Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 22

Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn@heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA Pantaðu tíma í heyrnargreiningu og fáðu heyrnartæki til reynslu ReSound LiNXTM eru fyrstu heyrn- artækin sem tengjast þráðlaust beint við snjalltæki s.s. síma, spjaldtölvur og spilara. Auk þess að vera mjög fullkomin heyrnartæki eru þau heyrnartól fyrir snjalltæki. Með þeim opnast endalausir möguleikar að streyma samtölum úr síma og tónlist eða öðrum tegundum hágæðahljóða beint í heyrnartækin úr snjalltækjunum. Ný hönnun gerir þér kleift að fela ReSound LiNXTM ef þú vilt, eða monta þig af þeim ef þú vilt það frekar. Þau eru fíngerð, þunn og fást í 10 mismunandi litum og tveimur gæðaflokkum. Fyrstu snjallheyrnartækin Tímapantanir 534-9600 Heimasíða www.heyrn.is Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Alvöru blandarar fyrir veitingastaðinn kaffihúsið, ísbúðina & booztbarinn Ýmsir ánægðir viðskiptavinir • World Class & flestir líkamsræktarstaðir íslands • Kaffi Tár & Te & Kaffi • Heilsuhúsið & Lifandi Markaður • Ýmsir veitingastaðir s.s. Vox, Perlan, Ruby Tuesday ofl. Fullveldisprangarar, heittrúaðir ESB- trúboðar, hafa fundið aðalóvin íslensku þjóð- arinnar, hinn mikli og hættulegi þjóðaróvinur er nær aldar gamalt fullveldi íslenskrar þjóð- ar. Prangarar hafa með sinni víðkunnu greind og vizku skilgreint óvin- inn sem „fullveldisgildru“ sem heftir þroska alþjóðahyggju þjóðarinnar og hamlar öllum framförum í menning- ar-, atvinnu- og efnahagslífi á Íslandi. Lausn prangara á vandamálinu er að fullveldinu verði skilað, ekki til kóngs- ins Köbenhavn, nei til Brussel verði farið með óvininn og honum eytt þar. Sambandslagasamningurinn (Lög) frá 1918 gilti til 1. des. 1943. Vegna styrjaldarinnar var ekki hægt að fara eftir ákvæðum samningsins um end- urskoðun sambandslaga. Alþingi ákvað þá að Ísland yrði lýðveldi, kon- ungssambandi við Danmörk væri lok- ið. Fámennur, hávær hópur spratt þá fram og krafðist þess að beðið væri með allar ákvarðanir í málinu þar til stríðinu væri lokið, hernámi Danmerk- ur aflétt og hægt væri að framfylgja endurskoðunarákvæðum samnings- ins, vildu víst að gömlu herraþjóðinni og kóngi yrði sýnd auðmýkt. Núna snýr auðmýktin að Brusselbákninu, þar bíði ESB-alsæluríkið villuráfandi þjóðar, þjóðar sem ekki hafi pólitískan þroska til þess að vera fullvalda og þurfi hjálp, handleiðslu og leiðsögn gamalla nýlenduvelda til þess að taka á réttan hátt á móti framtíðinni. Krafa fámenna, háværa hópsins, var vegin og léttvæg fundin. Kjósendur sam- þykktu með yfirgæfandi meirihluta ákvörðun Alþingis um stofnun ís- lenska lýðveldisins. Ólíklegt að landhelgin væri 200 míl- ur, ef Danir væru með utanríkismál að endurnýjuðum sambandssamningi, líklega 10-12 mílur. Verði Ísland ESB- land verður fiskveiðilandhelgin á því bili hvað sem líður fölsku þrastatísti og svardögum ESB-agenta. Íslandsmið glötuð Íslendingum. Í samningum við Breta og Þjóðverja hefðu egg og beik- on vísast haft meira vægi en þorskur á Íslandsmiðum. Kjósendur höfnuðu í Alþingiskosningunum 27. apríl 2013 blekking- arspuna ESB-agenta um lokalausn allra vandamála þjóðarinnar með innlimun Íslands í ESB. Þeir stjórn- málaflokkar sem kjós- endur trúðu að mundu ógilda þingsályktun um ESB-aðildarumsókn unnu góðan kosninga- sigur. Núna virðist vera að koma í ljós að engin alvara fylgdi þeim orðum þingmanna í ræðustól Al- þingis, að Íslandi væri betur borgið ut- an ESB. Ákvarðana- og aðgerðaleysi hefur tekið við af hástemmdum yf- irlýsingum. Hefur fámennur, hávær hópur forustumanna ESB-aðild- arsinna meiri áhrif á forustu stjórn- arflokkanna en tugir þúsunda kjós- enda þeirra? Getur verið að þúsundir kjósenda hafi verið að lýsa vantrausti á aðgerðaleysið, með því að nýta ekki atkvæðisréttinn í sveitarstjórnarkosn- ingunum? Níuhundruð ár eru liðin sumarið 2018 frá þeirri tímamótaákvörðun Al- þingis á Þingvöllum að samþykkja og löggilda fyrstu lögbók Íslendinga (Hafliðaskrá). Ákvörðun Alþingis 1117 að lög skuli skrifa á bók, ásamt ákvörðuninni um stofnun Alþingis og síðar um kristnitökuna eru mikilvæg- ustu ákvarðanir þinga þeirrar full- valda þjóðar, sem byggði Ísland á þjóðveldistímanum. Vegna aðgerðaleysis og/eða ákvarð- anafælni og hiks þingflokka stjórn- arflokkanna þokast ESB-agentar nær því markmiði þeirra, að afhenda Brussel-bákninu, ESB-valdhöfum, fullveldi Íslands, auðlindaforræði og lagasetningarvald Alþingis á fyrr- nefndu afmælisári og aldarafmæli full- veldis Íslands. Höfnum öllum stjórnarskrárbreyt- ingum sem eiga að auðvelda alþing- ismönnum að afsala fullveldi Íslands til ríkja eða ríkjasambanda. Fullvalda ríki nær á jafnréttisgrundvelli þeim samningum við önnur ríki fullvalda, sem vilji er til án þess að því fylgi afsal fullveldis. Ekkert var því til fyrirstöðu að ESB-skýrsla Hagfræðistofnunar yrði gerð þó að meirihluti Alþingis hefði á sl. haustþingi slitið ESB-aðlög- unarferli og ógilt þingsályktun þar um. Hagfræðistofnun hefði átt að fá lengri tíma til verksins, t.d. til hausts 2015, þá verður ár frá því að Lissabon- samningurinn komst í framkvæmd og áhrif hans að skýrast. Þjóðin hefði þá ítarlegri upplýsingar um áhrif ESB- aðildar Íslands á íslensk málefni, al- þingismenn, frambjóðendur kæmust ekki upp með blekkingar og rang- færslur fyrir þingkosningarnar 2017. Rauðgræn sauðargæra verður til- gangslaus. Síbyljuáróður ESB-aðildarforingja um eitthvað sem þeir kalla ótta lands- manna við hið óþekkta er ekkert ann- að en froðusnakk fullyrðingarvaðalsk- jaftaska og lýðskrumara, sem reyna að leika óttalausar, víðsýnar lýðræð- ishetjur og réttlætisriddara, en virðast í raun þjakaðir af fordómum og þröng- sýni. Þykjast vera útvaldir handhafar sannleikans í öllum þjóðmálum og einu sönnu túlkendur þjóðarviljans. Lýðveldið Ísland er 70 ára 17. júní. Slit ESB-viðræðna og ógilding þings- ályktunar frá 2009 á sumarþingi núna í júní yrði verðug og verðskulduð þjóð- argjöf, þakkargjörð til þeirra kynslóða sem um aldir byggðu landið við erfið kjör og endurheimtu að lokum full- veldi og frelsi íslenskrar þjóðar og Ís- lands. Við sem nú lifum fleytum rjómann af árangursríkri bar- áttuþrautseigju, framfara- og viðreisn- arhug genginna kynslóða forfeðra okkar og -mæðra. Ísland ættarland Íslendinga Eftir Hafstein Hjaltason » Verði Ísland ESB- land verður fisk- veiðilandhelgin á því bili hvað sem líður fölsku þrastatísti og svardög- um ESB-agenta. Hafsteinn Hjaltason Höfundur er vélfræðingur. Í byrjun júní skrifaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahags- ráðherra undir samn- inga við 11 hjúkr- unarheimili sem eiga aðild að Samtökum fyr- irtækja í velferðar- þjónustu (SFV). Með undirskriftinni tekur ríkið yfir nær allar lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimilanna við B – deild Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóð hjúkrunar- fræðinga (LH). Með yfirtöku skuld- bindinganna, sem nema tæplega sex milljörðum króna, styrkist eiginfjár- staða hjúkrunarheimilanna verulega. Og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir þessari yfirtöku ríkisins. Undirritaður hefur unnið að lausn málsins í rúm sex ár sem formaður SFV. Allnokkrir fjármálaráðherrar hafa komið og farið en hingað til hef- ur enginn þeirra haft vilja eða kjark til að ljúka þessu mjög svo mikilvæga máli. Það var ekki fyrr en á fundi for- svarsmanna SFV með Bjarna Bene- diktssyni í byrjun febrúar sl. að skrið- ur komst á málið. Á þeim fundi fól ráðherra embættismönnum sínum að semja við okkur hjá SFV um lífeyr- isskuldbindingarnar og gera það hratt og vel. Ég hafði áður heyrt fög- ur fyrirheit um úrlausn og var því mátulega bjartsýnn á að lausn feng- ist. En viti menn. Fjórða samn- ingalotan á sex árum fór af stað og nú voru engin vettlingatök. Skrifað var undir rammasamkomulag 11. apríl sl. og eins og áður sagði var skrifað und- ir endanlega samninga í byrjun júní. Fyrir hjúkr- unarheimilin 11 skiptir þessi aðgerð mjög miklu máli því auk þess að losna við fyrrnefnda milljarða skuldamegin úr efnahagsreikningi sínum þá lækka mán- aðarlegar iðgjalda- greiðslur þeirra tals- vert. Í rammasam- komulaginu er kveðið á um frekari vinnu við úr- lausn sömu mála hjá Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélags Íslands, SÁÁ og Sjálfsbjörgu en þau eiga öll aðild að SFV. Farið verður í þá vinnu af fullum krafti í sumar og haust. Þá er ályktað um að gengið verði frá samkomulagi á milli öldrunarstofn- ana sem reknar eru á ábyrgð sveitar- félaga og ríkisins um sömu mál. Með greinarkorni þessu vil ég þakka Bjarna Benediktssyni fjár- mála- og efnahagsráðherra kærlega fyrir vasklega framgöngu og að hafa beitt sér af einurð fyrir lausn þessa erfiða máls sem þvælst hefur fyrir fyrirrennurum hans undanfarin sex ár. Þökk sé Bjarna Ben. Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson »Með yfirtöku skuld- bindinganna, sem nema tæplega sex millj- örðum króna, styrkist eiginfjárstaða hjúkr- unarheimilanna veru- lega. Höfundur er formaður Samtaka fyrir- tækja í velferðarþjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.