Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Innigallar
fyrir konur á öllum aldri
Margir litir
Stærðir S-XXXXL
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Velúrgallar
Ný sending
Tax free af öllum
snyrtivörum í október
Þessi „frétt“ var flutt í Ríkis-útvarpinu í gær:
Samkomulag hefur náðst um inn-leiðingu reglna um samevr-
ópskt fjármálaeftirlit í EFTA-
ríkjunum þremur, Íslandi, Noregi
og Lúxemborg. Með því verður
tryggt að Evrópulöggjöf sem bygg-
ir á viðbrögðum við alþjóðlegu
fjármálakreppunni taki gildi í ríkj-
unum þremur, þar á meðal löggjöf
um þrjár evrópskar eftirlitsstofn-
anir á fjármálamarkaði.
Þar sem stofn-anirnar hafa
meðal annars vald
til að grípa inn í
rekstur fjármála-
fyrirtækja fela
reglurnar í sér
framsal fram-
kvæmdavalds sem
stjórnarskrá Ís-
lands heimilar
ekki.
Fjármálaþjónusta er mikilvægfyrir efnahag Lúxemborgar
sem þar af leiðandi hefur þrýst
mjög á um að reglurnar verði inn-
leiddar. Samkomulagið felur í sér
að Eftirlitsstofnun EFTA tekur all-
ar bindandi ákvarðanir gagnvart
EFTA-ríkjunum og hægt verður að
bera þær undir EFTA-dómstólinn.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra staðfesti samkomulagið fyrir
Íslands hönd en reglurnar verða
lögfestar hér á landi á næstunni.“
Þessi frétt „RÚV“ er stór-merkileg. Annars vegar felur
hún í sér að Lúxemborg sé gengið
úr ESB yfir í EFTA, sem eru stór-
tíðindi. Og hins vegar að núverandi
ríkisstjórn ráðgeri að fara með
brögðum í kringum Stjórnarskrá
Íslands.
Hvorugu verður trúað.
„RÚV“ segir fréttir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.10., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 léttskýjað
Akureyri 2 skýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 7 skúrir
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 10 skýjað
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 15 léttskýjað
Brussel 15 skýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 13 skýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 13 súld
Hamborg 16 léttskýjað
Berlín 17 léttskýjað
Vín 20 léttskýjað
Moskva 8 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 16 skýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 21 heiðskírt
Winnipeg 7 léttskýjað
Montreal 20 skýjað
New York 23 léttskýjað
Chicago 17 alskýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:19 18:09
ÍSAFJÖRÐUR 8:30 18:08
SIGLUFJÖRÐUR 8:13 17:51
DJÚPIVOGUR 7:50 17:37
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
lagt fyrir sýslumanninn í Reykja-
vík að leggja lögbann við þeirri at-
höfn fjarskiptafyrirtækjanna
Vodafone og Hringdu að veita við-
skiptavinum sínum aðgang að vef-
síðunum deildu.net, deildu.com,
thepiratebay.se, thepiratebay.sx
og thepiratebay.org. Dómar féllu í
málum STEF – Sambands tón-
skálda og eigenda flutningsréttar
gegn Fjarskiptum hf. og Hringdu
ehf. í gær, þar sem STEF fór fram
á að fjarskiptafyrirtækjunum yrði
gert að loka fyrir aðgang að fyrr-
nefndum síðum.
Í dómnum kemur m.a. fram að
starfsemi umræddra vefsvæða
vegi gegn grundvallarrétti höfund-
ar til að gera eintök af verki sínu
og birta það, en vefsvæðin eigi það
sameiginlegt að gera notendum
þeirra kleift að gera öðrum not-
endum aðgengileg eintök af hug-
verkum. Þá fellst dómurinn á að
brot gegn fyrrnefndum rétti séu
yfirvofandi og hætta sé á að rétt-
indin muni fara forgörðum eða
verða fyrir teljandi spjöllum verði
sóknaraðili knúinn til að bíða dóms
um þau.
Dómurinn fellst ekki á þau rök
fjarskiptafyrirtækjanna að STEF
hafi takmarkaða hagsmuni af því
að fá sett á lögbann, en þótt við-
skiptavinir fyrirtækjanna kunni að
geta farið fram hjá lokun á vef-
svæðunum hafi ekki verði sýnt
fram á að lögbann sé tilgangslaust.
Í yfirlýsingu frá Vodafone sagði
að jákvætt væri að niðurstaða væri
fengin í málið en hún yrði skoðuð
áður en ákvörðun um næstu skref
yrði tekin. Vodafone hafði ekki
lokað á umræddar vefsíður í gær-
kvöldi, enda hefði sýslumaður enn
ekki lagt á lögbann í samræmi við
niðurstöðu dómsins.
Verða að loka á deildu.net
Héraðsdómur samþykkir kröfur STEF um lögbann Nær líka til Pirate Bay
Lögreglan á
höfuð-
borgarsvæðinu
rannsakar nú
hnífstunguárás
sem átti sér stað
á Stuðlum, með-
ferðarstöð ríkis-
ins fyrir ung-
linga, síðdegis á
mánudag. Sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu veitti 15 ára ung-
lingspiltur starfsmanni Stuðla
áverka á kvið með hnífi. Pilturinn
hefur verið yfirheyrður og er hann
kominn aftur í meðferð á Stuðlum.
Starfsmaðurinn fékk að fara heim
eftir skoðun og aðhlynningu á slysa-
deild. Lögregla rannsakar málið
sem hættulega atlögu.
„Þetta kallar á endurskoðun á
verkferlum og það þarf að fara yfir
þetta mjög vel og reyna að læra af
þessu. Við verðum að tryggja öryggi
starfsfólks og annarra barna,“ sagði
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, í samtali við
mbl.is í gær. Að sögn Þórarins
Viðars Hjaltasonar, forstöðumanns
Stuðla, er talið að pilturinn hafi
smyglað hnífnum inn í húsnæði með-
ferðarstöðvarinnar. „Við höfum ekki
heimild til líkamsleitar en við höfum
heimild til leitar,“ benti hann á í
samtali við mbl.is.
Verkferlar
verða endur-
skoðaðir
Málið er litið alvar-
legum augum.