Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 11
endurlífgun eru settar fram nýjar
leiðbeiningar á fimm ára fresti. Alla
þessa viku hafa til dæmis verið
námskeið á vegum Endurlífg-
unarráðs fyrir heilbrigðisstarfsfólk
á Landspítalanum með erlendum
leiðbeinendum þar sem er farið yfir
endurlífgun barna.“
Gerðu eitthvað
Gunnhildur segir að allir þurfi
að rifja kunnáttu sína um endur-
lífgun upp reglulega í gegnum lífið.
„Því dæmin sanna að ef stutt er síð-
an fólk fór á námskeið í endurlífgun
þá eru miklu meiri líkur á að það
treysti sér til að bregðast við. Við
segjum alltaf: Gerðu eitthvað frekar
en ekki neitt, það er alltaf betra. Þó
það sé ekki nema hringja strax í
neyðarlínuna. En auk þess getur
viðbragðsþjónustan leiðbeint í
gegnum síma. Einnig ættu sem
flestir að vera með skyndihjálpar-
app Rauða krossins í símanum, því
þar er sýnt myndrænt hvernig skuli
bera sig að.“ Hjartahnoð er vissu-
lega ekki eins auðvelt og það sýnist,
það krefst afls og úthald. „En
reynslan sýnir að fólk sem lendir í
þessum aðstæðum á vettvangi fyll-
ist oft ótrúlegum krafti og fram-
kvæmir þetta, en finnur svo
kannski eftir á hversu mikil átökin
voru.“
Bjargráður hjálpar til
Í tilefni af 90 ára afmæli
Rauðakrossins í ár, er lögð sérstök
áhersla á skyndihjálp. „Rauði
krossinn vill efla fólk í skyndihjálp,
þar með endurlífgun, og stærsta og
metnaðarfyllsta verkefnið er að fara
í alla grunnskóla í landinu og tala
við nemendur og kynna þeim
skyndihjálp, ekki síst endurlífgun.
Þetta hefur gengið vel og við höfum
verið heppin í Reykjavík, því við
höfum verið í góðu samstarfi við fé-
lag innan læknadeildarinnar sem
kallar sig Bjargráð. Þau fara í
heimsóknir í grunnskóla og fyrir
vikið gera þau okkur kleift að sinna
öllum þessum fjölda. Bjargráður fer
þess utan í heimsóknir, einkum í
framhaldsskóla. Læknanemarnir í
Bjargráði eru hluti af okkar sjálf-
boðaliðum og við erum þeim gríð-
arlega þakklát.“ Einhver gæti hald-
ið að til lítils sé að kenna yngstu
börnum í grunnskóla endurlífgun,
en Gunnhildur segir að efnið sé sett
fram á einfaldan hátt. „Yngstu
krakkarnir þurfa líka að læra að
þekkja einkennin. Þótt þau hjarta-
hnoði kannski ekki, þá geta þau til
dæmis lært nauðsyn þess að
hringja strax í 112.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
4
0
7
1
Ef hjartastopp verður utan
sjúkrahúss skiptir meginmáli að
hefja endurlífgun sem allra
fyrst.
Hvað sérðu?
Ef um skyndilegt meðvitund-
arleysi er að ræða skaltu hringja
strax í Neyðarlínuna 112 áður en
farið er út í frekari aðgerðir.
Athugaðu viðbrögð við áreiti.
Ef einstaklingurinn bregst ekki
við skaltu kanna öndun.
Opnaðu öndunarveg og kann-
aðu hvort öndun er eðlileg.
Leggðu vangann við andlitið og
horfðu á hvort brjóstkassinn
hreyfist, hlustaðu eftir öndun-
arhljóðum og reyndu að finna
hvort viðkomandi andar frá sér.
Byrjaðu strax endurlífgun
með hjartahnoði og blæstri ef
engin viðbrögð eru til staðar og
öndun er óeðlileg.
Hjartahnoð
Hnoðaðu 30 sinnum á takt-
inum 100 hnoð á mínútu á miðj-
an brjóstkassann með beinum
handleggjum, úlnliðir og oln-
bogar eiga að vera læstir og axl-
ir beint yfir hnoðstað.
Léttu öllum þunga af brjóst-
kassanum eftir hvert hnoð.
Blástur
Opnaðu öndunarveginn með
því að setja aðra höndina á enn-
ið og ýttu höfðinu aftur, lyftu
samtímis undir hökuna með
hinni hendinni. Dragðu eðlilega
að þér andann og blástu 2 sinn-
um þannig að þú sjáir brjóst-
kassann lyftast aðeins. Haltu
áfram að hnoða 30 sinnum og
blása 2 sinnum til skiptis.
(Af vefsíðu Rauða krossins)
Endurlífgun
BREGÐIST STRAX VIÐ
Ljósmynd/Kristinn Pétursson
Læra Sjálfboðaliðarnir Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir og Klara Gunnarsdóttir leiðbeina nemendum í Brekkubæj-
arskóla á Akranesi á námskeiði um skyndihjálp. Krakkarnir sem standa í röðinni bíða spenntir að fá að hnoða.
Þeir sem vilja sækja skyndi-
hjálparnámskeið sem og þeir
vinnustaðir sem vilja bjóða sínu
starfsfólki upp á námskeið, geta
skoðað hvaða námskeið eru í boði
á slóðinni raudikrossinn.is.