Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Hljóðlát og endingargóð
jeppadekk sem koma
þér örugglega hvert
á land sem er.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Öryggissveitir Íraka reyna nú að ná tökum á borginni
Tíkrit í norðurhluta landsins. Árásin hófst á laugardag-
inn og fylgdu mikil átök í kjölfarið þar sem tugir létu lífið
beggja vegna víglínunnar. Átök hafa breiðst hratt út um
hverfi borgarinnar, en öryggissveitir Íraka sækja að
borginni úr öllum áttum. Vitni að átökunum segja að
heimatilbúnar sprengjur hamli sókn öryggissveitanna,
en slíkar sprengjur liggja á víð og dreif um borgina.
Ríkisstjórn Íraks tilkynnti á laugardagskvöld að hún
hefði náð yfirráðum yfir borginni, en uppreisnarmenn
þræta fyrir það. Heimildir herma að Írakar hafi beitt
flugárásum í baráttunni um borgina. Flugher Íraka hef-
ur átt í erfiðleikum með að beita sér af fullu afli gegn upp-
reisninni, og segja kunnugir að flugherinn skorti mikil-
væg flugskeyti. Ríkisstjórn Íraks fékk í gær fyrstu
sendingu herþotna frá Rússum sem eiga að aðstoða yfir-
völd í baráttunni gegn uppreisnarmönnum.
Írakar njóta einnig aðstoðar Bandaríkjanna, en árásin
á Tíkrit er skipulögð í samstarfi við bandaríska hern-
aðarráðgjafa, sem komu til landsins fyrr í mánuðinum.
Þá hafa stjórnvöld Bandaríkjanna sent þrjú hundruð
hermenn til hjálpar ríkisstjórninni, ásamt árásarflygild-
um til að verja mannskap sinn. Þvertaka þau þó fyrir að
herlið þeirra eigi hlut í átökum síðustu daga.
ISIS-samtökin stjórna nú stórum landsvæðum í norð-
ur- og vesturhluta landsins eftir linnulausar árásir síð-
ustu þrjár vikur.
Uppreisnin mætir andstöðu
Herlið Íraka ræðst til varnar borginni Tíkrit Rússneskar herþotur til hjálpar
Fyrsta gagnárásin
» Þetta er fyrsta gagnárás
yfirvalda í Írak, sem skort hef-
ur skipulag og samstöðu.
» Írak hefur gert samning við
Rússa og Hvít-Rússa um kaup
á herþotum.
» Forsætisráðherra Íraks vinn-
ur að gerð nýrrar ríkisstjórnar
undir miklum þrýstingi.
Múslimar safnast saman í mosku í Indónesíu. Biðja þeir
bænir sínar sem marka upphaf hins heilaga mánaðar
ramadan. Múslimar um allan heim halda nú heilagan
þennan mánuð með því að neyta hvorki matar né
drykkjar frá sólarupprás til sólseturs. Fleiri múslimar
búa í Indónesíu en í nokkru öðru landi í heiminum.
AFP
Hinn heilagi mánuður ramadan gengur nú í garð
Múslimar fasta á meðan sólarinnar gætir
Helstu leiðtogar
ríkja Evrópusam-
bandsins efndu í
gær til viðræðna
á milli forseta
Úkraínu og Rúss-
lands. Er unnið að
því að framlengja
vopnahléið sem
ríkir nú í Úkraínu
en það var fram-
lengt um þrjá daga á föstudaginn.
Að öllu óbreyttu mun því ljúka
klukkan átta í kvöld að íslenskum
tíma. Nokkrir leiðtogar aðskiln-
aðarsinna hafa þó neitað að virða
vopnahléið og hafa einhverjar skær-
ur átt sér stað um helgina. Petro
Porosénkó, forseti Úkraínu, hefur
undanfarna daga þurft að þola mót-
mæli íbúa í Kænugarði gegn vopna-
hléinu. Fullyrða mótmælendur að
aðskilnaðarsinnar séu þeir einu sem
hagnist á áframhaldandi vopnahléi.
Evrópusambandið hefur hótað
frekari efnahagsþvingunum gegn
stjórnvöldum í Rússlandi, þrýsti þau
ekki á afvopnun skæruliða á landa-
mærum landanna.
Friðarviðræðum
haldið áfram
Petro Porosénkó
Samningur Sam-
einuðu þjóðanna
mun fela í sér
frekari friðun
skipsflaka frá
fyrri heims-
styrjöld. Samn-
ingurinn var
kynntur árið
2001 og nær aðeins til skipa sem
sukku fyrir meira en hundrað árum.
Nú fer brátt í hönd aldarafmæli
fyrri heimsstyrjaldar og þá mun
samningurinn ná til allra þeirra
skipa sem sukku í stríðinu. Þrátt fyr-
ir að sjóbardagar hafi ekki verið
jafn tíðir og raunin varð í seinni
heimsstyrjöld voru nokkrar mark-
verðar orrustur, svo sem orrusta
Breta og Þjóðverja undan vestur-
strönd Jótlands árið 1916, sem er
mesta sjóorrusta allra tíma.
Mörg skipsflök þurfa að þola grip-
deildir og vísvitandi skemmdarverk
og er samningnum ætlað að koma í
veg fyrir það.
Skip fyrri heims-
styrjaldar friðuð
Eftir að Bretar skoruðu á leiðtoga
ríkja ESB að kjósa um næsta forseta
framkvæmdastjórnar sambandsins
hefur David Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, þurft að sæta mik-
illi gagnrýni heima fyrir. Leiðtogi
breska Verkamannaflokksins, Ed
Miliband, segir að með þessu hafi
Bretland færst mun nær útgöngu-
dyrum sambandsins, sem ógni efna-
hag landsins. Þá segir leiðtogi
Breska sjálfstæðisflokksins, Nigel
Farage, að forsætisráðherrann hafi
orðið sér til mikillar skammar.
David Cameron hefur lengi sýnt
opinbera andstöðu gegn frekari sam-
runa ríkja Evrópusambandsins, en
slík afstaða þykir líkleg til vinsælda
meðal almennings í Bretlandi.
Engin hefð fyrir kosningu
Jean-Claude Juncker, fyrrverandi
forsætisráðherra Lúxemborgar, er
leiðtogaefni Evrópska þjóðarflokks-
ins sem var sigurvegari þingkosn-
inganna fyrr á árinu. Varaði Came-
ron við því að tilnefning Junckers
myndi framselja enn meiri völd í
hendur Evrópuþingsins úr höndum
leiðtoga aðildarríkjanna.
Tilnefning forseta framkvæmda-
stjórnar sambandsins hefur venju-
lega farið fram í hljóði, en Cameron
mótmælti því fyrirkomulagi og
krafðist atkvæðagreiðslu. Svo fór að
Juncker hlaut 26 af 28 atkvæðum, en
Bretland og Ungverjaland greiddu
atkvæði gegn tilnefningunni.
Leiðtogar Svíþjóðar og Þýska-
lands, Fredrik Reinfeldt og Angela
Merkel, hafa komið Cameron til
varnar. Reinfeldt segist vita að það
sé ekki vilji allra aðildarríkja að sam-
einast enn frekar. Þá segir Merkel
að hún sé tilbúin að endurskoða til-
nefningarferlið. sh@mbl.is
Cameron sætir
nú gagnrýni
Áskorun Came-
rons um forsetakjör
skilaði afar litlu
AFP
Mistókst David Cameron á blaða-
mannafundi eftir kosninguna.
Fjöldi þorpa í Norðaustur-Nígeríu
sætti árásum í gær. Vitni segja að
ráðist hafi verið á kirkjur á meðan á
messu stóð og viðstaddir drepnir.
Talið er að tugir hafi látið lífið, en ísl-
ömsku hryðjuverkasamtökin Boko
Haram eru talin standa að baki árás-
unum. Neyðarástand hefur ríkt í
Norður-Nígeríu síðustu misseri
vegna linnulausra árása samtakanna.
Boko Haram voru stofnuð árið
2002 og var markmið þeirra í upphafi
að stríða gegn vestrænni menntun í
landinu. Árið 2009 fóru samtökin þó
að hervæðast til að sækja að nýju
markmiði sínu; að stofna nýtt ísl-
amskt ríki. Þúsundir hafa látið lífið
vegna árása samtakanna, sem einnig
hafa ráðist á höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna í landinu. Her Nígeríu er
illa í stakk búinn til að verjast sam-
tökunum og hafa Bandaríkin og Bret-
land boðið fram aðstoð sína í barátt-
unni gegn Boko Haram. Samtökin
rændu rúmlega 200 skólastúlkum í
apríl síðastliðnum og hafa þær enn
ekki fundist.
Tugir
kirkjugesta
drepnir
Íslamistar sækja í
sig veðrið í Nígeríu