Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 2

Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjölmennt var í bílabíó á kvikmyndina Dumb and Dumber á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, á annarri hæð bílaplansins í Smára- lind í gær. Þetta var í þriðja skipti sem bílabíó var á hátíðinni. RIFF lýkur 5. október en þar gefur á að líta það besta í alþjóðlegri kvik- myndagerð. Gestum gefst kostur á að spjalla við leikstjóra um verk þeirra, sækja málþing og fyr- irlestra, tónleika og ljósmyndasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði. Að- alverðlaun hátíðarinnar, Gullni lundinn, verða veitt mynd úr flokknum Vitranir. Morgunblaðið/Golli Klassískt grín stendur alltaf fyrir sínu Bílabíó á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, á bílaplaninu við Smáralind Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þyngri fangelsisrefsingar og fjölgun dómþola eftir hrun samhliða niður- skurði fjárveitinga til fangelsa sem voru þegar full hefur leitt til þess að tugir refsinga hafa fyrnst á síðustu árum. Jafnmargar refsingar hafa fyrnst það sem af er þessu ári og á öllu síð- asta ári. Tíu dómar til viðbótar gætu fyrnst áður en árið er úti, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismála- stofnun. Til samanburðar má geta þess að á tímabilinu 2000-2008 fyrnd- ust aðeins þrjár refsingar. Um 450 einstaklingar bíða nú afplánunar. Þá hefur heildartíminn sem ís- lenskir dómstólar dæma einstak- linga til að afplána nær tvöfaldast frá því fyrir hrun og dómþolum fjölgað um rúman helm- ing. Á sama tíma hefur verið skorið niður um fjórð- ung til Fangelsis- málastofnunar. Páll Winkel, fangelsismála- stjóri, segir að nýting fangelsa hafi verið um 100% fyrir hrun. Það segi sig sjálft að þeg- ar refsingar þyngjast um nær 100% á sama tíma og gerð er krafa um 25% niðurskurð í rekstri láti eitthvað undan. „Það er ekki hægt að fullnusta alla dóma á réttum tíma við þær aðstæð- ur,“ segir hann og bendir á að áfram eigi að skera niður til stofnunarinnar samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Dómþolar sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot og þeir sem brjóta aft- ur af sér eftir að dómur hefur verið kveðinn upp eru settir í forgang um að hefja afplánun, að sögn Páls. „Þeir sem eru dæmdir til vægari refsingar og hegða sér vel eftir dóm þurfa að bíða. Það hefur þýtt, að við boðum fólk inn eftir nokkur ár í styttri fangelsisrefsingar þegar það er búið að eignast fjölskyldu, mennta sig og er komið í vinnu. Þetta er raunveruleikinn í dag og við höfum gert grein fyrir þessu í mörg ár.“ Með nýju fangelsi á Hólmsheiði sér fyrir endann á þessu ástandi en til stendur að taka það í notkun ára- mótin 2015-2016. Þangað til segir Páll hins vegar alveg ljóst að fleiri fangelsisrefsingar eigi eftir að fyrn- ast. Fleiri refsingar munu fyrnast  Jafnmargar fangelsisrefsingar hafa fyrnst það sem af er ári og allt síðasta ár  Refsitími hefur tvöfald- ast og dómþolum fjölgað um helming frá 2006  Skorið niður um fjórðung til fangelsismála á sama tíma Páll Winkel Fyrning fangelsisrefsinga 2009-2014 2009 2010 2011 2012 2013 2014* Fyrnt Dagar alls 2 240 3 203 6 277 9 759 20 1.325 20 1.615 Heimild: Fangelsismálastofnun*Það sem af er ári Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Félag tónlistarskólakennara hefur ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun ef ekki verður gengið að launakröfum félagsmanna. Sigrún Grendal, formaður félagsins, segir að samningamenn skynji lítinn vilja hjá Launanefnd sveitarfélaga til að ganga til samninga. Viðræðuáætl- un var undirrituð fyrir 10 mánuðum. Síðan hafa verið undirritaðir samn- ingar við kennara og stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum en í Félagi tónlistarskólakennara eru rúmlega 500 manns eða um 5% fé- laga í kennarasambandinu. „Það eru sömu megin-samnings- markmið sem liggja til grundvallar fyrir þennan hóp eins og hjá leik- og grunnskólakennurum. Við skynjum það að framganga samninganefndar sveitarfélaganna á þessum tíu mán- uðum sé óvenjuleg. Okkur finnst við ekki vera í eiginlegum samningavið- ræðum,“ segir Sigrún. „Það sem kennurum og stjórnendum hefur verið boðið myndi þýða allt að 30- 40% lægri laun en leik og grunn- skólakennarar hefðu í maí 2015,“ segir Sigrún. Fimm fundir voru haldnir áður en kjaradeilan var send til ríkissátta- semjara 12. júní sl. Að sögn Sigrúnar hafa síðan verið haldnir tíu fundir en ekkert hefur þokast. „Menn leggja eiginlega engin gögn fram og hafna faglegum viðræðum. Þess vegna upplifum við þetta sem mjög óvenju- legar viðræður og því er ekkert ann- að að gera en að vísa þessu til fé- lagsmanna,“ segir Sigrún. Ef að líkum lætur hefst atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls þann 30. septem- ber og lýkur 6. október. Fái tillagan samþykki mun vinnustöðvun hefjast þann 22. október. Skynja ekki samningsvilja  Tónlistarskólakennarar efna til atkvæðagreiðslu  Vinnustöðvun 22. október fái verkfallsboðunin samþykki Morgunblaðið/Ómar Tónlist Atkvæðagreiðsla boðuð. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, forsætisráð- herra, hefur skipað Pál Þór- hallsson, skrif- stofustjóra í for- sætisráðuneyti, nýjan formann stjórnarskrár- nefndar. Páll tekur við for- mennsku af Sigurði Líndal, prófess- or emeritus, sem nýlega fékk lausn frá störfum að eigin ósk. Stjórnarskrárnefnd var skipuð af forsætisráðherra 6. nóvember í fyrra í samræmi við samkomulag allra þingflokka. Hlutverk nefnd- arinnar er að leggja til breytingar á stjórnarskránni, með hliðsjón af þeirri vinnu sem farið hefur fram á undanförnum árum og annarri þró- un í stjórnarskrármálum. Stefnt er að því að vinnu nefndarinnar ljúki tímanlega svo hægt sé að sam- þykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á yfirstandandi kjörtímabili Páll Þórhallsson hefur starfað í forsætisráðuneytinu frá árinu 2005 og þar áður hjá mannréttindadeild Evrópuráðsins. Hann lauk embætt- isprófi í lögfræði frá Háskóla Ís- lands 1995 og framhaldsnámi í stjórnskipunarrétti frá háskólanum í Strassborg 1998. Páll skipaður formaður stjórn- arskrárnefndar Páll Þórhallsson Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga falla fangels- isdómar niður ef fullnusta þeirra hefst ekki innan ákveðins tíma. Fyrir dóma sem eru ár eða styttri er fyrningarfresturinn fimm ár. Lengri fyrningartími er fyrir lengri fangelsisrefsingar, allt að tuttugu ár fyrir átta ára refs- ingu eða lengri. Fimm ár fyrir styttri dóma REFSINGAR FALLA NIÐUR KEMUR HEILSUNNI Í LAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.