Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 31
Sýndi Hólakirkju níu ára
Guðbjörg ólst upp á Hólum á
Hjaltadal, dóttir Kristjáns Karls-
sonar skólastjóra þar og Sigrúnar
Ingólfsdóttur. Hún er spurð hvort
umhverfið á Hólum hafi haft mikil
áhrif á hana sem barn. „Alveg tví-
mælalaust,“ segir hún, „Hólar eru
afar merkur sögustaður sem hlýtur
að hafa áhrif á þá sem þar alast
upp. Þegar ég var níu ára gömul
sendu foreldrar mínir mig til að
opna kirkjuna á Hólum fyrir nokkr-
um gestum. Upp frá því fór ég að
sýna fleiri gestum kirkjuna og kom
mér upp þekkingu á þeim merku
gripum sem þar voru og miðlaði til
gestanna. Á sumrin kom svo Krist-
ján Eldjárn þjóðminjavörður til að
líta eftir kirkjunni en hann hafði
skrifað bók um Hóladómkirkju sem
ég las sem barn. Eftir á sé ég að allt
þetta varð til þess að ég fór að læra
listasögu. Ég lærði í Frakklandi,
bæði vestræna miðaldalist og sam-
tímalist og taldi að þetta væru þau
svið sem helst væri hægt að vinna
við heima á Íslandi. Ég kenndi nú-
tíma- og samtímalist mjög lengi í
Myndlistarskólanum og vann sam-
tímis að rannsóknum á Teiknibók-
inni.“
Ýmis verkefni á prjónunum
Íslenska teiknibókin hefur vissa
sérstöðu meðal handrita í safni
Árna Magnússonar en hún geymir
safn fyrirmynda sem listamenn
fyrri alda nýttu sér. Myndirnar eru
gerðar af fjórum listamönnum á
tímabilinu 1350-1500. Vinna Guð-
bjargar við Teiknibókina tók mörg
ár og skilaði glæsilegri bók sem
kom út í fyrra. „Þetta var mjög
mikil vinna sem sóttist seint vegna
þess að ég vann hana samhliða öðr-
um störfum. Svo setti ég mér það
markmið að halda sýningu og koma
út bókinni í tengslum við 350 ára af-
mæli Árna Magnússonar og það
tókst,“ segir Guðbjörg. Hún hlaut
Íslensku bókmenntaverðlaunin fyr-
ir Íslensku teiknibókina og segir þá
viðurkenningu hafa komið á óvart
og glatt sig innilega. Hún er þó ekki
hætt að sinna Teiknibókinni. „Nú
bíður mín það verkefni að koma út
enskri útgáfu á Teiknibókinni en
það er mikilvægt að erlendir fræði-
menn geti lesið um þessa bók, segir
hún. „Ég er búin að skrifa ensku út-
gáfuna sem er mun lengri en sú ís-
lenska en það tekur einhverja mán-
uði að ganga endanlega frá henni.“
Guðbjörg er með ýmis önnur
verkefni á prjónunum. „Það er ým-
islegt sem mig langar að skrifa um,
eins og til dæmis um handritalýs-
ingar,“ segir hún. „Svo á ég hálf-
skrifaða bók um Barböru Árnason.
Það er þakklátt og skemmtilegt
efni því Barbara á svo margar fínar
hliðar sem listakona. Á þeim tíma
þegar hún var starfandi var ab-
straktlistin ríkjandi og listamönn-
um sem sinntu henni ekki var ýtt
dálítið út á jaðarinn en nú eru aðrir
tímar og Barbara á svo sannarlega
skilið að á hana sé minnt.“
»Nú bíður mín það verkefni að koma útenskri útgáfu af Teiknibókinni en það er
mikilvægt að erlendir fræðimenn geti lesið
um þessa bók. Ég er búin að skrifa ensku út-
gáfuna sem er mun lengri en sú íslenska en
það tekur einhverja mánuði að ganga endan-
lega frá henni.“
„Það er ýmislegt sem mig langar að skrifa
um, eins og til dæmis um handritalýsingar.
Svo á ég hálfskrifaða bók um Barböru
Árnason,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Morgunblaðið/Þórður
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
BLAM (Stóra sviðið)
Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas
Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas
Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!
BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða