Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 6

Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stytting hámarksbótatíma at- vinnulausra úr þremur árum í tvö og hálft ár, sem lögð er til í fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár, mun koma til með að auka kostnað sveitarfélaga landsins umtalsvert vegna fjölgunar þeirra sem talið er að muni leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Forsvarsmenn sveitarfélaganna hafa lýst áhyggj- um af þessu. 100 milljóna kr. lægri greiðslur tryggingagjalds Að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, sýna útreikningar sambandsins að heildaráhrifin verði þau að ný útgjöld sveitarfé- laganna muni aukast um 500 millj- ónir króna á ári verði bótatímabilið stytt í tvö og hálft ár. Á móti kem- ur að til stendur að lækka trygg- ingagjald um 0,1% á næsta ári, sem þýðir að sveitarfélögin munu greiða 100 milljónum króna minna í trygg- ingagjald en ella. Nettó nið- urstaðan fyrir sveitarfélögin verð- ur því væntanlega sú að kostnaður þeirra vegna styttingar bótatímans verður 400 milljónir króna á árinu 2015 að sögn Halldórs. Vilja atvinnuátak með ríkinu Við útreiknigana eru þeir ein- staklingar undanskildir sem vitað er að munu ekki eiga rétt á fjár- hagsaðstoð þrátt fyrir að þeir falli út af atvinnuleysisbótum s.s. vegna tekna maka o.fl. Einnig er áætlað hversu stór hluti þeirra sem missa bótaréttinn muni fá vinnu. ,,Við höfum bent á að það er verið að þvinga þessu verkefni upp á okkur en um leið höldum við áfram að greiða inn í Atvinnuleys- istryggingasjóð með trygginga- gjaldinu sem launagreiðendur. Við viljum fara í atvinnuátak þessu samhliða sem ríkið taki þátt í með okkur,“ segir Halldór. 57 milljóna króna ný útgjöld Kostnaðaraukinn kemur mis- þungt niður á sveitarfélögunum. Fram kemur í nýrri fundargerð fjölskylduráðs Hafnarfjarðar að beinn kostnaður sveitarfélagsins af þessum aðgerðum er áætlaður 57 milljónir á næsta ári. Fjölskylduráðið gerir alvarlegar athugasemdir við þær fyrirætlanir ríkisvaldsins að stytta hámarks- bótatíma atvinnulauss fólks úr þremur árum í tvö og hálft ár. ,,Ekkert samráð var haft við sveitarfélögin auk þess sem fyr- irvari vegna þessa er nær enginn,“ segir í fundargerð. Er lögð áhersla á að ríkisvaldið leggi til mótvægisaðgerðir vegna þessara aðgerða og fjármagni þær, meðal annars í formi virkniúrræða fyrir þennan hóp en að öðrum kosti verði þessi áform dregin til baka. Morgunblaðið/Golli Aukinn kostnaður Sveitarfélögin þurfa að taka á sig aukinn kostnað þar sem búist er við að fjölga muni í hópi þeirra sem þurfa að leita sér fjárhagsaðstoðar. Sveitarfélögin vilja að ráðist verði í atvinnuátak. 400 milljóna ný út- gjöld sveitarfélaga  Styttri bótatími atvinnulausra eykur kostnað sveitarfélaga Árleg gjöld ríkissjóðs til að mæta af- skriftum á töpuðum skattkröfum hafa verið vanáætluð á undanförnum árum að meðaltali um tæplega 4,9 milljarða króna á ári að mati Rík- isendurskoðunar. Fram kemur í nýrri umsögn Ríkisendurskoðunar við fjárlagafrumvarpið að samanlagt gjaldfærði ríkissjóður tæpa 60 millj- arða króna á þriggja ára tímabili (ár- unum 2010-2012) vegna tapaðra skattkrafna en í fjárlögum þessara ára var áætlað að tapaðar skattkröf- ur yrðu samtals 40 milljarðar. Bent er á að erfitt er að áætla með nokkurri vissu gjöld ríkissjóðs vegna tapaðra skattkrafna en tekið er fram að í fjárlagafrumvarpi fjármálaráð- herra er nú að finna viðleitni til að draga úr þessu vanmati. Þar eru 12 milljarðar ætlaðir til að mæta af- skriftum á töpuðum skattkröfum sem er hækkun um tvo milljarða frá fjárlögum í ár. Óvarleg lækkun framlaga Í umsögn Ríkisendurskoðunar til fjárlaganefndar Alþingis er m.a. fjallað um lækkun útgjalda vegna sjúkratrygginga sem stofnunin segir að þýði í reynd 1,7 milljarða lækkun útgjalda eða um 6,3% miðað við áætl- aða útkomu ársins. „Að mati Ríkis- endurskoðunar sýnir reynslan að stjórnvöldum gengur illa að haga út- gjöldum vegna þessa málaflokks í samræmi við fjárlög og hafa aðhalds- markmið sem boðuð eru í fjárlögum iðulega ekki náð fram að ganga. Því verður að telja óvarlegt að draga svo mjög úr fjárveitingum til sjúkra- trygginga nema sýnt sé að stjórn- völd ætli í reynd að hækka kostn- aðarhlutdeild sjúklinga eða grípa til annarra aðhaldsaðgerða sem duga,“ segir í umsögninni. Hækkun iðgjalda nauðsynleg Í umfjöllun um lífeyrisskuldbind- ingar ríkisins kemur fram að áfalln- ar skuldbindingar A-deildar Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins voru 5,7 milljarðar um seinustu áramót og ítrekar Ríkisendurskoðun nauðsyn þess að hækka iðgjöldin til að rétta af hallann. omfr@mbl.is Milljarða vanmat á ríkisútgjöldum  Ríkisendurskoðun segir tapaðar skattkröfur vanáætlaðar í fjárlögum á undanförnum árum  12 milljörðum ætlað að mæta afskriftum skattkrafna 2015  60 milljarða skattkröfur töpuðust á 3 árum Ýmsar athugasemdir » Ríkisendurskoðun telur að þróa beri áfram aðferðir við að færa niður tapaðar skattkröfur svo hægt sé að áætla þær með meiri vissu. » Útlit er fyrir að gjöld sumra ríkisstofnana á þessu ári verði talsvert meiri en nemur fjár- heimildum þeirra. Halldór Halldórsson var endurkjörinn formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi sambandsins á Akureyri, sem lauk laust fyrir hádegi í gær. Mikil end- urnýjun varð í stjórn sambandsins þegar kosin var ný stjórn á þinginu til næstu fjögurra ára. Kjörnir voru ellefu aðalmenn og ellefu varamenn í stjórnina og urðu úrslitin þau að sex nýir fulltrúar voru kjörnir í stjórnina sem er nákvæmlega sama endurnýj- unarhlutfall í stjórn sambandsins og varð meðal fulltrúa í sveitarstjórnum í sveitarstjórnarkosningunum síðast liðið vor eða 54,5%. Í ellefu manna stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga eiga sæti þrír fulltrúar Reykjavíkur og önnur kjördæmi eiga samtals átta fulltrúa. Hvert kjördæmi utan Reykjavíkur á því tvo fulltrúa í stjórn. Þá er fylgt þeirri vinnureglur að skipting kynjanna skuli vera jöfn og tekið er tillit til styrkleika flokkanna í seinustu kosningum við val í stjórnina. Halldór endurkjörinn formaður SAMA ENDURNÝJUN Í STJÓRNINNI OG VARÐ Í KOSNINGUNUM Halldór Halldórsson Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. „Við vonumst til að sjá aukningu í neyslu ávaxta og grænmetis og á grófu brauði. Íslendingar skora hátt í sykurvörum og væri ánægjulegt ef sú þróun væri niður á við,“ segja verk- efnisstjórar rannsóknar á mataræði, hreyfivenjum og áfengis- og tóbaks- neyslu á Norðurlöndunum. Um er að ræða stórt norrænt verkefni en það er landlæknisembættið sem stendur að rannsókninni hér á landi. Rannsóknin var gerð í fyrsta sinn árið 2011 en nú á að safna niður- stöðum að nýju, til að fylgjast með þróuninni og bera hana saman milli landa. Í fyrri umferðinni var ein- göngu spurt um mataræði og hreyfi- venjur en nú stendur einnig til að mæla áfengis- og tóbaksneyslu. Þátttakendur eru valdir af handa- hófi en stefnt er að því að safna svör- um um 2.000 fullorðinna og 500 barna hér á landi. Könnunin er gerð gegn- um síma og tekur um 10-15 mínútur en skipuleggjendur hennar hvetja þá sem haft verður samband við ein- dregið til að taka þátt í henni. „Almenn þátttaka og velvilji fólks hefur mikið að segja til að sem réttust mynd fáist af venjum Norð- urlandabúa, hvort sem er í sveitum, bæjum eða borgum. Þar sem venjur einstaklinga eru mismunandi tapast upplýsingar með hverjum þeim sem velur að taka ekki þátt í rannsókn- inni.“ Í rannsókninni 2011 kom í ljós að mataræði og hreyfivenjur á Norð- urlöndunum voru fjarri þeim mark- miðum sem sett hafa verið fram í nor- rænni aðgerðaáætlun um bætta heilsu og lífsgæði með næringu og hreyfingu. Þá töldu sérfræðingar að 9-24% fullorðinna borðuðu í samræmi við umrædd markmið en aðeins um 8% barna. Íslendingar borðuðu þá langminnst þessara þjóða af brauði og voru duglegastir við að nota olíu við matargerð. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hollt Íslendingar mættu borða meira af ávöxtum og grænmeti. Meira af ávöxtum, minna af sykri?  Rannsaka þróunina frá 2011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.