Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
SCREEN- OG
RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil
en þú vilt samt geta séð út
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Andstæður geta verið miklar í knattspyrnunni
því meðan haldin er stærsta og dýrasta knatt-
spyrnuveisla ársins sem hundruð milljóna knatt-
spyrnuáhugamanna fylgist með selja snauðir
fótbolta og treyjur til að hafa í sig og á. Boltinn
sem notast er við á heimsmeistaramótinu er ekki
af verri gerðinni, en hann var prófaður í loft-
göngum NASA til að tryggja sem best jafnvægi.
Boltarnir sem ungi maðurinn á myndinni, frá
Fílabeinsströndinni, er að selja eru væntanlega
ekki í sama gæðaflokki en verða vonandi til að
móta fótboltastjörnur framtíðarinnar.
AFP
Knattspyrnuáhuginn nær til allra stétta
Hundruð milljóna um allan heim fylgjast með HM í knattspyrnu
Stjórnvöld í
Rússlandi saka
Úkraínumenn
um aðgerð-
arleysi þegar
mótmælendur í
Úkraínu réðust
að rússneska
sendiráðinu,
brutu rúður í því
og köstuðu molo-
tov-kokteil að
sendiráðinu. Rússar segja aðgerð-
arleysi úkraínskra stjórnvalda vera
alvarlegt brot á alþjóðlegum skuld-
bindingum Úkraínu. Utanrík-
isráðuneyti Bandaríkjanna tók und-
ir fordæmingar Rússa.
Rússar fordæma að-
gerðarleysi Úkraínu
ÚKRAÍNA
Við sendiráð
Rússa.
Í gær hófust umfangsmiklar hern-
aðaraðgerðir pakistanska hersins
gegn talibönum og al-Qaeda við
landamæri Afganistans. Pakistanar
hafa lengi verið sakaðir um linkind
gagnvart hryðjuverkahópum sem
starfa við landamæri Pakistans og
Afganistans. Um 30 þúsund taka
þátt í aðgerðunum og segja ráða-
menn að búið sé að fella í það
minnsta 80 vígamenn í loftárásum
hersins.
Pakistanski herinn
ræðst á al-Qaeda
Stríð Pakistanskir hermenn við aðgerð-
ir nærri landamærum Afganistans.
PAKISTAN
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Tony Blair, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, segir á heima-
síðu sinni stórsókn uppreisnarsveita
súnnía í Írak ekki vera vegna inn-
rásar Breta og Bandaríkjamanna í
landið árið 2003 heldur sé hún af-
leiðing borgarastríðsins í Sýrlandi.
„Mið-Austurlöndum eru öllum ógn-
að vegna ástandsins. Við þurfum að
endurmeta nálgun okkar gagnvart
Sýrlandi og styðja stjórnvöld í Írak
í að brjóta uppreisnarmenn á bak
aftur en um leið gera skýra kröfu
um að breytingar verði á íröskum
stjórnmálum til að tryggja varan-
lega lausn á núverandi ástandi,“
segir Blair á heimasíðu sinni.
Íraskar öryggissveitir berjast nú
við liðsmenn ISIS, uppreisnarhreyf-
ingar súnnía, í um 80 km fjarlægð
frá höfuðborg landsins, Bagdad.
Talsmaður íranskra stjórnvalda í
utanríkismálum, Marzieh Af-kham,
sagði í gær að stjórnvöld í Írak
hefðu alla burði til þess að berjast
gegn hryðjuverkum og öfgasamtök-
um, en ISIS hefur einnig náð fót-
festu á svæðum í Sýrlandi.
Bandaríkin senda
flugmóðurskip
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, hefur gefið það út að hann
muni ekki senda hersveitir aftur inn
í Írak til að taka þátt í bardögum.
Bandaríkjamenn eru hins vegar að
skoða aðra möguleika í stöðunni og
hafa sent flugmóðurskipið USS
George H.W. Bush inn á Persa-
flóann ásamt tveimur eldflaugaskip-
um.
Kennir borgarstríðnu í Sýrlandi um
Ástandið í Írak er ekki innrás Bandaríkjamanna og Breta 2003 að kenna að sögn Tony Blair
Bandaríkin hafa sent flugmóðurskipið USS George H.W. Bush inn á Persaflóa
AFP
Stríðsástand Íraskir borgar taka upp vopn til að berjast með öryggis-
sveitum stjórnvalda gegn uppreisnarmönnum ISIS-samtakanna.
Uppreisn í Írak
» Uppreisnarsveitir súnnía, IS-
IS, eiga rætur í hryðjuverka-
samtökum Al Kaída.
» Viðnám yfirvalda í Írak hefur
verið lítið og féll næststærsta
borg landsins, Mosul, nokkuð
auðveldlega í hendur ISIS.
» Bandaríkjamenn munu ekki
senda herlið inn í Írak en hafa
sent flugmóðurskip inn á
Persaflóann.
» Tony Blair, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, segir
Vesturlönd ekki mega kenna
sjálfum sér um ástandið.
Um helgina fór fram uppboð á einni
frægustu Alfa Romeo-bifreið sög-
unnar. Bíllinn er af árgerð 1937 og
þó svo að hann sé ekki sá hrað-
skreiðasti á markaðnum er hann
mjög eftirsóttur. Bíllinn þjónaði sem
embættisbifreið Benitos Mussolini,
einræðisherra Ítalíu, sem komst til
valda árið 1922 og var við völd til
1943. Bíll einræðisherrans seldist á
28 milljónir króna, en hæstbjóðandi
er safn í Rússlandi sem ætlar að gera
bílinn upp og hafa hann til sýnis.
ÍTALÍA
Bíll Mussolinis
seldur á uppboði