Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hugsanlegt er að innan tveggja ára verði hægt að aka hringinn um- hverfis landið á bundnu slitlagi. Á hringveginum austur á landi, Þjóð- vegi númer 1, eru tveir malar- kaflar eftir en samkvæmt vega- áætlun verður hafist handa um endurbætur á öðrum þeirra jafnvel á næsta ári, það er tæp- lega átta kíló- metra spotta innst í Berufirði. „Verkefninu eru eyrnamerktar um 800 milljónir króna samkvæmt samgönguáætluninni 2011-2022, á öðru tímabili hennar. Við vonumst til þess að fara megi í framkvæmd- ir í Berufirði 2015 eða 2016. Það var uppleggið í samgönguáætlun sem gilda skal út árið 2016 sem ekki náðist að afgreiða á Alþingi í vor,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinn- ar, í samtali við Morgunblaðið. Þótt vegurinn í Berufjarðarbotni sé enn aðeins malarborinn þurfa vegfarendur þó varla að kvarta því þétt leirlag er á veginum, sem á þessum slóðum er bæði beinn og breiður. Hins vegar er annar kafli á hringveginum ekki langt undan talsvert öðruvísi, það er leiðin úr Breiðdal og upp hátt og bratt klif þar og um Breiðdalsheiðina niður í Skriðdal. Þetta er 33ja km leið og eru engin áform um endurbætur þar, samkvæmt fyrirliggjandi sam- gönguáætlun, sem nær jafnan til tólf ára í senn – sem aftur er skipt upp í þrjú fjögurra ára tímabil. Þannig er búið að leggja útlínur að framkvæmdaáætlun allt fram til 2022 og Breiðdalsheiðin er hvergi á blaði. 800 milljónir merktar Öxi Áformað er, að sögn G. Péturs Matthíassonar, að framkvæmdir við veginn yfir Öxi úr Berufirði yfir í Skriðdal hefjist eftir sex til sjö ár. Öxi var lengi aðeins grófur jeppa- slóði en var gerð sumar- og fólks- bílafær fyrir rúmum áratug. „Í okkar áætlunum hafa aðrar 800 milljónir verið merktar Axar- veginum á þriðja tímabili þeirrar samgönguáætlunar sem nú gildir. Menn hafa horft til þess að þarna verði heilsársvegur og áform um framkvæmdir miðast við það,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinn- ar. Hringvegurinn er alls 1.332 km og lengi gilti hjá Vegagerðinni sú stefna að framkvæmdir sem farið væri í styttu eða að minnsta kosti lengdu ekki hinn margnefnda hring, sem opnaðist þegar brýrnar yfir Skeiðarársand voru teknar í notkun árið 1974. Vilja hringveg um Suðurfirði Meðal Austfirðinga hefur það sjónarmið komið fram að rétt væri að færa hringveginn þar eystra, það er að hann færi ekki um Breiðadalsheiði heldur Suðurfirð- ina svonefndu. Þar er átt við leiðina frá Breiðdalsvík og áfram til Stöðv- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, það- an um jarðgöngin yfir í Reyðar- fjörð og svo áfram um Fagradal upp á Hérað. „Rökin í málinu hafa gjarnan verið þau að yfir vetrartímann geri erlendir ferðamenn oft þá skissu að ætla sér um Þjóðveg eitt um Breið- dalsheiðina, sem oft er ófær yfir vetrartímann. Og þetta er alveg fullgilt sjónarmið þótt ekkert hafi gerst í málinu enn sem komið er. Við höldum okkur því áfram við að Breiðdalsheiðin sé Þjóðvegur eitt, þótt slitlag á veginn sé ekki í aug- sýn enn sem komið er,“ segir G. Pétur Matthíasson. Slitlag umhverfis landið er í augsýn  Bundið slitlag hugsanlega komið á allan hringveginn innan tveggja ára  Framkvæmdir í Berufirði jafnvel á næsta ári 33 km  Breiðdalskafli hvergi á blaði  Öxi eftir sjö ár og verður þá heilsársvegur Vegur Sé hringvegurinn ekinn rangsælis sleppir malbikinu innarlega í Berufirði, þar sem er átta kílómetra malarspotti. Annar slíkur kafli er í Breiðdal- og á Breiðdalsheiði. Á næstu árum verður Berufjarðarvegur bættur og Axarvegur upp á Hérað byggðar upp, en nú er hann aðeins sumarfær og hátt snjóstálið er alveg við veginn í efsta klifinu þó komið sé fram í júní. Vegir á Austurlandi Grunnkort/Loftmyndir ehf. Slitlag væntanlegt Heilsársvegur í undirbúningi Engar framkvæmdir Hugsanlega hringvegurinn? Breiðdalsvík Djúpivogur Vatnajökull Þrándarjökull Sk rið da lu r Reyðarfjörður Eskifjörður Neskaupstaður SeyðisfjörðurEgilsstaðir Fáskrúðsfj. Stöðvarfj. Berufj. Hamarsfj. Reyðarfj. Mjóifj. Seyðisfj. La ga rfl jó t G. Pétur Matthíasson Morgunblaðið/Sigurður Bogi 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Nú eru liðnir fimm dagar frá því að leit hófst að tveimur konum í Fljóts- hlíð og þá voru fjórir dagar liðnir frá því að síðast spurðist til þeirra. Eng- ar nýjar vísbendingar hafa komið fram. Önnur kvennanna fannst látin sama dag og leit að konunum hófst en íslensku konunnar er enn saknað. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu tóku um 200 manns þátt í leit- inni á laugardag þegar leitað var á svæðinu milli sumarbústaðarins þar sem konurnar dvöldu og Bleiksár- gljúfurs, þar sem önnur þeirra fannst látin á þriðjudag. Þá var ákveðið að draga úr leitinni á meðan engar nýjar vísbendingar bærust. Í gær var leitinni svo haldið áfram og að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, voru fáir leitarhópar, eða um 20 manns, að störfum en einkum var verið að leita á vatnasvæðum á hjólum, það er við Markarfljótið, á Markarfljótsaurum og ströndinni. Ákveða næstu skref í dag Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var í gær farið yfir gögn í tengslum við leitina og verður nú í morgun- sárið tekinn stöðufundur meðal þeirra sem stjórna leitinni. Það ligg- ur þó fyrir að leitinni skuli haldið áfram en hver næstu skref verða verður ákveðið á fundinum sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Í tilkynningu frá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg kemur það fram að að ýmsu þurfi að huga þegar aðgerð- ir sem þessi dragist á langinn. Að mannskapurinn þurfi bæði hvíld og orku. Þá kemur fram að fjölmörg fé- lög og fyrirtæki á leitarsvæðinu hafi tekið þátt í að fæða og hýsa leitar- fólkið. Enn hefur ekkert spurst til konunnar í Fljótshlíð  Leit haldið áfram í dag  Engar nýjar vísbendingar Morgunblaðið/RAX Leitarflokkar Um 200 manns tóku þátt í leitinni á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.