Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar (ÍE), segir að það sé síður en svo vísbending um að Íslensk erfða- greining sé að draga úr sam- starfi við Háskóla Íslands að segja leigusamningi Reiknistofnunar HÍ hjá Íslenskri erfðagreiningu upp. Fram kom í frétt hér í Morg- unblaðinu í gær að ÍE hefði sagt Reiknistofnun HÍ upp leigusamn- ingi og að Reiknistofnun myndi um næstu áramót flytja starfsemi sína að Neshaga 16. „Þvert á móti erum við að auka samstarfið við Háskólann,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið í gær. Erum að búa til pláss „Reiknistofnun Háskólans hefur leigt af okkur hjá Íslenskri erfða- greiningu húsnæði um nokkurn tíma, eða frá 2009. Starfsemi Reiknistofnunar skarast á engan máta við það sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu erum að gera. Við höfum verið að auka aðeins við starfsemi okkar og ráða inn nýtt fólk. Við höfum mikinn áhuga á því að lífvísindafólkið úr Háskóla Íslands komi þarna inn til okkar, því við er- um að vinna í samvinnu við allt þetta lífvísindafólk – í samvinnu sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Kári. Tiltölulega „happy marriage!“ Hann segir að bæði lífvísindafólk- ið í Háskólanum og starfsfólk ÍE hafi áhuga á að auka nándina á milli hópanna. „Eitt af því sem við vorum að gera með því að segja upp Reikni- stofnun HÍ er að búa til pláss svo lífvísindafólkið geti komið inn. Þetta er ekki merki um versnandi eða minnkandi samvinnu við Háskóla Íslands. Þvert á móti sýnir þetta að við erum að auka hana og viljum auka hana. Við eigum yfir að ráða miklu af tækjum, tólum og efnivið sem þetta lífvísindafólk gæti nýtt ef það væri hjá okkur. Þannig að að ég hugsa að þetta gæti bara orðið til- tölulega „happy marriage!“,“ sagði Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining er að auka samstarfið við HÍ  Vill fá lífvísindafólk Háskólans inn til ÍE  Góð samvinna Kári Stefánsson Morgunblaðið/RAX Nánd Íslensk erfðagreining eykur samstarfið við Háskóla Íslands. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í rúmlega hálft ár hefur megrunar- efni fyrir gæludýr með efni, sem unnið er hjá Primex á Siglufirði, verið á boðstólum hjá verslanakeðj- unni Walmart í Bandaríkjunum. Salan hefur farið vel af stað og víst er að eftir töluverðu er að slægjast með því að komast inn á gælu- dýramarkaðinn í Bandaríkjunum. „Þessi markaður veltir milljörðum Bandaríkjadala á ári og offita meðal hunda og katta er mikið vandamál í Bandaríkjunum,“ segir Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, markaðsstjóri hjá Primex á Siglufirði. Efnið er mikið notað í fæðubótarefni fyrir fólk. Gætu selt meira Efnið nefnist LipoSan og er fitu- bindiefni með náttúrulegum trefj- um. Það er framleitt úr kítósan sem er afleiða af kítíni sem er einangrað úr rækjuskel hjá Primex á Siglu- firði. Kítósan hefur þann eiginleika að draga til sín fitu úr fæðunni sem neytt er og hindra upptöku hennar. Varan, sem er sérhönnuð sem megrunarvara fyrir hunda og ketti, fæst hjá Walmart og fylgja henni góð ráð frá dýralækni. Primex kaupir rækjuskel frá öll- um rækjuverksmiðjum á landinu að einni undanskilinni, en rækjuverk- smiðjur eru nú starfandi á Siglu- firði, Sauðárkróki, Hvammstanga, Hólmavík, Bolungarvík og Grund- arfirði. Sigríður segir að mögulegt væri að framleiða og selja mun meira af kítósan ef framboð á rækjuskel væri meira, en rækjuafli hefur dregist saman hér við land. Í ár er áætlað að útflutningsverðmæti frá Primex verði um 700 milljónir króna og þar starfa 14 manns. Í fæðubótarefni fyrir fólk „LipoSan er selt um allan heim til að nota í fæðubótarefni fyrir fólk og meðal viðskiptavina okkar eru fyrir- tæki eins og Herbalife, Nuskin og Now Foods,“ segir Sigríður. „Einn- ig er varan seld í sama tilgangi sem lausasölulyf í sumum löndum til að uppfylla mismunandi lög og reglur eftir löndum, t.d. í Þýskalandi. Síðan 2010 höfum við verið í sam- starfi og unnið að þróun með banda- rísku stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í gæludýrum og það er ótrúlegur heimur að kynnast. Árangurinn af þessum fyrstu mánuðum á sölu á LipoSan í Walmart lofar góðu um framhaldið. Nýlega gerðum við líka samning við þetta bandaríska fyrir- tæki um sölu á sáraspreyi fyrir gæludýr í Bandaríkjunum með efni úr kítósan,“ segir Sigríður. Viðskipti víða um heim Langstærstur hluti framleiðslu Primex er til útflutnings en brot af framleiðslunni á Siglufirði er nýtt í eigin neytendavörur undir vöru- merkjunum LipoSan og ChitoClear og er hluti þeirrar framleiðslu einn- ig seldur til Þýskalands. ChitoClear er græðandi og dregur úr sársauka og kláða í og við sár og er notað í snyrtivörur, sáragræðandi vörur og lyf. „Efnið, sem á uppruna í rækju- skelinni, er selt mjög víða og í fjöl- mörgum löndum eru framleiddar vörur þar sem efni frá okkur er not- að samkvæmt sérleyfi. Asía er orðin okkar stærsti markaður, en við selj- um einnig mikið til Evrópu og Bandaríkin eru vaxandi markaður,“ segir Sigríður. Gæludýrin sett í megrun  Efni úr rækjuskel frá Siglufirði notað í megrunarlyf fyrir dýr  Til sölu í Wal- mart  Offita gæludýra vandamál  Primex flytur út fyrir um 700 milljónir í ár Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Primex á Siglufirði Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir við sekk af kítósan, en efnið er unnið úr rækjuskel. Fjórtán manns starfa hjá fyrirtækinu. Pilluglas Megrunarlyf fyrir gæludýr með hollráðum dýralæknis. AFP Á hátíð kattaunnenda Gæludýra- markaður veltir háum upphæðum. Værðarlegur Offita hrjáir mörg gæludýr í Bandaríkjunum. Evrópusambandið hefur sett fram kröfur um aukna hlutdeild í veiðum á kolmunna á næsta ári. Ekki liggur fyrir hversu mikla aukningu sam- bandið fer fram á, en ekki er útlit fyrir að samkomulag um veiðarnar náist á fundi strandríkja, sem lýkur í London í dag. Þar verður síðari hluta vikunnar rætt um veiðar á norsk-íslenskri síld, en sá stofn hef- ur gefið mjög eftir á síðustu árum. Á síðasta ári var meðal annars deilt um við hversu hátt veiðihlutfall ætti að miða í kolmunna; Norðmenn vildu leyfa mestar veiðar, en Íslend- ingar minnst. Niðurstaðan var að miða við ákveðna tonnatölu og bíða með ákvörðun um veiðihlutfall til þessa árs. Stjórnun kolmunnaveið- anna verður því væntanlega rædd frekar síðar í haust. Það er rifjað upp í Fiskaren í Nor- egi í gær að það hafi tekið strandrík- in 21 samningafund áður en samið var um skiptingu kolmunnaafla árið 2006. Samkvæmt þeim samningi koma 30% í hlut Evrópusambands- ins, Færeyjar og Noregur eru með tæplega 26% hvor þjóð og Íslend- ingar með 17,6%. Þessa skiptingu vill ESB taka upp og endurskoða. aij@mbl.is ESB vill meira af kolmunna  Strandríki ræða stjórnun veiðanna Ljósmynd/Börkur Kjartansson Göngin lokuð! Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar frá því kl. 20 að kvöldi föstudags 17. október 2014 til kl. 6 að morgni mánudags 20. október 2014.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.