Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 28

Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Nýyrðasmíð hefur lengi verið mikilvægur hluti málverndar oggrunnþáttur í íslenskri málstefnu. Lengi vel var aðaláherslanlögð á að útrýma dönskuslettum úr íslensku og voru gefnar útdansk-íslenskar orðabækur þar sem markvisst var safnað saman nýyrðum í stað danskra orða, sbr. Danska orðabók Konráðs Gíslasonar frá 1851 og Nýja danska orðabók Jónasar Jónassonar á Hrafnagili frá 1896. Ýt- arlega umfjöllun um sögu nýyrðastarfs á Íslandi er að finna í bók Kjartans G. Ottóssonar Íslensk málhreinsun sem kom út í ritröð Íslenskrar málnefndar á árinu 1990. Þar kemur fram að í orðabók Konráðs hafi orðið vél komið fyrir það sem áður hafði verið kallað hræringarverkfæri. Konráð leitaði til forn- málsins í nýyrðasmíðinni en tók síður upp orð frá samtíðarmönnum sínum. Í Nýrri danskri orðabók var orðið sími kynnt til sögunnar. Orðin vél og sími eru dæmi um svokallaða nýmerkingu en þá fær orð, sem til er í málinu, nýja merkingu til viðbótar við hina eldri. Um nýmerkingu og aðrar tegundir ný- yrða er fjallað í fróðlegri samantekt Ágústu Þorbergsdóttur, ritstjóra Íð- orðabanka Árnastofnunar, í Handbók um íslensku (kaflinn Nýyrði) frá 2011. Orðanefnd Verkfræðingafélagsins var komið á fót árið 1919 og sinntu nefndarmenn frá upphafi söfnun nýyrða og nýyrðasmíð og það starf bar ríku- legan ávöxt. Á árunum 1919 til 1925 komu út orðaskrár í stýrimannafræði, raffræði, vélfræði og sjó- mannafræði. Síðar tóku raf- magnsverkfræðingar við keflinu og gáfu út raftækni- og ljósorðasöfn. Á árinu 1941 kom út skrá um alþjóðleg líf- færaheiti sem Guðmundur Hannesson prófessor þýddi og hann tók einnig saman safn íslenskra lækn- isfræðiheita. Landlæknarnir Guðmundur Björnsson og Vilmundur Jónsson héldu síðan nýyrðastarfinu áfram. Þá var farið að huga að nýyrðasmíð í öðr- um greinum, t.d. í tónlist, grasafræði, sálfræði og lögfræði. Þessi saga er öll rakin í bókinni Íslensk málhreinsun. Enskan hefur nú tekið við af dönsku sem það erlenda mál sem sækir að ís- lenskunni á mörgum sviðum. Það skipti sköpum þegar Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi kom út 1984 með um 70 þús. flettiorðum en útgáfa hennar var mikið þrekvirki. Þegar vinna við þýðingu EES-samningsins hófst árið 1990 var Ensk-íslenska orðabókin aðalhjálpartæki þýðendanna við þýð- ingarstarfið. Þá var ekki hægt að nálgast orðasöfn með íslenskum þýðingum á Netinu eins og nú er raunin. Því hefur verið fleygt að umrætt þýðingarstarf hefði verið nánast ógerlegt ef orðabókarinnar hefði ekki notið við. Árið 1964 var Íslensk málnefnd stofnuð og frá upphafi var eitt af aðalverk- efnum hennar samvinna við orðanefndir félaga og stofnana og aðstoð við ný- yrðasmíð, t.d. Orðanefnd Læknafélags Íslands, Orðanefnd Skýrslutækni- félags Íslands, Orðanefnd byggingarverkfræðinga og Orðanefnd Landfræðingafélags Íslands. Afrakstur af starfi þessara orðanefnda birtist í hinum fjölmörgu orðasöfnum í Íðorðabanka Árnastofnunar. Þar er einnig að finna íðorðasöfn sem einstaklingar hafa tekið saman, t.d. Líforðasafn Hálf- danar Ó. Hálfdanarsonar og Þuríðar Þorbjarnardóttur. Íðorðabanki Árna- stofnunar var gerður aðgengilegur á Netinu á árinu 1997 og olli straum- hvörfum í aðgengi að íslenskum íðorðaforða. Á árinu 2014 hafa 69 orðasöfn verið birt í bankanum og fjölmörg eru á vinnslustigi. Af nýjum orðasöfnum í Íðorðabankanum má nefna Íðorð í faraldsfræði, Orðasafn í líffærafræði (I. Stoðkerfi) og Íðorðasafn í alþjóðastjórnmálum og stjórnmálafræði. Af nýyrðasmíð Tungutak Sigrún Þorgeirsdóttir sigrun.thorgeirsdottir@utn.stjr.is Það er ekki nógu góður tónn í samskiptum ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar.Forystumenn ASÍ virðast líta svo á, að ríkis-stjórnin vilji lítið við þá tala. Forsvarsmenn ríkisstjórnar hafa verið hornóttir um of í andsvörum við þeim ásökunum. Innan ASÍ er gremja yfir því að stjórnendur í fyrirtækjum hafi fengið meiri launa- hækkanir en almennir starfsmenn. Deilt er um pró- sentur en að auki er staðan sérkennileg vegna þess að stærstu fyrirtækin eru að verulegu leyti í eigu lífeyrissjóðanna og verkalýðsfélögin tilnefna menn í stjórnir þeirra sjóða. Til viðbótar kemur ágreiningur um hækkun virðisaukaskatts á matvæli og álitamál um kostnað lífeyrissjóða vegna örorku. Góð samskipti og traust á milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar eru og hafa alltaf verið grund- vallaratriði. Sú var tíðin að verkföllum var miskunn- arlaust beitt gegn ríkisstjórnum, sem verkalýðshreyf- ingin taldi sér andstæðar. Þáttaskil urðu í þeim efnum fyrir hálfri öld. Í nóvember 1963 stefndi í stór- stríð á vinnumarkaði. Þá gripu hinir vitrari menn í hvorum tveggja herbúðum í taumana og sömdu vopnahlé í einn mánuð. Það dugði að vísu ekki til og verkföll skullu á í desember það ár en samningar náðust skömmu fyrir jól. Hálfu ári síðar voru gerðir tímamóta- samningar á vinnumarkaði, svokallaðir júnísamningar 1964. Þeir lögðu grunninn að nýjum samskiptaháttum ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar, sem var fylgt eftir með júlísamkomulaginu 1965, þegar samið var um byggingu 1.250 íbúða fyrir láglaunafólk í Breið- holti. Það traust og sá trúnaður, sem varð til á milli þá- verandi ríkisstjórnar og forystumanna verkalýðs- hreyfingar var forsenda þess að þjóðinni tókst á skömmum tíma að ráða við þá alvarlegu efnahags- erfiðleika, sem dundu yfir á árinu 1967 og þyngdust næstu tvö ár á eftir. Á árunum 1968 og 1969 tók verkalýðshreyfingin þátt í að skerða þau kjör laun- þega, sem áður hafði verið samið um. Nú er til orðin blanda af margvíslegum ágreinings- efnum, sem hafa orðið til í ólíkum áttum og af ólíkum tilefnum. Áður en sú blanda verður pólitískt banvæn er tilefni til þess að þeir sem nú stjórna landinu læri af reynslu þeirra, sem áður hafa stjórnað, og dragi réttar ályktanir af því, sem áður hefur gerzt. Til er annað dæmi, sem hyggilegt er fyrir ráða- menn núverandi ríkisstjórnar að rifja upp. Sumarið 1977 voru gerðir kjarasamningar, sem öllum var ljóst nema þeim sem þá gerðu og ráðgjöfum þáverandi ríkisstjórnar að gátu ekki gengið upp. Afleiðingin varð mesti kosningaósigur í sögu þáverandi stjórnar- flokka fram að þeim tíma í kosningunum 1978 en það voru sömu flokkar og stjórna landinu nú. Í ljósi þeirrar sögu og reynslu fyrri tíðar ætti það að verða fyrsta verkefni forystumanna núverandi ríkisstjórnar strax eftir helgi að óska eftir viðræðum við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. Megin- markmið þeirra viðræðna á að vera að skapa traust á milli ráðamanna ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar. Í kjölfarið á að kalla fulltrúa vinnuveitenda að því borði. Ríkisstjórn og Alþingi annars vegar og vinnu- veitendur og verkalýðshreyfing hins vegar þurfa að verða samstiga um hvert stefna skuli til þess að festa í sessi þann árangur sem þó hefur náðst eftir hrun. Það er barnaskapur að halda að orðahnippingar og stóryrði hér og þar skili einhverjum árangri eða að það að einhver sýnist vera „töffari“ í svona samskipt- um skipti einhverju máli. Það er sandkassaleikur sem ekki er sæmandi fullorðnu fólki, sem hefur tekið að sér að stjórna landi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að skilja að forystumenn ASÍ geta ekki komið tómhentir á þing Alþýðusambands Íslands í októ- ber. Þeir verða að geta sagt sínu fólki að þeir hafi náð ein- hverjum árangri fyrir þess hönd. Ríkisstjórnin er ekki aðili að kjarasamningum, sem eru framundan, en hún á mikinn þátt í að skapa það andrúmsloft, sem ræður úrslitum um hvort þeir kjarasamningar verða skynsamlegir og leiða til efnahagslegs og pólitísks stöðugleika eða hvort þeir verða upphafið að því að allt fari úr bönd- um á ný. Við lifum á tímum meiri upplýsingamiðlunar en nokkru sinni fyrr. Nánast hverju mannsbarni í land- inu er ljóst að færð hafa verið sterk rök að því að stjórnendur hafi fengið meiri launahækkanir en hinn almenni starfsmaður. Forystumenn ASÍ munu standa frammi fyrir kröfum á þingi ASÍ í október um að það misrétti verði leiðrétt. Forystumenn ríkisstjórnar verða að gera sér ljóst að hinn almenni borgari sér of mörg merki þess að samfélagið, sem hér varð til á fyrstu árum þessarar aldar en hrundi haustið 2008, sé að berjast um á hæl og hnakka að ná sömu tökum á ný. Hinn almenni kjósandi mun ekki þola það. Það á ekki að þurfa að segja þetta en það virðist þurfa að gera það. Vel má vera að þeim sem sitja í ráðherrastólum hverju sinni finnist þeir hafa allt í höndum sér en reynslan sýnir að svo er ekki. Valda- stólar eru fallvaltir. Það á við um ráðherrastóla en það á líka við um valdastólana í verkalýðshreyfingunni. Hvernig ætla forystumenn ASÍ að útskýra það á ASÍ-þingi, að fulltrúar ráðandi hluta í stærstu fyrir- tækjum landsins hafi annaðhvort með beinu samþykki eða þögninni einni fallizt á það misrétti í launamálum sem blasir við, þótt deila megi um hve mikið það er? Þjóðin hefur engan áhuga á að horfa á einhvern hanaslag næstu mánuði. Hún hefur áhuga á sanngjarnri niðurstöðu. Banvæn pólitísk blanda? Reynslan frá Viðreisnar- árunum og af sólstöðusamn- ingunum 1977 vísar veginn Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Eyjan Kúba í Karíbahafi, sem ersvipuð Íslandi að flatarmáli, en byggð ellefu milljón manns, gegnir ör- litlu hlutverki í stjórnmálasögu Ís- lendinga. Magnúsi Kjartanssyni, rit- stjóra Þjóðviljans sáluga, málgagns Alþýðubandalagsins, var boðið til Kúbu sumarið 1962. Þar sótti hann tvo fjöldafundi með Castro, sem þrumaði samfleytt klukkutímum saman. Magnús hitti líka byltingarforingjann Che Guavara, sem kvaðst hafa lesið Atómstöðina eftir Laxness. Ýmsir íslenskir sósíalistar, til dæm- is Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur og Páll Halldórsson eðlis- fræðingur, stunduðu á öndverðum níunda áratug sjálfboðavinnu fyrir Castro á sykurekrum Kúbu og skeyttu því engu, að hinn málskrafs- mikli einræðisherra bar ábyrgð á dauða þrjátíu þúsund manna, geymdi stjórnmálafanga þúsundum saman í þrælakistum, en rösk ein milljón manna hafði flúið landið, tíundi hluti þjóðarinnar, flestir á litlum bátum, og var mælt, að þeir hefðu greitt atkvæði með árunum. Áður en Alþýðubandalagið hneig undan fargi fortíðar sinnar haustið 1998 og flokksmenn gengu ýmist í Samfylkinguna eða Vinstri græna, lét það verða sitt síðasta verk að þiggja boð kúbverska kommúnistaflokksins um að senda tvo fyrrverandi formenn, þau Margréti Frímannsdóttur og Svavar Gestsson, til Kúbu ásamt fleira fólki. Hugðist sendinefndin hitta Castro, en hann gaf ekki kost á því, og þótti þetta sneypuför. Löngu síðar gerðist Margrét fangelsisstjóri á Íslandi, en Svavar aðalsamninga- maður í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Sneri hann sumarið 2009 heim með samning, sem hefði leitt Íslendinga í skuldafangelsi um ókomna tíð. Tveir háskólaprófessorar mæltu af miklum móð með samningnum. Þór- ólfur Matthíasson sagði í Fréttablað- inu 26. júní: „Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrir- greiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea.“ Sama kvöld sagði Gylfi Magnússon í viðtali við Stöð tvö, að Ísland yrði „svona Kúba norðurs- ins“, yrði Icesave-samningurinn ekki samþykktur. En voru þessi öfugmæli ekki úr undirmeðvitund Freuds? Hefði Icesave-samningur Kúbufar- ans gamla ekki einmitt gert Ísland að Kúbu norðursins? Var leikurinn ef til vill til þess gerður? Í skuldafangelsi er vistin bærileg fangelsisstjórninni. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Kúba norðursins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.