Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Spínatæði hefur gripið um sig á Ís-
landi og hefur innflutningur á spí-
nati til landsins aukist um 110% frá
árinu 2009 samkvæmt tölum frá
Hagstofunni. Í fyrra voru tæp 114
tonn flutt inn af spínati samanborið
við 54 tonn árið 2009. Aukningin er
enn meiri ef litið er lengra aftur í
tímann, því innflutningur á spínati
hefur tæplega fimmfaldast á tíu ár-
um, frá árinu 2003, en þá nam hann
ekki nema tæpum 25 tonnum.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
á undanförnum árum, því ekki er
langt síðan Íslendingar tengdu spí-
nat fyrst og fremst við teikni-
myndafígúruna Stjána bláa en
uppáhalds matur hans var spínat
eins og frægt er orðið.
Spínat í drykki og salöt
Örvar Karlsson, sölustjóri hjá
Banönum ehf., sem sérhæfa sig í
innflutningi á ávöxtum og græn-
meti, segir allt benda til þess að Ís-
lendingar hugsi meira um hollt
mataræði en þeir gerðu fyrir
nokkrum árum.
„Ég tengi aukninguna eitthvað
við boost-drykki og almenna holl-
ustu. Það er aukning í mörgum
vörutegundum hjá okkur og spínat
er ein af þeim. Fólk notar spínatið
ekki bara í drykki heldur einnig
mikið í salatið. Þetta er hollt og í
dag er mun auðveldara að fá þetta.
Áður fyrr var spínatið ekki eins
sýnilegt,“ segir Örvar.
„Ég á aldrei nóg, við seljum um
það bil þrjú tonn á mánuði,“ segir
Hafberg Þórisson, stofnandi og eig-
andi gróðrarstöðvarinnar Lamb-
haga. Hann segir Lambhaga ekki
ætla að auka við sig í spínatræktun
heldur einbeita sér að öðrum teg-
undum.
Mikil eftirspurn eftir íslensku
„Eftirspurnin hefur aukist veru-
lega undanfarin ár og sala á spínati
á Íslandi aukist gríðarlega,“ segir
Gunnlaugur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna. Hann segir hins vegar
vandamálið vera að megnið af sölu-
aukningunni sé í formi innflutts
spínats. „Áskorunin á íslenska
garðyrkujbændur er að svara
þessu kalli og framleiða meira af
þessari vöru.
Það er engin ástæða til að fljúga
spínati til Íslands eftir að búið er
að keyra með það yfir þver Banda-
ríkin ef við getum ræktað þetta
sjálf á Íslandi,“ segir Gunnlaugur.
Hann segir gjaldeyrinum betur
varið í aðra hluti og að íslenskir
grænmetisbændur séu nú farnir að
rækta fleiri tegundir grænmetis yf-
ir allt árið en þeir gerðu áður.
„Við höfum til dæmis gert þetta
með grænkál. Við ræktum það nú á
Íslandi allt árið,“ segir
Gunnlaugur. Hann segir
forsendurnar þó þurfa
að vera í lagi til að ís-
lenskir garðyrkjubændur
geti annað eftirspurn
enn betur en þeir geri í
dag.
„Garðyrkjubændur
verða að geta keypt
rafmagn á eðlilegu
verði. Það þarf að taka
til í þessum rafmagns-
málum,“ segir Gunn-
laugur.
Íslendingar eru óðir í spínat
Innflutningur á spínati var fimm sinnum meiri í fyrra en hann var fyrir 10 árum Lambhagi selur
3 tonn á mánuði „Íslenskir garðyrkjubændur eiga að svara kallinu,“ segir framkvæmdastjóri SFG
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aukning Mun fleiri Íslendingar sækja í spínatið í dag en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Framkvæmdastjóri Sölu-
félags garðyrkjumanna vill lækka rafmagnskostnað til garðyrkjubænda til að tryggja vöxt innan geirans.
Sumir halda því fram að ástæð-
an fyrir því að spínat hafi orðið
fyrir valinu sem aflgjafi Stjána
bláa sé mistök hjá vísindamanni
við útreikninga á innihaldi járns
í spínati; að hann hafi reiknað
styrk járns meiri en hann var í
raun. Þetta er þó líklegast ekki
rétt því nýleg rannsókn sýndi
fram á að spínat hefði verið val-
ið vegna A-vítamíninnihalds.
Upphaflega sótti Stjáni blái
ofurstyrk sinn til göldróttar
hænu, sem hann hélt upp að
sér. Fljótlega var þessu breytt
og spínatið kom í stað hæn-
unnar.
Vinsældir Stjána bláa
vestanhafs leiddu til
aukinnar sölu á græn-
meti og voru reistar
styttur af Stjána bláa í
borgunum Crystal City
og Alma í Bandaríkjunum,
þar sem spínatræktun var
mikilvæg atvinnugrein. Um
tíma var yfir helmingurinn af
öllu spínati í Bandaríkjunum
ræktaður í borginni Alma og var
hún því oft kölluð spínathöfuð-
borg heimsins.
Af hverju var
það spínat?
STJÁNI BLÁI OG SPÍNAT
Stjáni
Blái
Sheer
Driving Pleasure
BMW 1 lína
www.bmw.is
MISSTU EKKI AF ÞESSUM.
BJÓÐUM NOKKRA BMW 1 SPORT DÍSIL MEÐ
RÍKULEGUM BÚNAÐI Á SÉRSTÖKU SUMARVERÐI.
Nú er komið að því að upplifa BMW. Lykilorðin eru gæði, sparneytni og afl. Komdu og reynsluaktu BMW 116d Sport með
leðurklæddu stýri, upphituðum framsætum, rafdrifnu léttstýri, fjarlægðarvara að aftan, stillanlegum armpúða, SENSATEC
BLACK sætum og álfelgum. Þú gerir ekki einungis góð kaup heldur færð allt það besta í þessum þægilega millistærðar-bíl
sem sameinar alla helstu kosti BMW.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
BMW 116d Sport. Verð frá4.590.000kr.
116d
*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.