Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Ómar Listakonan Ragnheiður Rut Georgsdóttir segist vera með kollinn fullan af litum og þá liti málar hún eftir kúnst- arinnar reglum á strigann. Striginn tekur jafnframt við tilfinningum listakonunnar og hún málar tilfinningarnar. oft er yfir þeim töfrablær. „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af himn- inum og sjóndeildarhringurinn er eitthvað sem ég get horft á í marga klukkutíma. Sjórinn, sjóndeildar- hringurinn og himinninn mynda sjónarspil sem er mér afar dýr- mætt,“ segir hún. Ragga býr í Vesturbænum og að vinnudegi loknum ekur hún sem leið liggur út að Gróttu og er þar með tónlistina sína í hálftíma eða svo og nýtur þess að virða hina undur- samlegu náttúru fyrir sér. „Það er sjóndeildarhringur í öllum mynd- unum mínum og ég legg mikla áherslu á að hann sé kristaltær því í mínum augum er hann heilagur. Þó að hann sé alltaf skýr getur hann verið mystískur inn á milli. Svo er ég ofboðslega upptekin af beinum lín- um. En sjóndeildarhringurinn er uppáhaldið mitt í sjálfu málverkinu,“ segir Ragga. Á síðastliðnum tveimur árum hefur hún einbeitt sér að fjöllum og eyjum sem dvelja við sjóndeild- arhringinn í verkunum. „Þetta eru ekki Vestmannaeyjar eins og þær líta út í raun og veru heldur eru þetta mínar eyjar og ég skapaði þær. Svona sé ég þær þegar ég hugsa um þær,“ segir hún og við- urkennir að oft sé hún með heimþrá. Það tekur olíumálninguna nokkurn tíma að þorna og þegar lit- irnir eru þurrrir kemur að því að skapa eyjarnar. En það sem Röggu þykir flóknast í öllu ferlinu er þó hvorki að blanda litina, mála sjón- deildarhringinn né heldur að skapa eyjarnar. „Það erfiðasta í þessu ferli, eins furðulegt og það kann að hljóma, er að mála kantana á striganum. Að taka upp pensil og fara að mála kanta er bara það erfiðasta sem ég veit!“ Sem betur fer á hún góða að og þeir Rútur Örn Birgisson og Þór- arinn Ingi Valdimarsson hafa tekið það verk að sér. Það er spaugilegt að það einfaldasta sé þessari stór- skemmtilegu og drífandi listakonu ofviða en lýsir henni þó á sinn hátt. Myndlistarsýning Röggu Gogga er sem fyrr segir á Café Mil- anó og stendur til 9. nóvember. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Þrjár íbúðir lausar Við Suðurlandsbraut 58 - 62 eru sjötíu og átta glæsilegar þjónustuíbúðir fyrir sextíu ára og eldri í eigu Grundar og leigðar með íbúðarréttarfyrirkomulagi. Nú er einungis þremur tveggja og þriggja herbergja íbúðum óráðstafað og eru þær rúmlega 100 m2 að stærð. Íbúðirnar eru á fyrstu, þriðju og fjórðu hæð. Íbúar geta m.a. fengið heitan mat í hádegi, læknis- og hjúkrunarþjónustu, tekið þátt í félagsstarfi, íþróttum og sjúkraþjálfun. Þá er verið að byggja innisundlaug og heilsuræktarstöð. Einnig er góður átján holu púttvöllur í garðinum. Áhugasamir hafi samband við Gísla Pál Pálsson með tölvupósti á gisli@grund.is eða í síma 896 4126, en einnig má sjá nánari upplýsingar á www.mörkin.is Verkefni sem gengið hefur undir nafn- inu Bókabæirnir austanfjalls lýtur að því að gera Eyrarbakka, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri og Þorlákshöfn að bókabæjum líkt og þekkist víða er- lendis. Í dag, laugardaginn 27. sept- ember, er merkisdagur í því mikla ferli sem það er að koma bókabæjunum á kortið. Formlegur stofnfundur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands klukkan 14 og er sá fundur öllum op- inn. Dagskrá fundarins er með líflegasta og fjölbreyttasta móti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur ávarp og því næst mun sjálfur konungur Hay-On-Wye, Richard Booth, halda tölu. Booth átti hugmyndina að stofn- un eins frægasta bókabæjar heims, Hay-On-Wye, og er fyrir vikið kallaður konungur bæjarins. Ýmis skemmti- atriði verða og bjóða Bókabæirnir upp á veitingar í tilefni dagsins. Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, er ein þeirra sem sæti eiga í undirbúningsnefnd Bókabæj- anna austanfjalls og segir hún að allur undirbúningur hafi gengið með ein- dæmum vel og margar góðar fréttir sem gaman er að greina frá. „Við erum til dæmis komin með lagerhúsnæði á Eyrarbakka fyrir næstu tvö til þrjú ár- in,“ segir Anna. „Svo er kona á Sel- fossi búin að byggja eins konar fugla- hús þar sem hægt er að skiptast á bókum,“ segir hún og vísar þar til sér- staks staðar utandyra sem ætlaður er til bókaskipta. „Þangað getur fólk komið og tekið bækur sem það langar til að lesa og sett aðra bók í staðinn.“ Íbúar bókabæjanna eru hvattir til að sýna frumkvæði og framkvæma hug- myndir sem þeir fá tengdar bókabæj- unum og gefa svæðinu skemmtilega ásýnd. Til að mynda stendur til að „klæða“ tvö hús í bókarkápur og svo mætti áfram telja. Til stendur að kort- leggja svæðið út frá bókmenntasög- unni, hvar rithöfundar hafa fæðst, sögusviði bóka og fleira í þeim dúr. Framundan er eitt og annað sem fylgjast má með á Facebook-síðu bæj- anna með því að slá þar inn Bókabæ- irnir austanfjalls. Stofnfundur Bókabæjanna haldinn í dag Hópurinn Undirbúningshópurinn hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Merkisdagur austanfjalls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.