Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 15

Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 5 5 5 SUBARU XV FJÓRHJÓLADRIFINN – SJÁLFSKIPTUR Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur Verð: 5.290.000 kr. 6,6 l/100 km í blönduðum akstri Ný LINEARTRONIC stiglaus sjálfskipting með þrepastillingum í stýri. SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP. GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU! NÝR LÁNAMÖGULEIKI ÚTBORGUN / 529.000 KR.10% BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kröfur um orkunýtni blöndunar- tækja sem seld eru á Íslandi verða að óbreyttu senn hertar vegna krafna ESB um visthönnun. Fyrir vikið verður aðeins heimilt að selja sturtu- hausa sem uppfylla kröfur um vist- hönnun. Þá verður aðeins leyft að selja blöndunartæki sem hita vatnið upp að hámarki 41 gráðu á Celsíus. Breytingarnar eru hluti af útvíkk- un á tilskipun ESB um visthönnun, þannig að hún varði framvegis vörur „sem tengjast orkunotkun“. Söluaðili pípulagningarvara á höfuðborgarsvæðinu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að innan skamms yrði óheimilt að selja aðra sturtuhausa og önnur blöndunar- tæki en þau sem tilskipunin leyfir. „Að hluta til erum við farnir að vinna samkvæmt nýrri byggingar- reglugerð frá Evrópusambandinu. Hitastig á vatni á almenningssalern- um má í mesta lagi vera 41 gráða,“ segir söluaðilinn. Byrjaðir að selja nýju hausana Spurður hvort kröfurnar séu farn- ar að takmarka framboð á sturtu- hausum og blöndunartækjum til al- mennings segir söluaðilinn að reglurnar hafi áhrif á framboðið. „Auðvitað sogumst við inn í það. Við kaupum þessa sturtuhausa og erum byrjaðir að selja hausa sem spara vatn. Þetta verða einu vörurnar sem verða til sölu. Það gerist mjög bráð- lega að við fáum ekki aðrar vörur. Við getum ekki flutt annað inn nema láta búa það til í Kína og það er ekki eftirsóknarvert. Það verða því sömu vörunúmerin og eru t.d. til sölu í Þýskalandi. Við eigum í raun engan annan kost. Síðustu árin höfum við reyndar ekki haft aðrar vörur í boði,“ segir söluaðilinn. Reglugerð um ryksugur Meðal reglugerða sem þetta varð- ar og bíða þess að verða teknar inn í EES-samninginn og þar með inn í ís- lenska löggjöf má nefna reglugerð um orkumerkingar vatnshitara, reglugerð er varðar kröfur varðandi visthönnun raf- og rafeindatækja til heimilis- og skrifstofunota og reglu- gerð varðandi visthönnun ryksuga. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um útvíkkun á innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um vist- hönnun (2009/125/EB) þannig að hún taki til allra orkutengdra vara í stað þess að ná eingöngu til vara sem nota orku. Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009 um visthönnun vöru sem notar orku seg- ir í athugasemdum um tilefni, nauð- syn og meginefni lagasetningarinn- ar: „Undir tilskipunina og efni frumvarpsins falla ekki einvörðungu vörur sem nota, framleiða, flytja eða mæla orku heldur gætu ákveðnar orkutengdar vörur fallið þar undir, þ.m.t. vörur sem notaðar eru í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eins og gluggar, einangrunarefni eða tilteknar vörur sem ætlaðar eru fyrir vatnsnotkun, t.d. sturtuhausar eða kranar,“ segir þar orðrétt. Ekkert ákveðið með einangrun Björn Karlsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, var á fundi með norrænum samstarfsmönnum sínum í Kaupmannahöfn þegar hann gaf kost á símaviðtali um visthönnun. Spurður hvenær áhrifa í þessa veru muni gæta á Íslandi segir Björn að það hafi ekki verið tekin nein ákvörðun um hvernig einangrunar- gildi verður þróað fyrir byggingar á Íslandi. Umhverfisráðuneytið taki slíka ákvörðun. Þá sé heldur ekki bú- ið að taka ákvörðun um að skerpa á kröfum um glugga í byggingarreglu- gerð. Hitt sé ljóst að áhersla á vist- væna hönnun aukist stöðugt. Spurður hvort kröfur um vist- hönnun séu lengra komnar varðandi vatnsnotkun, þ.e. sturtuhausa og krana, vísar Björn til áðurnefnds frumvarps. Mannvirkjastofnun muni fá það hlutverk að fylgjast með markaðssetningu slíkrar vöru. „Það verður meiri áhersla á notk- un vistvænnar vöru þegar það frum- varp er komið í gegn. Við munum fylgjast með markaðnum,“ segir Björn og svarar því játandi að fyrri búnaður sem sóaði vatni sé á útleið. „Það verður ekki leyft að selja hann. Það er eins og hið fræga dæmi um ryksugurnar. Það verður ekki hægt að fá ryksugur með meiri krafti en 1.600 wött. Það verður bannað að selja þær,“ segir Björn en þess má geta að hámarkið innan EES verður að óbreyttu 900 wött árið 2017. Óhagkvæmt fyrir Ísland Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur að breytingar á lögum um visthönn- un þjóni ekki íslenskum hagsmunum og nái ekki tilgangi sínum í landi sem hefur endurnýjanlega raforku og kyndir með hitaveituvatni. Hinar nýju kröfur ESB um vöru- merkingar séu íþyngjandi og geti því dregið úr úrvali vara frá framleið- endum utan ESB. Þá muni auknar kröfur um einangrun húsa fela í sér aukinn kostnað en skila litlum ábata fyrir þá sem hafa hitaveitu. Einnig sé líklegt að kröfurnar muni gera rafbíla dýrari. Sturtuhausar muni skammta dropana og heitavatns- kranar verða þrengdir. „Við búum við allt annan veruleika en ESB-ríkin. Við erum að gera stór- kostleg mistök með því að undan- skilja okkur ekki frá þessum kafla EES-samningsins. Þau mistök verða dýrkeyptari eftir því sem frá líður. Við flytjum inn vörur fyrir hundruð milljarða á næstu áratugum. Sá inn- flutningur verður líklega einhverjum milljörðum dýrari vegna þessa og þá getum við ekki notað þá milljarða í þarfari hluti. Mér finnst ástæða til að staldra við og að þingmenn íhugi þessi mál betur. Það er margt gott sem kemur frá Evrópska efnahags- svæðinu en þetta er ekki eitt af því, Maður sér ekki fyrir endann á þessu. Það er stöðugt verið að víkka þetta út. Við gengum inn í EES til þess að njóta viðskiptafrelsis en nú er kominn sá pólitíski vinkill að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Það er góðra gjalda vert. Sá vinkill á hins vegar ekki erindi hing- að vegna þess að hér er orkan sjálf- bær,“ segir Frosti Sigurjónsson. Sturtur verði eins og í ESB Reuters Höfuðstöðvar ESB í Brussel Tilskipuninni um visthönnun er ætlað að tryggja samræmdar reglur og frjálst flæði slíkra vara á innri markaði ESB.  Ný tilskipun um visthönnun á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.