Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég brá mér í kvikmyndahúsum síðustu helgi ásamtnokkrum tónelskandi feðr- um úr hverfinu (sex karlmenn á fimmtudagsaldri saman í bíó!?). Til- efnið var ærið, kvikmyndin 20.000 Days on Earth, sem fjallar um Nick Cave, var að detta í almennar sýn- ingar en hún var fyrst viðruð á Sundance-hátíðinni fyrr á þessu ári (þess má og geta að hún var opn- unarmynd Short&Docs-hátíð- arinnar í Reykjavík í apríl). Myndin atarna hefur fengið frámunalega góða dóma og ég var forvitinn um hvað það væri sem myrkrahöfðing- inn lumaði á uppi í stífpressaðri erminni. Tildrög myndarinnar eru þau að árið 2009 var kvikmyndagerð- arfólkið Iain Forsyth og Jane Poll- ard fengið til að útbúa fjórtán stutt- myndir sem fylgdu endurútgáfu á plötum Nicks Cave og sveitar hans The Bad Seeds. Þau voru síðan lóðsuð í að mynda kynningarefni vegna síðustu plötu, Push the Sky Away (2013). Sú vinna vatt upp á sig og sáði fræjum fyrir þá til- raunakenndu heimildarmynd sem 20.000 Days on Earth er. Brighton Í blábyrjun sjáum við meist- arann, myrkrahöfðingjann, (setjið inn dramatíska lýsingu að vild) liggjandi í rúminu, starandi á vekj- araklukkuna sína sem sýnir 7.00. Andlitið er grafalvarlegt, alveg eins og við eigum að venjast, en um leið er hann einfaldlega á svipinn eins og við erum mörg hver á morgnana. Kvíðin en um leið stað- föst í að stíga inn í enn einn sólar- hringinn og komi það sem koma skal. Með þessu er tónn mynd- arinnar sleginn. Þessi sena ber það með sér að hlutum er stillt upp en á sama tíma erum við að fá innsýn í daglega rútínu listamannsins. Myndin dansar þannig á milli hins skáldlega og hins lifaða alveg eins og lagt var upp með. Cave skottast síðan á milli hinna ýmsu staða. Hann fer til sál- fræðings, kíkir inn í safn sem er til- Á mörkum draums og veruleika Mannlegur „Cave er gefandi í myndinni. Einlægur og heiðarlegur. Hann talar af mikilli hreinskilni um pabba sinn, eitthvað sem hefur legið á honum alla tíð og gerir enn og síðar sjáum við hann fyrir framan sjónvarpið með strákunum sínum að borða pitsu. Eins og fólk gerir. Nick Cave er manneskja. Hvern hefði grunað það?“ einkað honum og rúntar um Brighton með gamla félaga ýmist í bak- eða farþegasætum (Blixa Bar- geld, Kylie Minogue, Ray Win- stone). Hann tekur líka upp tónlist (þær senur eru frábærar) og sækir tónlistarbróður sinn, Warren Ellis, heim. Samband þeirra er greinilega afar náið og Cave munar t.d. ekki um að smella á hann varakossi. Samtal þeirra er ótrúlega afslapp- að og eðlilegt, við erum algjörar flugur á vegg þegar sú sena rúllar. Cave kinkar áhugasamur kolli er Ellis spjallar, hlær og brosir. Í þessu atriði opinberast helsti styrk- ur myndarinnar og ég verð að segja að fyrir mitt leyti óx virðing mín fyrir Cave þessa kvöldstund (ég er ekki ofuraðdáandi NB). Ég undr- aðist nefnilega hversu langt hann gengur í að afhjúpa sig sem mann- eskju, hvernig hann heggur viljandi í þessa ósnertanlegu ímynd sem hann er þó hvað ábyrgastur fyrir sjálfur. Og þrátt fyrir þetta kemur hann enn sterkari út! Cave er hug- rakkur. Hann er líka með fallegt bros, eitthvað sem við sjáum afar lítið af alla jafna. Og hann er með mikla kímnigáfu greinilega og meðvitaður um þessa persónu sem hann hefur búið til á ferlinum (sum- um aðdáendum veitti ekki af smá skammti af þessari gáfu hans). Hreinskilni Cave er gefandi í myndinni. Einlægur og heiðarlegur. Hann tal- ar af mikilli hreinskilni um pabba sinn, eitthvað sem hefur legið á honum alla tíð og gerir enn og síðar sjáum við hann fyrir framan sjón- varpið með strákunum sínum að borða pitsu. Eins og fólk gerir. Nick Cave er manneskja. Hvern hefði grunað það? » Cave er hug-rakkur. Hann er líka með fallegt bros, eitt- hvað sem við sjáum afar lítið af alla jafna.  Kvikmyndin 20.000 Days on Earth hefur Nick Cave að við- fangsefni  Einhvers konar skáldveruleikabundin naflaskoðun Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 27/9 kl. 13:00 7.k. Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 28/9 kl. 13:00 8.k. Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 28/9 kl. 16:30 9.k. Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 4/10 kl. 13:00 10.k. Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 5/10 kl. 13:00 11.k. Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/10 kl. 16:30 12.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 11/10 kl. 13:00 13.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 12/10 kl. 13:00 14.k. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/lina-langsokkur/ Bláskjár (Litla sviðið) Fim 2/10 kl. 20:00 5.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 7/10 kl. 20:00 aukas. Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 3/10 kl. 20:00 5.k. Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/gullna-hlidid/ Kenneth Máni (Litla sviðið) Sun 28/9 kl. 20:00 3.k. Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Þri 30/9 kl. 20:00 4.k. Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Mið 1/10 kl. 20:00 5.k. Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fös 3/10 kl. 20:00 6.k. Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Sun 5/10 kl. 20:00 7.k. Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Mið 8/10 kl. 20:00 8.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/kenneth-mani/ Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Lau 27/9 kl. 20:00 1.k. Lau 4/10 kl. 20:00 2.k. Lau 11/10 kl. 20:00 2.k. Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar! Gaukar (Nýja sviðið) Sun 28/9 kl. 20:00 2.k. Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fim 2/10 kl. 20:00 3.k. Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Sun 5/10 kl. 20:00 4.k. Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Fös 10/10 kl. 20:00 5.k. Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/gaukar/ ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Sun 28/9 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 9/10 kl. 20:00 Sun 19/10 kl. 20:00 Kameljón (Aðalsalur) Sun 5/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00 Lífið (Aðalsalur) Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 2/11 kl. 15:00 Sun 9/11 kl. 15:00 Sun 26/10 kl. 15:00 Lau 8/11 kl. 14:00 All Change hátíðin (Aðalsalur, kaffihús, önnur rými) Lau 4/10 kl. 14:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Sun 5/10 kl. 11:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.