Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 18

Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir augljóst að fyrirtækið hafi orðið fyrir álitshnekki á meðan umræðan um úrskurð Samkeppn- iseftirlitsins hefur staðið. „Það mun breytast þegar við höfum skýrt okkar sjónarmið. MS skapar sér álit á markaði með hegðan sinni en einnig með þjónustu. Þessi málatilbúnaður á ekki við rök að styðjast og við ætlum okk- ar að endurvinna það traust sem hefur skaðast,“ segir Einar Sig- urðsson, forstjóri Mjólkursamsöl- unnar. Úrskurður Samkeppniseftirlits- ins grundvallast á því að MS hafi mismunað keppinautum með því að selja vinnslumjólk á hærra verði til Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda en fyrirtækið fékk þegar það var komið inn í framleiðslusamstæðu MS og fékk mjólk frá öðrum einingum innan samstæðunnar. Samkeppniseft- irlitið tók ekki gildar þær skýr- ingar Mjólkursamsölunnar að rétt- mætt hafi verið að nota mismunandi verð. Einar segir að með því leggi Samkeppniseftirlitið að jöfnu tvenn mjög ólík viðskipti. Einar segir að með því að bera saman verð á hrámjólk sem seld var Mjólku í tíð fyrri eigenda og annarra fyrirtækja sömu eigenda og eftir að fyrirtækið var komið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sé ekki verið að bera saman sam- bærilega hluti. „Þegar fram- leiðslan var endurskipulögð voru vörur með hárri framlegð færðar frá Kaupfélagi Skagfirðinga til Mjólkursamsölunnar og í staðinn fær KS meiri mjólk á því verði sem bændur fá greitt fyrir hana. Svona hefur fyrirkomulagið verið, þegar mjólk hefur verið miðlað í þessu samstarfi, frá árinu 2007. Það er margbúið að rýna þetta fyrirkomulag með hliðsjón af lög- unum og lögfræðingar okkar hafa ætíð verið þeirrar skoðunar að ekkert í því stangist á við lög,“ segir Einar. Hann bætir því við að vel megi hugsa sér annað fyrir- komulag við að bæta mjólkurbúum innan samstæðunnar upp fram- legðar- eða tekjutap vegna til- flutnings verkefna. „Það sem öllu skiptir er að menn missi ekki sjónar á þeirri hagræðingu sem þetta samstarf MS og KS hefur skapað og með hvaða hætti þeirri hagræðingu hefur verið skilað til neytenda.“ Kostnaður og tekjutap Mjólkursamsalan seldi Mjólku hrámjólkina á verði sem verðlags- nefnd búvöru gaf út fyrir „mjólk í lausu máli“. Samkeppniseftirlitið sýnir fram á að það verð sé ætlað fyrir gerilsneydda mjólk sem þeg- ar hefur verið unnin í afurðastöð og því augljóslega dýrari en óger- ilsneydd hrámjólk enda ólíkur kostnaðargrunnur þar að baki. Það var ekki fyrr en sl. vor, eftir að rannsóknartímabili Samkeppn- iseftirlitsins á málefnum Mjólku og tengdra fyrirtækja var lokið, að verðlagsnefndin gaf út sérstakt verð fyrir óunna mjólk. Einar Sigurðsson segir að um áratuga skeið hafi verið miðað við ákvörðun verðlagsnefndar um mjólk í lausu máli þegar um hefur verið að ræða sölu milli ótengdra mjólkurbúa, hvort sem hún var gerilsneydd eða ógerilsneydd. „Þarna er verið að reyna að hár- toga þetta á tæknilegum for- sendum. Það er hægt að færa fyr- ir því gild rök að kostnaðurinn við umsýslu ógerilsneyddrar mjólkur í þessum viðskiptum sé að minnsta kosti jafn hár og við gerilsneydda mjólk,“ segir Einar. En fyrir hvað voru fyrri eig- endur Mjólku að greiða með þess- um verðmun? Einar nefnir kostn- aðarliði sem bætast ofan á mjólkina eftir að bóndanum hefur verið greitt sitt, svo sem útjöfnun kostnaðar sem tryggir bændum um allt land sama aðgang að markaði, kostnað við birgðahald sem kemur til af þeirri skuldbind- ingu MS að kaupa alla mjólk óháð eftirspurn, svo og lyfja- og gæða- prófanir. Einar segir að kostnaður við birgðahald sé að aukast veru- lega um þessar mundir vegna þess munar sem er í eftirspurn á mark- aði eftir fitu- og próteinhluta mjólkurinnar. Spurn eftir fitu hef- ur stórlega aukist. Til þess að anna henni hefur mjólkurfram- leiðsla verið aukin og þá þarf að selja próteinið sem er umfram innanlandsmarkað á erlendan hrá- vörumarkað. Reynt er að efla út- flutning á skyri en gera þarf und- anrennuduft úr afgangnum og fyrir það fæst frekar lágt verð. Einar hafnar því að Mjólk- ursamsalan hafi í ljósi yfirburð- arstöðu sinnar á markaði verið að svína á Mjólku og drepa af sér samkeppni. Hann nefnir að það verð sem miðað hafi verið við sé háð opinberri verðlagningu og hafi lækkað mjög á síðustu árum í samanburði við verð til bænda. Þannig hafi verðið verið 55% yfir verði til bænda á árinu 1997. Á árinu 2008, þegar Mjólka hafi keypt hvað mest af mjólk af MS, hafi verðið verið á bilinu 26% og allt niður í 11% yfir verði til bænda og hækkað aftur upp í 21% á árinu 2009. Hann leggur áherslu á að þessi verðþróun tengist ekki á nokkurn hátt sölu mjólkur til fyrirtækja Ólafs Magnússonar. Verðið taki einfaldlega mið af þró- un heildsöluverðs drykkjar- mjólkur. Verðið til bænda hafi hækkað eftir hrun, til að hjálpa þeim að komast yfir hjalla mikilla kostnaðarhækkana vegna geng- isfalls krónunnar en heild- söluverðið, meðal annars á mjólk í lausu máli, ekki hækkað samsvar- andi. Því hafi sú verðhækkun ver- ið á kostnað fyrirtækisins sem ber ábyrgð á söfnun og birgðahaldi Mjólkursamsölunnar. „Verðlags- nefnd ákvað síðan 2009 að hækkun á markaði kæmi fyrst og fremst til vinnslunnar vegna þeirrar miklu hækkunar sem bændur höfðu fengið 2008. Af því leiddi að verðskrá fyrir allar mjólkurafurðir breyttist 2009, þar á meðal fyrir mjólk sem seld er á milli mjólk- urbúa, án þess að verð til bænda hækkaði.“ Skilað til neytenda Sú umræða sem orðið hefur um Mjólkursamsöluna í kjölfar úr- skurðar Samkeppniseftirlitsins hefur reynt á starfsmenn fyr- irtækisins og eigendur sem eru nánast allir kúabændur í landinu. „Þetta er fyrirtæki á breyt- ingaskeiði. Við höfum í áratug unnið að stöðugri hagræðingu sem tekið hefur til allra þátta starf- seminnar. Það er búið að fækka vinnslustöðvum og almennu starfsfólki og stjórnendum hefur fækkað um þriðjung. Framleiðni mæld í lítrum mjólkur hefur vaxið um meira en 50%. Því hefur öllu verið skilað til neytenda í gegnum ákvarðanir verðlagsnefndar. Allt hefur þetta tekið á en starfsfólkið hefur unnið þetta mikilvæga verk- Ætlum að endurvinna traust  Forstjóri Mjólkursamsölunnar lýsir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að fara vel yfir málin áður en núverandi fyrirkomulagi verði kollvarpað  Hagræðing hefur skilað sér í lægra mjólkurverði til neytenda Morgunblaðið/Ómar Dreifing Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að framleiðni fyrirtækisins hafi aukist um 50% á síðustu tíu árum, miðað við framleidda lítra. Áfram er unnið að hagræðingu í rekstri Mjólkursamsölunnar. „Hagræðingin hefur skilað miklu til neytenda og bænda,“ segir Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Sam- taka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrverandi landbún- aðarráðherra. Útreikningar sem gerðir hafa verið fyrir SAM sýna að frá árinu 2004 hefur árlegur vinnslu- kostnaður mjólkur lækkað um 2 milljarða króna. Svarar það til 20 kr. á hvern lítra nýmjólkur eða 200 króna á hvert kíló osts. Guðni var landbúnaðarráðherra þegar samruni og samvinna fyr- irtækja í mjólkuriðnaði var heimiluð með breytingu á búvörulögum. Þeg- ar Guðni kom í ráðuneytið, á árinu 1999, leið að því að undanþága bú- vara rynni út og mjólkuriðnaðurinn færi að fullu undir samkeppnislög. „Það komu fram áhyggjur af fá- keppni á smásölumarkaði, ekki síst frá smærri verslunum á höfuðborg- arsvæðinu og úti um landið. Margir töldu að verslanirnar yrðu undir í samkeppninni þegar stóru versl- anakeðjurnar krefðust þess að fá af- slátt af mjólkurvörum eins og öðrum vörum. Ekki hefði verið hægt að hafa sama heildsöluverð og tryggja svipað verð á mjólkinni út úr búð um allt land,“ segir Guðni um aðdraganda lagasetningarinnar. Hann segir að aukinn meirihluti hafi verið fyrir breytingunni á Alþingi. Lægsta mjólkurverðið Hann telur að lagabreytingin 2004 hafi skilað tilætluðum árangri. Í sam- antekt ráðgjafa SAM er rifjað upp að vinnslustöðvum hafi fækkað úr 17 í 5 á síðustu 25 árum. Mjólkurafurðum er nú dreift frá tveimur stöðum í stað sextán. Skyrgerð er aðeins á Selfossi og Akureyri en var á 16 stöðum. „Þessi umbylting var nauðsynleg til þess að ná fram hagkvæmni en hún hefur verið sársaukafull og haft sín áhrif á atvinnulíf á þéttbýlisstöðum landsins,“ segir þar. Guðni segir að starfsfólki í mjólkuriðnaði hafi fækkað um 30% frá því búvörulögin voru sett. Það hafi gerst þrátt fyrir að sala á mjólk- urafurðum hafi aukist um 25% á síð- ustu tíu árum og Íslandsmet verið Hagræðing skilað milljörðum  Guðni Ágústs- son er ánægður með árangur mjólkuriðnaðarins Morgunblaðið/Ómar Vegamót Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM, segir að finna þurfi aðferðir til að opna leið fyrir ungt fólk inn í kúabúskap. Margir hafi áhuga. Hagræðing afurðastöðva í mjólk 1989 2014 Mjólkurpökkun Jógúrt Skyrgerð Ostagerð (brauðostar) Smjörgerð Mozzarellaostur Vörulager/dreifing 17 16 16 7 16 3 16 2 1 2 2 3 2 2 Heimild: SAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.