Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
Elsku heimsins
besti afi,
það er erfitt að
finna orð til að lýsa
því hversu yndisleg-
ur þú varst og hvað þú skiptir okk-
ur miklu máli. Það er erfitt að
hugsa til þess að brosið þitt og
gleðin sem umkringdi þig sé nokk-
uð sem við munum ekki fá að upp-
lifa aftur. Þegar maður kom í
heimsókn til ykkar ömmu var
skylda að gefa þér koss á kinn og
ef maður vogaði sér að gleyma að
kyssa þig þá minntir þú mann allt-
af á það, að launum fengum við svo
koss frá þér á ennið.
Við erum þér ótrúlega þakklát-
ar fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman og öll þau skipti sem
þú hjálpaðir okkur. Við gátum
alltaf leitað til þín og talað við þig
sama um hvað málið snerist,
manni leið alltaf betur þegar mað-
ur var búinn að tala við afa. Það
má segja að þú hafir gengið okkur
í föðurstað þegar við fluttum heim
til Íslands og bjuggum hjá ykkur
ömmu. Á milli okkar mynduðust
sterk tengsl sem munu aldrei
rofna.
Ég, Natalie, man svo vel eftir
því þegar við fórum tvö saman að
versla í matinn þær helgar sem
mamma og amma voru að vinna.
Það var alltaf svo gaman hjá okk-
ur og endaði verslunarferðin yf-
irleitt á því að við fengum okkur
ostborgara, sem mér fannst ekki
leiðinlegt. Einnig þykir mér ótrú-
lega vænt um allar góðu minning-
arnar úr bílferðunum okkar og
góðu samtölin sem við áttum í
þeim.
Ég er þér ótrúlega þakklát fyr-
ir alla hjálpina við íbúðarleitina og
fyrir öll góðu ráðin sem þú veittir
okkur Kjartani við breytingarnar
á henni, enda varstu einstaklega
handlaginn og var nánast ekkert
Axel Henry
Bender
✝ Axel HenryBender fæddist
3. ágúst 1938. Hann
lést 1. júní 2014. Út-
för Axels Henrys
var gerð 10. júní
2014.
sem þú gast ekki
gert. Ég gæti lengið
haldið áfram að
nefna frábærar
minningar sem ég á
með þér og þakkað
þér fyrir svo margt
en sú upptalning
yrði eflaust enda-
laus.
Mér, Andreu, eru
efstar í minni allar
góðu spjallstundirn-
ar sem við áttum þegar ég var á
unglingsaldri. Þú sagðir svo oft við
mig þegar ég var farin að kafa
djúpt ofan í málin: „Ég skal segja
þér þetta þegar þú verður orðin 18
ára“, nú er ég löngu orðin það svo
ég vona að ég sé búin að fá að vita
allt sem ég mátti ekki vita þá. Eins
eru stundirnar í garðinum hjá
ykkur ógleymanlegar, veðurblíð-
an í Fossvoginum engu lík og við
að njóta góða veðursins saman. Þú
varst einstaklega góður við börnin
mín, Anítu Lilju og Jóel Henry, og
voru þau ótrúlega hrifin af afa Ax-
el. Aníta Lilja naut þess að fá að
hjálpa þér í garðinum síðasta sum-
ar, þú náðir með þinni einstöku
lagni að sýna henni hvernig ætti
að hugsa um blómin og beðin þó að
hún væri ekki nema fjögurra ára.
Jóel Henry elti þig út um allt eftir
að hann fór að ganga og fylgdist
spenntur með því hvað þú varst að
gera, enda varstu alltaf að fást við
eitthvað sem litlum dreng þótti
spennandi að fylgjast með. Ég
mun sjá til þess að þau muni aldrei
gleyma þér, elsku afi minn.
Það er ótrúlegt að hugsa til
þess hversu hratt heilsu þinni
hrakaði síðastliðna tvo mánuði eft-
ir að meinið fannst. Þín verður
sárt saknað, elsku besti afi, en við
vitum að þú munt vaka yfir okkur.
Við vitum að núna ertu á betri stað
þar sem þú þarft ekki að þjást og
finna til. Við elskum þig.
Litlurnar þínar,
Andrea Sif og Natalie Rut.
Þegar ég sest niður og ætla að
skrifa nokkur orð um félaga minn
og vin okkar hjóna þá fara af stað
svo margar minningar að varla
verður hönd á fest.
Axel H. Bender kynntist ég
fyrst árið 1972 þegar ég gekk í
Kiwanisklúbbinn Heklu. Hann
var þá ötull Kiwanismaður eins og
hann var reyndar alla tíð, ávallt
vakandi yfir því sem betur mætti
fara í starfinu, léttur í lund og sló
alltaf á létta strengi þótt undir
niðri væri hann fastur fyrir. Við
hjónin áttum þess kost að fara í
margar ferðir með þeim Axel og
Viddí norður að Mývatni, austur
að Höfn í Hornafirði, til Vest-
mannaeyja, í Borgarfjörð og til
Akureyrar svo eitthvað sé nefnt.
Allar þær ferðir voru ávallt mjög
góðar og skemmtilegar, voru þau
hjónin góðir ferðafélagar. Við Ax-
el áttum mikið og gott samstarf í
Kiwanishreyfingunni, það ber að
þakka. Síðastliðin ár átti Axel við
heilsuleysi að stríða sem hann
tókst á við með bjartsýni og léttri
lund fram á síðasta dag. Það var
aldrei neinn barlómur í honum.
Þótt við vissum að veikindi hans
væru mjög alvarleg verður manni
ávallt illa við þegar kallið kemur.
Við Erla kveðjum góðan félaga og
vin með söknuði og biðjum Guð að
styrkja Viddí og fjölskyldu í þeirra
miklu sorg.
Þá minning mun ég blessa
á meðan hjartað slær.
Sú von skal hugann hressa,
minn hjartans vinur kær
að sæll við sjáumst aftur
á sólarfögrum stað.
Oss hjálpar heilagur kraftur,
ég hugga mig við það.
(Þ.H.)
Far þú í friði Axel minn.
Erla og Þorsteinn.
Enn er höggvið skarð í vina-
hópinn, Axel varð að gefa efir í
baráttu sinni við erfiðan sjúkdóm
og er nú fallinn frá.
Okkar kynni hófust í Kiwanis-
hreyfingunni fyrir um það bil 50
árum. Hann kom fljótlega til
starfa eftir að við stofnuðum
fyrsta Kiwanisklúbbinn á Íslandi,
Heklu. Áhugi hans á félagsmálum
var alltaf til staðar, enda valinn til
að sinna margvíslegum verkefn-
um bæði í fagsamtökum þeim sem
hann tilheyrði og í þjónustustarfi
Kiwanishreyfingarinnar. Sam-
starfið í Kiwanishreyfingunni var
margvíslegt, bæði innan klúbbsins
okkar og á vettvangi Íslenska
Kiwanisumdæmisins. Hann var
mjög fylginn sér í þeim málum
sem hann tók að sér og gafst ekki
upp þó ekki væru allir sammála
honum, heldur vann hægt og bít-
andi að sínum markmiðum og fór
oftast með sigur.
En alltaf var stutt í grínið og
léttleikann og stundum vottaði
fyrir stríðni en allt á léttum nót-
um. Það er óhætt að segja að á
seinni árum, þegar fór að halla
undan í Kiwanisklúbbnum okkar
vegna aldurs félaga, þá var enginn
jafn ákveðinn og hann að halda ut-
an um hópinn þrátt fyrir að stöð-
ugt fækkaði. Hann tók að sér for-
setastarf í klúbbnum, aftur og
aftur, þegar aðrir treystu sér ekki
í hlutverkið, honum verður seint
þakkað allt það starf. Axel var
mikill fjölskyldumaður, hélt ásamt
Vigdísi eiginkonu sinni vel utan
um hópinn.
Það voru ekki margar samveru-
stundirnar hjá okkur þar sem ekki
var rætt um fjölskylduna og hvern-
ig henni gengi í lífsbaráttunni.
Hans verður sárt saknað af sínum.
Eftir að Axel var greindur með
erfiðan sjúkdóm fyrir nokkrum
árum breyttist margt en hann
gafst ekki upp, léttleikinn var hon-
um hjálp í baráttunni. Hann var
ekki tilbúinn að fara, hann barðist
áfram. Það færði honum lengri
tíma en að lokum varð hann að
láta undan.
Maðurinn með stríðnisbrosið,
maðurinn með léttleikann, maður-
inn með fastheldnina, maðurinn
með viljann til að þjóna öðrum er
fallinn en minningin lifir.
Nærhópurinn, við sem áttum
saman margar gleðistundir, Axel
og Vigdís kona hans, Jón og
Hanna, Ásgeir og Dísa og eigin-
kona mín Sjöfn er nú farinn að láta
á sjá, aðeins þrjú eru eftir lifandi.
Fráfall félaga og vina á undan-
förnum árum hefur verið erfitt að
umbera, en allar minningarnar frá
liðnum árum og áratugum bæta
þar um og auðvelda okkur lífs-
gönguna enn um sinn. Axels verð-
ur sárt saknað, vinahópurinn
verður fátækari eftir lát hans.
Ég sendi Vigdísi og fjölskyldu
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
óska þeim velfarnaðar á komandi
árum. Minningin um góðan fjöl-
skylduföður verður þeim huggun í
harmi.
Eyjólfur Sigurðsson.
Góður vinur okkar hér í Bú-
staðakirkju, Axel Henry Bender,
er fallinn frá eftir erfið veikindi. Í
kirkjulegu starfi er þjónusta sjálf-
boðaliða ómetanlegur þáttur og
ekki væri hægt að halda úti svo
öflugu starfi í kirkjum landsins ef
þeirra nyti ekki við. Axel og hans
elskulega eiginkona, Vigdís, hafa
verið virkir sjálfboðaliðar í starfi
Bústaðakirkju í mörg ár.
Þegar stofnaðir voru hópar
messuþjóna við kirkjuna fyrir
nokkrum árum voru Axel og Vig-
dís meðal frumkvöðlanna og hafa
starfað æ síðan. Síðastliðinn vetur
var Axel beðinn um að taka að sér
kirkjuvörslu um helgar.
Hann tók það fúslega að sér og
fékk nágranna sinn, Baldur Frið-
riksson, til liðs við sig. Verkið,
sem er unnið í sjálfboðavinnu, hef-
ur gengið einstaklega vel og
kirkjuvörslunni verið sinnt af
miklum áhuga og alúð. Axel kom
oft við hér í kirkjunni eða var í
símasambandi og auðvelt er að sjá
hann fyrir sér með útbreiddan
faðminn og þegar hann heilsaði í
símann á sinn vinalega hátt og
sagði: „Er ekki allt í lagi með
þig?“ Þessi orð eru sem greypt í
hugann. Maður brosir ósjálfrátt
og minningarnar verða ljóslifandi.
Axel var léttur í lund og fasi,
beinn í baki og snaggaralegur í
hreyfingum. Hann hafði gaman af
því sem hann gerði og smitaði
gleðinni út frá sér. Hann hafði
einstaklega skemmtilega kímni-
gáfu sem gekk ekki nærri nein-
um. Öllum leið vel í návist hans og
það var mjög gaman að vera í
kringum hann þegar hann sinnti
kirkjuvörslunni. Axel var
skemmtilega hárnákvæmur með
klukknahringingarnar fyrir og
eftir messu.
Klukkunum skyldi hringt í
réttri röð. Nýlega þegar hann var
orðinn mjög veikur hringdi hann
að heiman rétt fyrir messu og
hafði þá klukknahringingin heyrst
heim til hans. Hann sagðist ekki
vera alveg nógu ánægður með
hljóminn.
Auðvitað var þetta gert í gríni
og af sama léttleika og hann var
vanur. Og ekki var komið að tóm-
um kofanum þegar vantaði góð
ráð, því hann var reyndur pípu-
lagningameistari og gott að leita
ráða og umsagnar hjá honum, t.d.
varðandi viðhald á lagnakerfi
kirkjunnar.
Það er óhætt að segja að Axel
hafi verið kirkjuvörður „par ex-
cellence“. Við minnumst Axels
með virðingu og þökkum fyrir frá-
bæra þjónustu í þágu Bústaða-
kirkju. „Að gefa af sér í kærleika
án skilyrða gerir manninn ham-
ingjusaman.“ Þannig var Axel,
hann gaf af sér til samferðamann-
anna og lifði eftir þessum lífs-
reglum. Þú lifðir í friði. Far þú í
friði. Þökk fyrir samfylgdina.
Kæra Vigdís og fjölskylda. Inni-
legustu samúðarkveðjur til ykkar.
Blessuð sé minning Axels Henrys
Bender.
F.h. sóknarnefndar og starfs-
fólks Bústaðakirkju,
Ásbjörn Björnsson
kirkjuhaldari.
Fallinn er frá einn af ötulustu
félögum í Kiwanisklúbbnum
Heklu, Axel H. Bender. Axel gekk
í klúbbinn 2. maí 1967 og hefur alla
tíð síðan starfað ötullega fyrir
klúbbinn og Kiwanishreyfinguna.
Alla tíð bar hann hag klúbbsins
fyrir brjósti og sýndi mikla rækt-
arsemi, hvort heldur var klúbbn-
um eða félögum hans og ekki síst
ekkjum látinna félaga.
Axel hefur setið í flestum
nefndum klúbbsins, var ritari,
varaforseti og síðan forseti og
hafa líklega fáir gegnt forseta-
starfi jafnoft í Kiwanisklúbbum,
en Axel hefur samanlagt gegnt því
starfi í 5 ár, auk þess að hann var
ávallt reiðubúinn að aðstoða aðra
sem tókust þetta starf á hendur,
þ.m.t. undirritaðan, sem ekki
bjuggu að sömu reynslu í þessum
efnum.
Auk þessa hefur Axel Bender
gegnt fjöldamörgum störfum fyrir
bæði Kiwanisklúbbinn Heklu og
Kiwanishreyfinguna en m.a. ann-
ars sat hann í fjárhagsnefnd um-
dæmisins í 10 ár samfleytt og var
gjaldkeri K-dagsnefndar í 2 ár,
vann að uppbyggingu Kiwanis-
hússins í Brautarholti og annaðist
rekstur þess í mörg ár auk margra
annarra starfa sem hann tókst á
hendur fyrir Heklu og Kiwanis-
hreyfinguna.
Fyrir hönd félaga í Kiwanis-
klúbbnum Heklu þakka ég Axel
Bender fyrir samfylgdina á liðn-
um árum og votta samúð eftirlif-
andi konu hans og fjölskyldu.
Ingólfur Friðgeirsson,
forseti.
Fyrsta minning mín um pabba
var þegar við fórum að skoða
framtíðarhúsið okkar að Melum.
Við fórum öll sex á Willys-jeppa
og ég þá aðeins fimm ára. Ekki
komumst við alla leið heim á
jeppanum, og bar pabbi mig síð-
asta spölinn í snjónum. Á Melum
áttum við yndislegan tíma. Pabbi
vann mikið en alltaf var hann
stoð mín og stytta. Ég fékk
stundum að vera með honum í
steypubílnum og man vel þegar
ég aðstoðaði hann að gera við bíl
heila nótt. Ég var nefnilega
strákastelpan hans pabba. Einu
sinni vorum við systir mín Eyja
Björk að leika okkur inni í
Kjarnaskógi með hundinn okkar
Kóp sem pabba þótti mjög vænt
um. Kom pabbi þá á steypubíln-
um sínum, „Sexunni“, og lék sér
✝ Örn Ernst Elís-son fæddist 1.
október 1941 að
Fagraskógi í
Arnarneshreppi.
Hann var búsett-
ur lengst af á Mel-
um við Akureyri.
Örn lést á gjör-
gæsludeild FSA 7.
mars 2014. Útför
hans fór fram í
kyrrþey að ósk hins
látna, 19. maí 2014, frá kapellu
Akureyrarkirkju.
langa stund með
okkur að láta Kóp
synda eftir priki í
tjörninni þar. Hann
unni dýrum og þótti
ofurvænt um þenn-
an hund og vona ég
að hann hitti hann
aftur þar sem þeir
eru. Eftir skylduna
var hreiðrið nánast
yfirgefið og var far-
ið ýmist í sveit til að
vinna eða suður á vertíð. Er Eið-
ur Ingi kom í heiminn fengum við
inni hjá foreldrum mínum fyrsta
hálfa árið. Þá kom í ljós hve góða
foreldra ég átti. Eiður og pabbi
voru alltaf miklir mátar, og var
gaman að fylgjast með þeim er
sá gamli kom til okkar uppí Snæ-
gil með Kinder-egg til þess
stutta og fór með hann í „ístúr“.
Er Svava mín fæddist árið 2000
var pabbi inni á spítala með
seinna hjartaáfallið og var það
átakanlegt að koma með hana
nýfædda til hans á sjúkrabeðið á
leiðinni heim af fæðingardeild-
inni. Elli kerling sótti pabba allt
of snemma. Um sextugt var
starfsorkan hans farin. Eftir það
var hann tíður gestur hjá okkur
að Tungusíðu 1 og á ég honum
mikið að þakka við alls konar við-
hald. Eins smíðaði hann með mér
sólpallinn sem hann á allan heið-
ur af.
Er ég kom heim eftir vinnu á
FSA var hann stundum kominn á
undan mér, búinn að tala við
Tótu og tilbúinn að taka á móti
krökkunum úr skólanum og til í
smá kaffisopa með mér. Það voru
stór skref er ég ákvað að flytja
frá Akureyri til Hafnarfjarðar,
það var mjög erfitt. Þessir föstu
punktar í lífi mínu með honum
voru mér mjög mikilvægir. Hann
var minn besti vinur og ég gat
sagt honum allt. Ég hafði ekki
verið lengi í höfuðborginni er
hann var fluttur með sjúkraflugi
suður á Landspítalann. En með
hörkunni komst hann á fætur
aftur og var fullur lífsvilja. Hann
keypti húsbíl og ætlaði að ferðast
á honum í sumar. En þá kom
annað högg og hann var fluttur
suður aftur. Í þetta skiptið komst
hann ekki út af spítalanum. Það
var sárt að missa föður minn, því
plönin fyrir sumarið voru að hafa
það yndislegt á húsbílum. En við
vitum víst aldrei ævi okkar fyrr
en öll er.
Elsku pabbi minn, þín minnist
ég sem sterks pabba sem var
stoð okkar og stytta, aldrei með
styggðaryrði út í nokkurn mann.
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Anna Snjólaug.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Kveðja, þín
Ingibjörg.
Örn Ernst
Elísson
✝ Ingibjörg fædd-ist 17. sept-
ember 1953 í
Reykjavík. Hún lést
á Landspítalanum
15. maí 2014. For-
eldrar hennar voru
Ari Einarsson frá
Klöpp, fæddur í
Fagurhlíð í Sand-
gerði 1928, látinn
árið 1970, og Erla
Thorarensen, fædd
í Reykjavík 1932, og lifir hún
dóttir sína. Ingibjörg ólst upp í
Klöpp í Sandgerði. Hún gekk í
barna- og unglingaskólann í
Sandgerði en lauk gagnfræða-
prófi við Gagnfræðaskólann í
ungur af slysförum. Ingibjörg
var næstelst sjö systkina sem öll
lifa hana: 1) Einar Valgeir, f.
1950, samfeðra, móðir Edda Lar-
sen, fyrrverandi maki Karen
Elizabeth Arason. Þau eiga þrjú
börn og sex barnabörn. 2) Lína
María, f. 1955, maki Ólafur Ey-
fjörð Pálsson. Þau eiga tvö börn
og fimm barnabörn. 3) Ari Hauk-
ur, f. 1956, maki Anna María
Hilmarsdóttir. Þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn. 4) Jón Örvar,
fæddur 1959, maki Eygló Eyjólfs-
dóttir. Þau eiga tvö börn en fyrir
átti Jón tvær dætur. Samtals
eignuðust þau fjögur barnabörn.
5) Viðar, f. 1961, maki Unnur
Sveindís Óskarsdóttir. Þau eiga
tvö börn og þrjú barnabörn. 6)
Hrannar Þór, f. 1967, maki María
Elfa Hauksdóttir. Þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn.
Útför Ingibjargar fór fram í
kyrrþey frá Hvalsneskirkju 29.
maí 2014.
Stykkishólmi árið
1970.
Ingibjörg vann í
mörg ár við fisk-
vinnslu- og versl-
unarstörf, bæði í
Sandgerði og Kefla-
vík.
Árið 1975 giftist
hún Olgeiri Jóni
Jónssyni frá Kefla-
vík og bjuggu þau
þar fyrstu árin en
byggðu sér síðan fallegt heimili í
Garðinum þar til þau fluttu aftur
til Keflavíkur árið 1990. Þau
skildu árið 2005. Ingibjörg var
barnlaus en fyrir átti Olgeir
drenginn Sigurvin Jón sem lést
Það er hlutverk mannsins að
vera alltaf að kveðja og nú höfum
við kvatt Ingibjörgu, dóttur og
systur, eftir óvænt áfall sem hún
átti ekki afturkvæmt frá. Eins og
alltaf við svona tímamót streymir
fram fjöldi minninga, of margar til
að setja allar á blað. Í sorginni við
að missa ástvin er líknandi og gott
að brosa og hlæja að einstökum
atvikum. Enda er margs að minn-
ast því mikið líf var í þessum stóra
barnahópi, hvort sem var inni eða
úti á túni, niðri í fjöru eða uppi í
heiði. T.d. minnist einn bróðirinn
sjóðheita og þunna kaffisins sem
kom tungunni ítrekað hressilega á
óvart.
Örlæti og umhyggjusemi ein-
kenndi Ingibjörgu sem sýndi sig
t.d. í því að færa einum bróðurn-
um alltaf rauðan Ópal þegar hún
kom einhvers staðar að. Annan
bróður sinn dreif hún í búðir til að
kaupa á hann föt þrátt fyrir að
hafa ekki mikið milli handanna
sjálf. Og dugleg var hún að kíkja á
knattspyrnuleiki bræðranna.
Ingibjörg var þrautseig. Eftir
áföll eins og axlarbrot og mikinn
uppskurð hélt hún áfram að sinna
hannyrðum sínum, oft nánast ein-
hent en ekki var það að sjá á af-
urðunum og ekki skyldi gefist
upp.
Seinni hluti ævinnar var Ingi-
björgu erfiður. Hún einangraðist
frá okkur en þegar hún tók sig á
og kom á mannamót var sem
æskuárin væru komin aftur, hún
var lífleg, skrafhreifin, hláturmild
og hrókur alls fagnaðar.
Við þökkum öll fyrir samferð-
ina og allt það jákvæða sem henni
fylgdi, fyrir létta skapið og hvellan
hláturinn, fyrir örlætið, fyrir allar
æskuminningarnar. Guð blessi
minningu Ingibjargar Guðlaugar.
Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á
mig, mun lifa, þótt hann deyi.
(Jóhannesarguðspjall 11.25)
Erla Thorarensen og börn.
Ingibjörg Guðlaug
Aradóttir