Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Peysufatadagur Reynir Jónasson harmónikuleikari sá um að halda uppi fjörinu á árlegum Peysufatadegi Kvennaskólans í Reykjavík þar sem nemendur heimsóttu vistfólk á Grund. Ómar Nú liggja nið- urstöður skýrslu Barnavernd- arstofu fyrir árin 2012 og 2013 fyrir. Þar kemur fram greinileg aukning á tilkynningum til yfirvalda á milli ár- anna eða 8%. Til- kynningarnar vörðuðu 4.880 börn árið 2013 og voru þar drengir í meirihluta tilfella. Þá fjölgar tilkynningum í Reykjavík um 12% og á landsbyggðinni um 10%, en fækkar aðeins í ná- grenni við Reykjavík. Mál 69% barna sem tilkynnt var um á árinu 2013 fóru í könnun eða voru opin barnavernd- armál. Þetta hlutfall hefur farið vaxandi á síðustu árum, en t.d. var það 60% árið 2011. Það þarf að líta það alvar- legum augum að ekki sé vitað hvort þessi aukning stafi ná- kvæmlega af meira svigrúmi barnaverndarnefndar til þess að kanna mál og/eða hvort málin séu nú alvarlegri en fyrr, sér í lagi þegar um er að ræða eins alvarlegan mála- flokk og raun er. Samvinna þings og þjóða Á Norðurlöndum hefur Ís- land vakið athygli fyrir vinnu sína í félags- og barnavernd- arþjónustu, árangur þeirra verkefna hefur sýnt okkur fram á hve mikilvægt er að vinna forvarnarstarf og grípa strax í taum- ana þegar að eitthvað fer miður. Margir fagaðilar hafa komið til lands- ins til að kynna sér þá vinnu. Þarna er gott dæmi um styrkleika eins lands á sér- stöku sviði sem vel er hægt að miða áfram til annarra landa og þau geti nýtt sér í sinni vinnu. Þingmenn eiga stóran þátt í velferð barna, það er okkar hlutverk að búa til umhverfi þar sem forvarnir, inngrip sem fyrst og góð úrræði eigi sem greiðasta leið. Í skýrslu Barnaverndarstofu kemur fram að börnum á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum hefur fækkað í kjölfar auk- innar meðferðar barna í nær- umhverfi þeirra. Hluti af skyldu okkar alþingismanna er að vernd barna nái virki- lega til þeirra og utan um þau en endi ekki við þröskuld heimilanna. »Mál 69% barna, sem tilkynnt voru á árinu 2013, fóru í könnun eða voru opin barna- verndarmál. Jóhanna María Sigmundsdóttir Höfundur er alþingismaður. Vaxandi tölur Eftir Jóhönnu Maríu Sigmunds- dóttur Í 235. gr. al- mennra hegn- ingarlaga er kveðið svo á að aðdróttanir, sem verða muni virð- ingu manns til hnekkis, eða dreifing slíka aðdróttana, feli í sér refsivert brot gagnvart þeim sem ummælum er beint að. Á árinu 2012 drótt- aði Þorvaldur Gylfason pró- fessor því að mér að ég hefði samið eina af kærunum, sem bárust til Hæstaréttar um gildi kosninga til svonefnds stjórnlagaþings á árinu 2010. Síðan hefði ég stýrt af- greiðslu málsins í réttinum á þá lund að kosningin hefði verið talin ógild með ákvörð- un í janúar 2011. Hann birti aðdróttun sína í grein í rit- röð háskólans í München í Þýskalandi. Ef ég hefði gert það sem prófessorinn drótt- aði að mér, hefði ég gerst sekur um refsiverða hátt- semi í embætti mínu sem dómari við Hæstarétt Ís- lands. Mér fannst ég ekki geta setið undir þessu. Komu þar bæði til álita persónulegir hagsmunir mínir og einnig Hæstaréttar Íslands, þar sem í dylgjum prófessorsins fólst að hinir dómararnir fimm hefðu lotið vilja mínum í málinu fremur en sínum eigin. Ég höfð- aði því meið- yrðamál á hendur prófess- ornum. Hann var sýknaður af kröfum mínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á þessu ári. Ég áfrýjaði til Hæstaréttar og var þar dæmt í málinu sl. fimmtudag, 25. september. Ekki þótti við hæfi að fastskipaðir dómarar í Hæstarétti dæmdu í þessu máli. Yfirstjórn réttarins tók þá ákvörðun að þrír héraðs- dómarar skyldu dæma. Þeir voru sóttir til Héraðsdóms Reykjavíkur, þrátt fyrir að starfsbróðir dómaranna við þann dómstól hefði kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Skrítið. Vonandi hafa þeir ekki verið búnir að ræða málið í þaula við starfs- bróður sinn á kaffistofunni í dómhúsinu við Lækjartorg. Niðurstaða þeirra kom mér ekki á óvart. Þeir staðfestu héraðsdóminn. Aðalástæða þess að ég sting niður penna um þenn- an dóm þremenninganna er það sem birtist í forsendum hans. Þar segir meðal ann- ars svo í lokakaflanum: „Aðaláfrýjandi [JSG] gaf kost á sér til trúnaðarstarfa í þágu almennings. Hefur hann á löngum starfsferli sínum, meðal annars á þeim tíma er hann var skipaður hæstaréttardómari, tekið virkan þátt í þjóðfélags- umræðu um ýmis málefni og verið talsmaður þess að dómarar verði að þola gagn- rýni á störf sín á opinberum vettvangi. Þegar alls þessa er gætt verður ekki séð að gagnáfrýjandi [ÞG] hafi með ummælum sínum vegið svo að æru aðaláfrýjanda að það hafi farið út fyrir mörk leyfi- legrar tjáningar …“ Telja má að í textanum felist bein ráðagerð um að öðruvísi hefði verið dæmt ef einhver annar en ég hefði þurft að sæta aðdróttunum prófessorsins. Það er líka kostulegt að sjá þrjá lög- fræðinga sameiginlega líkja dylgjum um refsiverða mis- notkun dómsvalds í Hæsta- rétti við gagnrýni á opinber störf dómara. Þeim sem lesa þetta getur ekki dulist að dómurunum er ekki sjálfrátt. Þeir hljóta að eiga einhver persónuleg erindi við mig. Það er svo líka frekar fyndin staðfesting dóm- aranna þriggja á lögmæti starfshátta Gróu á Leiti, því þeir segja í dómi sínum: „Gagnáfrýjandi [ÞG] tók því enga afstöðu til sann- leiksgildis orðrómsins en fól lesendum að álykta um það.“ Er þetta ekki bara dásam- legt. Orðrómurinn sem þeir tala um var lítill dálkur í svonefndu Sandkorni DV, sem prófessorinn hefði svo sem eins og hver annar get- að komið þar á framfæri. Raunar gengu umstefnd um- mæli hans lengra en dálk- urinn því hann sagði að orð- rómur væri meðal lögfræðinga sem hefðu sér- hæft sig í að greina höfunda lagalegra texta. Ekkert var um það í dálki DV. Kannski telja héraðsdóm- ararnir Símon Sigvaldason, Ásmundur Helgason og Ragnhildur Harðardóttir sig hafa aukið líkur sínar á að hljóta dómaraembætti í Hæstarétti á næstunni með þessu afreksverki sínu. Þau halda áreiðanlega að fram- takið hafi verið þóknanlegt þeim sem þau telja að þar ráði mestu í reynd. Þau hafa að minnsta kosti sýnt að hefðbundin lagaleg aðferð tefur þau ekki frá að komast að þóknanlegum nið- urstöðum. Hvenær ætlar þetta fólk að skilja að það er að skrifa ömurlega sögu sjálfs sín sem dómarar með því að misnota dómsvald sitt á svo gagn- sæjan hátt sem hér er raun- in? Spyr sá sem ekki veit. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Telja má að í textanum felist bein ráðagerð um að öðruvísi hefði verið dæmt ef ein- hver annar en ég hefði þurft að sæta aðdróttunum pró- fessorsins. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Verðandi hæstaréttardómarar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.