Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Sérsmíðaðar baðlausnir Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is • Einangrunargler • Gluggar (Ál og PVC-plast) • Hurðir (Ál og PVC-plast) • Speglar • Gler • Hert gler • Lagskipt öryggisgler • Litað gler • Sandblástur • Álprófílar • Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu- skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is NÝR OG SPENNANDI MATSEÐILL TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Neðri deild spænska þingsins sam- þykkti í gær lög sem staðfesta valdaafsal Jóhannesar Karls Spánarkonungs. Lögin fela jafn- framt í sér að sonur hans, Filippus, taki við krúnunni. Öldungadeild þingsins á þó enn eftir að sam- þykkja lögin. Hún mun fjalla um frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Filippus verði svarinn í emb- ætti tveimur dögum síðar, 19. júní. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt með afgerandi meirihluta voru mótmæli gegn konungsveldinu áberandi í þinginu. Andstæðingar þess höfðu hvatt til mótmæla gegn konungsveldinu fyr- ir utan þinghúsið líkt og hafa átt sér stað í stærri borgum Spánar frá því að Jóhannes Karl tilkynnti að hann hygðist afsala sér völdum. Breytingartillögu hafnað Inni í þingsalnum stóðu allir ell- efu þingmenn Sameinaðs vinstris upp á meðan umræðurnar fóru fram og héldu uppi blöðum sem á stóð „Þjóðaratkvæði núna“. Margir þing- menn skörtuðu einnig barm- merkjum með rauðum, fjólubláum og gulum fána annars lýðveldisins á Spáni, tákni spænskra lýðveldis- sinna. Þeir lögðu jafnframt fram breytingartillögu við frumvarpið sem fól í sér að þjóðaratkvæða- greiðsla yrði haldin um framtíð konungsveldisins. Henni var hins vegar hafnað. Tveir stærstu flokkarnir á þingi, Lýðflokkur forsætisráðherrans Mariano Rajoy og sósíalistar, voru fylgjandi afsalsfrumvarpinu. Á end- anum greiddu því 299 þingmenn at- kvæði með frumvarpinu, nítján höfnuðu því og 23 sátu hjá eða voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Á meðal þeirra sem voru ekki við- staddir voru tveir þingmenn sósíal- ista sem höfðu farið fram á að þing- menn gætu greitt atkvæði um frumvarpið óbundnir flokkunum. Þeir verða sektaðir fyrir að mæta ekki. Flestir vilja fá að kjósa Skoðanakönnun sem dagblaðið El País birti á sunnudag sýnir að um 62% Spánverja vilja kjósa um fram- tíð konungsveldisins. Kæmi til slíkr- ar þjóðaratkvæðagreiðslu vildu 49% hafa konungsveldi með Filippus sem konung en 36% myndu styðja stofnun lýðveldis, samkvæmt könn- uninni. Mariano Rajoy forsætisráðherra tók hins vegar allan vafa af um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Stjórnarform landsins væri ekki til umræðu að þessu sinni. „Við erum ekki hér til að breyta staðreyndum heldur til að undir- strika með frumvarpi okkar að á Spáni reiðum við okkur á staðfast lýðræðislegt þingbundið konungs- veldi,“ sagði Rajoy í umræðunum. Konungsveldið væri til staðar því það væri vilji Spánverja sjálfra, sem litu á það sem bestu trygginguna fyrir pólitískum stöðugleika. Cayo Lara, leiðtogi vinstriflokks- ins Sameinaðs vinstris, harmaði hins vegar að næsti konungur landsins erfði krúnu eins og hún væri einkaeign. Málsmeðferðin við valdaskiptin væri einnig ógegnsæ. „Þetta er nýtt blóð fyrir konunga- ætt sem er komin að fótum fram,“ sagði Lara. Tekist á um framtíð konungsveldisins á Spáni  Valdaafsal konungsins samþykkt í fulltrúadeild þingsins AFP Lýðveldi Mótmælendur sveipaðir fánum annars lýðveldisins komu saman fyrir utan þinghúsið í Madríd til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Konungsveldið » Stjórnarskrá Spánar frá 1978 kvað á um þingbundið konungsveldi. Þá hafði ekki verið konungur í landinu frá árinu 1931. » Könnun sem hægriblaðið El Mundo birti á mánudag sýndi að stuðningur Spánverja við krúnuna hefði aukist nokkuð eftir að tilkynnt var um valda- afsal Jóhannesar Karls. Herforingja- stjórnin í Taí- landi sem rændi völdum þar í síð- asta mánuði hef- ur nú gripið til þess ráðs að gefa bíómiða um helgina til þess að stuðla að „ást og samhljómi“. Fljótlega eftir að herinn hrifsaði völdin hóf hann herferð til þess að vinna fólk á sitt band og bauð meðal annars til ókeypis tónleika og matarhátíða. Bíómiðarnir eru á myndina „Goð- sögnin um Naresuan konung, 5. hluti“. Hún fjallar um konung Sí- ams, forvera Taílands, í kringum aldamótin 1500-1600. Andi þjóð- ernishyggju svífur yfir vötnum í myndinni en sjálfsfórn og föður- landsást eru áberandi þemu. „Við þurfum að fá Taílendinga til að skilja fórnir sem konungar og Taílendingar færðu áður og einingu Taílendinga í fortíðinni svo að þeir fái aftur ást og sam- hljóm eftir mörg ár af pólitískum klofningi,“ segir talsmaður hers- ins. Herinn býður landsmönnum í bíó TAÍLAND Mótmæli gegn herstjórninni. Spenna íbúa heims fyrir heims- meistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu á sér ýmsar birting- armyndir. Í Kína hefur til dæmis orðið til markaður á netinu með læknisvottorð fyrir þá sem ætla hringja sig inn „veika“ í vinnu til að geta fylgst með keppninni. Leikirnir eru spilaðir frá því á miðnætti til um kl. 6 um morgun að kínverskum tíma og það fer ekki vel saman við vinnutíma knatt- spyrnuáhugamanna. „Við seldum tíu læknisvottorð í dag og um hundrað frá því að við byrjuðum að selja þau í síðasta mánuði,“ segir Zhang, einn selj- anda á vefsíðunni Taobao, stærstu netverslun Kína, við NBC- fréttastofuna. Á meðal vott- orðanna sem Zhang hefur selt er bréf frá lækni vegna „viðvar- andi botnlanga- bólgu“ sem gildir í þrjá daga. Því fylgir innsigli Þjóð- arháskólasjúkrahússins í Beijing. Verðið á vottorðunum er allt frá 200-300 krónum upp í á sjötta þús- und eftir því hversu lengi þau gilda. Kaupa sér læknisvottorð á netinu fyrir HM KÍNA Kínverji virðir fyrir sér HM-bikarinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.