdóttir og Logi Már Einarsson, Samfylkingu, Framsóknarmennirnir Ingibjörg
Isaksen og Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Silja Dögg Baldursdóttir og Matthías Rögnvaldsson, L-lista.
„Draumaliðið“
og súlublæöspin
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Súlublæösp Starfsmenn bæjarins gróðursettu súlublæaspir með reglu-
legu bili á milli akreina við þjóðveg 1 í gegnum bæinn í vikunni.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
þjóðlegt
gómsætt
og gott
alla daga
Gríptu með úr næstu verslun
www.flatkaka.is
kÖku
gerÐ hp
Í kvöld, fimmtudag kl. 20, verður
sumarganga í Hafnarfirði í leið-
sögn Steinunnar Guðnadóttur þar
sem sjónum verður beint að merkri
sögu virkjana í Hamarskotslæk. Í
Hafnarfirði var unnið frumkvöðla-
starf á sviði vatnsaflsvirkjunar þeg-
ar Jóhannes J. Reykdal virkjaði
Hamarskotslæk á þremur stöðum.
Steinunn Guðnadóttir leiðir
gönguna, en hún vinnur núna að
bókarskrifum og kvikmynd um Jó-
hannes J. Reykdal. Gengið verður
frá Hafnarborg og er reiknað með
að gangan taki um klukkustund,
þátttaka er ókeypis og allir vel-
komnir. Fólk er hvatt til að klæða
sig eftir veðri.
Sumarganga um
virkjunarstaði
Blóðgjafafélag Íslands heldur al-
þjóðadag blóðgjafa hátíðlegan í
dag, fimmtudaginn 12. júní, ásamt
Ungliðahreyfingu blóðgjafa,
UBGFÍ. Hátíðin fer fram við Blóð-
bankann á Snorrabraut í Reykjavík
milli klukkan 16 og 19.
Margt verður til skemmtunar á
hátíðinni fyrir börn og fullorðna.
Meðal annars verður bangsaspítali
á vegum læknanema, tæki slökkvi-
liðsins verða sýnd og einnig lög-
reglubíll. Flugbjörgunarsveitin
verður með kynningu og ævintýri
fyrir börnin og loks verða grillaðar
pylsur og boðið upp á drykki og
fleira. Blöðrur verða fyrir börnin
og blóðgjafar sem gefa blóð þennan
dag fá rós frá garðyrkjubændum
með sér heim að lokinni blóðgjöf,
segir í frétt frá Blóðgjafafélaginu.
Blóðbankinn var stofnaður árið
1953, og hefur æ síðan gegnt mik-
ilvægu hlutverki við að tryggja ör-
yggi í heilbrigðisþjónustunni
Blóðgjöf Fjölbreytt dagskrá verður í boði
fyrir almenning við Blóðbankann í dag.
Hátíð haldin á al-
þjóðadegi blóðgjafa
STUTT
Leikskólinn Mýri við Skerplugötu
heldur í dag sína árlegu Skerpluhá-
tíð. Að þessu sinni er líka verið að
fagna afmæli Mýrar, en leikskólinn
er 25 ára um þessar mundir. Hátíð-
in hefst kl. 15.00 og „vonast er til að
sjá sem flesta foreldra, systkin, afa,
ömmur, gamla Mýrara og aðra vel-
unnara Mýrar,“ segir í tilkynningu.
Garðurinn verður skreyttur um
morguninn og boðið upp á andlits-
málningu. Þá verður farið í leiki,
pylsur grillaðar og fleira skemmti-
legt gert. Sirkus Íslands mætir á
svæðið og skemmtir gestum. Allir
eru velkomnir.
Afmælishátíð Mýrar