Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014                                    ! " ##$%&'(' )))  *  BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Samtök íslamista, sem kalla sig nú „Ríki íslams“, komu fram á sjónar- sviðið í Írak árið 2006 og kenningar þeirra eiga rætur að rekja til svo- nefndra wahabíta, íslamsks strang- trúarflokks súnníta sem kom fram í Sádi-Arabíu á átjándu öld. Eins og íslamistarnir, sem hafa náð stórum svæðum í Sýrlandi og Írak á sitt vald, urðu wahabítarnir fljótlega illræmdir fyrir að drepa unnvörpum þá sem ekki vildu sætta sig við túlkun þeirra á kennisetning- um Múhameðs spámanns. Wahabít- ar leggja áherslu á skyldu múslíma til að hjálpa fátækum en einnig á fyrirmæli eins og þau að konur skuli standa skör lægra karlmönnum, eigi að hylja sig kufli og megi ekki aka bíl. Konungsfjölskyldan í Sádi-Arab- íu hefur alltaf stutt wahabíta sem urðu því mjög áhrifamiklir þegar konungsríkið var stofnað árið 1932. Stjórnvöld í arabaríkjunum við Persaflóa hafa lagst gegn samtökum íslamistanna sem hafa lýst yfir stofn- un kalífadæmis á yfirráðasvæðum sínum í Sýrlandi og Írak. Ráðamenn- irnir í arabaríkjunum óttast að sam- tökin fái marga íbúa landanna til liðs við sig og ráðist jafnvel á þau. Araba- ríkin hafa því tekið þátt í loftárásum Bandaríkjahers á liðsmenn samtak- anna. „Ótamdir wahabítar“ Það er því nokkuð vandræðalegt fyrir ráðamennina í Sádi-Arabíu að íslamistarnir skuli hampa kenning- um wahabíta, meðal annars í skólum á yfirráðasvæðum þeirra. Bernard Haykel, prófessor við Princeton-háskóla og sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, telur að íslamistarnir í Ríki íslams dragi meiri dám af wahabítum en öðrum trúarhópum súnníta. „Þeir eru nokk- urs konar ótamdir wahabítar,“ hefur The New York Times eftir honum. Haykel segir að leiðtogar Ríkis ísl- ams (ýmist skammstafað IS, ISIS eða ISIL á ensku) hafi ekki sömu af- stöðu til ofbeldis og hryðjuverka- samtökin al-Qaeda. Fylgismenn al- Qaeda telji að múslímaríkin hafi látið leiðast út guðleysi eða villutrú með fylgispekt við Vesturlönd og líti á of- beldi og hryðjuverk sem tæki til bjarga múslímalöndunum. Öðru máli gegni um liðsmenn Ríkis íslams sem telji ofbeldið nauðsynlegt til að „hreinsa og göfga“ samfélag hinna trúuðu, líkt og wahabítarnir forðum. „Ofbeldi er hluti af hugmynda- fræði þeirra,“ hefur The New York Times eftir Haykel. „Í huga fylgis- manna al-Qaeda er ofbeldi leið að settu marki; í huga ISIS-manna er það markmið í sjálfu sér.“ Hatast við aðra íslamista Ofbeldi vígasveita íslamistanna í Sýrlandi og Írak hefur einkennst af skefjalausri grimmd. Vígamennirnir hafa herjað á aðra trúarhópa, svo sem kristna menn og sjíta og jafnvel súnníta sem sætta sig ekki við túlkun þeirra á boðskap Múhameðs spá- manns. Vígasveitirnar hafa framið fjöldamorð, pyntað og hálshöggvið fólk og tugum þúsunda „trúleys- ingja“ hefur verið stökkt á flótta. Þeir sem ekki vilja ganga til liðs við þá eða viðurkenna ekki kenningar þeirra eru álitnir réttdræpir óvinir. Leiðtogar Ríkis íslams líta jafnvel á aðra íslamista sem villutrúarmenn og þar með óvini sína. Til að mynda hatast þeir við leiðtoga Hamas-sam- taka Palestínumanna sem stefna að því að stofna íslamskt ríki í allri Pal- estínu. Þeir telja leiðtoga Hamas verðskulda dauðarefsingu vegna þess að þeir sömdu um vopnahlé við Ísraela. Samtök íslamistanna í Sýrlandi og Írak eru ekki þau einu sem stefna að AFP Á flótta Sýrlenskir Kúrdar við landamærin að Tyrklandi eftir að hafa flúið þangað vegna grimmdarverka vígasveita samtakanna Ríkis íslams. Ofbeldið markmið í sjálfu sér  Samtökin Ríki íslams að ýmsu leyti ólík öðrum samtökum íslamista  Hugmyndir þeirra taldar eiga rætur að rekja til wahabíta  Líta á alla sem sætta sig ekki við kenningar þeirra sem réttdræpa óvini Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Abu Bakr al-Baghdadi er stríðsnafn 43 ára íslamsks fræðimanns, sem þótti sérlega markheppinn í fótbolta á yngri árum sínum, en varð seinna einn af skæðustu hryðjuverkafor- ingjum heims. Hann er nú leiðtogi samtaka íslamista, Ríkis íslams, sem hafa lýst yfir stofnun kalífadæmis á yfirráðasvæðum sínum í Sýrlandi og Írak. Síðan hafa fylgismenn hans nefnt hann Ibrahim kalífa. Baghdadi fæddist í borginni Sam- arra árið 1971 og fékk nafnið Awwad Ibrahim Ali al-Badri al-Samarrai. Hann er kominn af klerkum úr röð- um súnníta og ólst upp í Samarra en hóf ungur nám í Bagdad. Þeir sem kynntust Baghdadi í höfuðborginni segja að hann hafi verið feiminn og hlédrægur náms- maður. Hann er sagður hafa verið mikill markaskorari í fótboltaliði ungmenna sem sóttu mosku hans í Bagdad. „Hann var okkar Messi í fótbolt- anum,“ hefur breska blaðið The Daily Telegraph eftir Abu Ali, einum leikmanna liðsins. „Hann var bestur í liðinu okkar.“ Abu Ali segir að Baghdadi hafi leigt herbergi í húsi við mosku í Tobchi, fátækrahverfi í höfuðborg- inni. „Hann kom til Tobchi þegar hann var átján ára. Hann var hæg- látur maður, mjög hæverskur.“ Baghdadi stundaði nám við Ísl- amska háskólann í Bagdad og stjórnaði bænum í mosku sinni á námsárunum. Hann lauk doktors- prófi og sérhæfði sig í íslamskri menningu, sögu, sjaría-lögum og réttarheimspeki. Fylgismenn hans segja að hann sé einnig skáld. Eftir að náminu lauk kvæntist Baghdadi og tæpu ári síðar eign- uðust hjónin son. Þegar innrásin í Írak var gerð árið 2003 undir for- ystu Bandaríkjahers lifði Baghdadi enn venjulegu fjölskyldulífi í höfuð- borginni, að sögn borgarbúa sem þekktu hann. Hann fór þaðan um ári síðar eftir að hafa átt í deilum við eiganda moskunnar og íbúðar sem hann leigði. Bandaríski herinn hand- tók hann seint á árinu 2005 og sakaði hann um að hafa tekið þátt í pynt- ingum og manndrápum vopnaðs Maðurinn sem kallar sig kalífa  Var hlédrægur og hæverskur náms- maður  „Var okkar Messi í fótbolta“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.