Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 30

Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Þekkingin um innri gerð jarðarkúlunnar kemur frá jarð- skjálftamælingum. Jarð- skjálftabylgjur sem ber- ast gegnum jörðina gegnumlýsa hana eins og röntgenbylgjurnar sem gegnumlýsa okkur. Til að gegnumlýsa jarðskorpuna undir Ís- landi notum við bylgjur sem berast frá fjölda lítilla jarð- skjálfta sem verða undir landinu en líka bylgjur sem við búum til með sprengingum. Til að fá góðar upp- lýsingar um dýpsta hluta skorp- unnar og niður í möttulinn undir landinu nýtum við bylgjur frá stórum jarðskjálftum annars staðar á jarðarhnettinum. Auk þess að jarðskjálftabylgjur veiti okkur upplýsingar um hina innri gerð bera þær með sér upplýs- ingar um brotið sem olli skjálft- unum og þá spennu sem leystist úr læðingi í upptökum þeirra. Þetta getum við nýtt til að fylgjast með þeim brotaferlum niðri í jarðskorp- unni sem búast má við að leiði til stórra og hættulegra jarðskjálfta og til að segja fyrir um þá. Spennan sem leiðir til stórra jarð- skjálfta byggist hægt upp, tekur jafnvel mörg hundruð ár við hverja sprungu, eins og er hér á Suður- landsundirlendinu. Besta ráðið til að skoða þessa spennuuppbygg- ingu, á 4-12 km dýpi á upptakasvæði stórra skjálfta, er að lesa hana út úr upplýsingum sem berast þaðan upp á yfirborðið með smáskjálftum. Út úr þeim má líka lesa brotahreyf- ingar sem stöðugt eru í gangi þarna niðri og hægt er að tengja við verð- andi stórskjálfta þegar hann nálg- ast. Til að fá samfellda mynd í tíma og rúmi af aðdraganda stórra skjálfta þurfum við að geta lesið upplýs- ingar úr örsmáum skjálftum sem stöðugt verða í brotabeltunum. Árið 1967, við upphaf SIL- verkefnisins, sem var norrænt rann- sóknarsamstarf um jarðskjálftaspá á Suðurlandsundirlendi, var ekki til í heiminum neitt mælingakerfi sem réð við að nema og túlka mælingar frá svo litlum skjálftum, sem þurfti til að fylgjast með þessum aðdrag- anda. Það var fyrsta verkefni sam- starfsins að hanna og byggja upp slíkt kerfi 8 mælingastöðva á Suður- landi, SIL-kerfið. Hönnunarforsendur kerfisins voru að það ætti að nema alla jarð- skjálfta á Suðurlandi niður í stærð- ina 0 og túlka sjálfvirkt út úr mæl- ingunum upplýsingar um spennu og brotaferla. Sjálfvirk úrvinnsla væri nauðsynleg á öllum stigum til að ráða samstundis við að vinna úr upplýsingum frá miklum fjölda skjálfta. Við þurftum að hafa mælingarnar stafrænar til að upp- lýsingarnar væru sem minnst truflaðar af óreglum í um- hverfinu og til að geta unnið sjálfvirkt í tölvu úr gífurlegu gagnamagni. Við þurftum að geta mælt og nýtt okkur bylgjuhreyfingu sem var nokkrir tugir sveiflna á sekúndu (Herz) og þetta þýddi í hinni staf- rænu skráningu að það þurfti 100 mæligildi á sveifluútslagi á hverri sekúndu. Og þetta þurfti að marg- falda með þremur því á hverri stöð er þriggja átta nemi til að ná hinni þrívíðu mynd jarðskjálftabylgn- anna. Þetta var miklu meira gagna- magn en venjulegar símalínur réðu við á þessum tíma og þetta þurfti að leysa án þess að kostnaður í rekstri yrði mjög mikill. Jarðskjálftanemar eru í grunninn einföld tæki, svolítið eins og dýna- mór á reiðhjóli. Spóla af rafmagns- vír hreyfist í segulsviði og við það myndast straumur sem er mældur. Það sem takmarkar getu okkar til að nema bylgjur frá smáskjálftum er hávaðinn í umhverfinu, samfellt jarðsuð, vindur, vélar, menn og dýr á hreyfingu og rafmagnstruflanir. Nemunum er komið fyrir á góðum berggrunni á flatlendi, í niðurgraf- inni tunnu sem þarf að einangra sem best fyrir slíkum truflunum. Í frumgerð SIL á Suðurlandsund- irlendi voru 8 mælistöðvar. Næmni kerfisins var hámörkuð með því að láta skynjara á hverri mælistöð skrá nánast hvað sem bærðist og senda viðstöðulaust í miðstöðina í Reykja- vík, þar sem það var samstundis borið saman í miðtölvunni við upp- lýsingar frá öðrum mælistöðvum til að vita hvort um væri að ræða stað- bundna truflun, t.d. af völdum vinds, manna eða dýra, eða hvort þetta væri raunverulegur smá- skjálfti ættaður djúpt úr jörðu ber- andi okkur dýrmætar upplýsingar. Öll þessi greining og frumvinna gagnanna gerist sjálfvirkt. Kerfið vinnur eins og heildstætt UNIX- tölvukerfi og er á margan hátt enn þá einstakt í heiminum. Þessi frumgerð SIL-jarð- skjálftamælingakerfisins var farin að gefa sjálfvirkar upplýsingar um stærð og staðsetningu allra smá- skjálfta á Suðurlandi árið 1991, ásamt upplýsingum um brotahreyf- inguna sem kom af stað hverjum einstökum þeirra. Skoðun sem gerð var um næmni kerfisins frá 1991- 2000 sýndi að þetta kerfi, þar sem fjarlægðin milli stöðva var 25-30 km, mældi í reynd alla smáskjálfta sem urðu á Suðurlandi niður að stærðinni 0, eins og til var ætlast. Slíka skjálfta mundum við ekki skynja sjálf þótt við stæðum beint fyrir ofan þá. Sprunga slíks skjálfta niðri í skorpunni gæti verið nokkrir tugir metra að lengd og misgeng- ishreyfingin um hana hundraðasti hluti úr mm. Reyndar nær kerfið þó nokkrum skjálftum á svæðinu, sem eru enn minni en 0, sem hefur reynst mjög gagnlegt. SIL-kerfið er enn nánast einstakt í heiminum hvað varðar tæki í stöð- ugum rekstri til að mæla og meta smáskjálfta. Ég hef stundum sagt að það hafi kostað blóð svita og tár að ná þessum árangri. Kannski væri réttara að segja starfsgleði og sköp- unarvilja. Það er á engan hallað að ég minni sérstaklega á hlut Reynis Böðvarssonar í þessu, en hann var aðalhönnuður og tæknistjóri í upp- byggingu þessa kerfis og í áfram- haldandi þróun þess, en kerfið tekur nú til meira en 60 stöðva um allt land. Reynir sem var rannsókn- arverkfræðingur við Háskólann í Uppsölum þegar SIL-verkefnið hófst er nú yfirmaður sænska jarð- skjálftamælingakerfisins. Annar sem hefur haft gífurleg áhrif á þró- un sjálfvirkrar úrvinnslu kerfisins er Ragnar Slunga, einnig starfandi í Svíþjóð. En auðvitað hefði þessi ár- angur ekki náðst nema fyrir frá- bæra vinnu og fórnfýsi starfsmanna á jarðeðlissviði Veðurstofunnar á þessum árum og nefni ég í því sam- bandi jarðeðlisfræðingana Stein- unni S. Jakobsdóttur, Gunnar B. Guðmundsson og rafmagnsverk- fræðinginn Svein Ólafsson. Árangur SIL-verkefnisins og SIL-kerfisins Á nokkrum árum var sýnt fram á eftirfarandi:  Með sjálfvirkri úrvinnslu ör- smárra og tíðra skjálfta er hægt að fá upplýsingar um staðsetningu og upptakaeðli þeirra nær samstundis.  Með fjölvinnslu á skjálftaþyrp- ingum sem kerfið mælir í er unnt að staðsetja skjálfta afstætt með allt að tíu metra nákvæmni. Það, ásamt upplýsingum um upptakaeðli skjálftanna gerir kleift að kort- leggja fíngerðar sprungur djúpt í skorpunni, og hvernig þær þróast.  Orsakasamhengi má greina milli skjálfta á litlum svæðum. Í hefðbundnu tölfræðilegu hættumati er gjarnan litið á stóra skjálfta sem óháða hver öðrum og smáskjálftar voru oftast áður meðhöndlaðir sem innbyrðis ótengdir og óreiðu- kenndir. Í SIL-verkefninu og fram- haldsverkefnum þess var sýnt fram á orsakasamhengi milli smáskjálfta og tengsl við hægfara breytingar á sprungubeltum og tengsl við stóra jarðskjálfta. Þróun og uppbygging SIL- kerfisins olli straumhvörfum í ís- lenskum jarðfræðirannsóknum. Nú var hægt að greina sprungur sem jarðfræðingar sáu á yfirborði, langt niður í jarðskorpuna. Það gerði kerfið ómissandi í jarðhitarann- sóknum. Þetta hjálpaði til að styrkja rekstur þess. En það sem var mest um vert, „rannsóknarstofa náttúrunnar“ á Íslandi eignaðist rannsóknartæki sem vísindamenn víða um heim sýndu áhuga og vildu nýta. Fjölþjóðlegar jarðskjálftaspá- rannsóknir sem tóku við af SIL- verkefninu 1996 byggðust á árangri SIL og á hinum sérstæðu jarð- fræðilegu aðstæðum til slíkra rann- sókna í brotabeltum Íslands, sem sagt verður frá í næstu köflum. Jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar sem staðsetur og greinir allt að þús- und skjálfta á dag, sem sagt er dag- lega frá í fréttum, er í grunninn SIL-kerfið, en það hafa bæst við mælistöðvar umhverfis öll brota- svæði landsins. Kerfið er upp- haflega hannað til að ná sem flest- um örsmáum jarðskjálftum sem geta sagt okkur hvað er að gerast skömmu fyrir stóra jarðskjálfta. En það hefur líka reynst frábærlega vel til að vara við og fylgjast með eld- virkni. Daglega yfirfara starfsmenn hinar sjálfvirku mælingar. Sjálfvirk úrvinnsla SIL-kerfisins gefur miklu meiri upplýsingar en nú eru nýttar í hinu daglega eftirliti. Þetta þarf að bæta með sjálfvirku og sívökulu úrvinnslu- og eftirlits- kerfi. Það þarf að byggja sívökult viðvörunarkerfi ofan á sjálfvirkar upplýsingar SIL-kerfisins og aðra tiltæka þekkingu og aðrar tiltækar mælingar, t.d. á landbreytingum. Um þetta verður fjallað betur í síð- ari grein. SIL-kerfið: Ný aðferð til að fylgjast með brotahreyfingum Eftir Ragnar Stefánsson » Til að fá samfellda mynd í tíma og rúmi af aðdraganda stórra skjálfta þurfum við að geta lesið upplýsingar úr örsmáum skjálftum sem stöðugt verða í brotabeltunum. Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Að segja fyrir um jarðskjálfta Jarðeðlisfræðingar Í Haukadal á Rangárvöllum 1990. Steinunn Jakobs- dóttir og Sveinn Ólafsson og á milli þeirra Magnús Runólfsson, níræður bóndi og mælaeftirlitsmaður. Norræn samvinna Í nýju Hekluhrauni 1991. Lengst til hægri er Reynir Böðvarsson, en 3. frá hægri er Ragnar Slunga. Fyrir miðju standa greinarhöfundur og Barði Þorkelsson. Jarðskjálftamælir Mælahús grafið niður í túni. Í miðju er stöpull steypur á klöpp. Bláa stykkið er þriggja ása nemi og það brúna stafsetjari mælinga. Mælanet Fyrsta SIL-mælanetið á Suðurlandi, fjólubláir þríhyrningar, 8 stöðvar. Og síðari útvíkkun SIL-netsins, sjá litakóða með ártölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.