Morgunblaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
FYLGIFISKAR
með gott á grillið
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30
Laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur)
Pakki 1 - spjót
Kryddlegið fiskispjót
Fyllt kartafla
Grískt salat
Grillsósa
1.495 kr/manninn
· Náðu upp mesta mögulega hita á grillinu þínu.
· Gættu þess að grillið sé hreint og berðu á það olíu.
· Lækkaðu hitann og settu fiskinn á grillið.
· Gott er að nota fiskiklemmu eða fiskigrind.
· Mundu að fiskurinn læsir sig fyrst á grillinu en losar
sig um leið og hann eldast, því er mikilvægt að láta
fiskinn vera á meðan hann er fastur við grillið.
FISK
ÞEGAR GRILLA Á
Íslands og komum þangað iðulega færandi
hendi á miðvikudagsmorgnum.“
Með í öskjunni fylgja uppskriftarspjöld og
segir Valur gætt vandlega að því að elda-
mennskan sé ekki tímafrek eða flókin en mat-
urinn um leið áhugaverður, fjölbreyttur og
bragðgóður. Lýsir Valur áherslunum í matseðl-
inum þannig að útkoman eigi að vera yfir með-
allagi góður heimilismatur. „Og ef áskrifanda
líst ekki á matseðilinn eins og hann er auglýstur
þá vikuna er sjálfsagt að sleppa að vera með í
það skiptið.“
Eins og stjörnumáltíð
Segir Valur að þrátt fyrir vinnuna sem fer í
að undirbúa matarpakkann og koma í hendur
viðskiptavinarins hafi tekist að stilla verðinu
mjög í hóf. Þegar pantaður er matarskammtur
fyrir tvo kostar hver kvöldmáltíð 1.165 kr. á
mann en 940 kr. ef fjögurra manna pakkinn er
pantaður. Hann ber þetta saman við verðið á
máltíð á skyndibitastað, þar sem reikna má með
að borga jafnmikið eða meira fyrir borgara og
franskar. „Og skammtarnir okkar eru nokkuð
ríflegir þannig að tveggja manna pakkinn á oft
að duga fyrir tvo fullorðna og eitt barn,“ út-
skýrir hann.
„Það gæti mögulega verið ódýrara að kaupa
hráefnið úti í búð en þá fer tími til spillis vegna
búðarferðarinnar, þarf líka að verja tíma í að
ákveða matseðilinn og svo er borin von að finna
allt það hráefni sem þarf í nákvæmlega réttu
magni. Hver kannast ekki við að hafa t.d. þurft
að henda megninu af ferskri kryddjurt eftir að
hafa eldað uppskrift heima sem kallaði bara á
eina teskeið.“
Fólkið á bak við Eldum rétt hefur engan bak-
grunn í rekstri matvöruverslana, heimsending-
um eða eldamennsku. Segir Valur að þau eigi
það hins vegar sameiginlegt að vera miklir
áhugamenn um matargerð. „Við urðum svolítið
að finna upp hjólið í byrjun enda engan að finna
hér á landi með reynslu af einhverju svipuðu.
Þetta var heilmikil vinna í fyrstu en er núna
léttara og gengur bara nokkuð vel. Viðtökurnar
hafa verið ákaflega góðar á þetta stuttum tíma
og í dag erum við að afgreiða um 400-600 mál-
tíðir á viku.“
Eins og stendur dreifir Eldum rétt eingöngu
á höfuðborgarsvæðinu, að undanskildu Álfta-
nesi og Mosfellsbæ. „Vonandi getum við stækk-
að dreifisvæðið eftir því sem viðskiptavinum
fjölgar og þar með náð meiri hagkvæmni í út-
akstri. Erum við samt nú þegar með við-
skiptavini búsetta utan þessa svæðis, t.d. úti í
Keflavík, sem fá matinn sendan til sín í vinnuna
á höfuðborgarsvæðinu og aka svo sjálfir með
hann heim.“
Láta ekkert fara til spillis
Nýstofnað fyrirtæki færir pakka heim að dyrum vikulega, með nákvæmt skömmtuðu hráefni fyrir
þrjár kvöldmáltíðir Sambærilega þjónustu má finna í stórborgum víða á Vesturlöndum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þægindi Valur Hermannsson með meðeigendum sínum Hrafnhildi Hermannsdóttur og Krist-
ófer Leifssyni. Hönnu Maríu Hermannsdóttur vantar. Nú þegar útbýr Eldum rétt allt að 600
máltíðir vikulega og sendir heim að dyrum viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu.
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Með fyrirtækinu Eldum rétt má segja að fram-
tíðin í matarinnkaupum sé loksins komin til
landsins. Viðskiptavinir Eldum rétt fá sent heim
til sín hráefni til að elda þrjár máltíðir í viku, þar
sem vandlega er gætt að næringarinnihaldi,
bragðgæðum, einfaldleika eldamennskunnar og
skammtastærðum.
Valur Hermannsson er framleiðslustjóri Eld-
um rétt og einn eigenda þessa litla og nýstofn-
aða fjölskydufyrirtækis. Með honum eiga rekst-
urinn þau Kristófer Júlíus Leifsson, Hanna
María Hermannsdóttir og Hrafnhildur Her-
mannsdóttir.
„Mér skilst að heimsendingarþjónusta af
þessu tagi hafi fyrst orðið til í Svíþjóð en í dag
má finna sambærileg fyrirtæki í flestum stór-
borgum á Vesturlöndum. Hugmyndin er að
spara fólki þann tíma og fyrirhöfn sem annars
færi í innkaup og matseld og bjóða upp á þægi-
legan matarkost sem er heilsusamlegri en
skyndibiti,“ útskýrir Valur.
Nákvæmlega skammtað
Uppskriftir hverrar viku eru hannaðar í sam-
vinnu við Freydísi Hjálmarsdóttur næring-
arfræðing og alla jafna blandað saman kjöt- og
fiskréttum. Valur segir boðið upp á tvær stærðir
af matarpökkum: annars vegar fyrir tvo og hins
vegar fyrir fjóra. „Er allt hráefnið skammtað
með nákvæmum hætti svo ekkert á að vanta og
lítið sem ekkert að ganga af við eldamennskuna.
Allt kemur þetta heim að dyrum í hitaeinangr-
andi boxi með kælipokum svo að jafnvel ef fólk
er ekki á staðnum þegar við sendum út er óhætt
að láta matinn bíða í nokkrar klukkustundir.“
Boxið er svo endurnotað, tómt boxið skilið eft-
ir fyrir sendla Eldum rétt til að taka með sér í
næstu ferð. „Við náum að nota hverja öskju í 4-5
skipti en matnum er vitaskuld pakkað í nýjar
umbúðir og haganlega raðað inni í boxinu.
Áherslan á góða nýtni endar ekki þar, því ef eitt-
hvað gengur af við vinnslu matarpakkanna þá
gefum við afgangshráefni til Fjölskylduhjálpar
Heimildarmenn herma að alþjóðlegi
franski bankinn BNP Paribas SA
muni á mánudag játa sök í refsimáli
sem rekið verður fyrir dómstólum í
Manhattan. Málið varðar peninga-
færslur sem brutu gegn bandarísk-
um lögum um viðskiptabann á Súd-
an, Íran og Kúbu. Er BNP Paribas
gefið að sök að hafa leynt peninga-
færslum til þessara landa að upphæð
samtals um 30 milljarðar dala á
tímabilinu 2002 til 2011.
Fréttastofa Bloomberg segir
bankann eiga í samningaviðræðum
við stjórnvöld um greiðslu sektar
sem muni nema 9 milljörðum dala,
jafnvirði rösklega 1.000 milljarða
króna. Bæði bandaríska dómsmála-
ráðuneytið og fjármálaráðuneyti
New York-ríkis koma að málinu.
Myndi trufla dollaraviðskipti
Sektin er svimandi há en ekki síð-
ur alvarlegt fyrir BNP er að dóms-
málið gæti endað með íþyngjandi
höftum á ýmis viðskipti bankans.
Greinir Bloomberg frá að svo geti
farið að bankinn missi í eitt ár leyfi
til greiðslujöfnunarviðskipta í
bandaríkjadal, og glati þar með
möguleikanum á að annast peninga-
sendingar til og frá Bandaríkjunum.
Slíkt bann myndi m.a. trufla við-
skipti BNP Paribas fyrir olíu- og
gasiðnað, en sú deild bankans á að
hafa haft aðkomu að hinum meintu
brotum. Myndi bannið líka bitna
harkalega á útibúum bankans í Par-
ís, Singapúr og Genf, en í síðast-
nefndu borginni er talið að brotin
hafi verið framin.
MarketWatch bendir á að þetta
myndi að öllum líkindum kosta bank-
ann stóra alþjóðlega viðskiptavini og
keppinautarnir séu vísir til að sæta
lagi.
Alþjóðlegir bankar hafa þurft að
greiða bandarískum stjórnvöldum
háar sektir á þessu ári. JPMorgan
Chase reiddi fram 1,7 milljarða í jan-
úar vegna áskana um að hafa átt þátt
í svikamyllu Bernards Madoffs og
Credit Suisse greiddi 2,6 milljarða
dala í maí fyrir að hafa aðstoðað
bandaríska viðskiptavini við að fela
fjármuni sína á aflandsreikningum.
ai@mbl.is
BNP hyggst játa sök
Búist við að
bankinn greiði níu
milljarða dala sekt
AFP
Fúlgur Það er ekkert grín að brjóta
viðskiptabann. Skilti við útibú BNP.