Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Malín Brand malin@mbl.is Ragga Gogga kynntist rapp-inu í Brooklyn í NewYork og þar kynntist húnlíka bláfátæku fólki sem ekki átti fyrir matarbita og vellauð- ugu fólki sem ekki vissi aura sinna tal. Hún fór þangað nítján ára göm- ul, vann sem au-pair og gaumgæfði hina fjölbreyttu flóru í mannlífi stór- borgarinnar. Veran þar ytra breytti sýn ungu konunnar úr Eyjum nokk- uð en á Íslandi vill hún búa og hefur gert síðan. Ragga er sölustjóri hjá Bakarameistaranum og um það bil tvisvar á ári tekur hún sér hlé frá störfum til að auðga andann og sinna listsköpuninni með því að mála. Núna fagnar hún 10 ára myndlist- arafmæli og af því tilefni var sýn- ingin Vinarþel sett upp á Café Mil- anó í Skeifunni. „Þessi sýning er tileinkuð vin- um mínum því ég á rosalega marga góða vini sem hafa stutt við bakið á mér,“ segir Ragga og það útskýrir yfirskrift sýningarinnar. Vináttan og vinirnir skipa stóran sess í lífi hennar og þar sem fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum er aldeilis gott að eiga dygga vini í bænum líka. Litir hugans og iPod Áður en málverkin verða til fer í gang dálítið apparat, ef svo má segja, því Ragga vill hafa hlutina í ákveðinni röð. „Ég blanda litina áður en þeir fara á strigann og nota aldrei hreina liti úr túbunni heldur skapa ég mína liti þannig að oft fer langur tími í að blanda liti því þeir verða að vera akkúrat. Ég blanda litina með tónlistina í eyrunum og tónlistin er stór þáttur í lífi mínu. Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á tónlistinni minni. Ég er alltaf að versla á tónlist.is því ég tengi allt í mínu lífi við tónlist,“ segir hún. Þegar litirnir eru tilbúnir, tón- listin í réttri röð á iPod og heyrnar- tólin komin á sinn stað, strýkur Ragga yfir penslana og virðir þá að- eins fyrir sér og svo byrjar ballið! Tónlistin kallar fram minn- ingar. „Minningarnar eru tilfinn- ingar og ég upplifi mínar tilfinningar í litum. Hausinn á mér er einfaldlega fullur af alls konar litum, jafnvel lit- um sem ég sé ekki einu sinni í um- hverfinu,“ segir Ragga. Striginn fyrir tilfinningar Það er sannarlega misjafnt hvernig við mannfólkið tjáum tilfinn- ingar okkar. Ragga málar sínar á striga. Þær brjótast fram þegar hún hefur safnað þeim vandlega saman og þá þarf hún að mála. Hún ber þær nefnilega ekki á borð því tilfinning- arnar eru hennar einkamál. „Vinnu- veitendur mínir eru alveg frábærir. Þeir sýna mér fullan skilning og eru í raun eins og mín önnur fjölskylda. Ég mála bara í mesta lagi tvisvar á ári og fyrir því er algjör skilningur. Þá fæ ég bara frið, flyt á vinnustof- una mína hinum megin við ganginn. Þegar ég dett í þennan gír þá fer ég bara í annan heim,“ segir Ragga. Þá sefur hún minna en venjulega og myndlistin á huga hennar allan sól- arhringinn. Hún getur verið í mynd- listargírnum í einhverja daga, viku eða allt upp í mánuð. Afraksturinn getur verið sjö málverk eða sautján málverk, ef sá gállinn er á henni. Viðfangsefni listakonunnar eru sjálfur sjóndeildarhringurinn og æskuslóðirnar í Eyjum. Eyjarnar eru eins og Ragga Gogga sér þær og Töfrar kristaltærs sjóndeildarhrings Litir sem eiga enga sína líka fyrirfinnast í öllum verkum listakonunnar Ragnheið- ar Rutar Georgsdóttur, eða Röggu Gogga eins og hún er oftast kölluð. Litina hefur hún fyrir hugskotssjónum þegar hún byrjar að blanda málninguna og hún byrjar ekki á málverki fyrr en réttu litirnir eru tilbúnir. Þá setur hún iPodinn í gang, mundar pensilinn og tekur að töfra á strigann. En aldrei fyrr en litirnir eru klárir. Litirnir Einstakir litir verða til þegar Ragga Gogga blandar þá. Sjóndeild- arhringurinn og eyjar eru viðfangsefni hennar í myndlistinni. Fjölmargir eru farnir að stunda bogfimi hér á landi og nýtur íþrótt- in vaxandi vinsælda. Minna hefur þó verið um kennslu í bogveiði en nú um helgina verður fyrsta bogveiðinámskeiðið hér á landi haldið. Bogveiðifélag Íslands stendur fyrir námskeiðinu en félag- ið var stofnað í nóvember 2010 af áhugafólki um bogveiði. Kennari kemur að utan til að kenna bogveiðina því hér á landi hefur enginn heimild til kennslu á slíku námskeiði. Námskeiðið verður haldið í dag og á morgun. Annars vegar á Eirhöfða 11 í sal 4x4 og hins vegar á skotsvæði á Álfsnesi. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Bogveiðifélags Íslands. Þar er að auki að finna ýmiss kon- ar fróðleik um þessa ævafornu tækni við veiðar sem og um félagið sjálft. Vefsíðan www.bogveidi.net AFP Veiðimaður Námskeið í bogveiðum verður haldið nú um helgina. Fyrsta bogveiðinámskeiðið Í dag á milli klukkan 14 og 17 verður haldin kínversk menningarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hátíðin er á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og er dagskráin fjöl- breytt. Má þar á meðal nefna hrað- námskeið í kínversku en það hefst klukkan 14.30. Kynning á kínverskri skrautskrift verður þar á eftir og ekki má gleyma að minnast á sýnikennslu í mánakökubakstri. Kínversk tónlist mun óma um ráðhúsið í dag og mun sópransöngkonan Xu Wen syngja kín- verskt lag fyrir gesti. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á menningarhátíðina. Endilega … … mætið á menningarhátíð Morgunblaðið/Kristinn Hátíð Kínversk menning er fjölbreytt. Alþjóðleg hjartadagurinn er á mánu- daginn, 29. september. Af því tilefni er Hjartahlaupið í Kópavoginum. Vegalengdirnar sem þátttakendur geta valið um eru 5 og 10 kílómetrar og er þátttaka ókeypis rétt eins og fyrri ár. Hlaupið hefst klukkan 10 og er ræst frá Kópavogsvelli og að hlaupi loknu verður sérstök hjarta- ganga um Kópavogsdal. Kópavogs- bær býður þátttakendum í sund þann daginn. Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn og hér á landi samein- ast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn há- tíðlegan. Þema hjartadagsins í ár eru sam- félagið og umhverfi einstaklingsins. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. Það er því ekki úr vegi að huga að hjartanu og taka þátt í hlaupinu eða göngunni og fylla lung- un af súrefni í Kópavoginum á morg- un. Hugað að sjálfu hjartanu Hjartadagshlaupið haldið í áttunda skipti á sunnudaginn Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hjartað Frá Hjartadeginum árið 2011. Þemað í ár er samfélagið og umhverfi einstaklingsins. Heilbrigður lífsstíll er forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.