Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 16

Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Touring Cars is seeking new partners Touring Cars is the market leader in motorhome rental business since 1982. Do you want to be part of our success story and gain access to hundreds of travel agencies around the world selling your motorhome rental product? Contact us today to learn more! touringcars.eu info@touringcars.eu +354 7830722 Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fagn- aði í gær flutningum í nýtt húsnæði í Sigtúni 42 í Reykjavík, sem bandalag- ið keypti fyrir arf frá Ólafi Gísla Björnssyni sem lést árið 2002. ÖBÍ var áður í leiguhúsnæði í Hátúni, sem uppfyllti ekki fyllstu kröfur um að- gengi en nýja húsnæðið er til fyrir- myndar hvað það varðar, að sögn Ell- enar Calmon, formanns ÖBÍ. Bandalagið naut aðstoðar Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur hjá adgengi.is varðandi tæknilegar lausnir en í nýja húsnæðinu eru m.a. rafknúnir vaskar og salerni, sem hægt er að hækka og lækka, rafknúnar hurði og leiðarlínur í gólfum fyrir sjónskerta. „Þetta er mjög tæknilegt allt saman og það þurfti að leita fanga eftir aðgengileg- um tæknibúnaði. Sumt var pantað beint að utan og á sér jafnvel ekki fyr- irmynd hér á landi, þannig að við er- um að vona að við séum með hálfgert sýningarhúsnæði fyrir fólk sem þarf að breyta aðgenginu hjá sér,“ segir Ellen. Umfangsmikil starfsemi Ellen segir leitina að húsnæði hafa staðið yfir í mörg ár en bandalagið hafi ekki haft bolmagn til að fjárfesta í nýjum skrifstofum ef ekki hefði kom- ið til gjafarinnar frá Ólafi Gísla, sem arfleiddi ÖBÍ að þremur fasteignum og ríkisskuldabréfum. „Þetta er al- gjörlega ómetanlegt og það er leitun að annarri eins fórnfýsi í þágu öryrkja og fatlaðs fólks,“ segir Ellen. Hjá bandalaginu starfa á bilinu 10- 12 starfsmenn en starfsemi þess er afar umfangsmikil. „Við erum að sinna 37 aðildarfélögum og félagar aðildarfélaganna eru 29 þúsund. Það eru um 9% þjóðarinnar,“ segir Ellen. ÖBÍ vinni ötullega að því að veita stjórnvöldum aðhald, vinna umsagnir um lagafrumvörp og fulltrúar þess sitji m.a. í nefndum, ráðum og starfs- hópum, svo eitthvað sé nefnt. holmfridur@mbl.is Keyptu nýtt húsnæði fyrir rausnarlega gjöf  ÖBÍ flutt í Sigtún 42  Aðgengismálin til fyrirmyndar Morgunblaðið/Golli Nýju húsnæði fagnað Öryrkjabandalagið flutti í Sigtúnið í byrjun ágúst. Skrifstofur bandalagsins eru í A-álmu en það leigir B-álmuna út. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sektarákvörðun Samkeppnisstofn- unar um meint samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar, MS, verður að aðgreina frá þeim gífurlega árangri sem náðst hefur í núverandi kerfi, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. „Mér finnst mikilvægt þegar rætt er um mál Mjólkursamsölunnar, að gerður sé greinarmunur á annars vegar þeim þáttum sem lúta að meintu samkeppnislagabroti fyr- irtækisins og hins vegar því kerfi sem við búum við í mjólkuriðnaði. Nú er tekið við ákveðið ferli í máli MS sem endað getur með dómsmáli og reyn- ist rétt að um samkeppnislagabrot hafi verið að ræða mun ekki nokkur maður verja slíkt athæfi. Kerfið sem mjólkuriðnaðurinn vinnur eftir er svo annað mál en það hefur skilað mikilli hagræðingu til bæði framleiðenda, það er bænda, og neytenda,“ segir Sigurður. Hann segir að með breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum árið 2004 hafi náðst töluverð hagræðing í kerfinu. Samkvæmt tölum úr ráðuneytinu er ávinningur framleiðenda 14% um- fram vísitölu á árunum 2005 til 2014. Allir sitji við sama borð „Til að hægt sé að safna saman mjólk á sama verði frá bændum um allt land verður að vera einhvers kon- ar kerfi fyrir hendi. Í flestum löndum sem við berum okkur saman við eru sett einhvers konar sérlög um mjólk- urframleiðslu, líkt og gert er hér á landi,“ segir Sigurður. Það tryggi jafnræði bæði framleiðenda og neyt- enda. „Bóndi sem býr við Ísafjarð- ardjúp fær sama verð fyrir mjólkina og bændur sem búa á öðrum stöðum á landinu. Hinn þátturinn er að öll smávöruverslun á landinu sitji við sama borð og kaupi mjólk á sama verði. Neytandinn fær þá mjólkina á sambærilegu verði, þó smásöluálagn- ing sé frjáls.“ Sigurður segist því leggja áherslu á að halda þessum gildum núverandi laga við og útfæra þau enn betur yfir á mjólkurfram- leiðsluna sjálfa. Hann segist fagna af- greiðslu verðlagsnefndar búvara á beiðni fyrirtækisins Örnu ehf. í Bol- ungarvík sl. desember um verðlagn- ingu á óunninni hrámjólk sem félagið keypti af MS. „Komist var að niðurstöðu um ákveðið verð, sem er 91,40 kr. á lítra án vsk. Með þessu erum við komin með ígildi kerfis þar sem smærri að- ilar geta keypt mjólk af stærri aðilum á föstu verði. Það skapar grundvöll fyrir fjölbreyttari flóru minni fyr- irtækja sem ég tel æskilegt.“ Þrátt fyrir ávinning núverandi kerfis hafa ákvæði búvörulaga sem undanskilja afurðastöðvar í mjólk- uriðnaði frá ákvæðum samkeppn- islaga verið gagnrýnd. Sigurður segir endurskoðun kerfisins vera fram- undan og erfitt sé að gefa sér fyr- irfram hver niðurstaða þeirrar vinnu verði. „Á sínum tíma voru afurðastöðvar mjög margar og óhagræði í greininni. Því má vel skoða hvort við séum búin að ná hagræðingunni. Endurskoðun á kerfinu er framundan hjá okkur.“ Endurskoðun framundan Undirbúningur fyrir endurskoðun á kerfinu sem íslenskur landbúnaður vinnur innan er langt kominn og seg- ist Sigurður vona að sú vinna nýtist vel við að undirbúa grundvöll næstu búvörusamninga. „Frá því ég kom inn í ráðuneytið í fyrrasumar hef ég viljað skoða hvernig kerfið hefur reynst og hvernig umhverfi landbún- aðarins er, m.a. til grundvallar næstu búvörusamningum. Þess vegna sett- um við á nokkra starfshópa til að meta t.d. tollamál og skoða þá hvern- ig tollvernd hefur reynst. Eins verða til skoðunar tækifæri okkar á erlend- um mörkuðum og skýrsla um þessi mál er væntanleg á næstu dögum,“ segir Sigurður, sem óskaði einnig eft- ir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að hún gerði athugun á gild- andi búvörusamningum og núgild- andi kerfi. „Ég á von á því að Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands skili sínum niðurstöðum á næstu dögum en þar er verið að fara nákvæmlega yfir það hvernig þróun kerfisins hef- ur reynst frá 2004 og hvernig búvöru- samningarnir hafa reynst með tilliti til framleiðenda, neytenda og iðn- aðarins.“ Í núgildandi búvörusamningum er ákvæði þess efnis að settur verði á laggirnar sérstakur starfshópur til að meta þróun samningsins og hefur sá hópur þegar hafið störf. Sigurður segir það ótímabært að segja til um hvaða breytingar verði gerðar en framundan sé mikil vinna í endur- skoðun kerfisins. „Á grundvelli þeirra athugana sem þegar hafa verið gerðar mun ég leggja til stofnun þverpólitísks hóps af löggjafar- þinginu sem fari yfir kerfið frá A til Ö.“ Landbúnaðarkerfið endurskoðað  Mikilvægt að halda í jafnræðið sem búvörulögin tryggja í mjólkurframleiðslu  Hagræðingu kerf- isins skilað til framleiðenda og neytenda  Þverpólitísk þingnefnd endurskoði kerfið í heild sinni Morgunblaðið/Golli Endurskoðun Sigurður Ingi Jóhannsson segir að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað í heild sinni. Fyrirhugaður flutningur Fiskistofu til Akureyrar hefur sætt harðri gagnrýni. Starfsfólk Fiskistofu hef- ur mótmælt flutningnum og aðeins forstjóri stofnunarinnar hefur lýst áhuga á að flytja norður. Í ályktun, sem starfsfólkið samþykkti á fundi í gær, er ráðherra hvattur til að falla þegar í stað frá hugmyndum um flutning stofnunarinnar, sem virðist afar misráðinn og undirbúningi áfátt, eins og það er orðað. „Það er vitað að meiriháttar breytingar á starfsemi stofnana, t.d. flutningur höfuðstöðva, munu þýða að þær veikjast til skamms tíma en ég er ekki í nokkrum vafa um að flutningurinn mun styrkja Fiskistofu til lengri tíma,“ segir Sig- urður Ingi, sem ákvað sem sjáv- arútvegsráðherra að flytja höf- uðstöðvar Fiskistofu norður. Eyjafjarðarsvæðið er vel til þess bært að mati ráðherrans að taka við Fiskistofu enda öflug útgerð á svæðinu og sterkt háskólasamfé- lag. „Það er stefna ríkisstjórn- arinnar að flytja fleiri störf út á land en þar hefur opinberum störfum fækkað eftir hrun á sama tíma og þeim hefur fjölgað á höfuðborg- arsvæðinu.“ Eflir stofnunina til lengri tíma FLUTNINGUR FISKISTOFU TIL AKUREYRAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.