Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 26

Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópskitungu-máladag- urinn var haldinn hátíðlegur í gær. Að þessu sinni var hann helgaður fornmálunum og þörfinni á að læra þriðja tungu- mál á eftir móðurmáli og ensku. Það er vel, því að hin síðari ár hefur of mikil áhersla verið lögð á enskunám á kostnað annarra tungumála og sú tilfinning jafn- vel skotið rótum að enskukunn- átta ein og sér sé nægileg til þess að fleyta fólki áfram á er- lendri grund. Þó að enskan sé mikilvægasta erlenda tungu- málið fer því fjarri að hún nægi sem eina erlenda tungumálið. Að vissu leyti er hér um sjálf- skaparvíti að ræða. Tilhneiging hefur verið til þess hin síðustu ár að líta niður á nám á tungu- málabrautum framhaldsskól- anna og telja þá menntun að einhverju leyti verri en þá menntun sem hægt sé að verða sér úti um á náttúru- eða raun- vísindabrautum. Þegar hag- ræðingarkrafan verður ofan á er því freistandi að fórna tungu- málunum og beina fjármun- unum sem þangað fara annað. En eins og bent hefur verið á getur sá sparnaður verið dýr. Tapið sem hlýst af því að glutra niður tungumálakunn- áttu sést ekki endilega í bók- haldinu þó að það komi líklega fram þar einnig. Tapið er þó vissulega til staðar og verður tilfinnanlegra eftir því sem tím- inn líður, þar sem erfiðara verð- ur að finna mennt- aða kennara til þess að kenna mál- in, og þar af leið- andi erfiðara að snúa blaðinu við. Eitt lýsandi dæmi um þetta má nefna en það er staða latín- unnar hér á landi. Nú er hvergi hægt að læra latínu á fram- haldsskólastigi, nema við hina gamalgrónu fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Og meira að segja þar hefur latínan átt undir högg að sækja því að lagt var hart að skóla- meisturum þar að draga úr og jafnvel afnema latínukennsluna og breyta tungumáladeildunum í félagsfræðibrautir. Erfitt er að ímynda sér latínuskólann án latínukennslu og þó að enginn finnist lengur sem talar latínu að móðurmáli er latínan engu að síður grunnurinn að öllum róm- önsku tungumálunum, auk þess sem latína og forngríska mynda saman stofninn að nánast öllum orðaforða vísinda og fræða. Það eru gömul sannindi og ný, að ekki er hægt og ekki er æskilegt að steypa alla nem- endur í sama mót. Að sama skapi má vel íhuga það, að þó að stundum sé nauðsynlegt að gera umbætur í menntakerfinu mega þær ekki leiða til þess að framhalds- og menntaskólarnir okkar tapi sérkennum sínum. Um leið verður að efla á ný kennslu á tungumálum, fornum sem nýjum, því að slík kunnátta er dýrmæt og má ekki glutrast niður. Ekki má þrengja um of að tungumála- kennslu} Tungumálin opna dyr Ilham Tohti erhagfræðingur og hefur talað máli Uighura í Kína, enda kemur hann úr þeirra röðum. Á þriðjudag var Il- ham (Uighurar hafa svipað nafnakerfi og Íslendingar, seinna nafn er ekki fjölskyldu- nafn heldur fyrra nafn föður) fundinn sekur um „aðskiln- aðarhyggju“, dæmdur í lífstíð- arfangelsi og fyrirskipað að all- ar eigur hans skyldu gerðar upptækar. Réttarhöldin stóðu stutt yfir, tóku aðeins tvo daga. Ilham var handtekinn í janúar og hefur verið í haldi síðan. Samtökin Amnesty International gagn- rýna að lögmenn hans hafi aldr- ei fengið að sjá gögn málsins og þeim hafi að auki ekki verið leyft að hitta skjólstæðing sinn í sex mánuði. Uighurar búa flestir í Xinji- ang-héraði og þar hefur verið róstusamt undanfarin ár. Kín- versk stjórnvöld hafa brugðist við sjálfstæðisviðleitni þeirra með hörku og ofbeldi, sem vak- ið hefur andúð í þeirra garð og kall- að fram örvænt- ingu. Ofbeld- isverkum aðskilnaðarsinna hefur verið svarað með offorsi. Í einu af málgögnum kín- verska kommúnistaflokksins sagði í dálki á leiðarasíðu í gær að allir þeir, sem vildu sundra Kína ættu að láta sér mál Il- hams sér að kenningu verða. Ilham hefur hafnað ofbeldi. Hann vill ekki aðskilnað, en aukna sjálfstjórn. Hann er rödd hófsemi í deilunni. Það gildir kínversk yfirvöld einu. Eins og venjulega bregð- ast þau við eins og þurs. Dóm- urinn yfir Ilham Tohti er út í hött og væri rétt að láta hann lausan. Dómurinn sviptir grím- unni af kínverskum valdhöfum. Hvað sem líður efnahagslegum framförum, aukinni velmegun og uppgangi Kínverja er Kína alræðisríki þar sem hver sá sem vogar sér að hreyfa mót- mælum hættir á að verða fyrir hrammi kommúnistaflokksins. Kínverjar ganga of langt með því að dæma Ilham Tohti í lífstíðarfangelsi} Offors gegn andófsmanni S vo mætti allavega halda. Börnum er, réttilega, kennt að fara ekki upp í bíl með ókunnugum, sérstaklega ókunnugum karlmönnum. Þessi ráð virðast þó vera að ganga lengra en kann að virðast eðlilegt. Og þó. Eins og Obama myndi orða það: Höfum eitt á hreinu. Ef helvíti er til, þá er sérstakur staður í helvíti helgaður þeim sem brjóta gegn börnum, og vil ég síður en svo gera lítið úr þeirri staðreynd að börn verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, sem getur haft skelfilegar afleiðingar og þarf að uppræta. Nýverið var á mbl.is sagt frá því að ungur drengur hefði sturlast af hræðslu þegar karl- maður, sem stöðvaði bílinn sinn fyrir honum á gangbraut, gaf drengnum bendingu um að fara yfir gangbrautina með því að veifa til hans með þar til gerðum hætti. Drengurinn tók bendingu mannsins, sem er undirrituðum ágætlega kunnugur, sem svo að hann væri að kalla hann inn í bílinn til sín. Atvik sem hefði getað farið eins og ofsahræðslan á gangbrautinni átti sér nefnilega stað meðan á dvöl minni í Vínarborg stóð á liðnu vori. Á leið minni heim úr skól- anum, rétt hjá heimili mínu, sá ég litla stúlku, kannski átta ára, sem hlaupahjólaði í hringi. Mér fannst eitthvað undarlegt við hvernig hún lét, þannig að ég gaf mig á tal við hana. Áður en ég gerði það hugsaði ég samt í örskots- stund, sennilega það sama og allt hitt fólkið sem hafði horft á hana en gengið framhjá: „Ætli einhver haldi að ég ætli að ræna henni, eða gera henni eitthvað þaðan af verra?“ „Vitleysa,“ hugsaði ég, beygði mig niður og spurði hvort allt væri í lagi. Stúlkan fór sam- stundis að hágráta, sem gerði mér þeim mun erfiðara um vik að skilja austurrísku þýskuna hennar. „Nein,“ sagði hún gegnum tárin. Hún var búin að týna mömmu sinni. Ég kynnti mig, spurði eftir nafni og hvar hún hefði síðast séð mömmu sína. Nafninu náði ég aldrei, en hún sagðist búa við Hermanngasse, sömu götu og ég, og hafa síðast séð mömmu sína þar. Við fórum því áleiðis í þá átt, þar sem mamman stóð um það bil 40 metra frá þeim stað þar sem stúlkan hafði hringsólað. Mamman var áhyggjufull og skammaði dóttur sína fyrir að stinga sig svona af, en var þakklát þessum ókunnuga manni sem kom henni til hjálpar. Þetta fær mann samt til að velta fyrir sér: Er verið að ala á of miklum ótta barna við ókunnugt fólk, sem í flest- um tilvikum væri líklegra til að koma barni í vanda til hjálpar heldur en hitt? Þegar þokkalega vandaðir menn þurfa að velta fyrir sér hvort það sé betri valkostur að ganga framhjá hræddu barni, en að bjóða fram aðstoð sína, þá fetum við ótroðnar slóðir, sem við vitum ekki hvert leiða okkur. Barnaníðingar eru gagnvart karl- mönnum það sem ofbeldisfull vélhjólasamtök eru gagn- vart venjulegum vélhjólamönnum: 1%. Heimurinn er ekki að versna. Við erum bara hræddari við hann. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Allir karlmenn eru ógn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldislaxar af norskum upp-runa sem veiddust íKleifaá í Patreksfirði ísumar virtust vera að búa sig undir hrygningu í haust. Frá þessu er greint í frétt á vef Veiði- málastofnunar (www.veidimal.is) sem rannsakaði laxana fyrir Fiski- stofu. Þeir höfðu ýmist veiðst í net eða á stöng. Í ljós kom að um var að ræða eldislaxa af norskum uppruna, líka þeim sem ræktaðir eru í sjó- kvíaeldi. Rifjað er upp í fréttinni að tilkynnt var um slys í nóvember 2013 þegar eldislaxar sluppu úr slát- urkví Fjarðalax. Fyrirtækið sagði að 200 laxar hefðu sloppið. Veiðimálastofnun fékk fyrst 20 laxa um miðjan júlí sl. úr Kleifaá í Patreksfirði. Rannsóknir staðfestu að um eldislaxa var að ræða. Stærð kynkirtla þeirra benti til þess að hluti þeirra og mögulega allir stefndu á hrygningu. Síðar bárust 45 laxar sem veiðst höfðu í lok ágúst. Stærð kynkirtla bentu til þess að allir hefðu stefnt að hrygn- ingu í haust. Um var að ræða hrygn- ur og hænga. Ógnar villtum laxastofnum Guðni Guðbergsson, fiskifræð- ingur og sviðsstjóri hjá Veiðimála- stofnun, sagði að innan við brúna yf- ir Kleifaá væri ísalt lón og þar hefðu flestir laxarnir veiðst. Áin er ekki fiskgeng nema stuttan spöl. Hann segir að villtir laxar alist upp í ám og gangi svo til sjávar. Eftir vaxt- arskeið í hafinu komi þeir nær und- antekninglaust aftur í sínar heimaár og hrygni þar. Eldisfiskar úr kvíum hafa ekki fengið sama umhverfisáreiti og villtu fiskarnir. Ratvísi þeirra og eðlisávísun er ekki jafn skýr og tímasett og villtu laxanna. Guðni sagði að þegar drægi nær hrygn- ingu leituðu frjálsir eldislaxar að straumvatni til að hrygna. Í þessu tilfelli var vitað að fiskur hafði sloppið úr kvíum í Patreksfirði. Því komi ekki á óvart að þeir hafi leitað í ár í grenndinni. Guðni sagði marga hafa verið smeyka við að hér við land væri ver- ið að ala laxa af kynbættum norsk- um stofni. Ekki sé vitað með vissu hvaða áhrif hann kunni að hafa í náttúrunni sleppi hann úr haldi. „Reynsla annarra þjóða er sú að þar sem fiskeldi er stundað í sjókví- um þá gerist það að fiskar sleppi. Laxfiskar ganga upp í ár og bland- ast þar villtum fiskum. Því miður óttast maður að það kunni að geta gerst hér,“ sagði Guðni. Þetta mun m.a. hafa gerst í Noregi, Skotlandi og eins vestanhafs. En hvers vegna er þetta óæskilegt? Guðni segir að rannsóknir á erfðafræði villtra laxastofna sýni að þeir lagi sig að aðstæðum á hverjum stað. „Yfirleitt eru laxastofnar í að- liggjandi ám skyldari hver öðrum en stofnum í ám sem liggja lengra frá. Það er ekki mjög mikill samgangur á milli laxastofna frá Ameríku og Evrópu. Þeir eru því fjarskyldir. Ís- lenski villti laxinn er sérstakur og liggur eiginlega þar mitt á milli,“ sagði Guðni. Aðlögun laxastofnanna birtist m.a. í því hvenær þeir ganga til sjáv- ar og aftur úr sjó. Blandist þeir utanaðkomandi stofnum er hætta á að þessir eiginleikar tapist. Það er því hætta á að sérkenni ís- lenska laxins og aðlögun hans að aðstæðum hverfi blandist hann löxum af framandi stofn- um. Stöðugt innstreymi nýs erfðaefnis í t.d. 5-6 kynslóðir gæti útmáð það erfðaefni villtra laxa sem nú er til. Frjálsir eldislaxar að undirbúa hrygningu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldislax Í Patreksfirði hafa eldislaxar gengið upp í Kleifaá/Ósá. Unnið er að því að veiða eldisfiskinn. Það er óæskilegt að hann blandist villtum laxi. Unnið hefur verið að því að veiða eldislaxa sem gengið hafa í Kleifaá/Ósá, að sögn Guðna M. Eiríkssonar, sviðs- stjóra hjá Fiskistofu. Óvíst er hvort allir eldislaxar á ósa- svæðinu ganga upp ána og er talið ólíklegt að hægt verði að veiða þá alla. Netaveiðar verða stundaðar fram á haust í samvinnu við Fjarðalax ehf. til að ná fisk- unum. Örfáir fiskar, sem gætu verið af náttúrulegum uppruna eða úr sleppingum, hafa veiðst í þessu átaki. Þetta er ekki einsdæmi. Þannig er talið að eldislax hafi veiðst í Breiðdalsá árið 2005. Einnig er þekkt að eldislaxar af ís- lenskum uppruna höfðu áhrif á erfða- samsetningu laxa- stofnsins í Elliða- ánum. Reyna að veiða laxana ÓVÍST AÐ ALLIR LAXARNIR GANGI Í KLEIFAÁ/ÓSÁ Guðni Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.