Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 ✝ Guðrún AnnaPálsdóttir var fædd á Blönduósi 24. september 1943. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, deild A6, 6. september 2014. Foreldrar henn- ar voru Páll Sesse- líus Eyþórsson, f. 3. júní 1919, d. 20. júlí 2002 og Torfhildur Sigurveig Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1924, d. 13. október 1997. Anna, eins og hún var alltaf kölluð, var elst sex systkina, en hin eru: 1. Óskar, f. 16.2. 1946, m. Hrönn Pétursdóttir, f. 23.2. 1959. 2. Haukur Reynir, f. 20.12. 1949, d. 3.7. 1998, m. Ástrós Reginbaldursdóttir, f. 28.7. 1952, d. 5.9. 2004. 3. Ingvar, f. 10.8. 1951, m. Anna Ólína Guð- marsdóttir, f. 22.10. 1953. 4. Vigdís Heiður, f. 27.8. 1957. 5. Lovísa Hafbjörg, f. 12.2. 1960, m. Kristján Maríus Jónasson, f. foreldrahúsum, utan fjóra vetur í grunnskóla í Bólstaðarhlíð og í kaupamennsku þar fermingar- sumarið sitt, auk þess sem hún var um tíma í Brúarhlíð í Blöndudal. Anna útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi vorið 1961 og fluttist þá að Með- alheimi á Ásum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum til árs- ins 1964, í félagi við bróður hans og eiginkonu, en fluttist þá til Blönduóss í rúmt ár, eða þar til þau hjónin tóku við búi á Hurð- arbaki á Ásum árið 1966. Þar bjó hún og hélt heimili til ársins 1982, þegar hún flutti aftur til Blönduóss og hóf störf við saumaskap. Frá árinu 1988 til 1991 starfaði hún í eldhúsum við Blönduvirkjun. Árið 1992 flutt- ist hún svo til Reykjavíkur þar sem hún bjó til dauðadags og starfaði hún þar við aðhlynn- ingu og í býtibúri, fyrst á Skjóli við Kleppsveg og síðustu 10 ár starfsævinnar hjá þjónustu- íbúðum aldraðra, Norðurbrún 1, þangað sem hún hugðist flytja áður en kallið kom. Anna hætti störfum af heilsufarsástæðum sumarið 2009. Útför Önnu fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 27. sept- ember 2014, kl. 14. 27.10. 1950. Eiginmaður Önnu var Björn Sigurfinnsson frá Hurðarbaki á Ásum í Torfalækj- arhreppi, og gengu þau í hjónaband þann 22.6. 1963. Björn var fæddur 29.3. 1933 og lést hann þann 22.3. 1987. Börn þeirra eru: 1) Hafsteinn, f. 23.6. 1962, m. Rehema Achieng Juma, f. 18.7. 1981. 2) Sigurpáll, f. 4.2. 1964, m. Margrét Fanney Bjarnadóttir, f. 27.10. 1968. 3) Eyþór, f. 14.8. 1965, m. Svan- borg Bobba Guðgeirsdóttir, f. 10.2. 1968. 4) Jakob, f. 7.11. 1968, m. Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir, f. 24.8. 1984. 5) Ragn- heiður, f. 7.2. 1970, m. Steinar Þór Guðleifsson, f. 9.10. 1964. Barnabörnin eru 19 og barna- barnabörnin eru sex. Anna ólst upp á Blönduósi í „Lífið heldur áfram, bara dálít- ið öðruvísi,“ voru orð móðurafa míns heitins um árið, eftir sonar- og eiginkonumissi með stuttu millibili. Þau orð geri ég að mín- um nú, þegar ég kveð þig hinstu kveðju, elsku mamma mín. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann þegar ég hugsa til baka, uppvaxtarárin á Hurðar- baki á barnmörgu heimili við lít- inn húsakost, en aldrei skorti mann neinar nauðsynjar. Þegar maður komst til vits og ára, sá maður að oft hlaut baráttan að hafa verið erfið, engin nútíma- þægindi eins og rafmagn fyrstu árin með tilheyrandi græjum, ol- íueldavél og kynding, lampar og kerti til lýsingar, en samt leið okk- ur vel fjölskyldunni. Fólk af þinni kynslóð kunni að gera gott úr því sem í boði var. Og öll unnum við saman í sveitinni, hvert eftir eigin getu. Alltaf var nóg pláss ef gesti bar að garði og alltaf nóg að borða fyrir alla. Það var ekki auðvelt að bregða búi og flytja úr sveitinni fyrir ykkur pabba, en þið gerðuð það þó. Engan óraði fyrir þá að örfáum árum síðar yrði hann all- ur, langt fyrir aldur fram. Það var okkur mikið áfall, eitthvað sem í okkur sat og ég veit og skil hvað þú saknaðir hans alla tíð. Ég vona, sé það tilfellið, að þið séuð saman á ný og hafa þá eflaust orðið með ykkur fagnaðarfundir. Eftir að þú komst hingað suð- ur, langaði þig alltaf heim. Þar voru þínar rætur en við börnin þín hér og það hélt í þig. Á meðan heilsan leyfði fórst þú alltaf norð- ur þegar því varð við komið vegna vinnu og er mér í fersku minni að þú reyndir að fá vetrarfríið þitt á þeim tíma til að geta farið norður á kóraskemmtanir sem voru þitt líf og yndi. Eins voru fjölskyldu- mótin okkar, sá fasti punktur sem orðinn var í tilverunni, eitthvað sem þú naust og mátti ekki vanta. Ég sá tregann sem fylgdi því að komast ekki á síðasta mót enda heilsan til ferðalaga orðin lítil. Síðustu mánuðir voru þér erf- iðir þó engan óraði fyrir að kallið kæmi svona fljótt. Í undirbúningi var flutningur í Norðurbrún 1, þar sem þú starfaðir sjálf við að- hlynningu og var gagnkvæm eft- irvænting fyrrverandi samstarfs- félaga og þín fyrir því. Elsku mamma, kærar þakkir fyrir allt sem þú gafst mér sem móðir. Þín er sárt saknað en lífið hjá okkur hinum heldur áfram, bara dálítið öðruvísi. Hvíldu í friði. Þinn sonur, Hafsteinn. Elsku mamma mín. Ekki óraði mig fyrir að leiðir okkar myndi skilja svona fljótt, aðeins rúmir fjórir sólarhringar á sjúkrahúsi. Þú vildir að við systkinin kæmum öll til þín í einu og við gátum orðið við ósk þinni og verið hjá þér þeg- ar þú kvaddir. Þú varst ótrúleg kona, svo sterk, dugleg og nægjusöm. Sama hvað gekk á, aldrei kvartaðir þú. Margar ljúfar minningar hafa komið upp í kollinn hjá mér við að sitja hjá þér síðustu dagana þína og halda í höndina á þér. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og var hann leiðarljós þitt allan tím- ann. Meira að segja voru síðustu orðin þín til okkar sögð með bros á vör, þú vildir hafa gleði í kring- um þig. Þú lagðir þig fram við að halda okkur gott heimili. Á sumrin var gjarnan mjög gestkvæmt í sveit- inni og endalaust tókstu á móti skyldfólki og vinum í mat og gist- ingu. Þú vildir alltaf taka vel á móti gestum. Ég elska þig fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, stutt mig í því sem ég hef tekið mér fyr- ir hendur í lífinu. Ég elska þig fyr- ir að hafa verið til staðar fyrir börnin mín, þau eiga ljúfar minn- ingar um góða ömmu sem var allt- af stolt af þeim og því sem þau voru að gera. Ég trúi því að þið pabbi séuð saman á ný eftir margra ára að- skilnað. Ég trúi því að amma og afi hafi tekið á móti þér og þú sért hjá þeim og Hauki bróður þínum. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þín dóttir Ragnheiður. Þegar ég minnist Önnu stóru systur minnar koma margar minningar upp í hugann en fyrst og fremst ómælt þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Hún Anna var alltaf boðin og búin að létta undir og greiða leið mína í lífinu. Það má segja að Anna hafi gengið mér í móðurstað þegar ég fór til hennar sem þriggja ára hnáta og bjó hjá henni í sveitinni til fjórtán ára aldurs, fyrst í Meðalheimi og síðar voru ógleymd spor að Hurðabaki. Anna var mér ákaflega mikilvæg og við áttum ógleymanlegar stundir saman og alltaf var Anna hress og kát sama hvað á dundi. Börnin mín áttu mikið í henni Önnu og dvöldu einnig mikið hjá henni og alltaf var hún tiltæk fyrir okkur. Orð eru fátækleg þegar maður minnist stóru systur sinn- ar en Önnu verður sárt saknað og hún á alltaf stóran hlut í hjarta mínu og barnanna minna. Ég bið Guð almáttugan að varðveita minningu hennar Önnu minnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Vigdís Heiður Pálsdóttir (Dísa systir). Elsku amma mín. Þú varst yndisleg kona, svo hlý og góð. Það var alltaf stutt í brosið hjá þér og þú nýttir þér hvert tækifæri til að gera grín. Það var alltaf svo gott að fara heim til ömmu og fá kex og klein- ur. Ég man þær stundir þegar ég hjólaði oft til þín og við settumst saman inn í stofu og fórum að prjóna. Ég hafði ekki mikla þol- inmæði en þú hjálpaðir mér alltaf að halda áfram og hafðir mikla trú á mér. Þú kenndir mér að prjóna ullarsokka og gátum við setið tím- unum saman og spjallað saman með prjónana í höndunum. Þú talaðir oft um það að ég ætti að koma með þér í vinnuna þegar þú vannst í Norðurbrún og syngja fyrir fólkið þar. Þú fórst einhvern daginn með upptöku af mér að syngja í vinnuna og leyfðir fólkinu að heyra. Þú varst svo stolt af mér og vildir alltaf hlusta á mig syngja. Þú komst stundum til okkar á aðfangadagskvöld og það voru skemmtilegustu aðfangadags- kvöldin. Þá biðum við eftir því að þú værir búin að vinna áður en við opnuðum pakkana, þótt þú værir ekki búin fyrr en seint um kvöldið. Það hvarflaði ekki að okkur að opna einn einasta pakka áður en þú kæmir til okkar. Okkur fannst ekki sanngjarnt að byrja að opna pakkana áður en þú kæmir til að opna þá með okkur. Elsku amma mín. Ég sakna þín svo mikið. Ég vildi að ég hefði fengið meiri tíma með þér en minning þín verður alltaf geymd í hjarta mínu. Fanney Steinarsdóttir. Elsku amma mín. Mér finnst svo óraunverulegt að sitja hérna heima og skrifa minningargrein um þig. Það er svo ótrúlega stutt síðan ég kom í heimsókn til þín þar sem þú sast við eldhúsborðið með kaffibollann þinn og spurðir mig hvernig mér gengi í lífinu. En mér finnst ennþá styttra síðan við fjölskyldan bjuggum hjá þér í Vesturberginu. Lífið getur verið ótrúlega ósanngjarnt, við vorum bara ennþá að kynnast hvor annarri. En ég mun aldrei gleyma öllum þeim góðu stundum sem við átt- um saman, hlæjandi og faðmandi hvor aðra. En elsku amma, núna ertu komin á betri stað, þú ert með þínum heittelskaða og ég vona að þið hafið það gott þarna uppi og fáið nóg af kaffi og kleinum. „When I think of angels I think of you.“ Ég elska þig. Þín ömmu- stelpa, Þórdís Ýr Rúnarsdóttir. Elsku amma mín. Ekki óraði mig fyrir því að þú yrðir tekin frá okkur svona fljótt. En nú ertu komin til afa sem þú hélst tryggð við alla þína tíð. Það var það sem þú gerðir, hélst tryggð við þitt fólk. Þú hafðir endalausa trú á öll- um, og gafst aldrei upp á neinum. Eins og þegar þú varst að kenna Bryndísi Helgu nýja lagatexta, sama hversu oft hún ruglaðist þá hættir þú ekki að reyna fyrr en hún náði því. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu og fá kleinur og rifja upp gamlar góðar minn- ingar. Alltaf gátum við gleymt okkur í spjalli um allt og ekki neitt. Þú varst einstök persóna, elsku amma, og þessi blanda af vænt- umþykju, glaðværð, áreiðanleika og húmor gerði þig klárlega að bestu ömmu í heimi. Minningin um þig mun lifa með mér um ókomna tíð. Þín ömmustelpa, Dagrún Birna Hafsteinsdóttir. Guðrún Anna Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Margrét Fanney Bjarnadóttir. Ég vil biðja Guð að geyma hana Önnu stóru systur mína. Ég sakna hennar og mun ætíð minn- ast hennar með hlýjum huga og góðum minning- um. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Lovísa Hafbjörg Pálsdóttir. ✝ Regína Guð-jónsdóttir frá Steinsbæ fæddist 21. maí 1949. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánu- daginn 22. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar eru Gyðríður Sigurðardóttir, fædd 22. sept- ember 1929, lést 28. maí 2012. Faðir hennar er Halldór Guðjón Pálsson, fædd- ur 9. maí 1924. Regína átti 3 systkini; Dreng Guðjónsson sem fæddist andvana 1951, Ingileif, fædda 1952 og Margréti, fædda Ósk Guðjónsdóttur, eiga þau saman 3 börn og Gyðu Steinu, fædda 1981, sambýlismaður hennar er Ottó Rafn Hall- dórsson og eiga þau 2 börn. Ár- ið 1988 kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Siggeiri Ing- ólfssyni frá Stokkseyri. Giftu þau sig 26. júlí 1994. Hann átti fyrir 2 dætur, Sigurlaugu, fædda 1971 og á hún 1 barn, og Önnu Rögnu, fædda 1975 og á hún 3 börn og 1 barnabarn. Regína Guðjónsdóttir var alla sína tíð verkakona, vann við ýmis störf. Félagsstörfum hafði hún mikinn áhuga á og var hún formaður Félags eldri borgara á Eyrarbakka og með- limur í Soroptimistafélaginu á Íslandi. Síðustu 10 árin helgaði hún sig handverki og var með Gallerí Regínu á Eyrarbakka. Útför Regínu fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 27. september 2014, kl. 11. 1956. Regína byrj- aði snemma í sam- búð með Jóni Bald- vini Sveinssyni, fæddum 1945, Eignuðust þau son- inn Halldór Jóns- son, fæddan 1967, á hann 2 börn og 2 barnabörn. Eftir að slitnaði upp úr sambandi þeirra kynntist hún Þor- steini Jóni Björgólfssyni, fædd- um 1950, frá Vopnafirði, lést hann í sjóslysi 1981, þau áttu saman 3 börn: Höllu Björgu, fædda 1972, hún á 3 börn, Hlöð- ver fæddan, 1973, giftan Þóru Heiðurskonan Regína Guð- jónsdóttir er látin eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún kvaddi þetta líf á afmælisdegi móður sinnar hennar Gyðu Sigurðardóttur sem fædd var 22. september 1929 og andaðist 28. maí árið 2012. Að ógleymdri ástinni er hugrekki stærsta gjöfin. Við höfum öll tapað margoft – en ef við kunnum að tapa lærum af því og reynum aðra leið þá verður okkur vel ágengt. (Rosanne Ambrose Brown) Þetta fallega kvæði minnir mig á Regínu. Henni var gefinn stór skammtur af hugrekki og æðruleysi sem best kom fram í banalegu hennar. Eins og Hall- dór sonur hennar sagði: „Eins og ég hef sagt áður þá lærði ég meira af þér á þínu veikinda- tímabili en öll árin þar á undan og þegar við heimsóttum þig á sjúkrahúsið og áttum að vera þín stoð og stytta þá snérist það einhvernveginn við og þú hug- hreystir okkur.“ Regína tók erfiðustu fréttum, sem nokkur manneskja getur fengið – fréttinni um að sjúk- dómurinn hefði haft vinninginn og hún hefði tapað, með ótrú- legri reisn. Hún stóð sig eins og hetja fram á síðasta dag. Nú er hún komin á leiðarenda – allt of snemma að sjálfsögðu – en henni er ætlað annað hlutverk héðan í frá. Efast ekki um að elsku Gyða móðir hennar hafi tekið hana í faðminn um leið og hún fór yfir. Elsku Geiri, Halldór, Halla Björg, Hlöðver og Gyða Steina. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Veit vel að það er erfiður tími framund- an hjá ykkur öllum. En minn- ingin um yndislega eiginkonu, frábæra móður og ömmu mun alltaf ylja ykkur um hjartarætur og hjálpa ykkur í framtíðinni. Guð geymi Regínu fyrir okkur öll. Hennar verður sárt saknað. Ingunn Óskarsdóttir. Fallin er nú frá fyrir aldur fram ástkær mágkona okkar. Um tíma héldum við að hún hefði betur, vegna þess hversu mikil baráttukona hún var. Hún var ekki á því að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það var lær- dómsríkt að sjá hvernig hún tók á málum því lífið hafði ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Það lék allt í höndunum á henni og stundum fengum við hjá henni fallegar flíkur. Ein okkar minnist þess þegar hún pantaði vesti fyrir barnaafmæli, þá átti hún ekki stærðina, en kom með vestið tilbúið nokkrum dögum síðar. Þetta er dæmi um það hversu fljótt og vel hún af- greiddi hlutina. Það var fallegt að sjá sam- band hennar og bróður okkar og hvernig þau hjálpuðust að í gleði og sorgum. Við þökkum sam- fylgdina og vottum aðstandend- um dýpstu samúð. Sigríður Ísafold, Elín og Ingibjörg Kristín. Regína Guðjónsdóttir ✝ STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 15. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafía Bjarnadóttir, Þröstur Bjarnason, Gunnhildur Gígja Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur og bróðir, STEINAR KRISTJÁNSSON, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 2. október kl. 13.00. Sigríður Rósa Víðisdóttir, Sigrún Tinna Gunnarsdóttir, Tómas Björn Guðmundsson, Kristján Karl Steinarsson, Hanna Kristín Steinarsdóttir, Petra Ósk Steinarsdóttir, Kristín Jóna Guðlaugsdóttir, Gunnar Örn Kristjánsson, Hafþór Kristjánsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.