Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 31
hljómsveitum landsins; hann var í pönkbylgjunni með hljómsveitinni Tappa tíkarrassi og í Síðan skein sól (SSSÓL), einni af aðalsveitunum þegar frægðarsól sveitaballa- hljómsveitanna skein sem skærast. Aðrar hljómsveitir sem Jakob hefur verið í eru Das Kapital, Grafík, MX-21, Pláhnetan, Bong, Snigla- bandið, Reiðmenn vindanna og Egó. Jakob hefur einnig spilað inn á plöt- ur með Bubba Morthens, Todmobile, Gus Gus, Láru Rúnars og John Grant. Á ferð og flugi með John Grant Fyrir tveimur árum ætlaði Jakob að hætta í tónlistarbransanum. Hann hafði spilað með SSSÓL og Reiðmönnum vindanna undanfarin misseri en var búinn að fá nóg. „Ég sá ekki fyrir mér að þetta væri það sem ég vildi gera, að harka á böllum. Ég vildi fara að lifa venjulegu lífi. Þá kom hins vegar tækifæri sem ég gat ekki sleppt en það var að spila með John Grant. Ég hafði lengi vonast til að fá að spila erlendis en var hættur að búast við að það yrði nokkurn tím- ann.“ Jakob spilaði inn á seinni plötu Johns Grants og hefur síðan túrað með honum víða um heim í sex manna bandi. „Það hefur verið nóg að gera í bandinu, aðalkeyrslan var náttúrlega fyrst þegar platan var ný- komin út en það eru margar tónlist- arhátíðir fram undan, til að mynda Glastonbury. Það eina sem ég hafði spilað er- lendis var með Láru Rúnars og svo þreifuðum við í SSSÓL líka fyrir okkur erlendis á sínum tíma. Feng- um umboðsmann og tókum upp plötu með nýju efni á ensku. Við spil- uðum nokkrum sinnum erlendis en fylgdum því ekki eftir. Platan kom aldrei út og nú eru upptökurnar týndar og enginn veit hvað varð um þær.“ Jakob hefur gefið út tvær jólaplöt- ur, Bassajól og annar í bassajólum. „Þar með er minn sólóferill upptal- inn. Fyrri platan fékk mun betri við- tökur en ég átti von á og því gaf ég út aðra plötu sem gekk líka ágætlega. Sú fyrri er uppseld en það eru nokk- ur eintök eftir af hinni.“ Fjölskylda Eiginkona Jakobs er Ragna Sveinbjörnsdóttir, f. 10.6. 1971, við- skipta- og verkefnastjóri. Foreldrar hennar eru Sveinbjörn Ragnarsson, f. 24.8. 1944, prentari í Hafnarfirði, og Gréta Sigurðardóttir, f. 8.11. 1946, bókari í Mosfellsbæ. Fyrri maki Jakobs er Áslaug Pét- ursdóttir, f. 2.6. 1967, skólastjóri. Synir Jakobs og Áslaugar eru Jökull Smári, f. 21.5. 1995, mennta- skólanemi í Reykjavík, og Lárus, f. 30.1. 1997, menntaskólanemi í Reykjavík. Sonur Jakobs og Rögnu er Ari, f. 3.7. 2004. Stjúpdóttir Jak- obs er Sonja Líf Svavarsdóttir, f. 25.6. 1990, hárgreiðslunemi í Mos- fellsbæ. Systkini Jakobs eru Sigurbjörn Helgi Magnússon, f. 15.9. 1950, raf- eindavirki í Hafnarfirði; Þorsteinn Magnússon, f. 3.10. 1955, tónlistar- maður í Reykjavík, og Hafdís Magn- úsdóttir, f. 24.10. 1961, verslunar- kona í Mosfellsbæ. Foreldrar Jakobs eru Magnús Þorsteinsson, f. 23.5. 1924, d. 11.9. 1998, bifreiðastjóri á Akranesi og í Reykjavík, og María Jakobsdóttir, f. 16.4. 1927, d. 23.11.11. 1996, hús- móðir og matráðskona á Akranesi og í Reykjavík. Úr frændgarði Jakobs Smára Magnússonar Jakob Smári Magnússon María Einarsdóttir húsfreyja í Forsæti og á Minna-Mosfelli Kristján Jónsson bóndi í Forsæti í Flóa og á Minna-Mosfelli í Mosfellssveit Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja í Keflavík Jakob Adolf Sigurðsson kaupmaður í Keflavík María Jakobsdóttir húsmóðir og matráðs- kona í Reykjavík Vilborg Þorsteinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Sigurður Bjarnason skipstjóri í Hafnarfirði Björg Davíðsdóttir húsfreyja í Bakkakoti Jón Sæmundsson bóndi í Bakkakoti í Skorradal Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Akranesi Þorsteinn Magnússon bifreiðarstjóri á Akranesi Magnús Þorsteinsson bifreiðarstjóri í Reykjavík Þorkatla Sigurðardóttir húsfreyja í Borgarfirði Magnús Þorsteinsson húsmaður í Borgarfirði og Reykjavík Hjónin Jakob og Ragna á leiðinni á Bræðsluna í fyrrasumar. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Doktor 95 ára Ingigerður Magnúsdóttir Sigrún Pálsdóttir 90 ára Sigurgeir Ingimundarson 85 ára Kristinn Jón Jónsson 80 ára Haukur B. O. Schram Helga Guðrún Sigurðardóttir Ingvi B. Guðmundsson Jóhann L. Jónasson Marie Bögeskov María Einarsdóttir Páll Vídalín Valdimarsson Sigríður Margeirsdóttir Tove Öder Hákonarson Unnur Einarsdóttir 75 ára Ingimar Þorbjörnsson Jón Hilmar Stefánsson 70 ára Adolf Ásgrímsson Anna N. Möller Anna Skaftadóttir Auður Guðmundsdóttir Baldur Árnason Hjördís Brynleifsdóttir Kjartan Guðjónsson 60 ára Ágúst Oddsson Bjarni Haraldsson Gísli Jón Sigurðsson Helga Bogadóttir Sigrún Steingrímsdóttir Sigurbjörg Olsen Yves Francois 50 ára Ágústa Þóra Hjaltadóttir Ásdís Óskarsdóttir Finnur Hreinsson Guðjón H. Friðgeirsson Guðmundur Stefánsson Guðrún Sigríður Hilmarsdóttir Halldór Ingi Guðmundsson Hákon William Georgsson Helgi Jónas Helgason Jóhanna Halldórsdóttir Karl Andreassen Kristinn Már Sveinsson Málfríður Ólafsdóttir Ólöf Aðalsteinsdóttir Svala Axelsdóttir Zaki Ali Hassan 40 ára Janusz Papiez Nanna Viðarsdóttir Tryggvi Sigurðsson Unnsteinn Lár Oddsson Wieslaw Piotr Smuk 30 ára Arturas Kuklis Elín María Jónsdóttir Hong Le Thi Nguyen Ingvar Alfreðsson Jóna Guðlaug Þorvaldsdóttir Mark Chamney Asch Sally Ann Vokes Salvar Þór Sigurðarson Saranda Dyla Selma G. Selmudóttir Sunna Karen Ingvarsdóttir Vesna Jovic Þorsteinn Gíslason Til hamingju með daginn 40 ára Jóhannes býr á Akranesi, er starfsmaður Elkem á Grundartanga og er einnig sjómaður. Maki: Úrsúla R. Ásgríms- dóttir, f. 1974, grunnskóla- kennari við Grundaskóla. Börn: Ásgrímur Óskar, f. 1998, Erla Karitas, f. 2002, og Jóhannes Kári, f. 2012. Foreldrar: Jóhannes Smári Guðbjartsson, f. 1953, og Erla Jóhannes- dóttir, f. 1957. Jóhannes H. Smárason 40 ára Una er Kópa- vogsbúi og er hár- greiðslumeistari hjá Pílus. Maki: Gísli Páll Davíðs- son, f. 1973, húsasmiður hjá S. Helgasyni. Börn: Alexander Davíð, f. 1995, Þorsteinn Einar, f. 1998, og Sóley Rós, f. 2003. Foreldrar: Þorsteinn Ein- ar Einarsson, f. 1946, rak bifvélaverkst. og Eygló Bogadóttir, f. 1944, fv. starfsm. á Hótel Hilton. Þórey Una Þorsteinsdóttir 40 ára Sólveig er Reyk- víkingur, fædd þar og uppalin, og er aðstoðar- leikskólastjóri í Heiðar- borg í Árbæ. Maki: Brynjar Ágúst Hilmarsson, f. 1970, málari. Börn: Axel Enok, f. 2004, og Esther Ólöf, f. 2008. Foreldrar: Ketill Larsen, f. 1934, leikari, og Ólöf Benediktsdóttir, f. 1947, bókasafnsfræðingur, bús. í Reykjavík. Sólveig Dögg Larsen mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Margrét Einarsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína við Félags- og mannvísindadeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Paid Work of Children and Teenagers in Iceland: Participation and Protection“ (Launa- vinna barna og unglinga á Íslandi: Þátt- taka og vernd). Andmælendur voru dr. Gestur Guð- mundsson og dr. Madeleine Leonard. Ritgerðin fjallar um launaða vinnu 13- 17 ára ungmenna á Íslandi og byggði bæði á spurningakönnun og hóp- viðtölum. Komist er að þeirri niðurstöðu að ákveðin togstreita ríki á milli efna- hagslegrar og líkamlegrar velferðar ungmennanna þegar kemur að atvinnu- þátttöku þeirra. Ungmennin leggja áherslu á að þau vilji vinna sér inn pen- inga, tekjurnar færa þau í átt til sjálf- stæðis og ábyrgðar og í sumum til- fellum þurfa þau á tekjunum að halda til að standa straum af eigin framfærslu. Um fimmtungur ungmennanna hafði orðið fyrir vinnuslysum, í sumum til- fellum alvarlegum, og þau sem vinna mikið og reglulega með skóla eru í meiri hættu á að finna fyrir stoðkerfis- verkjum, sérstak- lega bakverkjum. Mörg dæmi eru um að farið sé á svig við lögin um vinnu barna og unglinga. Því vekur það athygli að ung- mennin sýndu ekki mikinn áhuga á um- ræðu um öryggismál á vinnustað. Þó töldu þau stöðu sína á vinnumarkaði veika. Sú ályktun er dregin að sátt þurfi að nást milli þess sjónarmiðs að vernda ungmenni frá vinnu (réttarins til að vinna ekki) og getu þeirra og vilja til at- vinnuþátttöku (réttarins til að vinna). Viðurkenna þurfi börn og unglinga sem efnahagslega þátttakendur sem engu að síður þurfi sérstaka vernd á vinnu- markaði. Leiðbeinandi var dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði, en auk hennar sátu dr. Jónína Einarsdóttir, dr. Sif Einarsdóttir, dr. Guðný Björk Ey- dal og dr. Harriet Strandell í doktors- nefndinni. Doktor frá Félags- og mannvísindadeild  Margrét Einarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og MA-prófi í mannfræði frá sama skóla árið 2004. Síðustu tíu árin hefur hún unnið við rannsóknir og fræðastörf við Háskóla Íslands og víðar. Foreldar hennar eru Sesselja Þ. Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Einar B. Ásgeirsson rafeindavirkjameistari. Sonur Mar- grétar er Einar Óli Guðmundsson iðnaðarverkfræðingur og á hún einn sonar- son. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.