Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 27
auglýsingastofu og starfaði við það í tvö ár. Meðfram stundaði hún ritstörf og gaf út fyrstu skáldsöguna sína, Slátt, árið 2011. „Ég var búin að skrifa lengi áður en ég gaf hana út en það fór allt í skúffuna. Bókin gekk ágætlega og fékk fína dóma fyrir ut- an fyrsta dóminn sem birtist sem var í Fréttablaðinu. Ég grét þegar ég las hann en svo kom jákvæðari umfjöllun og ég er bara ánægð með þessa bók.“ Sama ár kom út lífsstílsbókin „Hola, lovers, eða lífsstíls- og megr- unarbók Tískubloggsins, eða hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur“. Hún var byggð á bloggi sem ég skrifaði, Tískublogginu, www.tiskublogg.- blogspot.com. Bókin er útúrsnún- ingur úr lífsstíls- og megrunar- bókum. Hugleikur Dagsson ritstýrði bókinni og margir teiknarar komu að henni.“ Haustið 2012 gaf Hildur út barna- bókina Spádóminn. Hún lenti í öðru sæti hjá bóksölum í flokki barnabóka. Síðan hefur Hildur stundað ýmiskon- ar ritstörf, stundað meistaranám í bókmenntafræði og verið virk í fem- inísku starfi. Hún var t.a.m. í rit- stjórn Knuz.is., sem er feminískt vef- rit, og ráðskona í Femínistafélaginu, en hætti þar í síðasta mánuði. Svo er Hildur í hópi kvenna á netinu sem ber yfirskriftina Druslubækur og doðrantar, bokvit.blogspot.com. Þar er skrifað um bækur og nokkrar úr þeim hópi hafa verið að kenna bók- menntanámskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands. „Námskeiðin hafa verið vel sótt og það hefur verið rosa- gaman að kenna á þeim.“ Hildur var einnig aðstoðarritstjóri tímarits sem heitir Furðusögur og fjallar um vísindaskáldskap og fantasíur og kom út 2010. Hún hélt einnig úti mjög vinsælu bloggi sem áður var nefnt og var mjög dugleg við það í eitt og hálft ár en fékk svo leiða á því og hefur ekki skrifað á það í nokkur ár. Hildur vinnur á Borgarbókasafn- inu í sumar og nú er hún að skrifa tví- leik fyrir unglinga sem fjallar um innrás mannætugeimvera á Íslandi. Hún hefur mikinn áhuga á umhverf- ismálum og hefur skrifað um þau mál, m.a. í Reykjavík vikublað. „Mitt helsta áhugamál í dag er að Íslend- ingar bori ekki eftir olíu á Dreka- svæðinu því mér finnst það alveg frá- leitt, mig langar að skrifa bók um loftslagsbreytingar.“ Fjölskylda Sambýlismaður Hildar er Egill Þórarinsson, f. 10.4. 1983, skipulags- fræðingur. Foreldrar Egils eru Þórarinn Guðnason, f. 18.1. 1957, 6.3. 1995, verslunarstjóri, og Margrét Helga Sigurðardóttir, f. 13.6. 1957, dag- mamma í Kópavogi. Dóttir Hildar og Egils er Rán Eg- ilsdóttir, f. 13.9. 2012. Systir Hildar er Rún Knútsdóttir, 13. 10. 1982, lögfræðingur hjá vel- ferðarráðuneytinu. Foreldrar Hildar eru Guðrún Sig- urjónsdóttir, f. 24.4. 1957, verkefna- stjóri í velferðarráðuneytinu, og Knútur Árnason, 27.3. 1953, eðlis- fræðingur hjá Ísor. Úr frændgarði Hildar Knútsdóttur Hildur Knútsdóttir Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja f. í Efri-Miðvík í Sléttuhr. Guðmundur Jón Guðnason bóndi í Hlöðuvík í Sléttuhr., síðar bús. í Keflavík Herdís Salbjörg Guðmundsdóttir saumakona á Húsavík Sigurjón Jóhannesson sagnfræðingur og skólastjóri á Húsavík Ásgeir Jóhannesson fv. forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins Guðrún Sigurjónsdóttir verkefnastjóri Sigríður Sigurjónsdóttir húsfreyja á Húsavík Jóhannes Guðmundsson kennari á Húsavík Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir húsfreyja, f. á Finnsstöðum í Kinn Jón Sigurðsson kennari, bóndi og rit- höfundur á Ysta-Felli Hólmfríður Jónsdóttir bókavörður á Akureyri Árni Kristjánsson menntaskólakennari á Akureyri Aðalgeir Kristjánsson fv. skjalavörður á Þjóðskjalasafninu Knútur Árnason eðlisfræðingur í Reykjavík Kristján Árnason prófessor í íslensku við HÍ Ragnheiður Kristjánsdóttir lektor í sagnfræði við HÍ Halldóra Sigurbjörnsdóttir húsfreyja f. Kvíslarhóli á Tjörnesi Kristján Árnason bóndi á Finnsstöðum í Kinn Á bókasafninu Hildur hefur séð um ritsmiðju fyrir krakka þar. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Ásta Sigríður Eiríksdóttirhjúkrunarfræðingur fæddist16. júní 1894 í Miðdal í Mos- fellssveit. Foreldrar hennar voru Ei- ríkur Guðmundsson bóndi þar, síðar trésmiður í Reykjavík, sonur Guð- mundar Einarssonar hreppstjóra í Miðdal og Vigdísar Eiríksdóttur, og Vilborg Guðnadóttir dóttir Guðna Guðnasonar bónda á Keldum í Mos- fellssveit og Ástríðar Finnsdóttur. Sigríður stundaði nám í Verzl- unarskóla Íslands og vann skrif- stofustörf 1910-1918. Þá venti hún kvæði sínu í kross og hóf hjúkr- unarnám við Kommunehospital í Kaupmannahöfn og lauk því 1921. Hún stundaði síðan framhaldsnám í geðhjúkrun við Sct. Hans Hospital í Hróarskeldu veturinn 1921-1922 og síðan í sex mánuði í Vínarborg. Sigríður varð formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarkvenna árið 1924 og var formaður þess í 36 ár. Hún var einnig formaður Hjúkrunar- félags Líknar 1930-1955 og var fyrsti Íslendingurinn sem var for- maður SSN sem er Samvinna hjúkr- unarfræðinga á Norðurlöndunum. Sigríður var mörg ár stundakennari í heilsufræði og hjúkrun við Kvenna- skólann og Húsmæðraskólann. Hún var varabæjarfulltrúi í Reykjavík 1950-1954 og fulltrúi í Heimsfriðar- ráðinu. Hún var sæmd Florence Nightingale-orðunni sem er heiðurs- merki Alþjóða Rauða krossins og hún var einnig sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar. Í minningargrein um Sigríði seg- ir: „hún var frábær atorkukona, sem vann af lífi og sál að áhugamálum sínum og lét ekkert aftra sér, er um nauðsynjamál var að ræða, sem snerti þjóð hennar“. Eiginmaður Sigríðar var Finnbogi Rútur Þorvaldsson, f. 22.1. 1891, d. prófessor í verkfræði við HÍ. For- eldrar hans voru Þorvaldur Jakobs- son, prestur í Sauðlauksdal, og Magdalena Jónasdóttir. Sigríður og Finnbogi Rútur eignuðust tvö börn, Vigdísi, f. 15.4. 1930, forseta, og Þor- vald, f. 21.12. 1931, d. 2.8. 1952, stúdent. Sigríður lést 23.3. 1986. Merkir Íslendingar Sigríður Eiríksdóttir 95 ára Ágústa M. Frederiksen 90 ára Jósep Helgason Nanna Þórhallsdóttir 85 ára Brynhild Stefánsdóttir Signý Egilsdóttir 80 ára Einara Magnúsdóttir Skarphéðinn Sigursteinsson Vilborg Málfríður Jóhannsdóttir 75 ára Nanna Jónasdóttir Sigursteinn S. Hermannsson Steinn S. Jóhannesson Þórir Erlendur Gunnarsson 70 ára Björg Dagbjartsdóttir Jóhannes Jóhannesson Jón Ingi Jósafatsson Sigurður Emil Ólafsson Stefán P. Stefánsson Teresa Rozkrut Þóra Björg Ögmundsdóttir 60 ára Anna Þ. Kristjánsdóttir Arndís Ögn Guðmundsdóttir Auðunn Sigurðsson Árni Snorrason Bjarni Helgason Gunnar Júlíus Jónsson Herdís Hólmsteinsdóttir Hrafnhildur G. Sigurðardóttir Ragnar Már Amazeen Sigríður Inga Sturludóttir Sigríður Jóna Svavarsdóttir Valgeir Bjarnason 50 ára Bjartmar Birgisson Hrafnhildur Ósk Brekkan Kolbrún Elíasdóttir Kristján E. Pétursson Kristján Ó. Jóhannesson Paul Edwin Hutchinson Reynir Einarsson Sigurbjörg A. Ársælsdóttir Sigurður Magnússon Sigurjón Guðbjörn Geirsson Stefán Hagalín Ragúelsson Svanfríður Clausen Sveinbjörg Halldórsdóttir Tadeusz Gnatowski Þorkell Gunnarsson 40 ára Birkir Benediktsson Greipur Þ. Júlíusson Herdís Þórsteinsdóttir Jóhannes E. Jóhannesson Lange Kristinn Sigurðsson Vigdís Guðmundsdóttir Þorvaldur Hafberg 30 ára Ásgeir Skúlason Guðbjörg Olga Kristbjörnsdóttir Hannes Valur Bryndísarson Kamil Lewandowicz Laufey Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Ólafur Búi Ólafsson Ólafur Unnar Sigurðsson Ragnar Geir Gíslason Robert Debrowski Sigríður Maggý Helgadóttir Tómas Ingi Adolfsson Zophonías Jónsson Þórný Sigurjónsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Árný er fædd og uppalin á Akureyri en býr í Þorlákshöfn. Hún er bókavörður á Bæjar- bókasafni Ölfuss. Maki: Þór Emilsson, f. 1969, framleiðslustjóri hjá ÍFEX. Börn: Leifur, f. 1999, Emil Hrafn, f. 2007, og Sæunn Jóhanna, f. 2009. Foreldrar: Leifur Hall- dórsson, f. 1948, og Ragnheiður Sæunn Að- alsteinsdóttir, f. 1947. Árný Leifsdóttir 30 ára Íris er Reykvík- ingur en býr í Kópavogi. Hún er ráðgjafi hjá Vinnu- málastofnun og er að klára meistaranám í náms- og starfsráðgjöf. Maki: Ólafur Þórisson, f. 1983, ráðgjafi hjá um- boðsmanni skuldara. Sonur: Sigfús Arnar Ólafsson, f. 2012. Foreldrar: Guðmundur Haraldsson, f. 1939, og Guðfinna Sigurðardóttir, f. 1943, bús. í Kópavogi. Íris Halla Guðmundsdóttir 40 ára Lilja er Skaga- maður og er skrifstofu- stjóri hjá Gámaþjónustu Vesturlands. Maki: Valdimar Krist- munds Sigurðsson, f. 1968, sölumaður hjá 66° Norður. Börn: Líf, f. 1991, Snorri Már, f. 1994, Vigný Lea, f. 2010, og Víkingur Þórar, f. 2014. Foreldrar: Þorsteinn Ragnarsson, f. 1936, og Erna Elíasdóttir, f. 1939. Guðrún Lilja Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.