Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 16

Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 16
SUÐURNES2014Á FERÐ UMÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 VITINN 2014 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Vissum áfanga er í raun lokið hjá okkur með framleiðslunni en ætl- unin er að framleiða vöruna úr jarðsjó úr hraunlögum við Reykja- nesvirkjun. Því yrði um að ræða innlenda framleiðslu á heilsuvörum úr hráefnum sem ekki er verið að nýta í dag,“ segir Egill Þórir Ein- arsson, efnaverkfræðingur og stjórnarmaður nýsköpunarfyrirtæk- isins Arctic Sea Minerals (áður Arc- tic Sea Salt). Draga úr natríumnotkun Fyrirtækið hefur unnið að því undanfarin tvö ár að þróa nýja lausn til að draga úr natríumnotkun. Unn- ið er að vöruþróun í húsnæði fyrir- tækisins á Ásbú og hefur verkefnið hlotið veglega styrki úr Tækniþró- unarsjóði og í fyrra fékk það styrk úr Vaxtarsamningi Suðurnesja. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að einn af hverjum sjö jarð- arbúum, um einn milljarður manna, þjáist af of háum blóðþrýstingi. Of mikil natríumneysla í hinum vest- ræna heimi sé stór orsakaþáttur sem valdi of háum blóðþrýstingi. WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin, hafi gefið út ákveðnar leiðbein- ingar um verulega minnkun á notk- un natríums (salts) í matvæla- framleiðslu. Venjulegt borðsalt er um 40% natríum sem útskýrir hvers vegna flest fólk í hinum vestræna heimi neytir of mikils natríums. Salt gegnir ýmiss konar hlutverki í mat- vælaframleiðslu ásamt því að vera mikilvægt vegna bragðeiginleika og því er ekki einfalt mál að draga úr notkun salts til að minnka natríumnotkun. Forsvarsmenn Arctic Sea Minerals segja að til að draga úr natríumnotkun hafi matvælafram- leiðendur og neytendur verið að skipta út natríum fyrir annars konar sölt eins og kalíum- og magn- esíumsölt. Vandamálið við þá lausn sé að kalíum og magnesíum hafi ekki það góða saltbragð sem neytendur séu vanir og því hafi lausnin ekki notið mikils fylgis hjá neytendum. Sama bragðið áfram Arctic Sea Minerals hefur unnið að nýrri lausn sem felst í því að krist- alla öll söltin í nýju blöndunni saman í eitt saltkorn. Þegar það er gert þá er hægt að búa til „ný“ saltkorn sem hafa allt að 58% minna natr- íum en venjulegt borðsalt en svipað saltbragð og neytendur eru vanir að upplifa. Gangi áform Arctic Sea Minerals eftir gætu þau skapað fjölda starfa og tals- verðar tekjur á Suðurnesjum. Framleiðsla heilsu- salts í undirbúningi  Mun minna natríum en í borðsalti en sama bragð Ljósmynd/Arctic Sea Minerals Prófanir í gangi Tilraunastofa Arctic Sea Minerals er í skemmu á gamla varnarsvæðinu á Ásbrú.  Löggæslu- og björgunarbraut er meðal þeirra brauta sem boðið er upp á í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þetta er tveggja ára braut og Guð- laug M. Pálsdóttir aðstoðarskóla- meistari skólans segir að flestir þeirra sem nema við brautina hafi áhuga á lögreglu- eða slökkviliðs- störfum. Þá hafi margir áhuga á björgunarstörfum. „Eftir því sem ég best veit erum við eini skólinn á land- inu sem er með braut eins og þessa,“ segir Guðlaug. Löggæslu- og björgunarbrautin var sett á laggirnar árið 2010. Hún er ein fimm stuttra starfsnámsbrauta við skólann og var þeim komið á vegna mikillar eftirspurnar eftir styttra námi. Hinar fjórar eru ferðaþjón- ustubraut, heilbrigðis- og fé- lagsþjónustubraut, tölvuþjón- ustubraut og verslunar- og þjónustubraut. „Við vildum hvetja nemendur, sem ekki vilja í langskólanám af ýmsum ástæðum, til að ljúka námi með ein- hverju prófi. Það hentar ekkert öllum að fara í langt verknám eða í stúd- entsnám,“ segir Guðlaug. Námsefni brautarinnar var skipu- lagt í samráði við ýmsa aðila, m.a. Landsbjörg og meðal námsgreina eru skyndihjálp, almannavarnir, björgun, kortalestur og útivist. Að sögn Guðlaugar er mikil fjöl- breytni í nemendahópnum á braut- inni og hún segir karla vera þar í meirihluta. Hún segir marga sem hafa lokið námi á brautinni hafa farið til starfa í lögreglu eða slökkviliði. Þeir sem ljúka námi á henni eða öðr- um af stuttu námsbrautunum geta haldið námi áfram og þannig lokið stúdentsprófi. annalilja@mbl.is Nýstárleg námsbraut á Suðurnesjunum Ljósmynd/fss.is Nýtt nám Mikil eftirspurn eftir styttra námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands leiddi til fimm nýrra námsbrauta. Ein þeirra er löggæslu- og björgunarbraut. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það er ekki amalegt að fá leið- sögn þjálfara NBA-liðs og hitta heimsfrægar körfuboltastjörnur. Þetta fengu 13 kátar körfubolta- stelpur, sem æfa körfubolta með UMFG í Grindavík, að reyna í sumar þegar þær fóru í körfu- boltabúðir á vegum bandaríska NBA-liðsins Philadelphia 76ers í borginni Fíladelfíu í Bandaríkj- unum. Þar stunduðu þær æfingar í hópi ungs körfuboltafólks, stráka og stelpna, frá yfir 20 löndum alls staðar að úr heim- inum. Stelpurnar eru á aldrinum 14-16 ára og einn fararstjóra var Atli Geir Júlíusson þjálfari sem segir að undanfarin ár hafi hópar frá UMFG farið á hina ýmsu staði í Bandaríkjunum í áþekkar æf- ingabúðir. „Þarna voru stelp- urnar komnar í mekka körfubolt- ans þar sem æfingar eru frá morgni til kvölds, einstaka sinn- um frí á milli. Þetta snýst bara um að vera í körfu og þetta var engin afslöppunarferð,“ segir Atli. „Þeim gekk virkilega vel, á lokadeginum voru spilaðir úr- slitaleikir og stelpurnar fengu fullt af verðlaunum.“ Hann bætir við að för í slíkar æfingabúðir hafi margþættan ávinning. „Þetta er að vissu leyti gulrót til að halda krökkunum áfram í skipulögðu íþróttastarfi sem hefur auðvitað gríðarlegt forvarnagildi. Þetta er líka hugs- að fyrir þá sem vilja ná langt í íþróttinni; áhuginn verður meiri þegar farið er í svona æfingabúð- ir og svo er þetta auðvitað gott tækifæri fyrir ungt körfubolta- fólk að sýna sig í Bandaríkjunum og auka líkurnar á því að fá körfuboltastyrk í góðan háskóla.“ Söfnuðu fyrir ferðinni Í búðirnar komu m.a. núver- andi og fyrrverandi NBA- leik- menn sem miðluðu stúlkunum af Fóru í æfingabúðir Philadelphia 76ers  Áhuginn verður meiri þegar farið er í æfingabúðir, segir körfuboltaþjálfari Ljósmynd/Atli Geir Júlíusson Knáar UMFG-stelpurnar ásamt Atla Geir úti í Fíladelfíu í sumar. Í æf- ingabúðunum var spilaður körfubolti alla daga frá morgni til kvölds.  Á ferð um Ísland 2014 er níu vikna ferðalag ljósmyndara og blaða- manna Morgunblaðsins. Í dag lýkur umfjöllun um Suðurnes og á morg- un hefst umfjöllun um sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan Reykjavík. Ferðalaginu lýkur síðan í Reykjavík í lok október. Umsjón með ferðalaginu hefur Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem tekur við ábendingum um efni í netfanginu annalilja@mbl.is. Í ferðalaginu hefur sérstök áhersla verið lögð á vaxtarbrodda í at- vinnulífinu undir merkinu Vitinn 2014. Í lok ferðarinnar mun Morg- unblaðið veita einu fyrirtæki í hverjum landshluta sérstaka viðurkenn- ingu. Einnig verður veitt viðurkenning á landsvísu. Umsjón með Vitanum 2014 hefur Guðmundur Magnússon blaðamaður sem tekur við ábendingum í netfanginu vitinn@mbl.is. Níu vikna ferðalag með áherslu á atvinnulíf VI TINN 2014

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.