Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 39

Morgunblaðið - 27.09.2014, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 ✝ Þórdís Hans-dóttir fæddist í Hafnarfirði 30. júní 1920. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík, 5. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Hans Sig- urbjörnsson, f. 8.8. 1878, d. 28.2. 1941 og Sesselja Eng- ilrós Helgadóttir, f. 3.1. 1889, d. 16.9. 1962. Systk- ini Þórdísar: Hjalti, f. 25.6. 1909 , d. 10.1. 1998; Vigdís, f. 3.9. 1911, d. 27.2. 1978; Helgi f. 19.9. 1912, dáinn sama ár; Sig- urbjörn, f. 1.11. 1914, d. 5.12. 1960; Sigríður, f. 8.12. 1916, d. 15.12. 1983; Vilborg, f. 28.7. 1922, d. 30.7. 2006; Jón, f. 29.8. 1923 og Bergþór, f. 18.8. 1925, d. 10.5. 1933. Hinn 21.6. 1941 giftist hún eiginmanni sínum Hálfdani Helgasyni, f. 6.1. 1910, d. 2.3. 1985. Börn þeirra: 1) Hanna Sesselja, f. 13.11. 1938, d. 3.12. 1999, gift Markúsi Á. Ein- arssyni, f. 5.3. 1939, d. 20.10. 1994. Börn þeirra: a) Hálfdan Þórir, f. 24.5. 1963, kvæntur Sóleyju Indriðadóttur, f. 24.9. 1964. Börn þeirra eru: 1) Hanna Sesselja, f. 9.5. 1985, gift Alfreð B. Kristinssyni, f. 22.1.1985, eiga þau eitt barn. 2) Bára jón Gunnarsson, f. 3.4. 1987, eiga þau tvö börn. 2) Halldóra Jóna, f. 20.5. 1993, maki Guð- mundur M. Einarsson, f. 11.4. 1990. c)Sigríður Jóna, f. 31.3. 1966, gift Magnúsi Ásgeirssyni, f. 2.6. 1960. Börn þeirra: 1) Þór- dís Eirný, f. 11.12. 1992, sam- býlismaður Fannar A. Haf- steinsson, f. 14.8. 1991. 2) Guðrún Lovísa, f. 15.6. 2002. 3) Drengur, f. andvana 20.5. 1949. 4) Hálfdan Þórir, f. 5.3. 1952, d. 19.11. 1960. Síðari sambýlis- maður Þórdísar er Gísli Elías- son, f. 1.12. 1921. Barn hans er: Jens, f. 8.11. 1944, giftur Krist- ínu M. Eggertsdóttur, f. 10.5. 1945. Börn þeirra: a) Dagmar, gift Heiðari J. Sveinssyni. Börn þeirra: 1) Jens Gísli og 2) Birna. b)María, gift Ásgeiri Gunn- arssyni. Börn þeirra: 1) Kristín Heiða, 2) Viktor og 3) María Björg. c) Elsa, gift Vilhjálmi Skúlasyni. Barn þeirra: Skúli Thor, fyrir átti Elsa: Tinnu Maríu og Alexöndru Hafþórs- dætur. Þórdís fluttist ung til Reykja- víkur og kynntist þar Hálfdani eiginmanni sínum. Bjuggu þau í Vesturbænum öll búskaparárin. Þórdís vann ásamt húsmóð- urstörfum ýmis störf, þ. á m. á saumastofu, netaverkstæði og við ræstingar. Eftir fráfall Hálf- dans hóf Þórdís sambúð með Gísla Elíassyni og bjuggu þau á Hrafnistu. Útför Þórdísar fór fram í kyrrþey 19. september 2014. Fanney, f. 22.9. 1988, sambýlis- maður Sebastian Storgaard, f. 1.8. 1984. 3) Árný Þóra, f. 4.2. 1992. 4) Mar- grét Rósa, f. 2.6. 1994, maki: Bjarki M. Benediktsson, f. 25.5. 1993. 5) Sylvía Rún, f. 20.9. 1998. 6) Róbert Ingi, f. 9.7. 2000. 7) Dag- björt Gyða, f. 5.3. 2004. b) Ingi- björg, f. 18.6. 1966. c) Ármann, f. 11.2. 1972. 2) Kristrún Bjarn- ey, f. 8.11. 1940, gift Jóni M. Magnússyni, f. 28.10. 1939. Börn þeirra eru: a) Þórdís, f. 3.10. 1958, gift Ólafi H. Kjart- anssyni, f. 2.9. 1953. Börn þeirra eru: 1) Kristrún Helga, f. 29.10. 1980, sambýlismaður Ómar F. Ómarsson, f. 14.11. 1977, eiga þau eitt barn. 2) Mel- korka Rán, f. 7.6. 1983, gift Seckin Erol, f. 22.10. 1977, eiga þau tvö börn. 3) Kolfinna Bjarn- ey, f. 5.7. 1992. 4) Kjartan Thor, f. 6.7. 1992. b) Jón Magnús, f. 3.11. 1963, giftur Gyðu Viðars- dóttur, f. 1.7. 1961. Barn Gyðu: Jóna B. Guðjónsdóttir, f. 18.9. 1980, sambýlismaður Steinar D. Haralds, f. 23.10. 1975 og eiga þau þrjú börn. Börn Jóns Magn- úsar og Gyðu: 1) Linda Rós, f. 27.1. 1990, sambýlismaður Guð- Ég upplifði sorg og leiða en einnig gleði og létti þegar ég kvaddi ömmu í síðasta sinn. Sorg og leiða fyrir mína hönd en gleði og létti fyrir hennar hönd. Hún varð 94 ára og var orðin þreytt. Hún var því óneitanlega tilbúin í ferðalagið sem hún er lögð af stað í með lífsreynslu sína í farteskinu. Ég ólst upp í sömu götu og föður- og móðurforeldrar mínir. Við systkinin vorum umvafin fjölskyldu sem okkur þótti sjálf- sagt þá en áttuðum okkur síðar á þessum forréttindum. Það var gott að koma til afa og ömmu. Þau höfðu mikinn áhuga á því sem maður var að gera. Skemmtilegast var að skoða gömlu myndaalbúmin og bækurnar. Amma hafði sérlegan áhuga á því að gefa manni að borða. Henni þótti þó mun skemmtilegra að gefa Magga bróður að borða sem tók enda- laust við en ég var matvönd og komst upp með það hjá mömmu. Vandaðist því málið þegar pabbi og mamma fóru til Spánar í þrjár vikur því við Maggi vorum ein heima undir stjórn ömmu og afa á neðri hæðinni. Við borð- uðum hjá þeim á kvöldin og á meðan amma hafði sig alla við að ausa á Magga disk þurfti hún að hafa sig alla við að koma ein- hverju ofan í mig. Hún skildi þetta ekki og var alveg viss um að hún eldaði ekki góðan mat. Skipti engu að Maggi borðaði þrjá diska, drakk þrjú mjólk- urglös og fékk 1 l af mjólk með sér heim. Ég man að Hanna frænka kom oft með frændsystkini mín til ömmu og afa. Amma fór út í Kron og keypti kremkex og Mir- anda handa gullmolunum sínum. Sátum við svo á teppi úti í garði, mauluðum kex og sötruðum Mir- anda. Amma hafði mikla trú á okkur barnabörnunum og fékk maður svo oft hrós fyrir dugnað í skóla eða vinnu að stundum þótti manni nóg um. Þessi barnabörn hennar voru bara ein- staklega vel gefin og gerð að hennar mati. Toppurinn var að fara í bíltúr með afa og ömmu í Ford Taunus en hann var með topplúgu, gott fólk! Farið var austur fyrir fjall og keyptur ís í Eden. Afi og amma héldu oft veislur og leiddist mér aldrei að sitja og hlusta á skemmtilega og sér- staka afa og ömmu fólkið mitt. Amma og mamma bökuðu margar smákökusortir fyrir jólin og sat ég og horfði á ömmu hnoða hvert deigið á fætur öðru í hálfmána, spesíur með katt- artungum, gyðingakökur og van- illuhringi. Ég var síðan til taks ef það vantaði eitthvað í Kron. Sundferðirnar með ömmu og mömmu í Vesturbæjarlaugina voru ómissandi. Mamma og amma syntu 200 metrana með blómasundhetturnar sínar á meðan ég kafaði niður á botn í djúpu lauginni. Amma vildi aldrei vera með tilstand og þótti óþægilegt að heyra hól um sjálfa sig. Í sjö- tugsafmæli afa var boðið til veislu og þegar búið var að skála nokkrum sinnum hélt afi ræðu og hálf ræðan var lofræða um ömmu. Á meðan gekk hún um og fussaði yfir þessu bulli í manninum. Amma reyndi margt í lífinu eins og margir en kvartaði aldrei og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Stundum hugsa ég hvort lífið hefði ekki verið léttara fyrir hana og fjölskyldu hennar ef tekið hefði verið á sorg og áföll- um eins og er gert í dag. Kveð ég ömmu mína með þakklæti og hlýju, sannfærð um það að henni líði vel. Sigríður Jóna. Að eiga gleðilega æsku, bjart- ar og skemmtilegar minningar tengjast ættingjum og vinum. Ég ólst upp á Fálkagötunni í Reykjavík þar sem fjöldi ætt- ingja minna bjó. Langamma, langafi, tvær ömmur, tveir afar, foreldrar, systkini og frændfólk bjuggu þar og var gengið á milli húsa eins og þau væru manns önnur heimili. Heimili ömmu minnar, Þórdísar Hansdóttur, og afa, Hálfdans Helgasonar, var eitt þeirra. Þar kom ég daglega og jafnvel oft á dag. Þau báru mig á örmum sér og ég fann hversu elskuð ég var. Við amma réðum krossgátur saman og hún kenndi mér að spila rússa og seinna manna. Á hverju virku kvöldi í mörg ár spilaði ég manna við ömmu og langafa minn. Á unglingsárum fór ég með ömmu, á sunnudags- kvöldum, í Templarahöllina að spila félagsvist. Á barnsárunum gekk ég ófá kvöld með sængina mína í fang- inu til ömmu og afa til að gista hjá þeim. Kvöldkaffið var heima- lagað bakkelsi og mjólk eða malt í glasi á undirskál. Í hvert skipti sem ég drekk malt minnist ég þessara kvölda. Þegar í rúmið var komið biðu mín bækur afa míns. Skemmtileg æska mín er lituð af samverustundum með ömmu og afa, allir bíltúrarnir, fjöruferðirnar við Ægisíðuna og allar heimsóknirnar á Reynivelli í Kjós, þar sem bróðir afa míns var prestur og bóndi. Þar var tekið til hendinni við heyskap og amma dró ekki af sér við slát- urgerðina. Amma var verkakona, dugleg, ósérhlífin, tók inn á heimilið ætt- ingja til lengri eða skemmri tíma, alltaf tilbúin til að rétta hjálparhönd og ætlaðist ekki til neins í staðinn. Hún var sterk kona á þögulan hátt, kímin og glettnin ekki langt undan, kom oft með skemmtilegar athuga- semdir um menn og málefni. Hún sleppti samt ekki alveg fram af sér beislinu, þau afi misstu níu ára gamlan son, Þóri, af slysförum og má segja að amma hafi aldrei náð sér að fullu eftir það. Hún átti samt alltaf ástúð og hlýja arma handa mér og hinum barnabörnunum. Ein af ömmuminningum mín- um úr æsku er þegar við vorum á heimleið eftir heimsókn til ömmusystur minnar. Við leidd- umst eftir sundinu milli Lyng- haga og Tómasarhaga á stjörnu- björtu vetrarkvöldi. Hún leit upp til stjarnanna og sagðist vilja trúa því að Þórir hennar væri á meðal þeirra. Ég trúi því að hún sé komin til hans og ann- arra liðinna ástvina. Hvíl í friði elsku amma mín. Þórdís Jónsdóttir. Þórdís Hansdóttir, amma eig- inkonu minnar, lézt á Hrafnistu hinn 5. september síðastliðinn ríflega 94 ára að aldri. Hún hafði lifað tímana tvenna og sjálfsagt gott betur. Ísland hafði hlotið sjálfstæði tæplega tveimur árum fyrr og var enn í konungssam- bandi við Danmörku, sem sá um utanríkismál ásamt öðru. Danska krónan og hin íslenzka voru jafn verðmætar. Það hlut- fall hefur breytzt á þann veg að sú fyrri er nú nærri 22 þúsund sinnum verðmeiri. En þá má ekki gleyma því að raunveruleg verðmæti Íslendinga eru fólgin í mannfólkinu. Þórdís var ein af þeim sem með vinnu sinni og samvizkusemi tóku þátt í því mikla starfi að gera Ísland að því þjóðfélagi sem við búum við. Þó er ekki örgrannt um að henni hafi ekki líkað allt sem gerðist á nýrri öld. Henni var jöfnuður í blóð borinn og vildi að allir ættu þess kost að búa við sæmilegt líf. Hjarta hennar sló með þeim er minna máttu sín og var þó líf hennar ekki ætíð dans á rósum. Undirritaður kynntist henni fljótlega eftir að samskipti okkar Þórdísar dótturdóttur hennar og elzta barnabarns hófust. Hún var alvarleg í bragði í byrjun og leizt sennilega miðlungi vel á þennan unga síðhærða mann sem nafna hennar hafði valið sér. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir okkar á því hvernig landinu skyldi stjórnað og mörgu öðru var hún þægileg í minn garð og virti val okkar unga fólksins. Hún átti það til að skjóta að mér athugsemdum sem bæði höfðu meiningu og húmor í sér fólgnar. Eftir að við höfðum gift okkur varð hún enn ljúfari og hafði mikinn hug á velferð okkar og langömmubarna sinna, sem sakna hennar. Ýmislegt fór okkur í milli í ár- legum boðum sem hún hélt og oft urðu pólitískar umræður okkar í lengra lagi, en hvorugu okkar varð haggað þótt við fynd- um það með árunum að skoðanir okkar væru í raun svipaðar til manna og málefna en með ólík- um formerkjum. Þau Þórdís og Hálfdan misstu son sinn ungan og hafði það dýpri áhrif en virt- ist við fyrstu sýn. Henni var sér- staklega annt um nöfnu sína og ég naut þess ásamt börnum okk- ar. Þórdís Hansdóttir var traust, hrein og bein og vildi öllum vel, ekki sízt afkomendum sínum. Um þá og okkur sem tengdumst henni var henni sérlega umhug- að. Hún missti mann sinn fyrir nærri 30 árum, en var í sambúð með afbragðsmanni, Gísla Elías- syni, til dánardags. Þau sýndu hvort öðru alúð og umhyggju, svo eftirtektarvert var. Honum ber að þakka. Kynnin við Þórdísi tengdaömmu mína voru mér dýrmæt og sjálfsagt hefði mátt þakka henni oftar fyrir þau. Hún var góð kona, sem lagði gott til allra á langri ævi, og verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem hafa þurfti fyrir betra lífi sér og sínum til handa. Samfylgdin er nú þökkuð og öllum í stórfjöl- skyldunni er vottuð samúð. Ólafur Helgi Kjartansson. Okkur langar að minnast elsku Dísu sem kom inn í líf pabba/afa okkar fyrir 17 árum. Það var yndislegt að þau fengu að eiga þessi góðu ár saman. Dísa var alveg einstök kona, alltaf svo snyrtileg og vel tilhöfð, hún var með svo góða nærveru, svo hugulsöm og ljúf. Það var sama hvenær maður kom í heim- sókn, hún spurði alltaf um fólkið okkar, hvernig því vegnaði. Dísa var alltaf með hugann hjá öllu sínu fólki og var alveg ótrúlegt hvað hún var minnug á alla af- mælisdaga. Þegar og á meðan heilsa leyfði var ansi gaman þegar Dísa og pabbi/afi komu í Star- engið í mat, því þá var alltaf gripið í spil og mesta stuðið var þegar sögð var heilsóló og þá kom sérstakur glampi í augun hennar Dísu. Já, við áttum margar góðar stundir með þeim sem við geymum í hjörtum okk- ar. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við þökkum Dísu fyrir góðar stundir liðinna ára um leið og við sendum pabba/afa Gísla, Krist- rúnu og fjölskyldunni allri inni- legar samúðarkveðjur. Megi minning um Dísu lifa í hjörtum okkar. Jens, Kristín María, Dagmar, María, Elsa og fjölskyldur. Þórdís Hansdóttir Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Blómsturvellir 39, 740 Fjarðabyggð, fastanr. 216-8991, þingl. eig. Bjarnheiður S. Helgadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 1. október 2014 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 26. september 2014. Helgi Jensson, fulltrúi. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Deildarás 20, 204-5990, Reykjavík, þingl. eig. SverrirTryggvason, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 1. október 2014 kl. 14.00. Heiðarás 10, 204-6033, Reykjavík, þingl. eig. Kristmann E. Kristmanns- son, Herdís Pétursdóttir og Sonja Jóhanna Andrésdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Stafir lífeyrissjóður, miðvikudaginn 1. október 2014 kl. 14.30. Krókavað 4, 227-8196, Reykjavík, þingl. eig. Arna Hrönn Aradóttir og Sigurþór Örn Guðmundsson, gerðarbeiðendur CBA ehf, Íslandsbanki hf., Reykjavíkurborg og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 1. október 2014 kl. 13.30. Sólvallagata 48, 200-1297, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Vilhjálmsdóttir og Egill Heiðar Anton Pálsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 1. október 2014 kl. 10.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 26. september 2014. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Grjótasel 1, 205-4883, Reykjavík, þingl. eig. Örn Jónsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 2. október 2014 kl. 10.00. Hálsasel 42, 205-4978, Reykjavík, þingl. eig. Árni Hallgrímsson og Unnur Ágústsdóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, fimmtudaginn 2. október 2014 kl. 10.30. Helgaland 5, 208-3676, Mosfellsbæ, þingl. eig. Íslandsbanki hf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 2. október 2014 kl. 14.00. Lágholt 17, 208-3822, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ása Linda Egilsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. ogTollstjóri, fimmtudaginn 2. október 2014 kl. 13.30. Þverársel 28, 205-4022, Reykjavík, þingl. eig. Kristín Ingvadóttir og Einar V.Tryggvason, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 2. október 2014 kl. 11.00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 26. september 2014. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Grænumörk 2, Selfossi. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Fossheima fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Aðalheiður Ólafsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðmundur Teitsson, Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Kristinn G. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurjón V. Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Magnús B. Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, systur, tengdadóttur og ömmu, ELÍNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Kríunesi 4. Ykkar stuðningur er okkar styrkur. Magnús Stefánsson, Arndís Magnúsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Soffía Hreinsdóttir, Björn Þór Guðmundsson, Elvar Magnússon, Matthildur Ósk Matthíasdóttir, Birkir Magnússon, Ásdís Guðrún Smáradóttir, Teitur Eyjólfsson, Lovísa Viðarsdóttir, Arndís Magnúsdóttir og barnabörn. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.