Morgunblaðið - 30.06.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Björn Bjarnason fjallar um við-brögð við nýlegum samningi
innanríkisráðuneytisins og Rauða
krossins um málefni hælisleitenda. Í
honum felist meðal annars að Rauði
krossinn sjái hælisleitendum fyrir
lögmönnum, en Ragnar Aðalsteins-
son hæstaréttar-
lögmaður hafi í við-
tali lýst ótta um að
lögmenn missi við
þetta spón úr aski
sínum.
Björn segir Ragn-ar harma að
samningurinn kunni
að leiða til minni
ríkisútgjalda og láti
að því liggja að það
sé aðför að mann-
réttindum hælis-
leitenda.
Björn segir reynslu sína þá aðRagnar hiki ekki við að ganga
of langt í yfirlýsingum um örlög
þeirra sem vísað hafi verið úr landi.
Viðtalið sýni að hann telji að ís-
lenska ríkið eigi að standa straum af
kostnaði við störf lögmanna sem
taki að sér að berjast fyrir málstað
hælisleitenda. Hann óttist að lög-
fræðingar sem þannig hafi starfað
missi spón úr aski sínum. Fé til
Rauða krossins sé illa varið, ekki síst
vegna þess að þar gert sé ráð fyrir
hlutlausri ráðgjöf.
Þessi afstaða Ragnars Aðalsteins-sonar skýrir hvers vegna oft er
engu líkara en lögmenn hælisleit-
enda gangi frekar fram sem al-
mannatenglar en lögmenn í hefð-
bundnum samskiptum við stofnanir
ríkisins í þágu skjólstæðinga sinna.
Yfirlýsingar lögmannanna hafa
löngum átt greiða leið inn í frétta-
tíma ríkisútvarpsins og þær hafa
verið gefnar til að vekja samúð með
skjólstæðingum lögmannanna og
ýta undir þá skoðun að yfirvöldin
sýni óbilgirni,“ segir Björn Bjarna-
son.
Björn
Bjarnason
Lögmenn eða
almannatenglar?
STAKSTEINAR
Ragnar
Aðalsteinsson
Veður víða um heim 29.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 14 léttskýjað
Nuuk 5 skúrir
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 12 skýjað
Kaupmannahöfn 16 skúrir
Stokkhólmur 16 skýjað
Helsinki 12 skúrir
Lúxemborg 15 skýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 13 skúrir
París 17 léttskýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 17 alskýjað
Vín 20 skúrir
Moskva 18 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 21 skúrir
Montreal 27 alskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 25 skýjað
Orlando 33 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:05 23:59
ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37
SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20
DJÚPIVOGUR 2:21 23:42
Náðu þér í aukin ökuréttindi
Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi
Öll kennslugöng innifalin
www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga
Næsta
námskeið
hefst
2. júlí
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku
Meirapróf
Þekking og reynsla
í fyrrirúmi
Þrjú skemmtiferðaskip með alls
3.149 farþega komu í Ísafjarðarhöfn
í gær. Mikið líf var í bænum, þar
sem fólksfjöldinn rúmlega tvöfald-
aðist. Skipin sem um er að ræða
heita Queen Victoria, en það var við
akkeri í Skutulsfirði og með því
komu 2.172 farþegar, Mv. Delphin
sem lagðist að bryggju með 556 far-
þega, og Hamburg, sem einnig
lagðist við bryggju, en með því kom
421 farþegi. Laugardagurinn var
einnig stór á Ísafirði, en þá var
skemmtiferðaskipið Costa Pacifica
við akkeri í Skutulsfirði og með því
komu 3.000 farþegar.
Að sögn Heimis G. Hanssonar,
forstöðumanns Upplýsingamið-
stöðvar ferðamála á Ísafirði, var
mikið líf í bænum. „Eftir því sem ég
hef heyrt hefur verið mjög margt í
öllum verslunum í bænum og mikið
líf. Þetta er svo sannarlega fín inn-
spýting í samfélagið,“ segir hann.
Spurður hvort ferðamennirnir leiti
meira inn í bæinn eða út fyrir hann
segir Heimir það vera mjög mis-
jafnt. Ýmsar skoðunarferðir séu í
boði og margir ferðamenn nýti sér
þær. „Það eru tvö kerfi í gangi
varðandi skoðunarferðir fyrir ferða-
menn. Annars vegar eru ferðir sem
eru seldar um borð í skipunum, sem
eru oftast nær í kringum þriggja
klukkustunda skoðunarferðir um
svæðið, ýmist með rútu eða báts-
ferðir. Svo eru aðrar ferðir sem fólk
kaupir í landi; skoðunarferðir,
hestaferðir og kajakferðir svo eitt-
hvað sé nefnt. Þó eyða nánast allir
hluta af deginum í bænum,“ segir
hann.
Margir ferðamannanna lögðu leið
sína í Gamla bakaríið, en að sögn
Maríu Aðalbjarnardóttur, eins eig-
enda bakarísins, gekk allt vonum
framar. „Við gátum mjög vel tekið á
móti öllu þessu fólki og allt gekk
mjög vel. Við vorum vel undir þetta
búin, með nóg af bakkelsi, kaffi og
starfsfólki, svo það var nóg til allan
daginn hjá okkur.“ María segir
ferðamennina hafa verið ánægða og
það hafi komið þeim á óvart hversu
hlýtt væri á Íslandi. „Margir héldu
að hér væri mun kaldara, svo það
kom þeim á óvart hvað veðrið var
gott.“ if@mbl.is
„Fín innspýting í samfélagið“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísafjörður Fjögur skemmtiferðaskip komu í höfn á Ísafirði um helgina.
Alls komu fjögur skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði um helgina Farþegar í
kringum 6.149 talsins Fólksfjöldi í bænum rúmlega tvöfaldaðist báða dagana