Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Sindri Rafn er 50% eigandi 6 mánaða barns og er almenntþekktur sem Silli í Zalibunu. „Í dag er ég að klæmaxa yfir þvíað HM sé byrjað,“ segir Sindri Rafn Sindrason, sem er 24 ára gamall í dag, þegar hann er beðinn um að segja frá sjálfum sér. Sindri er einn af frumkvöðlunum að baki fyrirtækinu Zalibunu, en fyrirtækið hyggst nú setja upp nokkurs konar rússíbana í Hlíð- arfjalli á Akureyri. „Þetta er eins manns sleðarennibraut,“ segir Sindri til útskýringar. Hann er að skrifa meistararitgerð í verkfræði um þessar mundir ásamt því að sinna föðurhlutverkinu, en hann eignaðist nýverið sitt fyrsta barn, Matthildi Magdalenu, með kærustu sinni Elínu Jóns- dóttur. Sindri er mjög ánægður með að afmælið komi upp á þessum degi. „Ég vil meina að þetta sé besti afmælisdagur sem í boði er. Það er alltaf frí daginn eftir og David Guetta kemur til landsins á sex ára fresti. Eini mínusinn er þynnkan 17. júní,“ segir Sindri, sem ætlar að keyra hringinn í kringum landið með fjölskyldu sinni í sumar. Hann segist ætla að halda upp á afmæli sitt með pompi og prakt. „Ég ætla að notfæra mér það að foreldrar mínir eru norður á Akur- eyri. Ég mun fylla húsið af ókunnugu fólki og halda almennilegt afmælispartí,“ segir Sindri fullur tilhlökkunar. agf@mbl.is Sindri Rafn Sindrason er 24 ára í dag Afmælisbarn Samkvæmisljónið Sindri (t.h.) er hér á góðri stundu ásamt yngri bróður sínum, tískufrömuðinum Degi Sindrasyni. Almennt þekktur sem Silli í Zalibunu Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kirkjubæjarklaustur Sigurbjörn Ási fæddist 2. ágúst. Hann vó 2.825 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Pétur Davíð Sigurðsson og Auður Guðbjörnsdóttir. Nýir borgarar Reyðarfjörður Guðný Helga fæddist 24. september. Hún vó 3.460 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Freydís Hrefna Hlynsdóttir og Garðar Guðnason. H ildur Knútsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1984 og bjó í Hlíðunum og síðan Vesturbæ. Hún gekk í Hlíðaskóla, Melaskóla, Hagaskóla, Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Farið víða um heim „Ég hef flakkað svolítið um í út- löndum, lærði spænsku á Spáni, en það var fyrir stúdentinn en ég tók mér frí milli þess sem ég var í MR og MH. Var svo heima sumarið eftir stúdentinn árið 2004 að vinna og safna peningi því veturinn á eftir var ég sjálfboðaliði í Gvatemala í fjóra mánuði. Þar vann ég með mun- aðarlausum stelpum og stelpum sem höfðu verið teknar af foreldrum sín- um vegna vanrækslu. Í framhaldi af sjálfboðaliðastarfinu ferðaðist ég um latnesku Ameríku, eiginlega alla Mið-Ameríku, Kúbu, Ekvador og Perú. Næsta vetur bjó ég síðan í Berlín og lærði þýsku. Seinna fór ég til Taívans en við kærastinn fengum bæði styrk frá ta- ívanska menntamálaráðuneytinu þar sem við stunduðum nám í kínversku. Reynsla mín af þessum löndum er að fólk er alls staðar indælt. Taívan er reyndar næstþéttbýlasta land í heimi fyrir utan Bangladess og því var gott að koma heim til Íslands og geta breitt aðeins úr sér. Maður finnur nefnilega vel fyrir mannfjöldanum þarna úti og svo var líka mikill hiti þarna og raki.“ Eftir dvölina í Taívan kom Hildur heim og fór í Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-gráðu í ritlist með bók- menntafræði sem aukafag árið 2010. Stundað ýmis ritstörf Eftir útskrift fór Hildur að vinna sem texta- og hugmyndasmiður á Hildur Knútsdóttir rithöfundur – 30 ára Morgunblaðið/Kristinn Nútímalegur rithöfundur Hildur vakti fyrst athygli með bloggskrifum sínum. Vísindaskáldskapur og umhverfismál heilla Feðginin Egill og Rán. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÁrmúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is Brooklyn Pine Stærð: 8x243x2200mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.