Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Smáauglýsingar 569 1100
Sumarhús
Rotþrær – vatnsgeymar
– lindarbrunnar
Rotþrær og siturlagnir.
Heildarlausnir – réttar lausnir.
Heitir pottar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ
Vandaðir dömuskór úr leðri. Stakar
stærðir. Tilboðsverð: 5.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Ný sending
af slæðum á 2990 kr.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Sumar og sól
Blómahárbönd 1500 kr.
Innitreflar 2990 kr.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
GLÆSILEGIR LITIR, GÓÐ SNIÐ
Teg.21323 – alveg frábært snið í 75-
95C og 80-95D á kr. 5.800, buxur við
á kr. 1.995.
Teg. 21323 – mjúkur og þægilegur í
stærðum 75-95C og 80-95D á kr.
5.800, buxur við á kr. 1.995.
Teg. 52021 – mjög mjúkur bolur í
S,M,L,XL á kr. 2.500, og teg. 52016:
boxer-buxur í S,M,L,XL á kr. 1.995,
fæst líka í svörtu.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.–föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Teg. 779-01 Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir 36- 40.
Verð: 16.500.
Teg. 204-05 Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36- 40.
Verð: 13.885.
Teg. 232-06 Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36- 40.
Verð: 16.885.
Teg. 1100-02 Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36- 40.
Verð: 12.800.
Teg. 226-21 Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36- 40.
Verð: 10.885.
Teg. 144-01 Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36- 40.
Verð: 14.800.
Teg. 327-08 Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 37- 40.
Verð: 15.885.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.– föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Kenni á BMW 116i
Snorri Bjarnason,
sími 892 1451.
Bilaskoli.is
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Hreinsa ryð af þökum,
hreinsa þakrennur,
laga veggjakrot.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
!
"
#$ %
&
'
(!
)
!" # $
*
&
'+ ,
" # $% &'' -*
$ ./ %
0
1 $ % 2%!
3* / 2% !
.
$
4
5%
(
' 6 ,
/
&
3 /
3 %
3
() *+ *
*
4'+
/'
&
"
/ *
%
($
.
!
4
"
&
"
7 $
')8&)
,
%' 9
4
9
&
"
')
-
.
*
. * 8 '
: %
)
1/ $
)4
1/$
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
úð, sem aldrei bar skugga á. Það
verður vel tekið á móti henni
fyrir handan. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Guðbjörg Stella Guðmunds-
dóttir og fjölskylda.
Til elsku langömmu.
Sólin brennir nóttina, og nóttin
slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir og eftir
sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður og eftir að
dagur rís,
svölun í sumarsins eldi og sólbráð á
vetrarins ís.
Svali á sumardögum og sólskin um
vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli og syngur, ef allt
er hljótt.
Söngur í þöglum skógum og þögn í
borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið og
Guð á himnum að vin.
Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð
til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er
lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en
með sjálfri mér.
Aldir og andartök hrynja með
undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum nema
eilífðin, Guð – og við.
Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð
til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr
en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er
lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en
með sjálfum mér.
(Sigurður Nordal)
Takk fyrir allt elsku
langamma.
Þín langömmubörn,
Pétur, Sædís, Aþena og
Sylvía.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku amma mín. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa getað verið
með þér þína síðustu daga, þær
minningar eru mér dýrmætar.
Raunum þínum er lokið og veit
ég að afi bíður eftir þér og tekur
vel á móti þér ásamt Bangsa
þínum og Patta, sem ætla að
fylgja þér í þessa langferð. Takk
fyrir allt, elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð varðveiti þig, elsku
amma mín.
Þín ömmustelpa,
Margrét María.
og enn meiri gleði. Tímunum
saman spilaði hún ólsen-ólsen við
Arnór Borg „blómadrenginn“
sinn og Kjartan Borg „Bondinn“
sinn og í hvert skipti sem hún
vann sagði hún „já aaammma
kannettta“. Hún spjallaði við þá
um lífið og tilveruna og á góðum
degi var jafnvel stiginn dans. Það
var unun að fylgjast með henni
tala við börnin og hvernig hún fór
inn í þeirra heim og náði þannig
fram einlægum trúnaði og
trausti.
Já, ég á margar fallegar minn-
ingar af tengdamóður minni Arn-
rúnu, en það sem er mér nú efst í
huga í dag eru þær dýrmætu
stundir sem ég fékk að upplifa
síðustu dagana og stundirnar í
hennar lífi á spítalanum. Krabba-
meinið var búið að ná yfirhönd-
inni eftir 10 mánaða baráttu.
Hún var mjög lasin og krafturinn
nánast enginn en hvernig hún, í
gegnum kvalirnar, ljómaði upp
eins og sólin þegar hún sá börnin
sem hún elskaði er eitt það fal-
legasta sem ég hef séð og mun
sitja í minningunni um ókomna
tíð.
Elsku Arnrún mín, ég er enda-
laust þakklát fyrir að þú komst
inn í líf mitt. Ferðalagi þínu er
kannski lokið hér á jörðu en þú
munt halda áfram ferðinni á betri
stað umvafin englum og fólkinu
þínu sem fór á undan. Hér munt
þú lifa áfram í hjarta okkar og
huga. Hvíl í friði elsku hjartans
Arnrún mín.
Anna Borg.
Elsku amma Arnrún,
ég kveð þig með miklum sökn-
uði og sé ekki fyrir mér hvernig
lífið verður án þín. Þú varst svo
frábær í alla staði, falleg að innan
sem utan og með hjarta úr gulli.
Nú þegar ég sit og skrifa þessa
minningargrein um þig, elsku
amma mín, alltof snemma,
hrannast upp allar þær dýrmætu
og góðu minningar sem ég á um
þig. Ég á erfitt með að sætta mig
við það að minningarnar munu
ekki verða fleiri og finnst mér sú
staðreynd ólýsanlega sár. Á
sama tíma er ég afar þakklát fyr-
ir þær minningar sem ég á.
Ég gæti skrifað heila bók um
allt það góða sem þú hefur gefið
mér og allar þær fjölmörgu og
góðu stundir sem við höfum átt
saman, enda eru þær óteljandi.
Þess vegna þakka ég þér fyrir
allt, elsku hjartans amma mín, ég
mun vera þér ævinlega þakklát.
Betri ömmu er vart hægt að
finna og finnst mér mjög erfitt að
þurfa að kveðja þig. Ég sakna þín
svo mikið, elsku besta amma mín,
tíminn framundan er erfiður fyr-
ir okkur alla fjölskylduna og sér-
staklega fyrir afa. Við fjölskyldan
munum leiða hvert annað í gegn-
um þennan mikla sorgartíma og
hafa minningu þína okkur að leið-
arljósi. Elsku afi Eiður, megi al-
máttugur góði guð styrkja þig í
þessari miklu sorg. Góða ferð,
elsku hjartans amma mín, megir
þú hvíla í friði í faðmi guðs. Ég
elska þig.
Þín
Sandra Dögg.
Elsku fallega amma mín, þín
er sárt saknað. Ég velti fyrir mér
dag eftir dag hver ástæðan er
fyrir því að hann þurfti á þér að
halda strax. Vonandi ertu komin
á betri stað og hefur hitt alla þá
ættingja og vini sem hafa farið
frá okkur. Ég mun aldrei gleyma
þeim minningum sem við áttum
saman, bæði grát og hlátur. Þú
hefur stutt mig í öllu því sem ég
hef tekið mér fyrir hendur, svo
dæmi séu nefnd: skólanum og í
skautunum og öllu öðru. Þú hefur
alltaf verið svo blíð og góð við alla
og viljað öllum það allra besta.
Þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta mínu. Hvíldu friði. Elska
þig endalaust, elsku amma mín.
Þín,
Þuríður Björg.
Elsku amma mín kvaddi okkur
þann 19. júní. Hún hafði alltaf trú
á manni og sagði „þú getur allt“
og þessu ætla ég að lifa á það sem
eftir er. Þú ert mín mesta fyr-
irmynd og munt alltaf vera það.
Ég get ekki lýst því í orðum
hversu mikið ég elska þig, amma.
Þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku
fallega amma mín, þín verður
sárt saknað.
Guðrún Elísabet (Tunna).
Fleiri minningargreinar
um Arnrúnu S. Sigfúsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.