Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 og stökkbreytinga, og til líftækni- eða erfðafræðitilrauna. Lífríki heimsins stendur ógn af tæknibrölti mannskepnunnar, sjórinn súrnar, vistkerfi raskast og við tekur ófyrir- sjáanleg atburðarás; offjölgun mar- glyttna í höfunum er óhugnanleg birtingarmynd þessa. Lusus nat- urae virðist flytja okkur þau skila- boð að náttúran finni sér samt leiðir – og láti ekki að sér hæða. Slíkar vangaveltur um afglöp og dularfulla farvegi náttúrunnar hafa gjarnan legið verkum Ólafar til grundvallar og gætt þau heillandi og Gunnars Karlssonar og tón- skáldsins Þuríðar Jónsdóttur, verk- efni sem sameinar myndlist, tölvu- tækni og tónlist. Hinn sjónræni hluti verksins samanstendur af hreyfimynd sem sýnd er á stórum skjáum sem komið hefur verið fyrir í rýminu. Latneska hugtakið „lusus naturae“ hefur löngum verið notað um furðufyrirbæri eða „brandara“ náttúrunnar og verurnar í hreyfi- myndinni eru vissulega kostulegar; sumar eru bústnir boltar með þrýst- inn munn sem ungar sífellt út sjálf- um sér og endurnýjar sig þannig, aðrar hafa ótal augu, nef, eyru og hendur og hringsnúast með tung- una lafandi út úr sér, og auga- steinar reika um djúpin eins og aðr- ar skynverur með alla anga og þreifara úti. Myndheimur Ólafar og Gunnars er skoplegur og óhugnan- legur í senn, og tónverk Þuríðar – og ekki síst hinn lifandi tónlistar- gjörningur (sem fram fór þrisvar) – undirstrikar annarleikann og ljær verkinu aukna og viðeigandi dýpt. Brandararnir í verkinu eru sann- arlega tvíræðir. Sýningargestinum verður hugsað til þess sem fer úr- skeiðis í náttúrunni, til afmyndana Salurinn er myrkvaður, fyriraugu ber svífandi furðuver-ur í bláleitu djúpi. Dulúð-ugir, dáleiðandi tónar óma í eyrum, stundum þó skerandi svo þeir hrökkva við sem viðstaddir eru lifandi tónlistargjörning á sýning- unni Lusus naturae í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafn- arfjarðar. Um er að ræða sam- starfsverkefni hjónanna og myndlistarmannanna Ólafar Nordal Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Lusus naturae – Ólöf Nordal, Gunnar Karlsson, Þuríður Jónsdóttir bbbmn Hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014. Til 17. júní 2014. Opið kl. 12-17 alla daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Aðgangur ókeypis. Lifandi tónlistar- gjörningur 24., 25., 28. maí 2014, flytj- endur: Gunnar Guðbjörnsson, Snorri Heimisson og Íslenski flautukórinn. ANNA JÓA MYNDLIST » Mahler Chamber Orchestra(MCO), er ein eftirsóttasta klass- íska hljómsveit samtímans, en hún hefur verið hér á landi undanfarið og lék m.a. á Midsummer Music Festival í Hörpu í gær við mikinn fögnuð við- staddra. Liðsmenn sveitarinnar hafa ævinlega lagt mikla áherslu á að koma tónlist sinni til almennings og þá sérstaklega til þeirra sem ekki hafa möguleika á að sækja tónleika sveitarinnar. Sveit- in spilaði því á hinum ólíklegustu stöðum um helgina og meðal annars lék hún fyrir sjúklinga Landspítalans á laugardaginn. Stjórnandinn og stjörnufiðluleikarinn finnski, Pekka Kuusisto, fór á kostum eins og hans er von og vísa og vakti uppátækið fögnuð hjá viðstöddum sem vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar lifandi tónar tóku að hljóma um ganga sjúkrahússins. Mahler Chamber Orchestra lék á Landspítalanum fyrir sjúklinga Stjarna Finnska fiðluleikarinn Pekka Kuusist er stjórnandinn. Setustofa Það var notalegt tónlistarandrúmsloftið í þessu horni. Hátíðartónleikar Alþjóðlegu tónlist- arakademíunnar í Hörpu fara fram á morgun kl. 17 í Norðurljósum í Hörpu og marka þeir lok annars sumarnámskeiðs og tónleikahátíðar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. Á tónleikunum flytur Aka- demíuhljómsveitin þekkt klassísk hljómsveitarverk með ungum ein- leikurum úr röðum alþjóðlegra verð- launahafa og framúrskarandi ís- lenskra ungmenna, að því er fram kemur í tilkynningu. Stjórnandi er Kínverjinn Hu Kun sem kennir við Konunglegu tónlistarakademíuna í Lundúnum og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir fiðluleik en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrum kons- ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, mun stjórna Yngri strengja- sveit. Á efnisskránni verða m.a. kons- ertar eftir Vivaldi og Mozart og strengjaserenaða eftir Dvoøák. Ein- leikarar í Sinfonia Concertante eftir Mozart eru fiðluleikarinn In Mo Yang, verðlaunahafi í alþjóðlegu Menuhin fiðlukeppninni í ár og víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad sem vann Eurovision Young Musicians 2012 sem er keppni evópskra útvarpsstöðva fyrir unga einleikara. Aðrir einleikarar eru fiðluleikararnir Sonoko Miriam ShimaWelde, Hulda Jóndóttir, Rannveig Marta Sarc og Pétur Björnsson. Tónleikunum lýkur með flutningi íslenska þjóðsöngsins. Einleikur Eivind Holtsmark Ringstad vann Eurovision Young Musicians 2012. Hátíðartónleikar haldnir í Hörpu Afglöp og náttúra Gestur naut þess að sjá sýninguna. Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.