Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 22

Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 22
BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Menn hafa of einfalda mynd af flæði peninga í nútímahagkerfinu,“ segir Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands. Hann er þeirrar skoðunar að hefðbundin hagstjórnartæki seðlabankanna hafi ekki skilað tilskildum ár- angri við að stýra magni peninga í umferð. Ásgeir lauk nýlega doktors- prófi frá Gauta- borgarháskóla þar sem hann fjallaði í ritgerð sinni um sjóðstreymi í bönkum. Sjóðstreymi er heiti á breytingu á handbæru fé félags á ákveðnu rekstrartímabili og lýsir streymi peninga í eða úr sjóði félagsins. Könnun Ásgeirs á ársreikningum átta stærstu banka Norðurlanda leiddi í ljós að fjórir stærstu bankar Svíþjóðar voru með neikvætt sjóð- streymi frá rekstri í átta ár af tíu. „Þrátt fyrir það gátu þeir alltaf fjár- magnað sig og enginn gerði athuga- semdir við þetta. Af öllum þeim bankamönnum sem ég tók viðtöl við áttu allir nema einn í vandræðum með að útskýra þetta neikvæða sjóðstreymi,“ segir Ásgeir. Bankar framleiða peninga „Það væri almennt álitið slæmt fyrir fyrirtæki að vera með nei- kvætt sjóðstreymi frá rekstri en svo er ekki í tilviki banka,“ segir Ás- geir. Ólíkt venjulegum fyrirtækjum þurfi bankar ekki á peningum að halda til að geta stundað sína starf- semi. „Peningar eru varan sem bankarnir bjóða upp á, þeirra starf- semi felst í að lána út peninga og þeir framleiða peninga með útlán- um sínum.“ Ásgeir segir stærstan hluta pen- inga í hagkerfinu búinn til af við- skiptabönkum. „Bankar þurfa ekki að taka við sparnaði til að veita lán, heldur geta þeir einfaldlega lánað út nýja peninga gegn skuldabréfi sem myndar innstæðu á reikningi lántakandans.“ Skuldabréfið skapi eign á efnahagsreikningi bankans þar sem um sé að ræða skuld við bankann, innstæða lántakandans sé skuld bankans á móti. „Þetta felur í sér að enginn sparifjáreigandi hafi fyrst þurft að leggja peninga til hliðar fyrir láninu.“ Ásgeir segir þessa staðreynd út- skýra hvers vegna bankar geti verið með langvarandi neikvætt sjóð- streymi frá rekstri. „Á tímum út- lánaþenslu er neikvætt sjóðstreymi hjá bönkunum. Sjóðstreymið verður hins vegar jákvætt þegar útlána- þenslunni léttir og þegar innistæður aukast. Ásgeir bendir þó á, að sú stað- reynd að bankar geti búið til pen- inga þýði ekki að þeir geti búið til endalaust af nýjum peningum. „Fagleg bankastarfsemi hefur í för með sér að bankar eigi að lána út til þeirra sem geta greitt til baka.“ Sú skylda eigi að koma í veg fyrir að þeir láni peninga út í hið óendan- lega. „Seðlabankar reyna að hemja útlánaþensluna með bindiskyldu, stýrivöxtum og eiginfjárkröfu en þessi hefðbundnu tæki virðast ekki hafa dugað til að hemja þensluna.“ Seðlabankar bregðast við Ásgeir segir að flæði peninga sé flóknara en svo. „Menn hafa of ein- falda mynd af flæði peninga í nú- tímahagkerfinu, með því að halda að við getum stýrt magni peninga í umferð einfaldlega með stýrivöxtum og bindiskyldu.“ Hann segir seðla- banka heimsins hafa gripið til nýrra vopna. „Núna er til að mynda verið að innleiða fleiri alþjóðlegar reglur eins og Basel III frá Alþjóða- greiðslumiðlunarbankanum.“ Verið sé að samhæfa reglugerðir í Evrópu og Seðlabanki Evrópu hafi fengið aukið eftirlitshlutverk með stærstu bönkum álfunnar, til viðbótar við bankaeftirlit í hverju landi. „Það er hins vegar óvíst að þetta dugi til að hafa áhrif á skuldsetninguna í heim- inum,“ segir Ásgeir. Hann segir svokallaðar þjóðhags- varúðarreglur mikið til umræðu og nefnir sem dæmi að fjármálaeftirlit Svía og Norðmanna hafi sett reglur um 85% útlánaþak vegna húsnæð- islána og nú sé rætt um ákveðið lág- marks endurgreiðsluhlutfall. „Við eigum ennþá eftir að læra heilmikið af hinu alþjóðlega fjár- málahruni. Nú stendur yfir spenn- andi breytingarferli sem væri áhugavert að rannsaka frekar,“ seg- ir Ásgeir. Flæði peninga í hagkerfinu flóknara en áður var talið Morgunblaðið/Árni Sæberg Peningar Ásgeir Brynjar segir megnið af peningum búið til í viðskiptabönkum.  Doktor í viðskiptafræði segir seðlabanka hafa gripið til nýrra hagstjórnartækja Ásgeir Brynjar Torfason 22 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014                                     ! "# ! $  !!$ ! " $ "! #%%% &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  $  #%" $ " ! !#$% !  $! $" #"$    # % #" $%$ !! !!"  $ % # $$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagfræðideild Landsbankans og greiningardeild Arion banka spá því að peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands muni halda stýrivöxtum óbreytt- um í 6% á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 1. október næstkomandi. Telur Landsbankinn líklegt að verð- bólga verði í kringum 2% út árið. Fátt bendi jafnframt til verulegrar hækkunar verðbólgu á fyrri helmingi næsta árs. Tólf mánaða verðbólga er 1,8%. Helstu áhyggjur peningastefnu- nefndar á síðasta vaxtaákvörðunarfundi voru kröftugur vöxtur einkaneyslu og væntingar um harðan tón í kjara- viðræðum. Var nefndin því frekar þeirr- ar skoðunar að hækka þyrfti vexti á næstu misserum. Greinendur Arion banka telja hins vegar líklegt að tónninn muni nú mildast eitthvað. Landsbankinn og Arion spá óbreyttum vöxtum STUTTAR FRÉTTIR ... Hörður Ægisson hordur@mbl.is Landsbankinn hafnar því alfarið að bankann vanti átján milljarða í er- lendum gjaldeyri til að geta greitt að fullu til baka 228 milljarða gjald- eyrisskuld sína við gamla Lands- bankann (LBI). „Landsbankinn er ósammála forsendum og ályktunum LBI, sem vísað er til í frétt Morg- unblaðsins, og telur þær í besta falli vera löngu úreltar,“ segir Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjár- mála, í samtali við Morgunblaðið. Frá því var greint í Viðskipta- Mogganum í fyrradag að það væri mat eftirlitsmanns LBI yfir tilteknu eignasafni Landsbankans að hluti lána sem eru bókfærð sem erlend eign – 36 milljarðar króna – muni ekki skila bankanum samsvarandi tekjum í erlendri mynt. Því telur eftirlitsmaður LBI að Lands- bankann muni að óbreyttu vanta að lágmarki 18 millj- arða til að geta staðið við skuld- ina. Hefur gjald- eyrisþörf Lands- bankans, samkvæmt útreikningum LBI, hins vegar minnkað á síðustu misserum en í ársbyrjun 2013 taldi slitastjórnin að gjaldeyrisþörfin væri um 60 milljarðar. Meiri gæði útlánasafnsins Hreiðar segir að frá stofnun Landsbankans árið 2008 hafi útlána- stefna bankans byggst á því grund- vallaratriði að útlán í erlendum gjaldmiðlum séu einungis veitt þeim sem hafa einnig gjaldeyristekjur. „Sá hluti núverandi lánasafns Landsbankans sem fluttist yfir frá LBI árið 2008,“ útskýrir Hreiðar, „var að hluta til af öðrum meiði. Gengislánadómar og fjárhagsleg endurskipulagning viðskiptavina Landsbankans undanfarin ár, þar sem stuðst er við sömu kröfur varð- andi tekjur lántakenda í erlendum gjaldmiðlum og gerðar eru varðandi ný útlán, hafa gert það að verkum að gæði útlánasafnins í erlendri mynt eru allt önnur og meiri en þau voru 2008. Staðan í dag er því sú að aðeins hverfandi hluti af útlánasafni Landsbankans í erlendri mynt mun skila bankanum tekjum í krónum en ekki samsvarandi tekjum í gjald- eyri.“ Landsbankinn hafnar alfarið útreikningum LBI  Fjármálastjóri Landsbankans segir að hverfandi hluti út- lánasafns í erlendri mynt skili bankanum tekjum í krónum Hreiðar Bjarnason Forsætisráðherra skipaði í mars starfshóp sem kanna á mögu- legar endurbætur á pen- ingakerfinu, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu. Á hópurinn að meta hvort tilefni sé til umbóta á brotaforðakerfinu, þ.e. hvernig bankar búa til peninga, og gera grein fyrir helstu valkostum. Formaður hópsins er Frosti Sigurjónsson, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, en auk hans skipa hópinn hagfræð- ingarnir Davíð Stefánsson og Kristrún Frostadóttir. Stefnt er að því að hópurinn geri grein fyrir niðurstöðum sínum von bráðar. Styttist í skýrsluskil STARFSHÓPUR UM END- URBÆTT PENINGAKERFI Hátíðarsamkoma í hátíðarsal Íþróttahúss Álftaness laugardaginn 4. október 2014 kl. 14:00 - 16:00 BESSASTAðIR OG BJARNASTAðASKÓLINN Kynnir Gunnar Valur Gíslason Tónlist Haukur Heiðar Ingólfsson Setning Kristinn Guðmundsson ERINDI Vigdís Finnbogadóttir "Bessastaðir og Bjarnastaðaskólinn" Guðmundur Andri Thorsson "Benedikt Gröndal og Bessastaðaskóli" Pétur H. Ármannsson "Skólahúsið á Bjarnastöðum" Anna Ólafsdóttir Björnsson "Bjarnastaðaskóli -menntastofnunmeðmörg hlutverk" VEITINGAHLÉ Kynnir Sæbjörg Einarsdóttir MINNINGAR Klemenz Gunnlaugsson "Klemens Jónsson skólastjóri" Auðbjörg Inga Kristjánsdóttir "Já, þá var öldin önnur á Álftanesinu, eins og víðar" Úlfar Ármannsson "Starf Ungmennafélagsins í Bjarnastaðaskóla" LOKAORÐ Sturla Þorsteinsson forseti bæjarstjórnar BJARNASTAÐIR Opið hús og sýning á myndum ogmunum sem tengjast skólanum, að lokinni dagskrá Dagskráin er skipulögð af Félagi áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla og Fugla- og náttúrúverndarfélagi Álftaness, í samvinnu við Garðabæ. ALDARAFMÆLI SKÓLAHÚSSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.