Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 10

Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 5516646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga frá 10-18, lau. 11-15 Vetur 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is F yrstu viðbrögð skipta öllu máli þegar einhver fær hjartastopp. Að átta sig á einkennum, hringja strax í sjúkra- bíl og hnoða þar til aðstoð berst og hjartastuðtæki kemur, því það þarf alltaf að gefa fólki hjartastuð ef koma á því aftur af stað,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefn- isstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Hún er í Endurlífg- unarráði Íslands, sem er fagráð um þessi málefni á Íslandi, en það er hluti af samnefndu evrópsku ráði. „Endurlífgunardagur Evrópu var haldinn í fyrsta skipti í fyrra og þá var gefin út ályktun um að aðild- arlönd gerðu sitt til að fræða al- menning og heilbrigðisstarfsfólk um endurlífgun. Þannig aukum við líkur á að fólk lifi af hjartastopp. Slagorð Evrópska endurlífgunar- dagsins þetta árið er „You can save a loved one“. Nauðsyn að þekkja einkenni Gunnhildur segir að hjarta- stopp sé gríðarlega stórt heilbrigð- isvandamál, því á hverjum degi fara þúsund manns í hjartastopp í Evr- ópu og einungis tíu prósent þeirra lifa af. „Tölurnar á Íslandi eru að- eins betri, hér lifa af um tuttugu prósent þeirra sem fara í hjarta- stopp, en um 250 manns fara í hjartastopp hér á landi á hverju ári. Ef allir myndu kunna endurlífgun og ef hjartastuðtæki væru víðar, þá væri hægt að bjarga miklu fleiri mannslífum.“ Gunnhildur segir að þegar fólk fari í hjartastopp þá séu einkennin þau að fólk missi meðvitund, það bregðist ekki við neinu áreiti og það hættir að anda. „Það er nauðsyn- legt að þekkja þessi einkenni, því oft heldur fólk að þetta sé flog, vegna þess að fólk kippist við líkt og í krampa og það virðist anda óreglulega þó það andi ekki, það eru ósjálfráð viðbrögð. Ef engin svörun er við áreiti og öndun er óeðlileg, þá er viðkomandi líklega í hjartastoppi.“ Heima, í ræktinni og vinnu Gunnhildur segir að fólk geti farið í hjartastopp hvar sem er, heima við, í ræktinni, í vinnunni, og sumir inni á spítala. Eðli málsins samkvæmt verða flest tilvikin á höf- uðborgarsvæðinu en þar er við- bragðstími sjúkrabíla um sex mín- útur. „Með því að fræða almenning um endurlífgun viljum við auka lík- urnar á að fólk lifi af hjartastopp. Allir liðirnir skipta máli, að fólkið heima sem er hjá þeim sem fær hjartastopp viti hvað eigi að gera og að sjúkraflutningsmenn sem koma á staðinn kunni það sem þeir eiga að gera. Það er nauðsynlegt að við- halda þekkingu hjá fagfólkinu, því í Hver sem er getur bjargað mannslífi Á hverjum degi fara þúsund manns í hjartastopp í Evrópu og einungis tíu prósent þeirra lifa af. Á Íslandi fara um 250 manns í hjartastopp á ári. Evrópski endur- lífgunardagurinn verður á morgun en Rauði krossinn kynnir nú í öllum grunn- skólum landsins skyndihjálp fyrir nemendum með áherslu á endurlífgun. Því fleiri sem kunna að beita endurlífgun, því meiri líkur eru á að fólk lifi af hjartastopp. Friðsemd, illska, stríð og friður eru meðal þess sem rætt verður á heimspekikaffi Gerðubergs í Breið- holti í kvöld kl. 20, en yfirskrift þess er mannúð og harðúð. Þar ætl- ar Gunnar Hersveinn heimspekingur meðal annars að velta upp spurn- ingunni hvers vegna samfélög mannréttinda og mannúðar gera loftárásir. Hann mun einnig ræða um styrkleika mjúklyndis og veik- leika harðlyndis. Inga Dóra Pétursdóttir, fram- kvæmdastýra UN Women á Íslandi, mun líka tala um birtingarmyndir ófriðar fyrir konur og börn í Afgan- istan, en hún er nýkomin heim eftir hálfs árs vinnu í Afganistan á veg- um friðargæslunnar sem kynja- sérfræðingur hjá NATO. Ókeypis aðgangur er að heim- spekikaffinu eins og endranær og allir eru hjartanlega velkomnir. Vefsíðan www.gerduberg.is AFP Styrjaldir Hvers vegna gera samfélög mannréttinda og mannúðar loftárásir? Veikleikar harðlyndis Að ganga Jakobsveginn, svokallaða pílagrímsleið, er draumur margra. Þær konur sem eru 45 ára eða eldri geta nú látið drauminn rætast, því Margrét Jónsdóttir, eigandi ferða- skrifstofunnar Mundo, ætlar að vera með kynningarfund um gönguferð um Pílagrímsstíginn á kvennaheim- ilinu Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík í kvöld kl. 20. Margrét hef- ur áður farið með íslenskar konur þennan veg og tekist vel. Gengnir verða síðustu 300 km á stígnum í góðum félagsskap kvenna. Ferða- tilhögun og undirbúningur fyrir ferð- ina verður kynnt á fundinum. Allir velkomnir og endilega takið með ykk- ur gesti sem gætu verið áhugasamir. Endilega … … kynnið ykkur göngu um Jakobsveginn með konum 45+ Kátar Íslenskar konur hvíla sig á göngu sinni um Jakobsveginn með Margréti. Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Af því tilefni verður minningarstund í Bústaðakirkju kl. 21 í kvöld. Fólk er hvatt til þess að koma og kveikja á kerti fyrir litla engla og eiga saman hugljúfa stund. Lista- mennirnir Valdimar og Reggie Óðins taka þátt í minningarstundinni ásamt prestunum sr. Pálma Matthíassyni og sr. Hans Guðbergi Alfreðssyni. Missir á meðgöngu Minningar- stund í kvöld Morgunblaðið/Valdís Thor Sorg Missir á meðgöngu er erfiður. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Morgunblaðið/Kristinn Gunnhildur Starfar stundum sem sjálfboðaliði og kennir endurlífgun. Ljósmynd/Kristinn Pétursson Réttu handtökin Þessir krakkar á Akranesi vönduðu sig við æfingarnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.