Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldu- atvinnu- og pallbíla, jeppa og fleira föstudaginn 10. október Bílablað Í þessu blaði verða kynntar nýjar gerðir bíla, allt sem bíllinn þinn þarf fyrir veturinn og margt fleira PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 6. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Söfn • Setur • Sýningar Þriðjudagur 30. september kl. 12: Hádegisfyrirlestur um ljósmyndun Þorsteins Jósepssonar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal Natríum sól á Veggnum, Torfhús og tíska á Torgi Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar Leikfléttur, Kristín Rúnarsdóttir 4. september – 26. október Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnun - Net á þurru landi Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Rás Daníel Þ. Magnússon, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar Brynjólfsson Ívar Valgarðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir Þóra Sigurðardóttir Samtal um fegurð Málþing Laugardag 4. október kl. 14 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Næst síðasta sýningarhelgi LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI >>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. Sumir myndu lýsa KennethMána, sem er byggður ásamnefndri persónu úrsjónvarpsþáttaröðinni Fangavaktinni, sem vitgrönnum. Aðrir myndu segja að hann væri ákaflega barnslegur og seinheppinn. Kenneth stelur af fólki og lendir oft í klandri. Fangelsið hefur því orðið hans annað heimili. Hann talar nokkuð takmarkaða eða sérstaka ís- lensku, er einlægur og almennt fremur glaður þó að á móti blási. Kenneth Máni er frá upphafi al- veg að fara að segja okkur rosalega sögu. Margt verður þó til að trufla og tefja. Á meðan við bíðum kom- umst við að ýmsu um persónu hans, uppvöxt og aðstæður sem hafa gert hann að þeim viðkunnanlega og sein- heppna glæpamanni sem hann er í dag. Hann deilir líka með okkur at- hugunum sínum um lífið og til- veruna. Þar hittir hann oft naglann á höfuðið í einlægni sinni. Hugleið- ingar hans verða líka gjarnan, án þess að persónan ætli það, góðlátlegt háð á ýmsa þætti í samtímanum. Kenneth Máni er allt verkið einn á sviðinu þó að undir lokin megi segja að það sé umdeilanlegt. Hann klæð- ist skrautlegum gallajakka, köflóttri skyrtu, hvítum bol, gallabuxum og kúrekastígvélum. Kenneth hefur hljóðnema og statíf sem hann talar stundum í. Á bak við hann er mynd- arlegur sjálfsali með alls kyns súkkulaði, drykkjum og fleiru. Sjálfsalinn kemur á óvæntan hátt við sögu í verkinu og eru not hans mjög frumleg, fyndin og skemmtileg. Björn Thors leikur Kenneth Mána og hefur persónuna frábærlega vel á valdi sínu. Það er stórskemmtilegt bara að fylgjast með honum horfa þögull út í loftið og sjá hvernig hugs- anir og tilfinningar líða yfir andlitið eins og skýjahnoðrar í vindi áður en þær leysast upp og hverfa. Auðvitað erum við stundum að hlæja að því hvað hann er vitlaus. Honum er þó alltaf sýnd sú virðing að manni finnst ekki að verið sé að níðast á einum af okkar minni bræðrum. Ef það gerð- ist væri hætt við að fyndnin myndi í einu vetfangi verða ógeðfelld. Ekki er laust við að á mann leiti efasemdir þegar á líður um hvort hægt verði að enda verkið þannig að áhorfandinn fái eitthvað meira en streng hugleiðinga og brandara. Sagan rosalega sem Kenneth hefur frá upphafi lofað áhorfendum gerir þær áhyggjur að engu. Með henni verða ákveðin skil. Án þess að Kenn- eth verði á nokkurn hátt gáfulegri en hann hefur verið fram að því fær hann með henni í lokin aðeins meiri dýpt og snertir við áhorfandanum án þess að tilfinningasemin verði of mikil. Kenneth Máni er góð kvöld- skemmtun þar sem höfundar, leikari og leikstjóri vinna vel úr efni sem er vandmeðfarið og sem fyrirfram var jafnvel erfitt að trúa að hægt væri að láta endast í heila sýningu. Maður kvöldsins er Björn Thors sem túlkar Kenneth Mána snilldarlega og af hlýju. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Barnslegur „Maður kvöldsins er Björn Thors sem túlkar Kenneth Mána snilldarlega og af hlýju,“ segir m.a. í leikdómi um Kenneth Mána. Töfrandi tugthúslimur Borgarleikhúsið Kenneth Máni bbbmn Eftir Jóhann Ævar Grímsson, Sögu Garðarsdóttur og Björn Thors. Leikmynd: Móeiður Helgadóttir. Bún- ingar: Helga Rós Hannam. Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson. Leikari: Björn Thors. Leikstjóri: Bergur Þór Ing- ólfsson. Frumsýning á litla sviði Borg- arleikhússins fimmtudaginn 25. sept- ember 2014. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Tónlistarmennirnir Óskar Guð- jónsson og Ife Tolentino leika á tónleikum Jazzklúbbs Hafna- fjarðar í Bæjarbíói, Hafnarfirði, í kvöld kl. 21. Óskar og Ife kynntust fyrir 12 árum í Lundúnum þegar Óskar var búsettur þar í borg en eitt af markmiðum hans var að kynnast brasilískum gítarleikara og söngvara til að nema þá fögru list, sem þetta einstaklega hjarta- hlýja fólk frá heimalandi Ife hefur gefið umheiminum, segir í tilkynn- ingu og að það hafi verið „ást við fyrsta tón“. Bossa nova og samba munu vera þekktustu stílar þess efnis sem Ife og Óskar leika í kvöld í Bæjarbíói. Samstarf Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino eiga vel saman í tónlistinni. Óskar og Tolentino í Bæjarbíói

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.