Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 kalífadæmi. Osama bin Laden, leið- togi al-Qaeda, átti sér einnig þann draum að sameina araba í eitt kalífa- dæmi eins og var fyrstu aldirnar eft- ir dauða Múhameðs spámanns. Bræðralag múslíma í Egyptalandi og fleiri samtök, sem hafa boðað stofnun íslamsks ríkis, hafa líka haft það að lokamarkmiði að sameina araba í kalífadæmi. Þessi samtök hafa þó litið á stofnun slíks kalífa- dæmis sem mjög fjarlægt markmið. Leiðtogar Ríkis íslams sýna hins vegar enga biðlund og telja það skyldu allra múslíma að framfylgja öllum fyrirmælum Allah þegar í stað – ekki í áföngum. Þótt þeir hafi aðeins látið til sín taka í Sýrlandi og Írak hafa leiðtogar Ríkis íslams hótað að leggja Jórd- aníu og Líbanon undir sig. Þeir segj- ast einnig ætla að „frelsa Palestínu“ og tortíma Ísraelsríki. Miklar tekjur af olíuvinnslu Ekki er vitað hversu margir liðs- menn vígasveita íslamistanna eru í Sýrlandi og Írak. Bandaríska leyni- þjónustan CIA telur að samtökin séu með 20.000 til 31.500 menn undir vopnum. Aðrir telja að þau séu með meira en 50.000 liðsmenn í Sýrlandi einu, þeirra á meðal allt að 20.000 frá öðrum löndum, svo sem arabaríkj- um, Tétsníu og Evrópulöndum, að sögn fréttaveitunnar AFP. Eignir samtakanna eru metnar á um 250 milljarða króna og þau eru nú álitin auðugustu hryðjuverka- samtök heims. Samtökin reiddu sig í fyrstu á fjárhagslegan stuðning auð- manna í arabaríkjum en eru nú orðin sjálfum sér nóg um fjármagn. Þau hafa haft miklar tekjur af olíuvinnslu á svæðum sínum, sköttum, tollum, smygli, fjárkúgunum og mannránum til að krefjast lausnarfjár, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkis- útvarpsins. Mosul BAGDAD Najaf DAMASKUS Raqa Deir Ezzor Suruc Samtök íslamista, Ríki íslams (IS), náðu stórum svæðum í Sýrlandi og Írak á sitt vald í sókn sem hófst í júní Qamishli Hasakah Aleppo Homs Hama BEIRÚT JÓRDANÍA LÍB . M ið ja rð ar ha f TYRKLAND SÁDI- ARABÍA Sinjar Kirkuk Arbil ÍRAK SÝRLAND Karbala Fallujah Ramadi Heimild: ISW Sókn vígasveita íslamista 100 km Svæði á valdi IS Árásir liðsmanna IS Bakland IS Ain al-Arab Bretar hefja árásir » Þing Bretlands samþykkti í gær tillögu um að heimila breska hernum að hefja loft- árásir á liðsmenn samtakanna Ríkis íslams í Írak. Tillagan var samþykkt með 524 atkvæðum gegn 43. » Bandaríkjaher hóf loftárásir á vígasveitir samtakanna í Írak í síðasta mánuði og í Sýrlandi á mánudaginn var. Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku fursta- dæmin hafa tekið þátt í loft- hernaðinum. » Alls hafa yfir 40 ríki boðist til að taka þátt í aðgerðunum gegn samtökunum. hóps í bænum Qaim í Anbar-héraði. Hann var látinn laus árið 2009 og var þá ekki álitinn á meðal hættulegustu fanganna. „Hann var slæmur náungi en ekki verstur illfyglanna,“ sagði yfirmaður fangelsisins síðar í viðtali. Sagður afkomandi Múhameðs Fátt er vitað um hvernig Bagh- dadi varð leiðtogi hryðjuverka- samtakanna. Einn af samstarfs- mönnum hans skrifaði ævisögu hans í fyrra og lagði þar áherslu á að Baghdadi væri einn af afkomendum Múhameðs spámanns. Hann vildi þannig sýna að Baghdadi uppfyllti eitt af höfuðskilyrðum þess að geta orðið kalífi, leiðtogi allra múslíma. Kalífi er titill andlegs leiðtoga múslíma á öldunum eftir andlát Mú- hameðs spámanns. Kalífar urðu síð- ar veraldlegir valdsmenn og taldir þiggja vald sitt frá Allah. Fyrsti kal- ífinn var Abu Bakr, tengdafaðir Mú- hameðs, og enginn gat orðið kalífi nema hann gæti rakið ættir sínar til fjölskyldu Múhameðs. Þegar Bagh- dadi valdi sér stríðsnafn tók hann sér nafn fyrsta kalífans. Kalífinn í Bagdad varð valdalaus árið 1258 og síðasti kalífinn af ætt Abbasída afsalaði sér titlinum til Tyrkjasoldáns 1517. Hann hélt titl- inum til 1924 og síðan hefur enginn borið titilinn. Þótt Baghdadi kalli sig kalífa fer því fjarri að hann njóti viðurkenningar sem leiðtogi allra múslíma. AFP Hryðjuverkaforingi Abu Bakr al-Baghdadi kallar sig Ibrahim kalífa og kveðst vera leiðtogi allra múslíma. Hér flytur hann ávarp við mosku í Mosul. Starfsmenn sjúkrahúss í Monróvíu í Líberíu opna fyrir manni sem kom með mat handa syni sínum sem liggur á sjúkrahúsinu eftir að hafa smitast af ebólu. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin sagði í gær að hægt yrði að hefja notkun tilraunabóluefnis gegn ebólu í Líberíu og fleiri Vestur-Afríkuríkjum snemma á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að þúsundir manna geti þá fengið bóluefnið. Nær 3.000 V-Afríkumenn hafa dáið í ebólufaraldri. Boða bóluefni gegn ebólu AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.