Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 27.09.2014, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 ✝ Ástríður RánErlendsdóttir fæddist á Landspít- alanum 31. júlí 1992. Hún lést á sjúkrahúsinu Vogi 12. september 2014. Foreldrar henn- ar eru Helena Rós Sigmarsdóttir lög- fræðingur, f. 26.11. 1972, og Erlendur Hólm Gylfason sjómaður, f. 8.7. 1961. Fósturfaðir Ástríðar Rán- ar til ársins 2005 er Stefán Helgi Jóhannesson rafvirkja- og Tanja Ýr Erlendsdóttir, f. 26.6. 2006. Barnsfaðir Ástríðar Ránar er Arngrímur Arn- grímsson, f. 13.12. 1988. Barn þeirra er Arngrímur Hólm Arn- grímsson, f. 10.12. 2010. Ástríður Rán ólst upp á heimili móður sinnar og fóstur- föður, fyrst í Mosfellsbæ og síð- ar í Hafnarfirði. Á sinni stuttu lífsleið vann hún ýmis störf, að- allega þjónustustörf, auk þess sem hún var messagutti á sjó með pabba sínum. Í allnokkur ár glímdi Ástríð- ur við erfiðan fíknisjúkdóm. Í því stríði kom hún reglulega til baka til fjölskyldunnar og átti þá góðar stundir. Sjúkdóm- urinn bankaði þó aftur upp á og hafði betur að lokum. Útför Ástríðar Ránar fór fram frá Víðistaðakirkju 19. september 2014. meistari, f. 4.10. 1965. Fósturfaðir Ástríðar er Jón Kristján Ólason prentari, f. 18.5. 1967. Stjúpmóðir Ástríðar Ránar er Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir, f. 8.3. 1973. Bræður Ástríðar sam- mæðra eru Askur Máni Stefánsson, f. 22.8. 1996, og Breki Blær Stef- ánsson, f. 22.8. 1996. Systkini hennar samfeðra eru Gylfi Hólm Erlendsson, f. 2.10. 2002, Það var gott að sjá elsku stelpuna mína í síðasta sinn, friðsæla og fallega og lausa úr þeim fjötrum sem settu svip sinn á líf hennar undir það síðasta. Upp úr stendur minning um dásamlega skemmtilega stelpu sem gat verið óttalegt trippi en um leið hvers manns hugljúfi. Hún hafði óborganlegt skopskyn og var fljót að átta sig á spaugi- legum hliðum lífsins. Hún var frábær vinkona, yndisleg dóttir, dásamleg móðir og besta stóra systir sem hægt var að hugsa sér. Það er erfitt að halda áfram lífinu þegar svona stór hluti er tekinn frá manni. Ég get ekki lýst því hvað ég sakna mús- arinnar minnar mikið og hvað ég myndi gera til þess að geta fengið hana bara einu sinni enn í fangið – bara segja henni einu sinni enn hvað ég elska hana mikið. Vissulega höfum við ekki glatað stelpunni okkar alveg þar sem hún skildi eftir sig lítinn sólargeisla, hann Agga litla. Við tekur það verkefni að halda minningu stelpunnar okkar á lofti, fyrir okkur og fyrir hann. Þrátt fyrir þá gríðarlegu sorg og söknuð sem í hjarta mínu býr dvel ég í þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa Ástríði mína í lífi mínu. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Mamma. Elsku nafna. Að sjálfsögðu á ég ekki að vera að skrifa minningarorð um þig. Það hefði átt að vera þú að skrifa um ömmu þína. En ég fékk engu ráðið um það, þú tókst ákvörðun um annað. Það er svo sárt að sitja og hugsa til þess að við eigum aldr- ei eftir að sitja saman, hlæja eða rökræða um lífið og til- veruna. Ef þú værir að skrifa um mig núna hefðir þú sjálfsagt skrifað: „Manstu amma þegar ég kom í „Ástríðardekur“ til þín á Ólafs- fjörð, Seyðisfjörð, Akureyri og Selfoss. Hvað við gátum oft hlegið saman þó að ég væri ekki há í loftinu eða gömul. Þegar ég las ljóð í veislunni fyrir þig þeg- ar þú varst fimmtug, ég 12 ára og þú stolt. Þegar ég labbaði með þér á golfvellina og fannst það hundleiðinlegt en þér svo gaman? Þegar ég fór með þér, afa og Reyni til Portúgals, sjö ára og þér og Reyni til Ítalíu jólin 2007 og ég hló svo rosalega yfir „töfrateppinu“ sem bara ég og þú vissum um og ég blaðraði svo í mömmu mína skellihlæj- andi seinna. Þegar við hlust- uðum á Frystikistulagið og mamma mátti ekki vita? Þegar við horfðum á vikuskammtinn af Bold and Beautiful á laugardög- um uppi í rúmi heima hjá þér? Þegar ég sagði þér að ég væri ófrísk og bað þig um að koma með mér til læknisins og við sáum litla Agga í fyrsta sinn í sónar?“ Ég ætti að sitja núna uppi á silfurskýi og lesa þetta yfir öxl- ina á þér, Ástríður, en þú ekki yfir öxlina á mér. Þú sem áttir allt lífið framundan. Þegar ég hugsa til baka þá rifjast margar skemmtilegar stundir upp. Þú varst fyrsta barnabarnið mitt og ég fékk að taka á móti þér. Þú varst nafna mín og þú fékkst rauða hárið. Þú varst einstaklega skemmti- legur krakki og gömul kerling í þér þegar þú eltist en oft og tíð- um sérlunduð og rakst ekki endilega með fjöldanum. Ég man hvað þú varst ham- ingjusöm þegar Aggi litli fædd- ist og hvað þið Aggi stóri voruð stolt. Stundum fannst mér full- mikið í lagt þegar þú varst að dedúa við litla drenginn þinn, en það sýndi bara hvað þú vildir gera vel. Síðari hluti þinnar stuttu ævi var á köflum erfiður, fyrir þig og aðra sem stóðu þér nær. Við vissum öll hvað þú vildir standa þig vel, hvað þú hafðir háar hugmyndir um framtíðina fyrir þína hönd og hvað fíknin, sem síðar tók alla þína dómgreind, áreitti þig og dró þig frá okkur. Alla tíð trúðum við því að þú myndir stíga út úr þessu lífi og standa þig. Við vorum aldrei í nokkrum vafa um að þú gætir það því þú áttir marga góða spretti þegar þú varst edrú. Þegar við fréttum að þú værir komin inn á Vog í síðasta sinn, fögnuðum við því og reiknuðum með að nú værir þú komin í síð- ustu meðferðina og lífið myndi blasa við, skemmtilegt og ham- ingjusamt, eins og það var áður og þú þráðir sjálf. En það fór á annan veg. Ég get ekkert annað gert en að biðja alla góða vætti að um- vefja þig og halda utan um þig þar sem þú ert núna, elsku hjartans Ástríður mín. Við sem eftir sitjum með harm og sorg í hjarta, munum halda minningu um káta, skemmtilega, hnyttna og glaða stelpu svo og um- hyggjusama móður á lofti og vera ætíð til staðar fyrir litla drenginn þinn. Ásta amma. Elsku Ástríður frænka, ég skrifa þetta bréf til þín því mig langar að koma hugsunum mín- um á blað. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáin fann ég sorgina hellast yfir mig. Þetta var afar óþægileg tilfinning, svolítið eins og ég þyrfti að fá útrás, öskra eða kasta stein í gluggann, horfa á glerbrotin splundrast í allar áttir og heyra hvernig þau smella á jörðinni. Ég gat ekki grátið, en ég var með kökk í hálsinum sem ætlar ekki að fara í hvert sinn sem ég hugsa um þig. Mér fannst rödd- in hennar mömmu fjarlægjast og ég starði á hana. Fyrst átti ég erfitt með að gera mér grein fyrir því sem hún sagði. Ég átti erfitt með að trúa henni, ég vildi ekki trúa henni. Fullt af spurn- ingum ruddist út úr mér: „Hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna?“ Ég þurfti að gráta, en ég gat ekki grátið, í staðinn fann ég sorgina inni í mér. Hún reyndi að komast út, hún barði mig að innan. Ég fann fyrir sorginni. Hún er búin að vera föst inni í mér eins og að vera með risa- hnullung á bakinu. Nú þegar ég skrifa þetta bréf þá komst hún út. Þegar ég velti fyrir mér hvað ég ætti að skrifa, þá gerð- ist það. Ég grét, ég felldi tár. Minningar. Ég fann fyrir sam- kennd, Eddi, Gylfi, Tanja og Arngrímur litli. Það er eitt sem ég þarf að segja þér. Mér þykir mjög vænt um þig. Ég náði kannski ekki að segja þér það en nú geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þig, Ástríður, og ég vil að þú vitir það. Að ég geri það af öllu mínu hjarta. Þú áttir ekki að deyja. Þú áttir að lifa, öðlast góða heilsu, eiga gott líf og ljúka því gömul og hamingju- söm. En það á að hugsa eins og Haukur Helgi sagði: „Nú ertu fallegur rauðhærður engill á himnum og líður vel.“ Kveðja Silja Rún Högnadóttir. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Hvíl í friði elsku Ástríður Rán okkar. Pabbi, Ásta, Gylfi Hólm og Tanja Ýr. Ástríður Rán Erlendsdóttir ✝ Jóhanna Sig-urbjörg Krist- insdóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1946. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 12. september 2014. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Vigfússon, f. 1.7. 1917, d. 3.12. 1990, og Jóna Kristjáns- dóttir, f. 1.8. 1917, d. 29.7. 2008. Systkini Jóhönnu eru Haukur Már, f. 7.3. 1941, Jóhanna Sig- urbjörg, f. 4.10. 1943, d. 18.1. 1944, og Birna Hrafnhildur, f. 13.6. 1950. Fyrri eiginmaður Jóhönnu var Gunnar Ein- arsson, f. 19.10. 1945, d. 10.1. 1970. Seinni eiginmaður Jóhönnu er Sig- mundur Þór Friðriksson, f. 11.11. 1946, þau eiga saman eina dóttur, Kolbrúnu Dögg Sigmunds- dóttir. Barnabörn þeirra eru fjögur, Gabríel Þór, f. 22.6. 2003, Sig- mundur Þór, f. 30.8. 2005, Balt- asar Óðinn, f. 16.9. 2007, og Mó- ey Embla, f. 30.6. 2012. Útför Jóhönnu fór fram í Bíldudalskirkju 20. september 2014. Skjótt hefur sól brugðið sumri og naprir haustvindarnir banka á dyrnar til þess að boða okkur komu hins óumflýjanlega. Haust- ið hjá mér kom sviplega þegar mér bárust fregnir af andláti þínu, elsku Jóhanna mín. Það er sárt að horfa á eftir þér kveðja þennan vesæla og ófullkomna heim mannfólksins. Þú ert farin í ferðina löngu á sandana eilífu, yfir fljótin óendanlegu, á leið á gresjur forfeðranna. Æðri heimar, grænir fjallasalir og sléttir firðir taka nú á móti þér, elsku frænka mín. Brotthvarf þitt tekur mig sér- staklega sárt þegar ég horfi til baka og rifja upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær stundir eru í dag minning sem ég geymi í hjartanu um ókomna tíð. Þú varst alltaf svo góð og elskuleg við okkur bróður minn. Ég á þér mikið að þakka fyrir að hafa tekið mér eins og ég var og er. Ég kynntist þér barnungur eft- ir að við fluttum fyrst vestur á Bíldudal. Pabbi fór fljótlega að taka hús á ykkur Sigmundi eftir að við settumst að. Ég fékk oftar en ekki að fljóta með í þessar heimsóknir og hlusta á ykkur fullorðna fólkið tala sam- an. Það sem mér finnst merkilegt er það hversu mikið situr eftir í huganum og hversu mikið ég lærði af dægurspjallinu. Sumt af þessum samtölum man ég eins og gerst hefði í gær. Mig langar að þakka þér fyrir allt, allar stund- irnar sem við áttum saman í gegn- um tíðina, jólaboðin og önnur mannamót. Þú talaðir oft um æskustöðv- arnar þínar úti í Ketildölum við Arnarfjörð og sagðir mér sögur af pabba og Birnu systur þinni. Þú unnir æskustöðvunum heitt og varst sannkallað náttúrubarn. En það er ekki óeðlilegt að verða fyrir sterkum áhrifum af náttúrunni fyrir vestan, fjöllunum, dölunum, sögunni og síðast en ekki síst fólk- inu. Þú elskaðir gróandann í nátt- úrunni, blómin þín, fjörðinn þinn, vorið, sumarið og síðast en ekki síst fjölskylduna þína. Við fráfall þitt sendi ég Sig- mundi, Kolbrúnu, pabba, Birnu og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hugurinn er fyrir vestan. Ég kveð þig, elsku Jóhanna mín, og sendi þér mína hinstu kveðju. Í sálarkimum niðdimm nótt, sem nístings kulda geyma. Þú elsku vinur fórst of fljótt, farinn til æðri heima. Sálarkreppa mótar menn, þá minningarnar streyma. Þig ljósið fagra flytji senn, fljótt til æðri heima. Við ávallt munum minnast þín, manngæskunnar hjarta. Þú prýddir heimsins hýjalín, nú himininn stjörnubjarta. Ljúft í hjarta logar mér, ljósið bjarta í sinni. Ljósið fagra færi þér, frið í eilífðinni. (Ívar Örn Hauksson) Ívar Örn Hauksson. Hinsta kveðjustund rennur upp. Óteljandi minningar fara í gegnum hugann sem fyllist af mikilli sorg. Ég var ekki tilbúin að missa þig, elsku frænka, en þegar veik- indi sigra manns eigin líkama ylja ég mér við að þú munt ekki þurfa að þjást lengur og fékkst hvíldina. Ég er samt svo þakklát fyrir að hafa ákveðið að vera heima í sum- ar og fá að vera með þér í síðasta sinn, þó að þú hafir oft verið slöpp varstu samt alltaf svo hress and- lega við mig að maður gleymdi því stundum í smástund að þú værir veik. En núna verð ég að hugsa um allar þær góðu minningar sem ég á með þér, elsku frænka, þú varst ekki bara einhver frænka, þú varst besta og uppáhalds- frænka mín sem hægt er að hugsa sér. Frá því að ég man eftir mér kallaði ég þig frænku, og „frænku“ nafnið hefur haldist svo fast í mér. Þegar ég fer að rifja upp minningar eru þær svo ótelj- andi, ein minningin situr fast í huga mér er draumaferðin sem við mæðgurnar fórum saman, þeirri ferð mun ég aldrei gleyma þó að ég hafi verið lítil. Ég leit allt- af mjög upp til þín og ætlaði alltaf að verða jafn klár og þú í handa- vinnu, og er ég langt komin, og eins og þú sagðir við mig um dag- inn, því oftar sem maður þarf að rekja upp þeim mun betri verður maður í handavinnunni. Þú varst svo ánægð og stolt af mér þegar ég sagði þér að ég væri að fara í Hússtjórnarskólann síðasta vet- ur. Ég mun ylja mér við þær góðu og skemmtilegu minningar sem við höfum átt saman, og það sem þú hefur kennt mér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Ég sakna þín, elsku frænka mín. Hvíldu í friði. Júdit Krista Jakobsdóttir. Jóhanna S. Kristinsdóttir Á haustdegi árið 1962 kom í heiminn hraustur og falleg- ur glókollur. Stoltir foreldrar höfðu eignast frumburð sinn, sem þau skírðu eftir afa okkar, skáldinu Þorsteini Erlingssyni, sem hefði átt afmæli í dag. Minningarnar eru óteljandi. Við úti á róló, þar sem ég horfði á bróður minn stökkva á milli bílskúrsþaka – þetta var mikil hetjudáð. Við að leika okkur í svefnherberginu, sem við deild- um með Kristínu yndislegu ömmu og á kvöldin að fara sam- an með bænirnar. Allar sund- laugaferðirnar með elsku pabba og á jólum að kaupa jólatré. Sumarbústaðaferðirnar í Bjark- arhlíðina voru óteljandi, enda sælureitinn okkar í Grafningn- um. Ekki má svo gleyma öllum veiðidögunum í Soginu. Tæknin var Þorsteini ofar- lega í huga og hann með ein- dæmum hugmyndaríkur. Til að mynda tengdi hann dyrabjöllu upp í risherbergið sitt, til þess að vinirnir gætu komið þegar hentaði. Hljómflutningstækin voru þanin. Lagið In the air to- night með Phil Collins kemur fyrst upp í hugann. Ævintýra- maðurinn ungi, vissi ekki þá, að hann ætti seinna meir eftir að hitta og taka viðtal við þennan geðþekka tónlistarmann, sem var í miklu uppáhaldi. Ég hef alltaf verið stolt af yndislega bróður mínum. Hann skipti nær aldrei skapi og mikið þurfti til að gera hann reiðan. Brosið og jákvæðnin var höfð að leiðarljósi. Lífið bar hann ekki alltaf á vængjum sér. Hann mætti bæði öfund og umtali. Hann átti fallega sportbíla, var umvafinn fallegu kvenfólki og ósjaldan fékk ég óvart snjóbolta að næturlagi frá einhverri gyðj- unni í gluggann minn. Þorsteinn var blaða- og leið- sögumaður. Fjallamennska var líf hans og yndi. Þekkti landið Þorsteinn Erlingsson ✝ Þorsteinn Erl-ingsson fædd- ist í Reykjavík 20. september 1962. Hann lést 15. júlí 2013. Útför Þor- steins var gerð frá Fossvogskirkju 31. júlí 2013 í kyrrþey. okkar jafnvel betur en fingurna á sér. Það var unun að heyra hann segja frá, enda vinsæll leiðsögumaður. Ótal viðtöl hafa birst eftir hann við skærustu stjörnur hvíta tjaldsins. Gerði þætti um kvikmyndahátíðina í Cannes sem sýnd- ir voru á Stöð 2. Að hitta fræga fólkið steig bróður mínum aldr- ei til höfuðs. Harrison Ford, Margit Sandimo og Henrik Danaprins, sem Þorsteinn bauð í laxveiði, þar sem þeir sátu saman í flugi og varð vel til vina. Hann kynntist svo ótal mörgum og einlægni hans kom honum langt. Þorsteinn lét drauma sína rætast. Hann dúxaði í flestu sem hann lærði. Fékk alþjóðleg verðlaun blaðaljósmyndara. En stærsti draumur hans varð ekki að veruleika. Þar stóð ljón í veginum, sem að ég er sann- færð um, að muni þurfa að kvitta fyrir gjörðir sínar seinna meir. Með bróður mínum er geng- inn einn sá hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst, að öðrum ólöstuðum. Hann er kominn heim til yndislegu foreldra okk- ar, ömmu og fjölskyldunnar sem farin er. Mér var ekki gef- inn tími til að kveðja, enda grunlaus eins og hann, að tím- inn væri kominn. Það er ólýsna- legur sársauki að hafa þurft að fylgja þeim þremur til grafar á skömmum tíma og vera ein eft- ir. Söknuðurinn er nístandi. Með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og gafst mér, bara með því að vera til, kveð ég þig með þínum orðum til mín: „Ég elska þig svo heitt. Guð geymi þig, fallega hjartagull.“ Þín er sárt saknað af okkur Baldri, Steinari Berg og Þórdísi Toddu. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn; að síðuustu vegina jafni. (Þ.E.) Þín elskandi systir, Guðrún Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.