Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Gunnar Bjarnason mágur okkar og svili er látinn og við áttum ekki von á að það yrði svo skjótt. Gunnar var ein- stakur maður og það er þakkar- vert að hafa fengið að kynnast honum, viðhorfum hans og hafa fengið að vera honum samferða. Gunnar var dagfarsprúður mað- ur, rólegur, yfivegaður og tranaði sér ekki fram. Yfirbragð hans bar ekki endilega vitni þeim ofur áhuga sem hann hafði á fólki, menningu, söng, tónlist, tækni, handverki, list, kirkju og kristni. Gunnar var völundur. Það var ekki til það efni sem ekki lék í höndunum á honum hvort sem um var að ræða tré eða járn, hann lék sér að eldi og smíðaði þar sjálfur þau verkfæri sem hann þarfnaðist. Hann byggði hús sem voru einstök og eiga ekki sína líka og hann endurgerði bíla og hafði óbilandi áhuga á mótorhjólum alla tíð. Hann var listrænn og í vinnu sinni fékkst hann jöfnum höndum við fíngerða mynstur- gerð í silfri og hjó til sverustu við- arbjálka með öxum. Hann var áhugasamur um menningararf- inn og sökkti sér niður í fróðleik um byggingarlist miðalda, en ekki síður tónlist og siði þess tíma. Hann náði líka oft að koma manni á óvart því hugmyndir hans voru svo einstakar og stór- huga og ekkert sem hann ekki fann leið til að yfirstíga. Síðustu árin fór orka hans og frítími í að byggja sumarhús fjölskyldunnar ásamt syni sínum Sverri. Það er óhætt að fullyrða að það er al- gjörlega einstakt og dvöl þar æv- intýraveröld, líkust því að búa á listasafni. Gunnar hafði lúmskan húmor og það var alltaf gaman að hitta hann. Hann vildi helst gera hlut- ina 100% og ganga alla leið. Það er okkur minnisstætt þegar hann hafði lokið við að gera upp Willys- jeppann og kom í heimsókn á góðviðrisdegi, blæjulaus með leð- urhúfu og hlífðargleraugu. Eins fannst okkur dásamlegt þegar við sáum að hann var búinn að kaupa mótorhjól fyrir Kristínu við sum- arbústaðinn. Kristín og Gunnar voru ein- staklega samhent og eignuðust þau einn son, Sverri. Kristín fylgdi Gunnari í áhugamálum hans og saman áttu þau trú og störfuðu í kirkjulegu starfi að út- breiðslu hennar. Sverrir og Guð- rún Birna bjuggu á neðri hæðinni á Öldugötunni, með soninn Jakob Bjarna sem hitti afa oft á dag og náði og tengjast honum vel þenn- an skamma tíma sem þeir voru samferða. Það fellur nú í þeirra hlut að taka upp merkið og syngja „Ennþá roðna þér rósir á vöngum“ fyrir barnabörnin. Við sendum Kristínu, Sverri, Guð- rúnu Birnu og litla Jakobi Bjarna innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa. Þorsteinn og Magnea, dætur og fjölskyldur. Er dauðinn ber að dyrum eru fyrstu viðbrögð oft sársauki og Gunnar Bjarnason ✝ Gunnar Bjarna-son fæddist 15.8. 1949. Hann lést 15. september. Útför Gunnars var gerð 23. september 2014. hugsun um að það hafi gerst allt of fljótt. Fregn um andlát Gunnars Bjarnasonar, ná- frænda Arnlaugs og góðs vinar okk- ar beggja, vekur slík viðbrögð. En við gerum okkur einnig ljóst að hann var viðbúinn að mæta örlögum sínum, bæði vegna trúarstyrks síns en einnig vegna þess að hann var einstaklega vandaður, íhugull og traustur einstaklingur. Gunnar og Kristín héldu við því góða andrúmslofti sem Arn- laugur Ólafsson og fjölskylda hans skapaði í húsinu sem Arn- laugur reisti árið 1934 á Öldugötu 25. Það var gott að vita að húsið varðveittist í ættinni. Okkur finnst Gunnar hafa erft marga eiginleika frá þessum móðurafa sínum, en við hjónin vorum svo lánsöm að hefja hjóna- band okkar í sambýli við Arnlaug. Þeir bjuggu báðir að þessari fal- legu ró og yfirbragði. Báðir settu þeir traust sitt á guð sinn og báðir gengu þeir af slíkri vandvirkni að hverju verki að alls staðar var eft- ir tekið. Við nutum þekkingar og hand- bragðs Gunnars er hann liðsinnti okkur við hönnun og framkvæmd ýmissa mikilvægra breytinga innanhúss í nú nær 140 ára gömlu húsi. Hann lagði alúð í verkið ekki síður en þjóðkunnu verkin sín þar sem hann endurgerði byggingar frá fyrri öldum Íslandsbyggðar. Aðrir munu án efa fjalla um minnisvarðann sem hann skilur eftir sig á þeim vettvangi og hvernig hann lagði sig fram um að ganga að verki eins og upp- runalegir smiðir, hvort sem unnið var í tré eða málm. Á báðum svið- um naut hann virðingar meðal helstu kunnáttumanna á Norður- löndum fyrir hagleik sinn. Og þjóðin á Gunnari þökk að gjalda. Við flytjum Kristínu, Sverri og fjölskyldu þeirra allri einlægar samúðarkveðjur og sérstakar kveðjur sendum við til systkina Gunnars, þeirra Ólafs og Hall- fríðar. Megi Gunnar Bjarnason hvíla í þeim friði sem einkenndi allt hans líf. Arnlaugur Guðmundsson og Anna Kristjánsdóttir. Við viljum minnast góðs og einlægs vinar okkar, Gunnars Bjarnasonar, sem við kynntumst í gegnum starf KFUM og KFUK og höfum átt margar dýrmætar stundir með í gegnum árin. Gunnar var einstaklega ljúfur maður og hafði góða og hlýja nærveru. Sem trésmíðameistari og járnsmiður vann hann fjöl- mörg stórvirki á farsælli starfs- ævi, enda lagði hann alúð og metnað í öll sín störf. Hann var listamaður í sér, hafði auga fyrir fegurð og var næmur á hið góða. Þess vegna var dýrmætt að eiga hann fyrir ferðafélaga, en þau Kristín ferðuðust mikið með okk- ur hjónunum síðustu árin, bæði í árlegum göngum gönguhópsins okkar og utan hans í lengri og styttri ferðum um landið. Það var lærdómsríkt að fylgj- ast með Gunnari í ferðum okkar, taka eftir hlutum sem við höfðum ekki veitt eftirtekt áður. Gamlir hjallar á Langanesi sem voru að hruni komnir fengu nýja merk- ingu þegar Gunnar grandskoðaði þá og benti okkur á handverk og útfærslur í byggingarlist fyrri tíma. Það sama fengum við að reyna í gönguferðum í fjalllendi Kanaríeyja þegar gengið var í gegnum gömul þorp og Gunnar staldraði við gömul hús og sá hluti sem við tókum ekki eftir. Það jók við upplifun okkar að fá að sjá með hans augum. Ljúfar minningar eigum við líka úr ferðum í sumarbústað þeirra Gunnars og Kristínar í Landsveitinni, sem Gunnar reisti í miðaldastíl, bústað sem er eng- um líkur og ber honum og hand- verki hans fagurt vitni. Við nut- um þess að vakna á sumarmorgnum í þessu fallega húsi og borða hafragraut úr skál- um frá listakonunni Koggu, því Gunnar var mikill fagurkeri og hafði unun af að kaupa fallega listmuni. Gönguferðir með Gunn- ari og Kristínu í nágrenni bústað- arins og spjall á sumarkvöldum, slíkar myndir eru sem perlur í festi minninganna. „Drottinn er vörður þinn“, stendur ritað rúnaletri fyrir ofan innganginn í stofuna í sumarhúsi þeirra Kristínar í Landsveitinni. Gunnar var einlægur trúmaður og treysti Drottni fyrir lífi sínu. Hann var virkur félagi í KFUM og KFUK og lagði gríðarlega mikið af mörkum sem sjálfboða- liði í starfinu. Fram á þetta ár söng hann í Karlakór KFUM og hafði mikla unun og gleði af. Þeg- ar við hittum hann á líknardeild- inni skömmu fyrir andlát hans var hann æðrulaus og uppörvaði okkur með Davíðssálmi 103, sem hafði sérstaka merkingu fyrir honum í þessum aðstæðum. Sálmurinn hefst á þessum orðum: Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. Já, krýndur náð og miskunn, og umvafinn kærleika ástvina sinna, yfirgaf Gunnar þennan heim að kvöldi 15. september sl. Við söknum hans sárt en erum jafnframt svo óendanlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum öndvegismanni og fyrir að hafa mátt eiga hann fyrir vin. Hjálpsemi hans, alúð og vinátta hefur auðgað líf okkar mikið. Við biðjum Guð að styrkja Kristínu, Sverri son hans, tengdadóttur og barnabarn. Gyða Karlsdóttir og Þórarinn Björnsson. Gunnar Bjarnason var einn af þeim mönnum sem teljast myndu vandaðir. Nærvera hans var hlý, glettin og nærgætin. Hann var einn af þeim sem gott var að leita til. Ráðagóður, traustur og áreið- anlegur. Ég kynntist Gunnari fyrst þegar ég, með alla mína þumal- putta, hafði tekið að mér að inn- rétta háaloft í húsnæði Kristilegu skólahreyfingarinnar á Berg- staðastræti, sennilega undir 1980. Ég man enn hversu gott var að fá hann í vinnuhóp á laugar- degi. Hann sagaði svo beint og fínt það sem þurfti að saga. Hann leiðbeindi á hógværan og jákvæð- an hátt. Það var hans háttur, já- kvæður og uppörvandi. Við áttum eftir að eiga margar stundir í vinnuflokkum í Vindás- hlíð, árum saman. Þá unnum við saman, ásamt fleirum, að því að skipuleggja og vinna nýbyggingu þegar byggt var við eldra hús á staðnum. Það hús ber með sér vandað handbragð Gunnars. Orðstír hans fór víða sem ein- staklega vandaðs trésmiðs sem var sérfræðingur í eldri húsum, fornum húsum. Við það starfaði hann alla tíð. En Gunnar var fyrst og fremst góður maður. Hann átti gott hjarta sem bar umhyggju fyrir fólki, ekki síst börnum og ung- mennum. Hann var ötull félagi í Gídeonfélaginu og fór margar ferðir um landið til að dreifa Nýja-testamentinu. Hann var virkur félagi í KFUM alla tíð, traustur félagi sem naut sín í fé- lagsstarfinu. Við ræddum saman skömmu fyrir andlát hans, heimferðina í himininn. Hann var ekki kvíðinn, heldur þakklátur fyrir allt sem Guð hafði gefið honum á lífsleið- inni. Þakklátur fyrir að eiga trú til að takast á við sjúkdómsglím- una. Þakklátur fyrir kærleika Guðs. Það er sterk upplifun að hitta mann sem talar þannig þeg- ar hann er að lúta í lægra haldi fyrir banvænum sjúkdómi. Ég þakka Guði fyrir mann eins og Gunnar Bjarnason og bið fjöl- skyldu hans allrar Guðs blessun- ar á erfiðum tíma. Björgvin Þórðarson. Ég kynntist Gunnari Bjarna- syni fyrir rúmum tuttugu árum, þegar ákveðið var að setja af stað sérstaka Gídeondeild fyrir vest- urbæ Reykjavíkur og Seltjarnar- nes. Hann tók að sér að leiða deildina fyrstu þrjú árin sem hún starfaði og náði hann að byggja upp öflugt og traust starf. Á þess- um árum fengum við tækifæri til að starfa saman og myndaðist milli okkar dýrmætur vinskapur. Nokkrum árum síðar, þegar ég tók að mér ábyrgðarstöðu innan Gídeonfélagsins, var Gunnar ávallt reiðubúinn að aðstoða mig. Hann stóð við bakið á mér og hvatti mig áfram og vílaði til að mynda ekki fyrir sér að skreppa með mér til Hafnar í Hornafirði, þegar ný Gídeondeild var stofnuð þar. Gunnar var traustur vinur vina sinna og ef hann vissi af einhverj- um sem veiktist eða gekk í gegn- um erfiða tíma, þá lagði hann þessa einstaklinga trúfastlega fram fyrir Drottin í bæn. Þar fengum við að sjá og upplifa kraft bænarinnar og kærleika Guðs. Oft heimsótti hann þá sem áttu erfitt, til þess að uppörva þá og hvetja. Erfið veikindi Gunnars bar brátt að, en engu að síður var hann vitnisburður um kærleika Krists og vissu þess að Drottinn hefur allt í sinni hendi. Gunnar vann á margvíslegan máta að uppbyggingu Gídeon- félagsins, gegndi hann þar ýms- um trúnaðarstörfum og sat meðal annars í stjórn sinnar deildar fram á síðasta dag. Við, Gídeon- menn og -konur, erum Guði þakk- lát fyrir þá blessun sem Gunnar hefur verið í lífi okkar og starfi. Megi Guð blessa minningu Gunnars Bjarnasonar. Eiginkonu hans, syni og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Gídeonfélagsins á Íslandi, Sveinbjörn Gizurarson. Kveðja úr Vatnaskógi Gunnar Bjarnason var Skóg- armaður. Hann var í Skóginum sem drengur og unglingur og kom þangað aftur sem fullorðinn maður til að vinna staðnum gott. Þegar hluti gamla skála var endurnýjaður árið 1991 var Gunnar þar allt í öllu. Það er vandi að endurnýja gamalt hús með mikla sögu þannig að það nýtist í dag. En það tókst enda var Gunnar raunsær, útsjónar- samur og sýndi gömlu handverki virðingu. Faðir Gunnars, Bjarni Ólafs- son, teiknaði og tók þátt í bygg- ingu Kapellunnar í Vatnaskógi ásamt föður sínum, Ólafi Guð- mundssyni. Þegar veður og vind- ar höfðu dunið á því húsi í 45 ár kom Gunnar í Skóginn og lag- færði það sem skemmst hafði. Hann stóð þannig að verki að enginn tók eftir að átt hefði verið við húsið, þó að á eftir væri það bæði hlýrra og traustara. Gunnar var oft gestur í karla- flokki. Þar lét hann sitt ekki eftir liggja heldur tók verkfærin sín með sér, bætti það sem laga þurfti og í eitt skiptið smíðaði hann fallega brú yfir Lindina. Í fyrra, þegar Skógarmenn KFUM fögnuðu 90 ára afmæli starfsins í Vatnaskógi, gáfu Gunnar og Kristín myndarlega gjöf til Kapellunnar sem hefur nýst vel til frekari endurbóta á því húsi, gestum staðarins til blessunar. ✝ Vinur okkar og frændi, JÓNAS JÓNASSON frá Kolmúla við Reyðarfjörð, búsettur í Munkaþverárstræti 44, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. september kl. 13.30. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR HELGU SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir góða umönnun. Skúli B. Hákonarson, Sigurlaug Magnúsdóttir, Alma Hákonardóttir, Hrönn Hákonardóttir, Sesselja Hákonardóttir, Sigursteinn Hákonarson, Hafdís Hákonardóttir, Sveinbjörn Hákonarson, Guðrún S. Guðmundsdóttir og ömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hýhug, samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGIBJARGAR KARLSDÓTTUR frá Neðri-Lækjardal, síðast til heimilis að Húnabraut 40, Blönduósi. Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir einstaka umönnun og góðvild. Jakob Þór Guðmundsson, Sigurbjörg Auður Hauksdóttir, Ellert Karl Guðmundsson, Birna Sólveig Lúkasdóttir, Óskar Páll Axelsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR, til heimilis að Boðaþingi 12, Kópavogi, sem lést laugardaginn 20. september á krabbameinsdeild Landspítalans, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1. október kl. 13.00. Soffía Guðrún Jónasdóttir, Ágúst Sverrir Egilsson, Gunnar Sigurðsson, Þórunn Halldóra Ólafsdóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Jón Sigurðsson, Guðbjörg Helga Hjartardóttir, Andri Björn Sigurðsson, Gabriela Jónsdóttir, Borghildur Aðils, Jón Aðils, Jakob Gunnarsson, Þuríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar ástkæra, RAGNHEIÐUR ANNA STEFÁNSDÓTTIR sjúkraliði, lést á dvalarheimilinu Grund sunnudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Neskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 1. október kl. 13.00. Margrét Stefanía Sveinsdóttir, Stefán Þór Herbertsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Víðir Þór Herbertsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.