Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Verið velkomin í heimsókn! Opið virka daga kl.10-18 Texas Torino Lyon Sófar í öllum stærðum 30% 1 ÁRS AFMÆLI Á BÍLDSHÖFÐA 18 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM /SÓFASETTUM *Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM Verð áður 333.900 kr. frá233.730kr. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, sem nýlega tók við embætti tekur í höndina á forsætisráðherra Bútans, Tshering Tobgay í Thimphu í gær en þetta er fyrsta opinbera heimsókn Modi frá því hann tók við völdum sem forsætisráðherra Indlands. Heimsóknin er sögð marka aukin sam- skipti og samvinnu ríkjanna tveggja og um leið ætlað að draga úr áhrifum Kínverja á svæðinu. Forsætisráðherrar Indlands og Bútans funda AFP Vingjarnlegar móttökur í opinberri heimsókn Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ástarlásar virðast í fyrstu sárasak- lausir en ekki er langt síðan handrið ástarbrúarinnar, Pont des Arts, hrundi vegna álags af ástarlásum. Tugir þúsunda ástfanginna para alls staðar að úr heiminum heimsækja brúnna á hverju ári til að innsigla ást sína með því að krækja lás með nöfnum sínum á handrið brúarinnar og kasta síðan lyklinum í ána Signu. Margt smátt gerir eitt stórt og þegar þúsundir lása hafa verið hengdar á handrið brúar er hætta á að þyngd þeirra geti skert öryggi, líkt og þegar handrið Pont des Arts hrundi vegna álags. Borgaryfirvöld í París hafa því í öryggisskyni látið fjarlægja þúsundir ástarlása sem hengdir hafa verið á brýr borgar- innar. Samanlögð þyngd þeirra lása sem fjarlægðir hafa verið er um hálft tonn. Borgaryfirvöld hafa þó enn ekki talið ástæðu til að banna fólki að innsigla ást sína með ást- arlásum. Aðstoðarborgarstjóri Parísar, Bruno Julliard, sagði á blaðamanna- fundi á fimmtudag að áfram yrðu lásar fjarlægðir af handriðum Pont des Arts og Pont des l’Archevêché. Julliard vonast til þess að elskendur láti fljótlega af þeirri iðju sinni að hengja lása hér og þar á handrið borgarinnar en segir ekki koma til greina að fara að sekta fólk fyrir það. „Við ætlum okkur ekki að fara að setja lögreglumann við brýr borgarinnar allan sólahringinn,“ sagði Bruno Julliard við fjölmiðla þegar hann var spurður um málið og aðgerðir borgaryfirvalda við að fjarlægja hluta lásanna. Ástarlásarnir fjarlægðir  Yfirvöld í París fjarlægja hálft tonn af lásum af handriðum brúa borgarinnar AFP Lásar Ástfangið par hallar sér að lásfylltu handriði Pont des Arts. Umhverfis- verndarsam- tökin Green- peace hafa tapað rúmum 500 milljónum króna af styrkt- arfé sínu í hlutabréfa- og gjaldeyris- braski. Einum starfsmanni samtakanna hefur verið gert að taka pokann sinn, en hann er sagður hafa haldið ut- an um viðskiptin fyrir samtökin. Enn sem komið er virðist ekkert benda til þess að starfsmaðurinn hafi sjálfur reynt að hagnast á viðskiptunum heldur hafi hann ætlað að græða á þeim fyrir Greenpeace. Umhverfissamtökin hafa nú hafið innanhússrannsókn á við- skiptunum og segir Mike Towns- ley, talsmaður Greenpeace, að um mistök hafi verið að ræða. „Hér hafa átt sér stað mistök og við getum lítið gert annað en að biðja alla styrktaraðila okkar af- sökunar. Við vonum að þeir hafi skilning á því að starfsfólk okkar er mannlegt og gerir mistök eins og aðrir.“ Greenpeace tapar á hlutabréfabraski Mótmælendur. UMHVERFISVERNDARSAMTÖK Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Oscar Ivan Zu- luaga etja kappi í forsetakosn- ingum í Kólumb- íu en mjótt er á mununum milli þeirra. Oscar Iv- an Zuluaga hlaut flest atkvæði í fyrri umferðinni í síðasta mánuði en hann hefur verið efins um frið- arviðræður við FARC, stærstu skæruliðasamtök landsins. Kjör- stöðum í Kólumbíu var lokað í gær klukkan níu að staðartíma og ættu úrslit því að vera ljós fljótlega í dag ef allt gengur sem skyldi. KÓLUMBÍA Spennandi kosn- ingar í Kólumbíu Juan Manuel Santos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.