Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Það er veisla í dag, það þýðir bara einn kaldur og HM,“ segirMagni Sigurðsson, nemandi við Flensborgarskólann íHafnarfirði og sumarstarfsmaður hjá vinnuskóla Hafnar- fjarðar. Magni er mjög ánægður að heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu sé flautað af stað í dag en í dag eru 20 ár liðin frá því að hann kom í heiminn. Hann er mikill ræðumaður og gegndi hlutverki með- mælanda í ræðuliði Flensborgarskólans í vetur, þegar liðið sigraði ræðulið Menntaskólans við Sund í úrslitum MORFÍS 2014, sem fóru fram í Háskólabíói síðastliðinn apríl á móti Menntaskólanum við Sund í Háskólabíói. Hann segir afmælið sitt ekki snúast um gjafir og að hann kjósi frekar að eiga notalega stund. „Ég er ekkert búinn að pæla í gjöfunum, þetta snýst fyrst og fremst um að vera í kringum vini og fjölskyldu á afmælisdeginum,“ segir Magni þegar hann er spurður hvaða gjafir séu á óskalistanum hans í dag. Hann á ekki í neinum vandræðum með að rifja upp hvaða afmælisdagur sé honum minnisstæðastur. „Þegar ég var 7 ára gamall þá fór ég á vormót skáta. Þar sungu 300 skátar fyrir mig afmælissönginn. Það þótti mér ekkert smá fal- legt,“ segir Magni. Aðspurður hvað hann ætli sér að gera þegar hann lýkur stúdentsprófi segir hann það hafa blundað lengi í sér að læra líffræði í Háskóla Íslands og halda út til Noregs í framhaldi af því. „Þar langar mig að læra fiskifræði,“ segir Magni. ash@mbl.is Magni Sigurðsson er tvítugur í dag Ljósmynd/Magni Sigurðsson Ræðumaður Magni Sigurðsson er mikill ræðumaður og var hann í ræðuliði Flensborgarskólans. Liðið sigraði MORFÍS í ár. Ætlar að horfa á HM í fótbolta í dag Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Í dag, 12. júní, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Elísabet Kemp Guðmundsdóttir og Haraldur Sigurðsson, fyrrum bankafulltrúar á Akureyri. Árnað heilla Demants- brúðkaup J akob Smári Magnússon fæddist á Akranesi 12.6. 1964 en flutti fjögurra ára til Reykjavíkur, í Breiðholt nánar tiltekið. Hann gekk í Breiðholtsskóla og tók lokavetur grunnskóla í Hólabrekkuskóla. Jakob fór að vinna ýmis störf fljót- lega eftir grunnskóla. Hann byrjaði að spila á bassa 15 ára og gerðist at- vinnumaður í tónlist árið 1984. Hann hefur síðan þá unnið ýmis störf með tónlistinni, aðallega sölustörf. Hann starfaði til dæmis á auglýsingadeild RÚV í nokkur ár og einnig sem klippari á RÚV. Hann starfaði í þrjú ár sem tónmenntakennari í Varmár- skóla í Mosfellsbæ og var sölumaður hjá heildversluninni Ásbirni Ólafs- syni. Jakob var tilnefndur sem bassa- leikari ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum nokkur ár í röð og fékk verðlaunin árið 1997. Hann hef- ur verið í mörgum af frægustu Jakob Smári Magnússon tónlistarmaður – 50 ára Fjölskyldan Sonja Líf, Jökull Smári, Ragna, Ari, Lárus og Jakob í fermingu Lárusar árið 2011. Ætlaði að hætta að spila þegar nýtt tækifæri bauðst Bassaskáld Jakob hefur verið meðal fremstu bassaleikara þjóðarinnar í meira en 30 ár og leikið með Tappa tíkarrassi, SSSÓL og nú John Grant. Morgunblaðið/Rósa Braga Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.