Morgunblaðið - 12.06.2014, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Léleg kjör-sókn í síð-ustu
sveitarstjórnar-
kosningum olli
mönnum áhyggjum hér. Í
fyrradag var prófkjör í flokki
Repúblikana í Bandaríkjunum
vegna kosninga til full-
trúadeildarinnar í einu kjör-
dæmi af mörgum í einu ríki
Bandaríkjanna af 50. Slíkur
atburður er smáfrétt innan-
lands þar vestra. En ekki í
gær. Ástæðurnar fyrir storm-
inum sem brast á upp úr
fréttalogninu voru tvær.
Sú fyrri var að þingmaður-
inn, sem féll óvænt, var Eric
Cantor, sjálfur leiðtogi Repú-
blikana í fulltrúadeildinni,
næstur þingforsetanum.
Flokkurinn hefur meirihluta í
þingdeildinni.
Hin var sigurvegari próf-
kjörsins, sem var lítt þekktur
hagfræðiprófessor, Dave Brat
að nafni, sagður gerður út af
Te-hreyfingunni. Hún sótti
fast að „miðjumoðsmönnum“
flokksins fyrir fáeinum árum.
Hafa fréttaskýrendur vestra
talið að fyrirferð Te-hreyfing-
arinnar hafi fælt jaðarfylgi frá
Repúblikanaflokknum og orð-
ið til þess að hann náði ekki
meirihluta í öldungadeild
þingsins.
Hefur „flokkseigendafélag“
Repúblikana haft uppi við-
búnað til að draga úr áhrifum
hreyfingarinnar í
kosningunum í
nóvember nk. og
einkum þó á for-
setakosningaárinu
2016. Sú skýring er gefin nú á
hinum óvæntu úrslitum að
mikið votviðri á kjördag hafi
leitt til óvenjudræmrar kjör-
sóknar og þá fái áhugasöm-
ustu kjósendurnir að njóta sín.
Einnig hafi hist svo á að inn-
flytjendamál hafi verið ofar-
lega í opinberri umræðu í
Bandaríkjunum vikuna fyrir
prófkjörið. Miklar fréttir voru
af þúsundum barna sem komið
hafi ólöglega og óvænt yfir
landamærin frá Mexíkó og
höfðust við í móttökubúðum
við heldur nöturlegar að-
stæður. Yfirvöld í Washington
virtust ekki vita sitt rjúkandi
ráð og er hugmyndum forset-
ans um allsherjarnáðun ólög-
legra flóttamanna kennt um
komu barnanna.
En hvað kemur það Cantor
við? Jú hann er sakaður um að
hafa verið að bralla við Obama
um þau mál á bak við tjöldin.
Þær ásakanir eru sennilega
ýktar mjög. En ásamt rigning-
unni dugðu þær þó til þess að
Dave Bratt prófessor með að-
eins 25 milljóna (í krónum tal-
ið) framboðssjóð sigraði hinn
landsþekkta Eric Cantor sem
varið hafði 300 milljónum í
baráttuna og bandarísk
stjórnmál komust í uppnám.
Lítil kjörsókn leiddi
til stórrar fréttar}Kjörsóknarskortur enn
Nokkrum sinn-um á ári eru
fluttar fréttir af
banaslysum í um-
ferðinni hér á
landi og alltaf er
það jafn sorglegt
og hörmulegt að ekki skuli
hægt að koma að fullu í veg
fyrir slík slys. Þegar tölur yfir
síðustu tvo áratugi eru skoð-
aðar má sjá að banaslysum
fækkar, sem er vissulega já-
kvæð þróun, en hjálpar lítið
þeim sem missa ástvini. Og
þeir eru enn allt of margir.
Í fyrra létust fimmtán í um-
ferðinni og tólf að meðaltali
síðastliðin fimm ár. Á fyrstu
fimm árum aldarinnar létust
að meðaltali tvöfalt fleiri í um-
ferðarslysum þannig að árang-
urinn er augljós og ánægju-
legur.
Í fyrradag sagði Morgun-
blaðið frá því að á liðnum ára-
tug hefði ekkert banaslys orð-
ið á Reykjanesbrautinni eftir
að hún var tvöfölduð, en árin
þar á undan hafði hún verið ein
mesta slysagildra landsins.
Tvöföldun brautarinnar hefur
því reynst bylting í umferðar-
öryggi og sjálfsagt er að draga
lærdóm af þessari reynslu og
nýta hana á hættu-
legustu vegarköfl-
unum sem eftir
eru á þjóðvegum
landsins.
Vegarkaflinn
austur yfir Hellis-
heiði frá Reykjavík og að
Þrengslum hefur á síðustu ár-
um verið sá hættulegasti á
landinu mældur í fjölda bana-
slysa og annarra alvarlegra
slysa, og þegar litið er til slysa
og óhappa almennt er vegar-
kaflinn fyrir sunnan Hval-
fjarðargöng verstur. Á þess-
um tveimur vegarköflum er oft
mikill umferðarþungi og þó að
búið sé að bæta hluta af Suður-
landsveginum á milli Reykja-
víkur og Selfoss töluvert er
enn langt í land að hann verði
sambærilegur við tvöföldu
Reykjanesbrautina.
Fækkun banaslysa og ann-
arra alvarlegra umferðarslysa
hlýtur alltaf að vera eitt helsta
forgangsmálið þegar kemur að
vegabótum. Á næstu árum
ætti að stefna að því að lag-
færa hættulegustu vegarkafla
landsins og fækka þannig eins
og unnt er þeim hörmungum
sem fylgja alvarlegum slysum
á vegum landsins.
Með markvissum að-
gerðum er hægt að
draga enn frekar úr
alvarlegum slysum}
Bylting í umferðaröryggi
Þ
að er ástæða til að óska borgar-
búum til hamingju með nýja
borgarstjórn og nýjan borgar-
stjóra. Það er einkar forvitnilegt
að hafa orðið vitni að þeim um-
breytingum sem Dagur B. Eggertsson hefur
tekið síðustu mánuði. Maður sem greinilega
var vel meinandi en svo langorður að fólk missti
áhugann á málflutningi hans löngu áður en
hann hafði lokið máli sínu. Nú hefur Dagur lært
að vera stuttorður og það fer honum vel.
Dagur hefur sýnt að úthald getur skilað sér
margfalt ef viðkomandi stjórnmálamaður hefur
skynsemi til að rýna í veikleika sína og losa sig
við þá. Á tímabili virtist sem tími Dags í pólitík
væri liðinn. Hann var að verða fyrrverandi
vonarstjarna. Nú, eftir snögga og vel heppnaða
umbreytingu, virðast honum allir vegir færir.
Það sama verður hins vegar ekki sagt um flokk hans, Sam-
fylkinguna.
Nýir flokkar spretta upp og taka fylgi frá Samfylking-
unni sem virðist fullkomlega ráðlaus. Björt framtíð hefur
stimplað sig sem miðjuflokk og er reiðubúin að vinna jafnt
til vinstri sem hægri. Á meðan heldur Samfylkingin sig
þvermóðskulega á vinstri vængnum og virðist líta á smá-
flokkinn Vinstri græna sem eftirsóknarverða fyrirmynd.
Þetta er nánast óskiljanlegt.
Ótíðindin dynja á Samfylkingunni, nú síðast boðun nýs
stjórnmálaafls, evrópusinnaðs hægri flokks. Verði sá
flokkur að raunveruleika mun hann örugglega sækja
nokkurt fylgi til kratanna og óánægðra sjálf-
stæðismanna sem létu sig hafa það að kjósa
Samfylkinguna vegna stefnu hennar í Evrópu-
málum en eru afar ósáttir við vinstrisinnaðar
áherslur hennar. Þannig þrengir mjög að Sam-
fylkingunni þegar hinn nýi flokkur ásamt
Bjartri framtíð og Pírötum mun halda áfram
að hirða af henni fylgi. Flokkur sem ætlaði sér
að verða stórveldi í íslenskri pólitík er í graf-
alvarlegri stöðu.
Flokkurinn getur haldið áfram að láta eins
og ekkert sé og lifað í þeirri von að kjósendur
muni sjá að sér. Ekki er þó sérlega líklegt að
það gerist. Ýmsir horfa örugglega vonar-
augum til formannsskipta, en það er ekki sjálf-
gefið að Dagur fiski betur sem formaður en
Árni Páll, þótt sá fyrrnefndi hafi náð góðu
gengi í borginni og skorað hátt í vinsældakosn-
ingum. Þegar Jón Gnarr kvaddi var Dagur sá frambjóð-
andi í borginni sem kjósendur þekktu meðan oddvitar
flestra annarra flokka voru í hugum borgarbúa nánast
eins og ókunnugt fólk. Sóley Tómasdóttir er reyndar
nokkuð þekkt, en sú vinstri pólitík sem hún stundar, og
Samfylkingin virðist dá næsta takmarkalaust, fellur ekki í
kramið hjá kjósendum. Samfylkingin ætti að horfa til þess
hversu fáa fylgjendur hörð vinstri pólitík á og koma sér
upp almennilegri stefnu sem höfðar til kjósenda. Þar hent-
ar frjálslynd jafnaðarstefna ágætlega, en Samfylkingunni
tókst á einhvern furðulegan hátt að týna henni. Það væri
kannski ráð að hefja leit. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Umbreytingin og týnda stefnan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
halda áfram í sambandi með ofbeldis-
manninum því þær telja sig vera að
gera ófædda barninu greiða. Það eru
til rannsóknir fyrir því að konur sem
verða fyrir heimilisofbeldi fæði oftar
fyrir settan tíma heldur en þær sem
ekki lenda í heimilisofbeldi og að
börn þeirra verði minni enda eru þær
undir miklu stressi alla meðgönguna
vegna heimilisofbeldisins. Þetta hef-
ur rosaleg áhrif á flæði blóðs og nær-
ingar frá móður til fósturs. Svo ekki
sé talað um hvaða áhrif þetta hefur á
sálina, en það er ekki nægilega vel
rannsakað. Þetta er mjög erfitt upp-
haf fyrir börnin,“ segir Hafrún. „Þeir
sem ættu að skammast sín eru of-
beldismennirnir“.
Breyttir tímar og ný nálgun
Hafrún útskrifaðist sem ljós-
móðir árið 1989 og segir hún öðruvísi
hafa verið farið að hlutunum þá.
„Það var ekki minnst einu orði á
að konur gætu orðið fyrir heimilis-
ofbeldi á meðan meðgöngu stæði og
hvaða afleiðingar það gæti haft
fyrir barn og móður, líkamlega
og andlega,“ segir Hafrún. Hún
segir að í dag sé öldin önnur og
að ljósmæður og aðrir sem vinni
með þungaðar konur búi nú
yfir meiri þekkingu.
„Samt sem áður
kom það fram í viðtölum
að ljósmæður sakni
þekkingar og stuðn-
ings frá vinnuveit-
endum sínum.“
Þungaðar konur verða of
oft fyrir heimilisofbeldi
Heimilisofbeldi Konur sem verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni eru líklegri til
að verða fyrir heimilisofbeldi meðan á meðgöngu stendur en aðrar konur.
FRÉTTASKÝRING
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Sterkt samband er milli þeirrakvenna sem finna fyrirþunglyndiseinkennum íupphafi meðgöngunnar og
þeirra sem verða fyrir heimilis-
ofbeldi. Í flestum tilfellum eru það
sambýlismenn eða eiginmenn þung-
uðu kvennanna sem eru ofbeldis-
mennirnir. Þetta kemur fram í
doktorsritgerð Hafrúnar Finn-
bogadóttur í ljósmóðurfræðum. Ný-
verið varði Hafrún ritgerðina í Sví-
þjóð, en hún stundaði doktorsnám við
Háskólann í Malmö.
Mikilvægar upplýsingar til að
koma í veg fyrir heimilisofbeldi
Í ritgerðinni kemur fram að ár-
lega séu í það minnsta 90 konur beitt-
ar heimilisofbeldi meðan á meðgöngu
stendur á svæðinu í kringum Malmö
og Lund í Svíþjóð, þar sem úrtakið
fór fram meðal 1939 þungaðra
kvenna. Ár hvert eru um það bil 9000
fæðingar á svæðinu og þýðir það að
um 1% þungaðra kvenna verða fyrir
heimilisofbeldi á meðan á meðgöngu-
tímanum stendur.
Einnig kemur fram að þær kon-
ur sem hafa orðið fyrir ofbeldi ein-
hvern tíman á lífsleiðinni séu mun
líklegri en aðrar til að verða fyrir
heimilisofbeldi yfir meðgönguna.
„Nú getum við ljósmæður nýtt
okkur þessar upplýsingar þegar við
hittum konurnar í fyrsta skipti og
tökum upp sjúkdómssögu þeirra,“
segir Hafrún og bætir við að þetta sé
mikilvægt svo að hægt sé að spyrja
konur um heimilisofbeldi.
„Það eru ekki til örugg vísindi
fyrir því að hægt sé að spyrja allar
konur. Einnig er þetta erfitt sið-
fræðilegt mál. Spurningin getur virk-
að móðgandi fyrir parið og konurnar
geta tekið þetta mjög nærri sér ef
þær eru í góðu sambandi
við manninn sinn,“ segir Hafrún
Finnbogadóttir.
Finna fyrir mikilli skömm
Konur sem verða fyrir heimilis-
ofbeldi finna fyrir mjög mikilli
skömm og sektarkennd að sögn Haf-
rúnar og segir hún margar þeirra lifa
tvöföldu lífi. Þetta er vandamál í
þjóðfélaginu og sakhæft samkvæmt
sænskum lögum.
„Það kom mjög skýrt fram í við-
tölum við konur, sem hafa orðið fyrir
heimilisofbeldi á meðgöngu, að þær
Hafrún Finnbogadóttir, doktor í
ljósmóðurfræðum, segir mikil-
vægt að ljósmæður kunni að
bregðast rétt við svo hægt sé
að fyrirbyggja heimilisofbeldi.
„Ef einhvern grunar, að verið
sé að beita þungaða konu of-
beldi, eða ef þunguð kona biður
um hjálp þá verða allir að kunna
að bregðast rétt við og þá sér-
staklega ljósmæður,“ segir Haf-
rún. Hún segir að háskólar í
Svíþjóð kenni ljósmæðrum að
bregðast við heimilisofbeldi.
„Í Malmö erum við meira að
segja byrjuð að gefa hjúkr-
unarnemendum fyrirlestra um
þessi mál. Ég tel best að byrja
á að fræða fólk um þetta áð-
ur en hægt er að vinna af al-
vöru með þetta,“ segir Hug-
rún. Hún segir að ekki sé
hægt að heimfæra
rannsókn sína yfir á
Ísland í blindni en
telur fulla ástæðu
til að kanna stöðu
mála hér á landi.
Kunna að
bregðast við
ÞEKKJA RÉTTU HANDTÖKIN
Hafrún
Finnbogadóttir