Morgunblaðið - 12.06.2014, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Sumargleði Það var mikið um dýrðir í leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi í gær þegar þar var haldin sumarhátíð. Börnin fengu andlitsmálun og skemmtu sér konunglega.
RAX
Í gær var undirritaður
samningur innanríkisráðu-
neytisins og Rauða krossins
um þjónustu við hælisleit-
endur. Aðkoma Rauða kross-
ins að þessum verkefnum hef-
ur mikla þýðingu, ekki aðeins
vegna þeirrar þekkingar og
reynslu sem samtökin hafa af
málefnum tengdum innflytj-
endum, heldur einnig vegna
þeirrar gilda og fagmennsku
sem einkenna störf samtak-
anna.
Sú pólitíska samstaða sem ríkti þegar Al-
þingi samþykkti breytingar á lögum um út-
lendinga á síðasta starfsdegi sínum í vor skipti
líka miklu máli. Meðal breytinga er að almenn
kæruleið vegna ákvarðana um útlendingamál
verður færð til óháðrar úrskurðarnefndar auk
þess sem innleiddar voru breytingar sem
munu gera stjórnsýsluna skilvirkari, tryggja
enn frekar mannréttindi hælisleitenda og
stytta málsmeðferðartíma.
Reynsla Norðmanna
Þetta og fleira sem snýr að málefnum hælis-
leitenda og erlendra aðila sem sækjast eftir
því að búa hér á landi hefur verið eitt af helstu
verkefnum mínum frá því að ég tók við emb-
ætti innanríkisráðherra. Hér er um
viðkvæman málaflokk að ræða, þá
sérstaklega það sem snýr að mál-
efnum hælisleitenda. Það er verkefni
okkar að tryggja mannúðlega og
örugga meðferð, gera það sem við
getum til að hjálpa þeim sem þurfa á
hjálp að halda, tryggja það að stjórn-
sýslan ráði við verkefnið og tryggja
sem besta nýtingu fjármagns.
Í byrjun ágúst sl. átti ég fund með
Grete Faremo, þáv. dómsmálaráð-
herra Noregs. Megintilefni fundar-
ins var að fræðast um löggjöf þar í
landi á sviði útlendingamála og það
skipulag og verklag sem Norðmenn
hafa komið sér upp í málaflokknum, ekki síst
þann árangur sem Norðmenn hafa náð varð-
andi málsmeðferðartíma hælisumsókna. Þá
þegar var hafin átaksvinna í innanríkisráðu-
neytinu sem sneri að því að stytta málsmeð-
ferðartíma hælisumsókna, skýra og einfalda
verklagsreglur, reglugerðir og eftir atvikum
lög.
Málsmeðferð stytt í 90 daga
Það er full ástæða til að koma sjálfstæðri úr-
skurðarnefnd á fót eins og ný lög gera ráð fyr-
ir. Núverandi fyrirkomulag er með þeim hætti
að innanríkisráðuneytið endurskoðar ákvarð-
anir stofnunarinnar. Sú framkvæmd hefur
verið gagnrýnd, m.a. af umdæmisskrifstofu
Flóttamannastofnunar SÞ og öðrum fag-
aðilum, á þeim forsendum að ráðuneytið geti
ekki talist óháður og óhlutdrægur úrskurðar-
aðili í málum þar sem undirstofnun þess tekur
hina kæranlegu ákvörðun. Ég tel mikilvægt að
taka mið af þessari gagnrýni og brýnt er að úr-
skurðarnefndin starfi óháð innanríkisráðu-
neytinu. Þá tel ég jafnframt mikilvægt að
mannréttindasamtök eigi aðild að nefndinni til
að tryggja enn frekar sjálfstæði hennar.
Verulegur árangur hefur náðst í að auka
skilvirkni við afgreiðslu hælismála. Með fyrr-
nefndum samningi við Rauða krossinn og öðr-
um breytingum sem gerðar hafa verið á verk-
lagi er gert ráð fyrir að frá og með 25. ágúst
2014 verði málsmeðferðartími hælisumsókna
hér á landi að meðaltali ekki lengri en 90 dag-
ar. Ljóst er að margir hælisleitendur hafa beð-
ið lengi eftir niðurstöðu og verður við mat á
þeim umsóknum tekið tillit til þess þar sem
ábyrgð á því er stjórnvalda, sérstaklega þegar
um er að ræða börn og aðra viðkvæma um-
sækjendur. Í því samhengi skipta tengsl við-
komandi við landið máli sem og einstaklings-
bundnar aðstæður viðkomandi.
Tækifæri í fjölbreytni
Enn stendur yfir átak til úrbóta í mála-
flokknum. Frekari tillögur þar að lútandi
verða kynntar nánar á næstu vikum auk þeirra
breytinga sem lagabreytingin hefur í för með
sér. En markmiðin eru skýr, styttri máls-
meðferðartími, betri þjónusta við hælisleit-
endur og sem best nýting á þeim fjármunum
sem ríkið ver í málaflokkinn. Sá kostnaður
minnkar í samræmi við styttri og faglegri
málsmeðferðartíma.
Í byrjun þessa árs skipaði ég þverpólitíska
þingmannanefnd til að meta hvort og þá með
hvaða hætti þörf sé á heildarendurskoðun á
löggjöf um málefni útlendinga á Íslandi. Störf
nefndarinnar hafa gengið vel og þess má
vænta að næsta vetur liggi fyrir frumvarp um
heildarendurskoðun útlendingalaga.
Ég vil að lokum ítreka það sem ég hef áður
sagt og skrifað um þessi mál. Við eigum að líta
á það sem tækifæri þegar erlendir ríkisborg-
arar vilja koma hingað til lands til að stunda
nám eða starfa. Við eigum að búa land okkar
og samfélag þannig í haginn að við séum opin
fyrir því að útlendingar setjist hér að. Við vilj-
um vera land tækifæra, umburðarlyndis og
fjölbreytni. Öll viljum við nýta þau tækifæri
sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir
fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim
tækifærum.
Eftir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur » Gert er ráð fyrir að frá og
með 25. ágúst 2014 verði
málsmeðferðartími hælisum-
sókna hér á landi að meðaltali
ekki lengri en 90 dagar.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Tímamót í málefnum hælisleitenda
Höfundur er innanríkisráðherra og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins.