Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.
77.300
Netverð á mann frá kr. 77.300 á Pella Steve m.v. 2 fullorðna og
2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 83.300 á Pella Steve m.v. 2
fullorðna í stúdíóíbúð. 23. júní í 10 nætur.
Krít
Seiðandi stemning
49.900
Flugsætifrá kr.
Undanfarin ár hefur hálendis-
vakt björgunarsveita verið
mikilvægur liður í öryggi ferða-
fólks hér á landi og hefst hún
að þessu sinni 27. júní nk.
Jónas Guðmundsson, hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
segir björgunarsveitafólk munu
standa vaktina á fjórum stöð-
um þetta sumarið; á Kili,
Sprengisandi, að Fjallabaki og
á svæðinu norðan Vatnajökuls.
„Til að koma í veg fyrir slys
stoppa hóparnir fólks-
bíla og láta viðkom-
andi vita ef hann er
á leiðinni á slóðir
þar sem eru óbrú-
aðar ár eða erfið-
ir vegir,“ segir
Jónas, en um
mörg hundruð
ökumenn er að
ræða á sumri
hverju.
Fylgjast vel
með fólki
HÁLENDISVAKTIN
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þrír erlendir ferðalangar sluppu
með skrekkinn eftir bílveltu skammt
utan við Sauðárkrók síðastliðið
föstudagskvöld, en ökumaðurinn
missti stjórn á bílnum í lausamöl.
Fyrr þennan sama dag slasaðist er-
lend kona alvarlega þegar bíll sem
hún var í valt á Kjalvegi, norðan
Hveravalla. Var konan flutt á gjör-
gæsludeild Landspítalans.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, segir slys sem þessi vera að
færast í aukana. „Það er ljóst að
margt af þessu fólki hefur aldrei á
sinni ævi ekið á malarvegi,“ segir
hann og bætir við að víða megi enn
finna mjög slæma malarvegi hér á
landi þar sem óvanir ökumenn geti
hæglega lent í vandræðum.
Ýmislegt reynt
varðandi öryggi
Bergþór Karlsson, framkvæmda-
stjóri Bílaleigu Akureyrar, segir
starfsmenn sína reyna hvað þeir geti
að miðla upplýsingum til ferða-
manna um ástand vega hér á landi.
„Flestar bílaleigur dreifa stýris-
spjöldum með bílunum þar sem finna
má helstu upplýsingar en við gefum
einnig út sérstakan bækling sem
fylgir bílunum,“ segir Bergþór. Í
bæklingnum má finna ítarlegri upp-
lýsingar um vegakerfið, hvernig
haga skal akstri á malarvegum og
hámarkshraða svo fátt eitt sé nefnt.
„Svo er alltaf spurning hvort og þá
hversu vel fólk les þessar upplýsing-
ar.“ Fyrir fáeinum árum var gert
sérstakt GPS-kort fyrir viðskipta-
vini bílaleiga í von um að auka öryggi
ferðamanna á vegum landsins. Kort-
ið sýnir ekki þá vegi sem teljast
hættulegir eða óæskilegir fyrir við-
skiptavini bílaleigufyrirtækja, auk
þess sem viðvörun fer í gang þegar
ökumenn nálgast vegi sem aðeins
eru ætlaðir jeppum.
„Þegar ökumenn nálgast fjallveg
spyr kerfið hvort viðkomandi sé á
réttum bíl fyrir þann veg sem fram
undan er.“ Aðspurður segir Bergþór
nokkuð algengt að ferðamenn leigi
einnig GPS-tækið þegar bílaleigu-
bíll er valinn en auðvitað notist
alltaf einhverjir við leiðsögu-
tæki í farsímum eða
spjaldtölvum.
„Flestar stærri
bílaleigur eru
þó með um
200 til 300
tæki í notkun
á sumrin og
þetta hefur auk-
ið öryggi vegfarenda,“segir hann.
Morgunblaðið/Golli
Hálendið Mjög vinsælt er orðið að ferðafólk sæki hálendi Íslands heim. Ekki eru þó allir vanir aðstæðum þar.
„Aldrei á sinni ævi
ekið á malarvegi“
Leiðsögutæki sem varar ökumenn við erfiðum fjallvegum
Skúli Halldórsson
Björn Már Ólafsson
Óhapp varð við flutning á hundi á
Keflavíkurflugvelli á föstudags-
morgun, með þeim afleiðingum að
hann slapp úr búri sínu. Hundurinn
er ófundinn og stendur leit enn yfir.
Um er að ræða svartan og hvítan
hund af tegundinni Border Collie
sem gegnir nafninu Hunter. Eigandi
hundsins, Catti Reinhall, var að
millilenda hér á landi á leið frá
Bandaríkjunum til Svíþjóðar. Hún
segist ósátt við meðferð málsins.
„Ég og börnin mín stóðum í rútu
sem flytur farþegana í flugstöðina
og horfðum á búrið falla til jarðar úr
um fimm metra hæð. Ég öskraði og
allir í rútunni líka. Hundurinn varð
hræddur og hljóp í burtu. Ég ætlaði
að elta hann en flugvallarstarfsmað-
ur stöðvaði mig,“ segir Reinhall.
Björgunarsveitir veita aðstoð
Björgunarsveitir hafa aðstoðað
Reinhall við leit um helgina. „Á laug-
ardaginn flugum við á þyrlu yfir leit-
arsvæðið í tvo tíma en urðum einskis
vör. Hundurinn getur auðvitað
hreyft sig og því erfitt að vita hvar
hann er niður kominn. Ég veit ekki
hversu margir eru tilbúnir að hjálpa
mér áfram. En það er ljóst að það
vilja flestir að hundurinn finnist,
enda útlent dýr og ekki gott að það
sé hlaupandi um hér á landi.“
Icelandair hefur séð henni fyrir
gistingu og mat á meðan hún hefur
dvalist hér á landi. „Þeir hafa hjálp-
að mér ágætlega svo sem, en hefðu
kannski getað brugðist betur við og
hafið leit að hundinum strax. Þeir
voru frekar rólegir til að byrja með,
sérstaklega í ljósi þess að þetta voru
þeirra mistök. Það eru sjálfboðaliðar
í björgunarsveitum sem sjá um leit-
ina sem mér finnst frekar sérstakt,“
segir Reinhall. Hún segist lofa tvö
hundruð þúsund krónum í fundar-
laun til þess sem kann að finna
hundinn. Þar að auki hefur Icelanda-
ir lofað tveimur flugmiðum til hins
sama.
Hægt að fá gæludýrapassa
Þorvaldur H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri inn- og útflutnings-
mála hjá Matvælastofnun, segir
flutninga á gæludýrum vera að
aukast. „Ferðalögum með gæludýr á
milli heimsálfa virðist fara fjölgandi.
Í Evrópu er til dæmis ákveðið kerfi
þar sem hægt er að fá passa fyrir
gæludýr og ferðast með þau innan
ESB. Við erum þó ekki aðili að því
sökum sérstöðu okkar hér á landi.“
Spurður um mögulega sektargerð
á hendur Icelandair segir hann mál-
ið vera sérstakt. „Þetta á sér nær
engin fordæmi og við munum skoða
það nánar. Nú einbeitum við okkur
þó að því að finna hundinn.“
Matvælastofnun hefur fengið
margar vísbendingar um ferðir
hundsins. „Fólk hefur talið sig sjá til
hans í Breiðholti, Árbæ og jafnvel
Hvalfirði. Hann skyldi þó aldrei vera
svo víðförull,“ segir Þorvaldur.
Flutningar
gæludýra á milli
landa að aukast
Leita bandarísks hunds á Suðurnesjum
Border Collie Leit stendur yfir að
hundinum sem er af þessari tegund.
Týndur hundur
» Hundurinn er svartur og
hvítur Border Collie og gegnir
nafninu Hunter.
» Hann slapp úr búri sínu á
Keflavíkurflugvelli á föstudags-
morgun.
» Hver sem kynni að sjá til
hundsins er beðinn um að til-
kynna það tafarlaust til lög-
reglunnar á Suðurnesjum í
síma 420-1800.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Mikill fjöldi var staddur á Akureyri
um helgina, en þar voru Bíladagar
haldnir, venju samkvæmt. Að sögn
Lögreglunnar á Akureyri hefur há-
tíðin farið vel fram hingað til þrátt
fyrir að eitthvað hafi verið um ofsa-
akstur á svæðinu. Þá voru fjórir
stöðvaðir vegna ölvunaraksturs og
tveir vegna aksturs undir áhrifum
fíkniefna. Margir íbúar bæjarins hafa
kvartað til Lögreglunnar á Akureyri
vegna hávaða frá ökutækjum, en
margir ökuþórar reykspóluðu í bæn-
um, bæjarbúum til mikillar mæðu.
Bjóða gestum upp á spólsvæði
„Við erum ekki ánægðir með spól-
in í miðbænum. Við bjóðum upp á
spólsvæði hjá okkur sem er opið allan
sólahringinn og þangað getur fólk
komið og spólað,“ segir Jón Rúnar
Rafnsson, varaformaður Bílaklúbbs
Akureyrar. Hann segir Bílaklúbb
Akureyrar vera í stöðugu sambandi
við Lögregluna og Akureyrabæ um
hvernig hægt sé að stoppa þetta.
„Þetta er bara vinna sem við erum
búin að vera í síðustu ár. Það heldur
bara áfram og er í góðum farvegi. Við
reynum að gera allt sem í okkar valdi
stendur,“ segir Jón Rúnar. Hann
segir hátíðina hafa gengið mjög vel
að öðru leyti og að aldrei hafi þurft að
kalla til lögreglu á tjaldsvæðið sem
Bílaklúbburinn heldur úti yfir hátíð-
ina.
42% óánægð með Bíladaga
Mikil spenna er milli skipuleggj-
enda hátíðarinnar og íbúa á Akur-
eyri, en nýlega framkvæmdu nem-
endur við Háskólabrú Keilis könnun
á viðhorfi Akureyringa til Bíladaga.
Af tæplega 1.200 þátttakendum voru
42% aðspurðra frekar óánægð eða
mjög óánægð með hátíðina.
Hátíðinni lýkur hinn 17. júní.
Margar kvartanir borist
vegna háværs reykspóls
Bíladagar fóru fram á Akureyri um helgina Gekk vel
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bíladagar Hátíðin hefur gengið vel
að sögn skipuleggjanda.