Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30 Sölustaðir: Jói Útherji Hagkaup Debenhams Intersport Joe´s - Akureyri Bjarg - Akranesi K-Sport - Keflavík Hafnarbúðin - Ísafirði Efnalaug Dóru - Höfn Karlmenn - Laugavegi Herrahúsið - Laugavegi Kaupfélag Skagfirðinga Sentrum - Egilsstöðum Axeló - Vestmannaeyjum Verslunin Tákn - Húsavík Blómsturvellir - Hellissandi Sportbær Skóbúð - Selfossi Pex - Reyðarfirði og Neskaupsstað Verslun Bjarna Eiríkssonar - Bolungarvík Verslun Guðsteins Eyjólfssonar - Laugavegi Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Uppsagnir af hálfu landeigenda vegna vanefnda ábúenda á ríkis- jörðum eru sjaldgæfar, hvað þá út- burður. Fyrirhugaður útburður á Sigurði Ragnarssyni ábúanda á rík- isjörðinni Þúfu í Ölfusi er einsdæmi, samkvæmt upplýsingum frá efna- hags- og fjármálaráðuneytinu sem fer með jarðareign ríkisins. Sigurður seldi ríkinu jörðina árið 1973 og samkvæmt byggingarbréfi hefur hann erfðaleiguábúð og kaup- rétt á jörðinni, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu 11. júní. Síðar komu upp deilur á milli ríkis- ins og Sigurðar eftir að ríkið seldi hluta jarðarinnar til Orkuveitu Reykjavíkur án vitundar eða samráðs við Sigurð árið 1999. Hann segir ríkið ekki hafa haft heimild til þess sam- kvæmt afsalinu frá 1973 og að það skuldi sér fjárhæð vegna sölunnar. Sigurður hefur enga leigu greitt af jörðinni síðan 2006 vegna þessa ágreinings, og byggir ríkið útburða- kröfu sína á vangoldinni leigu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu hafði ríkið fulla heimild, sem eigandi jarðarinnar, til að selja hluta af afréttarréttindum hennar. „Landið og vatnsréttindi þessi voru í óskiptri sameign nokkurra jarða. Við ábú- endasölu er lagaskylda að halda eftir vatnsréttindum þannig að fyrrver- andi ábúandi hefði aldrei fengið að kaupa þau réttindi til baka,“ segir í svari frá ráðuneytinu. Sinnti ekki skyldum sínum Þá hefur Sigurður óskað eftir því að fá jörðina keypta til baka en segir að ríkið virði ekki kauprétt hans sam- kvæmt byggingarbréfinu. „Skyldur ábúenda samkvæmt byggingarbréfi eru að þeir verða að greiða leigu fyrir jörðina, greiða fast- eignagjöld og brunatryggingar af jörðinni. Kaupsamningur lá á borðinu fyrir nokkrum árum, en samkomulag náðist ekki,“ segir í svarir efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Ríkið sagði Sigurði upp ábúðinni á Þúfu í árslok 2011 vegna vanefnda og átti hann að vera farinn sumarið 2012. Hann hefur neitað því og fór fjár- mála- og efnahagsráðuneytið í mál gegn Sigurði. Héraðsdómur Suður- lands féllst á útburðarkröfu ríkisins. Dómurinn féll í apríl og var málið í kjölfarið sent til Hæstaréttar sem á eftir að fella sinn dóm. Sigurður hefur hafnað úttekt á jörð- inni svo ekki liggur fyrir ástand húsa- kosts og jarðarinnar og því ekki ljóst hvað ríkið hyggst gera við jörðina ef Sigurður verður borinn af henni. Útburður ábúandans er einsdæmi  Vanefndir ábúenda á ríkisjörðum sjaldgæfar, hvað þá útburður  Ríkið hafði fullan rétt á að selja hluta jarðarinnar Þúfu í Ölfusi til OR  Ekki ljóst hvað ríkið hyggst gera við jörðina eftir útburð Þúfa í Ölfusi Grunnkort/Loftmyndir ehf. Þúfa Hveragerði Kröggólfsstaðir Vötn Vellir Friðarstaðir Reykir Núpar III Núpar Núpahnjúkur Vatnsskarð Núpafjall Kambarnir Þjóðvegur 1 Þo rlá ksh afn arv eg ur Stóri Saurbær Litli Saurbær Vindás Öxnalækur Landamerki Þúfu Þjóðhátíðardagurinn verður hald- inn hátíðlegur um allt land á morg- un og eru hátíðarhöldin ekki síst ætluð börnunum en leiktæki, blöðr- ur og skemmtiatriði munu hafa of- an af fyrir börnunum fram eftir degi. Neytendastofa vill þó beina þeim ábendingum til foreldra og for- ráðamanna barna að blöðrur sem börnum eru afhentar eru oftar en ekki með mjög sterkum böndum sem jafnvel fullorðnir geta ekki slitið í sundur. Foreldrum er því bent á að binda blöðrur ekki við vöggur, rúm eða handleggi barna. Neytendastofa varar við 17. júní blöðrum Blöðrur Á 17. júní rjúka blöðrur af öllum stærðum og gerðum út. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sumarleyfistíminn er hafinn og fjöldi fólks fer á flakk um landið. Álag á þjóðvegi eykst því töluvert og margir óþreyjufullir ökumenn bruna fram úr þeim sem fara hægar yfir. Rekja má 109 slys í umferðinni á árunum 2009 til 2013 til ógætilegs framúraksturs og önnur 205 til of mikils hraða samkvæmt tölum úr slysaskrám Samgöngustofu. Framúr- akstur er óhjákvæmilegur og því mikilvægt að ökumenn sýni hver öðr- um tillitssemi. Vegagerðin hefur unn- ið áhættumat á vegum landsins og sett upp merki til að vara við yfirvof- andi hættum. Mikilvægt er að virða merki og línur Vegagerðarinnar til að vita hvar er æskilegt að taka fram úr og hvar það er ekki leyfilegt. Akstur undir áhrifum áfengis Áfengi og akstur fara aldrei saman en þrátt fyrir skýr skilaboð lögreglu, Umferðarstofu og tryggingafélaga um hættuna á akstri undir áhrifum áfengis hefur tæpur fjórðungur öku- manna ekið í kjölfar þess að drekka einn eða fleiri áfenga drykki sam- kvæmt könnun Samgöngustofu. Karlar eru líklegri til þess, eða 29% á móti 18% kvenna. Íbúar höfuðborgar- svæðisins eru líklegri en aðrir til að aka eftir að hafa neytt áfengis og eftir því sem menntun og tekjur aukast er fólk líklegra til að aka undir áhrifum. Akstur undir áhrifum áfengis og lyfja var ástæða 93% endurkrafna tryggingafélaga á hendur viðskipta- vinum sínum árið 2012. Í nær tveimur af hverjum þremur tilfellum var ölv- unarakstur ástæðan og í þriðjungi önnur vímuefni og lyf. Fjölgað hefur hratt í síðarnefnda hópnum undan- farin ár. Morgunblaðið/Ernir Akstur Álagið á þjóðvegi landsins fer að aukast í kjölfar sumarfría. Fjórðungur ekur eftir áfengisneyslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.