Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D ✆ 565 6050 ✆ 565 6070 ÚTSKRIFTARGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ OKKUR Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja að ósigur Erics Cantor, leið- toga repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, fyrir nánast óþekktum frambjóðanda Teboðs- hreyfingarinnar í forkosningum flokksins í Virginíuríki séu óvænt- ustu kosningaúrslit í landinu í manna minnum. Hagfræðiprófessorinn David Brat, sem hafði umtalsvert minni fjárráð í kosningabaráttu sinni en Cantor, hafði á endanum öruggan sigur og hlaut 56% atkvæða á móti 44% andstæðings síns. Cantor hafði af mörgum verið talinn líklegur til að taka við af John Boehner sem forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta. Sjálfur sagðist Brat hafa fengið áfall þegar hann sá fyrstu tölur úr kosningunum. „Þetta er augljóslega hamingjusamasta stund lífs míns,“ sagði hann þegar úrslitin voru ljós. Sigur hinnar öfgahægrisinnuðu Teboðshreyfingar er talinn vera tvíeggjað sverð fyrir Barack Obama forseta og Demókrataflokkinn. Ann- ars vegar er talið að frambjóðendur úr röðum teboðsins sem eru á hægri jaðrinum höfði síður til hófsamari kjósenda en hefðbundnari frambjóð- endur repúblikana. Hins vegar er nú talið líklegt að erfiðara verði fyrir forsetann að ná fram stefnumálum eins og umbótum á innflytjenda- löggjöfinni. Eitt af því sem Brat notaði gegn Cantor í kosningabaráttunni var að hann hefði ekki staðið nógu einarð- lega gegn fyrirhuguðum umbótum í innflytjendamálum. Því er líklegt að aðrir repúblikanar í fulltrúadeildinni herði andstöðu sína við þær til þess að gefa ekki íhaldssamari mótfram- bjóðendum sínum færi á sér þegar kemur að forkosningum í þeirra kjördæmum. Óvæntustu úrslit í manna minnum AFP Áfall Ósigur Cantor kom stjórn- málaskýrendum í opna skjöldu.  Leiðtogi repú- blikana tapaði Leigubílstjórar í Hamborg í Þýskalandi lögðu niður störf ásamt starfsbræðrum sínum í nokkrum evrópsk- um stórborgum í gær. Sumstaðar lokuðu leigubíl- stjórar vegum að flugvöllum svo að umferðaröngþveiti skapaðist. Ekki bætti úr skák að lestarstarfsmenn voru einnig víða í verkfalli. Leigubílstjórarnir mótmæltu þannig aðgerðaleysi stjórnvalda vegna smáforritsins Uber sem hefur náð útbreiðslu undanfarið, t.d. hjá leyf- islausum bílstjórum. Þeir telja forritið jafngilda gjald- mæli sem aðeins leigubílar með leyfi megi nota. Verkfall leigubílstjóra og lestarstarfsmanna í evrópskum stórborgum AFP Samgöngurnar lentu í lamasessi Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Uppreisnarmenn súnníta í Írak hafa hafið leiftursókn í átt að höfuðborg- inni Bagdad. Á þriðjudag náðu þeir Mosul, annarri stærstu borg landsins á sitt vald, og í gær féll Tíkrit, fæð- ingarborg Sadams Hussein, þeim í hendur. Tíkrit er aðeins 150 kíló- metra fyrir norðan höfuðborgina. Fréttir af frekari bardögum sunnar, við borgina Samarra, bárust einnig í gær. Mannúðarsamtök telja að allt að hálf milljón af tveimur milljónum íbúa Mosul hafi flúið borgina vegna átakanna þar. Yfirmaður sendinefnd- ar Tyrkja í borginni og um fimmtíu starfsmenn hennar eru í haldi íslam- istanna. Uppreisnarmennirnir koma úr röðum samtakanna Íslamskt ríki í Írak og löndum fyrir botni Miðjarð- arhafs (ISIS). Samtökin hafa stund- að skærur bæði í Sýrlandi og í Írak. Þau ráða nú yfir umtalsverðu svæði í austurhluta Sýrlands og vestur- og miðhluta Íraks. Krossfestingar og limlestingar ISIS var stofnað sem sella hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda í Írak. Þau hófu síðan að skipta sér af átök- unum í Sýrlandi en í kjölfar valdabar- áttu á milli hópa uppreisnarmanna afneitaði Ayman al-Zawahiri, leiðtogi al-Qaeda, samtökunum á þeim for- sendum að þau væru of öfgafull. Í Sýrlandi hefur ISIS verið sakað um að bera ábyrgð á fjölda morða og að beita grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Þau hafi fyrirskipað að maður sem sakaður var um morð yrði krossfestur auk þess að beita refsingum á borð við afhöfðanir og aflimanir. Talið er að samtökin hafi á um tíu þúsund manna liði að skipa en þeim hefur meðal annars borist liðsauki frá Evrópu og Bandaríkjunum, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska blaðsins The Guardian. Á þeim landsvæðum sem ISIS ræður yfir stjórna þau eins og rík- isstjórn. Þau halda úti dómstólum, skólum og þjónustu. Í borginni Raqqa í Sýrlandi komu þau jafnvel á neytendaverndarstofnun vegna mat- vælagæða. Þegar ISIS náðu Mosul á sitt vald á þriðjudag óx þeim enn ásmegin því þá féllu ýmis vopn, skotfæri og bún- aður sem bandarísk stjórnvöld höfðu fengið íröskum öryggissveitum þeim í hendur. Það mun að líkindum gera samtökin enn skæðari, bæði í Írak og í Sýrlandi. Íslamistar mjaka sér nær Bagdad  Tíkrit fallin í hendur uppreisnarmanna súnníta sem sækja suður á bóginn  Samtökin þóttu of öfga- full fyrir leiðtoga al-Qaeda  Komin með bandarísk vopn í hendur eftir fall Mosul á þriðjudaginn AFP Stríð Svartklæddir vígamenn í áróðsmyndbandi ISIS-samtakanna. Ekki náðist samkomulag milli Rússa og Úkraínumanna um verð á gasi á sáttafundi sem Evrópusambandið kom á í Brussel í gær. Úkraínumenn höfnuðu tilboði Rússa um verð á gasi á þeim for- sendum að verðið væri of háð duttl- ungum stjórn- valda í Moskvu. Löndin tvö hafa um mánaða skeið deilt um verð sem Úkra- ínumenn greiða fyrir rússneskt gas og skuld þeirra við Rússa vegna þess. Rússar buðu Úkraínumönnum að fá gasið á sama verði og þeim bauðst áður en Viktor Jústsjenkó hraktist frá völdum. Úkraínumenn vilja hins vegar betri kjör á gasinu og að deilan verði leidd fyrir gerðardóm. „Við teljum að tilboð okkar sé meira en í anda samstarfs og það miði að því að hjálpa úkraínska hag- kerfinu á nokkuð erfiðum tíma. Ef tilboði okkar er hafnað þýðir það að við færumst á annað stig. Það er ekki okkar val. Það viljum við ekki,“ sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands í gær. Þokast áfram Júrí Prodan, orkumálaráðherra Úkraínu, var á móti ósáttur við fram- ferði Rússa. Úkraínumenn hefðu viljað að verðið yrði í samræmi við markaðsverð. „Því miður lögðu Rússar til leið til að ákvarða verðið sem ég myndi kalla pólitíska,“ sagði Prodan. Þrátt fyrir þetta telur Guenther Oettinger, orkumálastjóri ESB, að viðræðunum hafi miðað eitthvað áfram. Hann vonast til þess að þeim muni þoka í samkomulagsátt á næstu dögum. Höfnuðu tilboði Rússa um gasverð  Viðræður í Brussel halda áfram Júrí Prodan í Brussel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.