Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 14

Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bólgur eða verkir? www.annarosa.is Tinktúran túrmerik og engifer bæði bólgu- og verkjastillandi og hefur gefist afar vel við slitgigt, liðagigt og álagsmeiðslum. Túrmerik og engifer er hvort tveggja einnig þekkt fyrir að lækka blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu. Inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túrmeriks. þykir Í samantekt Más segir að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi lækkað í launum um 166.867 krónur, eða um 13,3%. Ekki var unnið lögfræðiálit vegna þessarar ráðstöfunar. Þá hafi kjararáð úrskurðað að laun forstjóra Landsnets skyldu lækka um 604.726 krónur, eða um 37,5%. Unnið var lögfræðiálit og var niður- staðan sú að segja bæri upp launalið og virða uppsagnarfrest. Með hlið- sjón af uppsagnarfresti voru for- stjóra eingreiddar 8.506.575 krónur. Fékk 3,9 milljónir greiddar Næst er tekið dæmi af fram- kvæmdastjóra Orkubús Vestfjarða sem lækkaði í launum um 418.706 krónur, eða um 30,4%. Unnið var lögfræðiálit og var niðurstaðan að gildandi ráðningarsamningi var sagt upp. Samkvæmt lögfræðiáliti var framkvæmd frestað í samræmi við uppsagnarfrest. Mismunur greiðslna á uppsagnartíma ráðningarsamnings og úrskurðar kjararáðs nam 3,9 milljónum króna. Þá er úrskurður ráðsins vegna for- stjóra Isavia ekki sagður eiga við, enda hafi staðan verið sameinuð í embætti forstjóra Keflavíkur- flugvallar 1. mars 2010. Fjórða dæmið er forstjóri Matís en launakjör hans skertust um 460.944 krónur, eða um 33%. Unnið var lögfræðiálit og var niðurstaðan tillaga til stjórnar um að launalið ráðningarsamnings yrði sagt upp og tæki uppsögnin gildi sama dag og úrskurður kjara- ráðs var dagsettur. Fram- kvæmd lækkunar var frestað BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkisstofnanir brugðust misjafnlega við úrskurði kjararáðs varðandi laun og starfskjör forstjóra og forstöðu- manna. Sumar lækkuðu laun strax en aðrar leituðu lögfræðiálits og greiddu í kjölfarið bætur til forstöðu- manna sinna. Þetta má lesa úr samantekt sem fylgir með nýbirtu bréfi Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra til bankaráðs Seðlabankans 11. júlí sl. Forsaga málsins er sú að 16. júní 2009 var lagt fram frumvarp á Al- þingi um að laun forstöðumanna ríkisstofnana yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. Varð frum- varpið að lögum í ágúst 2009. Áður, eða 26. júní 2009, hafði Jó- hanna Sigurðardóttir, þáverandi for- sætisráðherra, skipað Má í embætti seðlabankastjóra. Fram kemur í svari Ríkisendur- skoðunar til bankaráðs 30. júní sl. að launakjör Más hefðu skerst um u.þ.b. þriðjung við úrskurð kjararáðs um laun seðlabankastjóra í febrúar 2010. Frá og með 1. mars 2010 skyldu mánaðarlaun seðlabankastjóra vera 862.207 krónur, auk 404.640 króna vegna 80 eininga. Þessi lækkun varð tilefni launa- deilu Más við Seðlabankann. Rifjað er upp í svari Ríkisendurskoðunar að það varð niðurstaða Andra Árnason- ar hrl., sem vann lögfræðiálit vegna máls Más, að ekki væri unnt að skerða kjör skipaðs embættismanns meðan á skipunartíma hans stæði. Már var skipaður til fimm ára og var hann endurráðinn í ágúst sl. Þrjár neituðu að svara Í samantekt Más um úrskurði kjararáðs er vikið að 16 for- stöðumönnum og er þar að finna upplýsingar um launaskerðingu hjá 12 forstöðumönnum, að Má með- töldum. Um hinar fjórar stofn- anirnar skrifar Már orðrétt: „Þar af neita þrjár stofnanir að svara með tilvísun til undanþágu frá upplýs- ingalögum vegna samkeppnissjón- armiða, þ.e. Landsbankinn, Lands- virkjun og Landsvirkjun Power ehf., og ein forstjórastaðan er ekki lengur til,“ skrifar Már og vísar til stöðu for- stjóra Isavia. „Af þeim tólf sem eftir eru fengu átta aðilar lögfræðiálit og var niðurstaða þeirra í öllum til- fellum efnislega samhljóða þeirri nið- urstöðu Andra Árnasonar að ekki væri heimilt þrátt fyrir úrskurð kjar- aráðs að breyta launum á uppsagn- artíma, sem í tilfelli seðlabankastjóra er til loka skipunartíma.“ í níu mánuði, sem var uppsagnar- frestur þáverandi forstjóra, enda hafi það verið „skýr ráðlegging lög- manna að haga málum með slíkum hætti“. Greiddur mismunur var 4.148.496 krónur. Laun forstjóra Landspítalans lækkuðu um 53.464 krónur, eða um 3,8%, og kom úrskurður til fram- kvæmda strax. Ekki var aflað lög- fræðiálits. Útvarpsstjóri fékk 4,6 milljónir Laun útvarpsstjóra lækkuðu um 386.270 krónur eða um 26,3%. Aflað var lögfræðiálits í nóvember 2011 og var niðurstaðan sú að útvarpsstjóri ætti kröfu um leiðréttingu, í sam- ræmi við uppsagnarfrest. „Úrskurðurinn kom til fram- kvæmda strax, 1. mars 2010, en á grundvelli lögfræðiálits voru út- varpsstjóra eingreiddar 4.635.240 kr., með hliðsjón af 12 mánaða upp- sagnarfresti.“ Laun forstjóra Samkeppniseftir- litsins lækkuðu um 189.897 krónur, eða um 15,5%, og var ekki aflað lögfræðiálits. Einnig lækkuðu laun forstjóra Ís- landspósts um 460.494 krónur, eða um 35,1%. Aflað var lögfræðiálits og var niðurstaðan sú að 12 mánaða uppsagnarfrest bæri að virða. Greiddur mismunur var 5.525.928 kr. Loks voru laun forstjóra Kefla- víkurflugvallar lækkuð um 234.843 krónur, eða um 17,4%. Ekki var aflað lögfræðiálits. Framkvæmd var frest- að um þrjá mánuði með hliðsjón af uppsagnarfresti. Greiddur mis- munur var 675.825 krónur. Morgunblaðið/Kristinn RÚV Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fékk 4,6 milljónir í launabætur eftir úrskurð kjararáðs. Forstjórar nokkurra ríkis- stofnana fengu milljónabætur  Seðlabankastjóri kannaði áhrif af úrskurði kjararáðs á kjör forstöðumanna DHL varð í gær fyrsta flutningafyr- irtækið í Evrópu sem gerir út dróna til að koma sendingum á áfangastað en svokölluð DHL Parcelcopter 2.0- loftför munu flytja lyf og aðrar nauð- synjavörur til eyjarinnar Juist í Þýskalandi. Bögglaþyrlurnar ná allt að 65 kílómetra hraða, vega um 5 kíló og geta borið allt að 1,2 kíló. Þær eru sjálfvirkar og fara hina 12 kíló- metra löngu leið á um 15 mínútum. Um er að ræða tilraunaverkefni en Atli Freyr Einarsson, fram- kvæmdastjóri DHL á Íslandi, segir drónaflutninga munu verða fýsi- legan valkost í framtíðinni. „Ef vel gengur er áætlað að þetta gæti auk- ist en þetta náttúrlega kemur ekki í staðinn fyrir bílstjórann og flugvél- arnar,“ segir hann. Hann segist sjá fyrir sér að hægt væri að nota flygildi af þessu tagi í sérstökum tilvikum hérlendis. „Ef það þyrfti t.d. nauðsynlega að koma einhverju til vísindamanna við Bárð- arbungu eða frá Bárðarbungu og yf- ir á Austfirði, þá væri hægt að nota þetta,“ segir hann. Atli nefnir einnig flutninga til og frá Vestmannaeyjum í þessu sam- hengi en ítrekar þó að hann sjái ekki að drónar muni þjóna hlutverki í reglubundnum daglegum vöruflutn- ingum. Bögglaþyrl- ur í loftið Á flugi Flutningaloftfar DHL. Framkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs lækkaði í launum í mars 2009 um 223.428 kr., eða um 17,7%, og í mars 2010 um 534.029 kr., eða um 28,9% miðað við laun í febrúar 2009. Aflað var lögfræðiálits og var niðurstaðan að virða bæri upp- sagnarfrest. „Stjórn ÍLS taldi sig hins vegar bundna af úr- skurði kjararáðs og fylgdi því ekki lögfræðiáliti,“ skrifar Már. Launin lækkuðu því strax. Laun forstjóra RARIK lækk- uðu um 311.000 kr., eða um 33%. Aflað var lögfræðiálits og var niðurstaðan að framkvæmd úrskurðar kjararáðs ætti að fresta miðað við 12 mánaða uppsagnarfrest. „Samkvæmt lögfræðiáliti var framkvæmd frestað í samræmi við uppsagnarfrest. Mis- munur greiðslna á upp- sagnartíma ráðning- arsamnings og úrskurðar kjararáðs nam 3.730.000 kr.,“ segir í samantekt Más Guð- mundssonar. ÍLS lækkaði launin strax MISJÖFN VIÐBRÖGÐ Már Guð- mundsson Skemmdarverk hafa verið unnin reglulega undanfarnar vikur á hús- næði Votta Jehóva í Hraunbæ í Reykjavík. Húsið hefur fengið að standa óáreitt í tíu ár en samkvæmt upplýsingum byrjuðu skemmdar- verkin fyrir nokkrum vikum og standa enn. Aðallega er verið að kasta grjóti í rúður með þeim af- leiðingum að þær brotna. Skemmd- arverkin eru unnin í skjóli nætur og ekki er vitað hver eða hverjir eru þarna að verki. Söfnuður Votta Jehóva hefur sent fyrirspurn til Reykjavíkur- borgar um hvort girða megi og loka af húsnæðið vegna skemmd- arverkanna. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vottum Jehóva er verið að athuga hjá borginni hvort þetta sé möguleiki því bílastæðalóðin er sameiginleg með fleirum. Þeir telja þó ekki líklegt að til þess komi að húsnæðið verði girt af, fyrsta skref verði að setja upp eftirlitsmynda- vélar við húsnæðið með von um að ná að stöðva skemmdarvargana. Rúður brotnar hjá Vottum Jehóva

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.